Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ágúst Guð-brandsson fædd-
ist í Vallarhjáleigu í
Gaulverjabæjar-
hreppi 1. ágúst 1921.
Hann lést á LSH í
Fossvogi 13. nóvem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðbrandur Krist-
inn Þorsteinsson, f.
13.9. 1884 í Ása-
hreppi í Rang., d.
13.11. 1948, og Val-
borg Bjarnadóttir, f.
28.3. 1889 í Hólsbæ á
Stokkseyri, d. 10.11. 1974. Systkini
Ágústs eru: Guðríður Bjarney, f.
26.3. 1912, Þorsteinn Óskar, f.
26.10. 1914, Bjarni, f. 16.9. 1918,
Ólafur, f. 9.9. 1923, og Guðmann, f.
17.3. 1926. Bjarni lifir systkini sín.
Eiginkona Ágústs var Dagbjört
Sigurðardóttir, f. 3.9. 1924 á Hrauk
á Stokkseyri, d. 26.8. 2005. Bjuggu
þau í Stígshúsi á Stokkseyri. Börn
þeirra eru: 1) Guðbrandur Stígur,
f. 24.3. 1960, maki Brynhildur Art-
húrsdóttir, f. 9.5. 1969, börn: a)
Ingunn Ýr, sambýlismaður Hannes
Þ. Sigurðsson, b) María Björt, c)
f. 19.9. 1962, börn: a) Dagbjört
Lára, maki David Charles Kempf,
b) Björgvin Daði, sambýliskona
Helena Ketilsdóttir. 3) Kristín, f.
18.2. 1949, börn a) Sigurður Dagur,
sambýliskona Sigríður Sif Magnús-
dóttir, b) Karl Áki, sambýliskona
Berglind Ragnarsdóttir, c) Snorri,
maki Fjóla Kristinsdóttir, d) Gauti,
sambýliskona Eyrún Gunnarsdótt-
ir. 4) Jason, f. 22.8. 1954, maki
Hrönn Sturlaugsdóttir, f. 18.12.
1957, börn: a) Steinþór, b) Sonja,
sambýlismaður Sigurður Eggert
Haraldsson, c) Sara, sambýlismað-
ur Garðar Guðjónsson. Langafa-
börn eru 11 talsins.
Ágúst og Dagbjört bjuggu í
Stígshúsi og Íragerði 10 á Stokks-
eyri til ársins 2004 en fluttu þá til
Reykjavíkur í Brekkubæ 14. Ágúst
ólst upp á Stokkseyri og bjó þar
alla ævi utan tvö síðustu árin sem
hann bjó í Reykjavík. Hann vann
við smíðar og aðra verkamanna-
vinnu framan af starfsævinni
ásamt því að vera bóndi. Um ára-
tugaskeið var Ágúst verkstjóri og
fiskmatsmaður við Hraðfrystihús
Stokkseyrar. Hann var meðhjálp-
ari við Stokkseyrarkirkju í um
fjörutíu ár. Ágúst var lengi virkur
félagi í Slysavarnafélaginu á
Stokkseyri.
Útför Ágústs verður gerð frá
Stokkseyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Dagbjört, d) Kristín
Hrefna, e) Gyrðir
Hrafn. 2) Guðríður
Bjarney, f. 26.12.
1961, barn Valborg
Sonya. 3) Sigríður
Inga, f. 26.12. 1961,
börn: a) Kristín Elísa-
bet, b) Ágúst Georg,
c) Kolbrún Tanya. 4)
Dagrún Mjöll, f. 16.6.
1965, sambýlismaður
Aron Hauksson, f.
5.2. 1967, börn: a)
Ágúst Aron, b) Birta
Hlíf, c) Andri Dagur,
unnusta Arndís Hrund Bjarnadótt-
ir, d) Diljá Mjöll, e) Aron Breki.
Fyrir átti Dagbjört fjögur börn
með Steinþóri Jasonarsyni sem
Ágúst gekk í föðurstað. Þau eru: 1)
Hólmfríður Hlíf, f. 7.10. 1946, maki
Einar Páll Bjarnason, f. 7.7. 1944,
börn: a) Steinþór, maki Áslaug Dís
Ásgeirsdóttir, b) Guðjón Eggert, d.
