Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í DAG mun sjálfstæðisfólk í
Hafnarfirði velja þann lista sem
flokkurinn mun bjóða fram í sveit-
arstjórnarkosningum á komandi
vori. Til að ná árangri þarf fólk að
hugsa stórt og hafa kjark til að
framkvæma. Öll mín störf hafa
undirstrikað vilja minn til að taka
forystu, hvort sem er í skóla, at-
vinnulífi eða stjórnmálum. Ég gef
kost á mér í annað sæti á lista
Sjálfstæðisflokks og vona að þar
með verði framboðslistinn sig-
urstranglegri.
Að ná framúrskarandi
árangri
Það hefur verið sagt að hið góða
sé óvinur þess frábæra og að það
sé ein helsta ástæða þess að svo
fátt verður frábært. Skólar verða
ekki frábærir vegna þess að þeir
eru góðir. Stjórnsýsla verður ekki
frábær aðallega vegna þess að hún
er þegar góð. Þessi orð lýsa vel
þeim verkefnum sem sveitarfélög
standa frammi fyrir á hverjum
tíma; að ná fram-
úrskarandi árangri í
rekstri og uppbygg-
ingu þjónustu þannig
að samfélagið verði
eftirsóttur valkostur
fyrir fólk til búsetu.
Ég vil stuðla að því
að í Hafnarfirði bygg-
ist upp samfélag sem
mætir þörfum íbúanna
fyrir þjónustu á hverj-
um tíma. Ég vil ein-
falda en skilvirka
stjórnsýslu og ég vil
þátttöku fólksins í
ákvarðanatöku. Ef við ætlum að ná
framúrskarandi árangri skiptir
máli að við leysum úr læðingi þann
kraft sem býr í fólkinu sjálfu.Við
eigum sjálf að móta þá þjónustu
sem við viljum að sveitarfélagið
veiti. Sveitarstjórnir eru nefnilega
til fyrir fólkið og vegna fólksins, en
ekki hið gagnstæða.
Mörkum heildstæða fjöl-
skyldustefnu – setjum markið
hátt þegar kemur að menntun
Fjölskyldumál verða í brenni-
depli í næstu kosningum. Nútíma-
samfélagið einkennist af hraða,
miklu aðgengi að
upplýsingum og
breytingum sem eru
svo örar að erfitt er
að sjá fyrir í hvaða
átt samfélagið mun
þróast. Hraði sam-
félagsins kallar á
heildstæðari og fjöl-
breyttari þjónustu
fyrir allar fjöl-
skyldur. Ég vil að við
skoðum alla þjónustu
sem er veitt af bæj-
arfélaginu í þágu fjöl-
skylda og barna og
spyrjum: Erum við að tryggja fólki
val?
Við þurfum líka að setja markið
hátt þegar kemur að menntun.
Grunnurinn að fjölskylduvænu
samfélagi er að tryggja öllum
börnum aðgengi að fyrsta flokks
námi til að þau hafi jöfn tækifæri í
framtíðinni. Menntakerfið og
framboð menntunar þarf líka að
endurspegla þarfir þjóðfélagsins á
hverjum tíma. Einungis þannig
tryggjum við að allir einstaklingar
eigi kost á að tileinka sér þá færni
sem er nauðsynleg til að dafna í
samfélaginu.
Foreldrar eiga að hafa val um
hvar börn þeirra sækja skóla,
stunda íþróttir eða njóta tóm-
stunda eða listnáms. Hverju barni
á að vera tryggt jafnt framlag,
óháð því hvar þjónustan er sótt.
Við þurfum líka að leggja áherslu
á að auka fjölbreytni í framboði á
þjónustu því þarfir barnanna eru
ekki allar hinar sömu. Ég er sann-
færð um að aukið val skapar sókn-
arfæri, stuðlar að uppbyggjandi
samkeppni, er trygging fyrir betri
gæðum og skapar hverju barni
betri tækifæri til vaxtar og þroska.
