Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 41 UMRÆÐAN AUGLÝSINGAR í fjölmiðlum frá tryggingafélögum og Umferðarstofu í forvarnarskyni vegna umferð- arslysa sem og umfjöll- un vegna þeirra eru áberandi í okkar sam- félagi enda engin van- þörf á þar sem tíðni umferðarslysa hér á landi er sú hæsta sem þekkist, ef við berum okkur saman við ná- grannaþjóðir okkar. Í störfum mínum sem lögmaður hefur mér hins vegar stund- um þótt vanta nokkuð upp á að það fólk sem lendir í umferðarslysi sé nægilega upplýst um réttarstöðu sína. Vissulega er þessu fólki bent á af lögreglu að fara á slysadeild ef það kvartar undan meiðslum. Aftur á móti virðist það undir hælinn lagt hvort það sé upplýst í framhaldinu um rétt sinn á að fá allan lækn- iskostnað endurgreiddan sem og ann- an útlagðan kostnað, svo sem vegna sjúkraþjálfunar og verkjalyfja. Allur þessi kostnaður er greiddur af trygg- ingafélagi bifreiðar þess ökumanns sem slysinu olli eða af Trygg- ingastofnun ríkisins (ef slysið verður í vinnu þess slasaða eða á beinni leið hans á milli heimilis og vinnu) sé þess krafist. Þá á fólk í mörgum tilvikum rétt á að viðkomandi trygg- ingafélag greiði þeim fyrir tekjutap sem það verður fyrir vegna um- ferðarslyssins að loknu því tímabili sem vinnu- veitandi greiðir. Enn- fremur geta umferð- arslys leitt til þess að einstaklingur búi við varanlegar afleiðingar vegna þess og á hann þá rétt á þján- ingarbótum, örorkubótum og miska- bótum sem í fyrsta lagi er hægt að leggja mat á einu ári eftir slysið. Loks á viðkomandi rétt á því að fá sér lög- mann til að gæta réttar síns gagnvart tryggingafélaginu og er langstærsti hluti kostnaðar lögmanns greiddur af viðkomandi félagi. Mikilvægt er fyrir fólk að nýta sér þennan rétt sinn því tryggingafélögin eru með lögfræð- inga á sínum snærum og því er nauð- synlegt fyrir þá sem verða fyrir slysi að hafa lögmann til að gæta hags- muna sinna. Mörg eru dæmi þess að fólk sem lendir í árekstri verður ekki vart við nein líkamleg einkenni vegna hans, eða tengir hugsanleg einkenni ekki við áreksturinn fyrr en nokkrum dög- um, vikum eða jafnvel mánuðum síð- ar. Mikilvægt er þá að leita sem fyrst til læknis og jafnframt gefa skýrslu hjá lögreglu ef ekkert er getið um meiðslin í frumskýrslu vegna umferð- aróhappsins. Jafnvel þótt þetta farist fyrir hjá fólki er ekki þar með sagt að það tapi einhverjum réttindum því samkvæmt ákvæðum umferðarlaga fyrnist krafa á fjórum árum frá lok- um þess almanaksárs, sem kröfuhafi fékk vitneskju um kröfu sína. Hitt er svo annað mál að eftir því sem lengra líður frá umferðaróhappi, þar sem ekkert er getið um meiðsl viðkomandi í tjóna- eða lögregluskýrslu, þar til hann leitar fyrst til læknis og til- kynnir um slysið til lögreglu verður erfiðara fyrir hann að sýna fram á tengsl á milli umferðaróhappsins og þeirra líkamlegu einkenna sem hann býr við. Loks þarf vart að taka það fram að það hefur mjög sjaldan áhrif á rétt einstaklings til greiðslu bóta vegna umferðarslyss þótt hann eigi sök á árekstrinum, þ.e. er í „órétti“. Ein- göngu eru örfá tilvik um að slíkt valdi réttindamissi bóta, svo sem þegar viðkomandi sýnir af sér stórkostlegt gáleysi við aksturinn, til dæmis veld- ur slysi vegna ofsahraða eða ölvunar. Þetta verður þó að skoða í hverju til- viki. Eru tjónþolar í umferðarslysum nægilega upplýstir um rétt sinn? Sigurður B. Halldórsson fjallar um rétt tjónþola til trygginga Sigurður B. Halldórsson ’Allur þessi kostnaðurer greiddur af trygg- ingafélagi bifreiðar þess ökumanns sem slysinu olli eða af Trygginga- stofnun ríkisins …‘ Höfundur er hæstaréttarlögmaður á Acta lögmannsstofu. Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 www.skor.is Teg. 152108 Stærð 36-41 Litur Bleikt, brúnt og svart verð 6.995 Teg. 17170 Stærð 36-42 Litur svart og brúnt Verð 10.495 Teg. 11260 88 Stærð 36-42 Litur Leopard og svart Verð 12.995 Teg. LG 45 Stærð 36-41 Litur svart og brúnt Verð 5.995 Teg. 15182 Stærð 36-42 Litur Svart og vínrautt Verð 10.495 Teg. LS 15 Stærð 36-41 Litur Svart og brúnt Verð 5.995 Fallegir spariskór Mikið úrval Teg. LJ 11 Stærð 36-41 Litur svart Verð 6.995 Jólaljósin tendruð í miðborginni Miðborgin - þar sem jólastemmningin er Safnast saman á Hlemmi kl. 16.15 í dag. Jólaljósin tendruð kl. 16.30. Forseti borgarstjórnar flytur ávarp. Gengið niður Laugaveg og að Þjóðleikhúsinu við Hverfisgötu, þar sem fram fer skemmtidagskrá með þátttöku leikara Þjóðleikhússins. Jólasveinar, harmonikuleikarar, söngfólk og lúðrablásarar taka þátt í göngunni. Hestakerra og einn af elstu bílum Slökkviliðsins setja svip sinn á gönguna. Verslanir í miðborginni eru opnar til kl. 18.00 í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.