16.12. 1983, c) Hólmfríður, sam-
býlismaður Magnús Ragnar Magn-
ússon, d) Silja Hrund, sambýlis-
maður Kristján Eldjárn
Þóroddsson. 2) Ragnheiður Drífa,
f. 3.1. 1948, maki Logi Hjartarson,
Það er erfitt að vera í þeim sporum
að kveðja föður sinn hinstu kveðju. Þó
að það hafi verið ljóst í nokkurn tíma í
hvað stefndi þá er þessi stund ákaf-
lega erfið. Fyrir nokkrum vikum stóð-
um við í þeim sporum að kveðja
mömmu og svo núna pabba. Þetta eru
erfiðir tímar.
Í fyrra bindinu um Lækjarbotna-
ætt er sagt svo um föður pabba, Guð-
brand Kristin Þorsteinsson, byggt á
frásögn Bjarna bróður pabba. „Í
minningum mínum um föður minn
ber hæst hve vænn maður og ærukær
hann var. Hann skipti sjaldan skapi
og hafði mikið jafnaðargeð. Þrátt fyr-
ir að oft hafi verið ástæða til að taka í
okkur ærslafengna krakkana minnist
ég þess ekki að hann hafi blakað við
okkur hendi. Þá mátti hann ekki
vamm sitt vita og var ætíð heiðalegur
í viðskiptum sínum við fólk.“
Pabbi hefur verið ákaflega líkur
föður sínum, þessi frásögn á vel við,
svona munum við hann. Hann skipti
afar sjaldan skapi og mátti ekki
vamm sitt vita ásamt því að vera ákaf-
lega heiðarlegur maður. Pabbi vildi
allt fyrir börnin sín gera. Hann var
mikill fjölskyldumaður og hugsaði vel
um að fjölskyldan liði aldrei skort. Í
minningunni var alltaf til nóg að bíta
og brenna í Stígshúsi, þó að ég viti að
ekki var til mikið af peningum á mínu
æskuheimili. Pabbi var með kindur,
þar sem lömbunum var slátrað heima
og síðan saltaði hann, frysti og bjó til
slátur. Hann var síðan með kartöflu-
garð. Hann reyndi að vera sjálfum sér
nógur um flesta hluti.
Verkaskipting kynjanna á okkar
æskuheimili var mörgum árum á und-
an því sem þekktist á þessum tíma.
Faðir minn gekk til allra verka á
heimilinu hvort sem það voru úti- eða
inniverk. Ég man eftir honum eldandi
mat, bakandi kökur, steikjandi klein-
ur. Hann gerði bestu flatkökur í
heimi. Að ógleymdum soðkökunum
og heilakökunum. Hann verkaði
besta sólþurrkaða saltfisk í heimi.
Hvergi fékk maður betra saltað
hrossakjöt. Allt sem sneri að mat og
matargerð lék í höndunum á honum.
Hann prjónaði vettlinga og sokka.
Hann setti í þvottavél og vaskaði upp.
Sennilega hefur pabbi verið einn af
fyrstu mjúku mönnunum og einn af
þeim fyrstu sem sýndu að karlmaður
gat verið femínisti, í þeirri merkingu
að öll heimilisstörf voru bæði kvenna-
og karlastörf.
Stærstan hluta sinnar starfsævi
var pabbi verkstjóri í Hraðfrystihúsi
Stokkseyrar. Hann var í fiskmót-
tökunni, aðgerðinni, saltfiskinum og
skreiðinni. Í mínum uppvexti var það
árlegt að heita mátti að hann byggi í
Frystihúsinu á vetrarvertíðinni.
Hann fór snemma til vinnu og kom
seint heim. Dögum og vikum saman
var það hlutverk okkar barnanna að
hjóla með matinn til hans í krukkum
sem móðir okkar útbjó. Ég er hrædd-
ur um að mörgum myndi bregða við
ef menn lentu í slíkri vinnuþrælkun,
sem þessi vinna var fyrir pabba. Aldr-
ei nokkurn tímann kvartaði hann.