Sem formaður Heimilis og skóla
– landssamtaka foreldra ferðast ég
víða, ræði við skólafólk og foreldra
um aðkomu þeirra að skólastarfi
og þarfir fyrir aðstöðu og þjón-
ustu. Ég hef aflað mér mikillar
reynslu og þekkingar á skóla-
málum í gegnum þessi störf. Og
það skiptir máli því ef við ætlum
að ná framúrskarandi árangri er
mikilvægt að kjörnir fulltrúar hafi
faglega þekkingu á málaflokkum
eins og fræðslumálum – málaflokki
sem tekur til sín rúmlega 60% af
skatttekjum Hafnfirðinga.
Tökum þátt í prófkjöri –
hver rödd skiptir máli
Í prófkjörinu í dag munum við
kjósa um framtíðina. Það skiptir
máli hverjir veljast sem fulltrúar
okkar í bæjarstjórn á næsta kjör-
tímabili. Ég veit að sjálfstæðisfólk
í Hafnarfirði er ekki ragt við að
treysta ungu fólki fyrir miklum
ábyrgðarstörfum. Ég tel mig vita
hver verkefni framtíðarinnar eru
og er manneskja til að koma þeim í
framkvæmd og ná þeim árangri
sem til er ætlast. Nú er lag fyrir
alla Hafnfirðinga að nýta sér tæki-
færið og taka þátt í að móta fram-
boðslista Sjálfstæðisflokks í kom-
andi sveitarstjórnarkosningum.
Eftir Maríu Kristínu
Gylfadóttur ’Ég vil stuðla að því að í Hafnarfirði byggist
upp samfélag sem
mætir þörfum íbúanna
fyrir þjónustu á
hverjum tíma.‘
María Kristín
Gylfadóttir
Höfundur er stjórnmálafræðingur og
býður sig fram í 2. sæti á lista í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði.
Prófkjör Hafnarfjörður
Kraftur, vilji og þor – það sem Hafnarfjörður þarf
EITT STÆRSTA vandamálið í
samgöngumálum okkar Hafnfirð-
inga er Reykjanesbrautin neðan
Setbergshverfis.
Nýlega voru gerð mislæg gatna-
mót við Kaldárselsveg.
Glæsilegt mannvirki
og rándýrt. En umferð
um brúna er sáralítil
miðað við kostnað og
ættu menn að huga að
því að njóta ferð-
arinnar þegar þeir
keyra yfir hana, því
þegar maður er í dýr-
um ferðalögum er eins
gott að nota tímann
vel. Um svipað leyti
var brugðið á það ráð
að setja hringtorg á
ein umferðarþyngstu
gatnamót bæjarins, þar sem Lækj-
argatan kemur að Reykjanesbraut.
Þetta annars ágæta mannvirki dug-
ar engan veginn í það verkefni sem
því er ætlað. Það skáldlega er að sú
staðreynd lá fyrir áður en ráðist var
í gerð mannvirkisins. Það er hálf-
gerður öreigabragur á ferðalagi um
torgið samanborið fyrrnefnd mislæg
gatnamót við Kaldárselsveg. Þarna
er slæm teppa tvisvar á dag, þegar
fólk heldur til vinnu og þegar það er
á leið heim. Sl. laugardag var teppa
nánast allan daginn. Í slíku ástandi
brennur heilmikið eldsneyti fyrir
lítið með tilheyrandi mengun.
Það er brýnt mál að leysa um-
ferðarflæðið frá
Straumsvík að Smára-
lind með langtíma-
hugsun.
Ein leið sem vert er
að kanna er að grafa
holu ofan í jörðina
skömmu áður en komið
er að Öreigatorgi
þannig að umferðin
sem kemur niður
brekkuna, sem liggur
samsíða Reykdals-
brekkunni, héldi áfram
í sama halla ofan í jörð-
ina. Fremst yrði gjá,
milli 10-11 og íþróttahúss Setbergs-
skóla yrði vegskáli sem núverandi
innanhverfisvegur kæmi ofan á og
eftir það göng, undir Þórsbergið og
kæmu upp nokkurn veginn til móts
við Sælgætisgerðina Góu og tengd-
ist vegurinn Reykjanesbrautinni
þar. Hringtorgið yrði áfram á sínum
stað og sinnti miklu léttari umferð.