Þegar slitrurnar af Frystihúsinu voru
seldar og öll vinnsla var flutt út í Þor-
lákshöfn átti pabbi erfitt. Mér er
minnisstætt þegar pabbi sagði frá því
að allt var skrúfað niður á Stokkseyri
og flutt í burtu. Þá var hann ákaflega
sár og reiður þegar hann horfði á lífs-
björg þorpsins og uppbyggingu sinn-
ar kynslóðar lagða niður. Það voru
erfiðir tímar fyrir hann sem og alla
aðra Stokkseyringa.
Stokkseyrarkirkja átti stórt pláss í
lífi pabba. Hann var meðhjálpari í um
40 ár í kirkjunni. Til marks um þessa
tryggð pabba við kirkjuna þá hafa það
ekki verið margar messur á þessum
40 árum sem hann missti af, ef þær
hafa verið nokkrar. Kirkjan og með-
hjálparastarfið var honum ákaflega
mikilvægt. Hann var mjög trúaður
maður.
Ekki fór faðir minn oft til útlanda
um ævina, en þegar það gerðist þá var
eitt öðru fremur sem hann hafði
áhuga á en það var að sækja messur
hvar sem hann kom. Skipti þá engu
máli fyrir hann þó að hann skildi ekki
orð af því sem fram fór í messunni.
Alla sína ævi hafði pabbi þann sið
að gefa krummanum að éta. Hann
túði því að hrafninn launaði hverjum
þeim sem væri góður við hann. Því
var það þannig að matarafgangar í
Stígshúsi voru ævinlega bornir út á
tún til að hrafninn fengi að éta. Í ein-
hverju stærsta sjávarflóði sem komið
hefur á Stokkseyri og brimið lék um
húsið hjá pabba og mömmu að Íra-
gerði 10 gerðist það að stigi einn sem
stóð við húsið lagðist fyrir stofuglugg-
ann og forðaði því að glugginn brotn-
aði og sjórinn flæddi inn í hús. Í huga
pabba voru það hrafnarnir sem björg-
uðu húsinu og launuðu þannig fyrir
matinn sem hann hafði fært þeim.
Pabbi var virkur félagi í Slysa-
varnafélaginu og minnumst við hans í
útköllum þegar skip strönduðu eða
við leit að týndu fólki. Í æskuminning-
unum var ég ákaflega stoltur af föður
mínum í Slysavarnafélaginu, því hann
var skytta, sá sem hafði það ábyrgð-
armikla hlutverk að skjóta úr línu-
byssunni. Á sjómannadaginn á
Stokkseyri stóð maður niðri á
bryggju og horfði hugfanginn á hann
munda byssuna og skjóta út í sjó-
varnagarð þar sem biðu menn eftir
því að vera dregnir í land.
Eitt áhugamál hafði pabbi en það
var stangveiði. Það eru dýrmætar
minningar þegar við feðgar vorum að
veiða á silungasvæðinu í Laxá í Að-
aldal. Þá dvöldum við á Illugastöðum í
Fnjóskadal. Við veiddum vel enda
með maðka frá Stígshúsi sem gáfu
svo vel að aðrir veiðimenn sem þarna
voru komu og fengu hjá okkur beitu
svo þeir færu ekki fisklausir heim.
Einnig fórum við að veiða í nálægð
Stokkseyrar. Því miður gaf pabbi sér
allt of lítinn tíma í þetta, hann lét allt
annað ganga fyrir.
Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt,
alla umhyggjuna og öll góðu ráðin og
alla hvatninguna. Nú er það okkar
sem eftir lifum að halda merki þínu á
lofti, merki góðmennskunnar, heiðar-
leikans og alls þess góða í lífinu. Vera
góð við börnin okkar og halda fjöl-
skyldunni saman, sem var þér svo
kær. Þú náðir því ekki að sjá nýja
Irpu frá Stígshúsi verða til, en ég hef
heitið mér því að það verði að veru-
leika.
Þinn,
Guðbrandur Stígur.
Það mun hafa verið upp úr miðjum
janúar veturinn 1964 sem ég sá Ágúst
Guðbrandsson fyrsta sinni. Ég var
mættur í verið á Landrovernum ráð-
inn hjá Óskari Sigurðssyni afla- og
atorkumanni á Hólmsteini á Stokks-
eyri. Þetta var í þá gömlu góðu daga
þegar heimamenn tóku vermenn tali
og spurðu um ætt og uppruna.
Ekki liðu margir dagar í verinu áð-
ur en ég kynntist Gúa, en svo var
hann nefndur í daglegu tali. Ekki datt
mér þá í hug að þessi sviphreini og
duglegi maður ætti eftir að verða
tengdafaðir minn í þriðjung aldar, en
þannig ákváðu heilladísirnar að það
skyldi vera, og er það vel.
Ágúst var fæddur í upphafi 20. ald-
arinnar og lifði því tímana tvenna, frá
klifbera til geimgöngu. Hann var mik-
ið náttúrubarn, hélt skepnur lengst af
sínum búskap og hafði mikið yndi af
dýrum, sérstaklega hafði hann gaman
af kindum og eyddi mörgum stundum
í þær bæði fyrir sig og aðra.
Mér er minnisstæð samvera okkar
í ein tíu haust, að keyra sláturfé hing-
að á Selfoss, sem sótt var allt frá
Brynjudal í Hvalfirði að Reykjanestá
að meðtöldu Suðurlandsundirlendi
öllu. Þetta voru ógleymanlegir tímar
og margt spjallað við bændur og búa-
lið, og þá kynntist ég tengdaföður
mínum fyrst að fullu. Hann var hreinn
og beinn, harðduglegur og ósérhlíf-
inn, trúaður og skemmtilegur.
Að leiðarlokum vil ég þakka honum
þá fyrirmynd sem hann var mér, fyrir
að vera afi strákanna minna og að fá
að vera samferða honum í lífinu.
Ég bið guð að blessa minningu
Ágústs Guðbrandssonar og sendi
börnum hans, barnabörnum og
barnabarnabörnum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykk-
ur öll.
Sigurður Karlsson.
Ég þekkti Gúa áður en mamma og
hann fóru að búa saman. Hann var
með beljur og við keyptum alltaf hjá
honum mjólk. Ég man ég tók út fyrir
það að þurfa að drekka sopa úr aus-
unni hjá honum af spenvolgri mjólk-
inni, mér þótti hún svo vond en hann
hélt hann væri að gera mér svo gott.
Ég held það hafi verið út af því að við
þekktum hann áður að við stjúpsystk-
inin kölluðum hann aldrei annað en
Gúa. Hann var aldrei öðruvísi við okk-
ur systkinin en sín eigin börn. Eða
heldur við barnabörnin og barna-
barnabörnin. Það hefur nú samt verið
meira en að segja það taka að sér
ekkju með heil fjögur börn. En Gúi
hefur tekið því með ró og yfirvegun
eins og mér fannst hann taka hlut-
unum almennt. Skapbetri manni hef
ég ekki kynnst. Svo var hann nú langt
á undan sinni samtíð í sumu. Var t.d.
mikill femínisti, sá um dæmigerð
kvennastörf á heimilinu og fannst
ekki mikið um. Eldaði mjög góðan
mat og var meistari í að nýta fisk og
kjöt. Enda þótt mér hafi alveg blöskr-
að þegar hann bauð upp á heilakök-
urnar. Og þegar síðasta flatkakan var
uppurin var farið að hnoða í nýjar. Og
flatkökurnar hans Gúa voru sko lang-
bestar. Soðkökurnar með saltaða
hrossakjötinu voru heldur ekkert
slor. Hann var líka mikill barnakall.
Áhugi hans á kirkjunni varð til þess
að ég fór oftar í kirkju en ella.
Meðan ég bjó úti í Noregi komu
mamma, Gúi og Dagrún að heim-
sækja mig eitt sumarið og sunnudag
einn kemur Gúi út kappklæddur og
spariklæddur í 30 stiga hita og segist
ætla í kirkju. Ég bauðst þá til að
keyra hann. Nei, nei, hann vissi í
hvaða átt kirkjan var og heyrði í
kirkjuklukkunum og hélt af stað. Ég
hafði smááhyggjur. En hann kom til
baka eftir sína messu, sagðist bara
hafa elt tvær prúðbúnar eldri konur
sem jú mikið rétt voru á sömu leið og
hann.