Svona lausn, ef möguleg er t.d.
vegna jarðgerðar o.fl., er lang-
tímalausn sem leysir málið í stað
þess að reisa mannvirki sem fyr-
irfram er vitað að leysir málið ekki.
Framkvæmdin sjálf yrði kostn-
aðarsöm en hún myndi spara tíma
vegfarenda, minnka eldsneyt-
isnotkun og minnka mengun.
Ofanritað er dæmi um málaflokk
sem ég vil starfa að njóti ég braut-
argengis í prófkjöri Sjálfstæð-
ismanna. Önnur mál sem ég vil
beita mér í eru málefni fjölskyld-
unnar með áherslu á velferð þeirra,
barna og unglinga, málefni eldra
fólks, styrka fjármálastjórn, menn-
ingarmál og fleira.
Þórsbergsgöng?
Eftir Hall Helgason ’Það er brýnt mál aðleysa umferðarflæðið
frá Straumsvík að
Smáralind með lang-
tímahugsun.‘
Hallur Helgason
Höfundur er kvikmyndagerðarmaður
og býður sig fram í 4. sæti á lista
Sjálfstæðismanna til bæjarstjórnar í
Hafnarfirði.
Prófkjör í Hafnarfirði
HAFNARFJÖRÐUR er þekkt-
ur fyrir að vera bærinn sem
byggður er í jaðri hrauns og fyrir
að eiga góða og aðgengilega höfn.
Byggðin stækkar
og þenst út, við er-
um að ljúka við að
byggja upp Ás-
landshverfið, farin
að byggja á Völl-
unum og byggðin
teygir sig áfram
upp eftir Krísuvík-
urvegi.
Ein af perlum
Hafnarfjarðar er
byggðin við höfn-
ina. Við megum
ekki gleyma fallegu
byggðinni sem hef-
ur verið stolt okkar
Hafnfirðinga og nú
þegar búið er að
fjarlægja hús Bæj-
arútgerðarinnar og
Norðurstjörnunnar
kemur hún enn bet-
ur í ljós.
En, því miður er
hætta á næsta leiti.
Búið er að skipu-
leggja allt of háa
byggð á nýja svæð-
inu við höfnina og á
hún eftir að
skyggja á og eyði-
leggja umhverfi
þeirra húsa sem
næst standa nýja
skipulaginu.
Undarlegar
gatnagerðarframkvæmdir hafa átt
sér stað við vesturhluta hafn-
arsvæðisins sem búið er að setja á
skipulag. Það er búið að breyta
gatnakerfinu á þann veg, að
hækka veginn um 2 metra frá
grunnskipulagi, án þess að hafa
samband við húseigendur á svæð-
inu, og breytingarnar voru aldrei
kynntar húseigendum og aldrei
settar í grenndarkynningu. Þetta
eru vinnubrögð sem ekki eru til
fyrirmyndar. Eignir húseigenda,
sem næst standa nýja skipulaginu
eru gerðar verðlausar og upp-
byggingin á nýja hafnarsvæðinu,
þar sem ákveðið var að gera fal-
lega byggð, hefur verið eyðilögð.
Á skipulagi, sem gert var í meiri-
hluta sjálfstæðismanna í Hafn-
arfirði var aldrei gengið á rétt
íbúðareigenda. Skipulagið sem
lagt var fram á haustdögum 2001
var í allt aðra veru. Þar var virtur
eignarréttur þeirra sem
næst stóðu nýju byggð-
inni og nýbyggingarnar
voru í takt við gömlu
byggðina.
Ég hef aldrei skilið
þá afstöðu Samfylking-
arinnar, að hækka
byggðina og eyðileggja
heildarskipulagið sem
búið var að skipuleggja.
Þeir hækka veginn með-
fram byggðinni, búa til
enn eitt hringtorgið sem
veldur vandræðum fyrir
stóra bíla og rútubíla
með ferðamenn, sem
áhuga hafa á að heim-
sækja Hafnarfjörð.