Þau mamma áttu mjög vel saman.
Mamma fékk að njóta sín við sína
pólitík og félagsmál á yngri árum. Og
utanlandsferðir hin síðari. Og honum
þótti það bara sjálfsagt. Hann dund-
aði sér í sínu. Hann var góður maður,
Gúi. Mér þótti mjög vænt um þig, Gúi
minn.
Drífa.
Elsku besti afi minn. Þótt ég hafi
verið búin að reyna að undirbúa mig
eins og ég gat undir það sem koma
skyldi þá var ég samt ekki tilbúin. Þú
varst svo oft búinn að rífa þig upp
þegar við héldum að þú værir að fara
og kannski trúði ég því bara að þú
gætir náð þér og komist heim aftur,
en auðvitað var það til of mikils ætl-
ast.
Ég á svo margar góðar minningar
um þig. Þær fyrstu eru þegar ég fór í
réttirnar með þér nokkurra ára göm-
ul. Svo „bláa nestistaskan“ þín sem
stóð alltaf í horninu í eldhúsinu í
Stígshúsi og þú fórst með í salthúsið.
Þegar þú varst að steikja kleinur fékk
ég að snúa. Nýbakað brauð með
hnausþykku smjöri bragðaðist best
hjá þér svo ég tali nú ekki um flatkök-
urnar þínar, þú hringdir svo oft í mig
þegar ég bjó í Aðalsteini og bauðst
mér í kaffisopa og nýbakaðar flatkök-
ur. Og fyrir verslunarmannahelgina
fékk ég iðulega flatkökupakka frá þér
í nesti. Þú hafðir alltaf áhyggjur af því
að maður væri svangur og þú áttir
alltaf eitthvað gott handa manni. Þú
eldaðir líka heimsins bestu kjötsúpu.
Ef mig vantaði ráð varðandi sér-ís-
lenska matargerð hringdi ég í þig. Þú
stoppaðir í sokkana þína, festir tölur
og prjónaðir vettlinga með tveimur
þumlum og þæfðir. Þú varst hin besta
húsmóðir. Ég set samasem merki við
spilakapal og afa því margar stund-
irnar sastu í herberginu þínu, hlustað-
ir á útvarpið og lagðir kapal, svo mikið
að spilin urðu í alvörunni snjáð!
Þú varst þannig að allt sem þú
sagðir og gerðir þótti mér afar vit-
urlegt og ég bar mikla virðingu fyrir
þér. Þegar ég flutti í fyrsta sinn
hvarflaði ekki að mér annað en að
gera það á laugardegi, í aðfalli og fara
fyrst inn með saltið, brauðið og biblí-
una af því að þú hafðir sagt mér að
gera það. Þú kenndir mér líka að spá í
hvernig veðrið yrði um sumarið. Þú
kunnir svo margt sem ekki er hægt að
lesa sér til um og mér þykir svo vænt
um að kunna, af því að þú kenndir
mér það.
Mér þótti svo vænt um þig, þú varst
svo falleg og góð persóna og ég er svo
þakklát fyrir það að börnin mín
skyldu fá að kynnast þér, eins og
ömmu, og ég mun halda minningunni
um þig á lofti svo þú gleymist aldrei.
Mér líður vel að hugsa til þess að nú
líður þér vel í fótunum þínum og að þú
ert kominn til ömmu.
Ég á eftir að sakna þess mikið að
sjá ekki góðlega andlitið þitt með
glottinu og glettninni í augunum.
Guð geymi ykkur ömmu.
Þín
Hólmfríður.
Mér finnst allt svo tómlegt. Í raun-
inni þá átta ég mig ekki enn á því að
þú sért farinn frá okkur en allt er
breytt. Elsku afi, þú varst orðinn svo
þreyttur undir það síðasta og því var
orðið kærkomið fyrir þig að fá hina
góðu hvíld.