Við sem búum í Hafn-
arfirði vitum að bærinn
okkar hefur mikla sér-
stöðu og við sem erum
að bjóða okkur fram til
þjónustu fyrir bæinn
okkar verðum að standa
vörð um hana. Hraunið
með allri sinni fegurð
og margbreytileika,
álfabyggðin og sagan
eru á hverju leiti. Því
ber okkur skylda til að
gera heildarskipulag
sem fellur að byggðinni
sem fyrir er og nýta þá
óendanlegu möguleika
sem fyrir hendi eru.
Stöndum vörð um gömlu byggð-
ina sem er okkar sérkenni hér í
Hafnarfirði og eyðileggjum ekki
það tækifæri sem gefst, við bygg-
ingu nýja hafnarsvæðisins sem
getur enn aukið á gildi Hafn-
arfjarðarbæjar og sett okkur enn
frekar á kortið sem einn af áhuga-
verðustu bæjum á landinu fyrir
ferðamenn að heimsækja.
Hafnarfjörður,
byggðin
við fjörðinn
Eftir Guðrúnu Jónsdóttur
Guðrún
Jónsdóttir
’Við sem búumí Hafnarfirði vit-
um að bærinn
okkar hefur
mikla sérstöðu
og við sem erum
að bjóða okkur
fram til þjón-
ustu fyrir bæinn
okkar verðum
að standa vörð
um hana. ‘
Höfundur er hjúkrunarfræðingur,
frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Hafnarfirði og býður sig
fram í 3.–4. sæti.
Prófkjör í Hafnarfirði
UM ÞESSAR mundir eru liðin 10
ár frá því Stóra upp-
lestrarkeppnin hófst.
Vagga þeirrar keppni
er í Hafnarfirði og er
hún eitt besta dæmi um
nýjungar og metnað í
skólastarfi og hef ég frá
fyrstu tíð haft tækifæri
til að fylgjast með
þessu verkefni og þeim
hliðarverkefnum sem
því fylgja. Ég tel þetta
mjög áhugavert verk-
efni og vel til þess fallið
að brjóta upp hefð-
bundið skólastarf og
styrkja sjálfstraust
nemenda.
Það er sérlega ánægjulegt að nú
skuli verkefnið ná til alls landsins og
voru á síðasta ári haldnar 33 lokahá-
tíðir á landinu öllu. Þetta eru menn-
ingarhátíðir sem öll héruð leggja
metnað í að gera sem best úr garði.
Nemendur leggja metnað og áhuga
við val á ljóðum til upplestrar.
Síðastliðin 6 ár hefur líka verið
staðið fyrir smásagna-
samkeppni í elstu bekkj-
um grunnskólanna í
Hafnarfirði og er hún
eins og Stóra upplestr-
arkeppnin formlega sett
af stað á degi íslenskrar
tungu. Þá verður núna í
tilefni af 10 ára afmæli
upplestrarkeppninnar
samkeppni um boðskort
á lokahátíðina og sú
samkeppni fer fram í 6.
bekk. Er það ósk þeirra
sem að keppninni standa
að þetta framtak mælist
vel fyrir og verði til að
efla ritun og bókmenntaáhuga grunn-
skólanemenda, öllum til ánægju.
Eitt af áhugasviðum mínum á vett-
vangi bæjarmála hefur meðal annars
verið skólamál og tel ég að upplestr-
arvakningin í Hafnarfirði hafi sýnt og
sannað að við þurfum að virkja frum-
kvöðlastarf enn frekar og styðja vel
við og styrkja gott starf í leik- og
grunnskólum Hafnarfjarðar.
Metnaður í skólastarfi –
upplestrarvakning
Eftir Helgu Ragnheiði
Stefánsdóttur ’Síðastliðin 6 ár hefurlíka verið staðið fyrir
smásagnasamkeppni í
efstu bekkjum grunn-
skólanna í Hafnarfirði
og er hún eins og Stóra
upplestrarkeppnin
formlega sett af stað á
degi íslenskrar tungu.‘
Helga Ragnheiður
Stefánsdóttir
Höfundur er varabæjarfulltrúi og í
fræðsluráði Hafnarfjarðar.
Hún gefur kost á sér í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins sem fram fer í dag og
óskar eftir stuðningi í 3.–4. sæti.
Prófkjör Hafnarfjörður