Ég var svo lánsöm sem barn að
hafa ykkur ömmu nánast í næsta húsi,
í Íragerðið kom ég ansi oft og var
mikill samgangur á milli. Þú bakaðir
flatkökur, steiktir kleinur og stundum
fékk ég að aðstoða þig við það. Síðan
eldaðirðu bestu kjötsúpu í heimi sem
ég fékk ansi oft að bragða á. Þú vissir
hvað mér þótti hún góð og lést mig því
iðulega vita þegar það var súpa í mat-
inn. Þú eldaðir matinn og amma vask-
aði upp, þannig var það bara, verka-
skiptingin var svo skýr á ykkar
heimili.
Vanafastur varstu og þér var mikið
í mun að hlutirnir væru gerðir rétt,
sama hversu lítið það var þá átti að
gera það vel. Þú talaðir ekki mikið en
það sem þú sagðir sagði svo ofsalega
mikið. Ef þú varst að leiðbeina mér
með eitthvað þá sagðirðu kannski
eina setningu en sú setning sagði
meira en mörg orð og þessar setn-
ingar mundi ég.
Þú varst meðhjálpari við Stokks-
eyrarkirkju í um 40 ár. Ein jólin
ákváðuð þið amma að vera í Reykja-
vík og þá baðstu mig um að leysa þig
af í sjálfri aðfangadagsmessunni.
Þarna var ég aðeins 15 ára gömul og
ég klæddist brúnu, teinóttu jakkaföt-
unum þínum við messuna. Ég man
hvað mér þótti það mikill heiður að þú
skyldir biðja mig um þetta og að þú
skyldir treysta mér fyrir því sem þú
gerðir svo vel.
Þú vildir öllum vel, varst svo góð sál
og umfram allt algjör barnagæla. Því
finnst mér svo sárt að hugsa til þess
að mín börn fái ekki að kynnast þér.
En ég er viss um að þú átt eftir að
fylgjast vel með okkur öllum þó svo að
þú sért farinn héðan.
Elsku besti afi minn, ég trúi því að
nú sért þú kominn til ömmu og ég bið
góðan guð að varðveita ykkur.
Þín
Silja Hrund.
Elsku besti afi minn. Það er sárt að
þú skulir vera farinn, samt er ég svo
ánægð þín vegna.
Undir það síðasta leið þér ekki vel
og var það mér erfitt að horfa upp á
þig svona kvalinn.
Ég er alveg viss um að þú vildir
ólmur fara og hitta ömmu, þú sem
saknaðir hennar svo mikið. Það er
ekki hægt að kvarta yfir móttökunum
sem þú færð þarna hinum megin.
Amma tekur að sjálfsögðu galvösk á
móti þér, eins og henni einni er lagið.
Þegar ég hugsa til æskuára minna,
kemur svo margt upp í huga mér. Íra-
gerði 10. Grái Fíatinn með súkku-
laðifyllta brjóstsykrinum í hanska-
hólfinu. Kartöflugarðurinn.
Rabarbararnir. Krummarnir hans
afa. Kleinurnar og flatkökurnar. Súr-
mjólk og harðfiskur í hádegismat, ég
og Ágúst bróðir að rífast um harð-
fiskbitana sem afi smurði ofan í okk-
ur. Ísblóm. Mínu mús taskan undir
skrifborðinu, þar sem afi var vanur að
leggja kapal. Og ekki má gleyma
„tæradessinu“. Ég fór ósjaldan á
rúntinn á Stokkseyri með afa, „vestr-
’úr og austr’úr“, mér fannst það frá-
bært.
Alltaf var gaman að koma í heim-
sókn til afa og ömmu. Maður var svo
frjáls, fékk að gera nánast allt sem
maður vildi, svoleiðis vafði þeim um
fingur sér.
Svo mun ég aldrei gleyma stríðn-
isglottinu hans afa …
Elsku afi, farðu vel með þig og skil-
aðu kveðju til hennar ömmu frá mér.
Ég mun aldrei gleyma ykkur.
Þín
Birta Hlíf.
ÁGÚST
GUÐBRANDSSON