Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 71
Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! eeeee VJV Topp5.is eee MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 Africa United eeee S.V. Mbl. eeee TOPP5.is eee Ó.H.T. Rás 2 eeee S.k. Dv Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 3, 6 og 8 Sýnd kl. 3, 6, 8.30 og 11 B.i. 16 ára Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. "FLOTTASTA HROLLVEKJA ÁRSINS" KÓNGURINN OG FÍFLIÐ / X-FM eeee eeee EMPIRE MAGAZINE. UK Sýnd kl. 6 B.i. 16 áraSýnd kl. 2 og 4.30 B.i. 12 ára eee MBL TOPP5.IS eee BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára 553 2075Bara lúxus ☎ eeeee H.J. Mbl. Sýnd kl. 2 og 4 ísl tal Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára „Nokkurs konar Beðmál í Borginni í in- nihaldsíkari kantinum. …leynir víða á sér og er rómantísk gamanmynd í vandaðri kantinum.” eee HJ MBL BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM Sími 551 9000 Miðasala opnar kl. 14.30 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood 3 BÍÓ Á AÐEINS 400 KR.* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU TIL F ST S I SI S - I S . T ! S I S T 400 KR. . 400 KR. . Ekki abbast uppá fólki ð sem þjónar þér til borðs því það gæti kom ið í bakið á þér Ryan Reynolds(Van Wilder), Anna Faris (Scary movie) og Justin Long (Dodgeball) fara á kostum í geggjaðri grínmynd um pir- raða þjóna, níska kúnna og vafasaman mat. FRÁ FRAMLEIÐAND A AMERICAN PIE MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 71 RAGNHEIÐUR Gröndal þarfnast engrar kynningar, svo mjög hefur borið á henni síðustu misserin og hefur hún á skömmum tíma sungið sig inn í þjóðarsálina svo um munar. Hún hefur nú sent frá nýja plötu, sem nefnist After the ra- in en áður hefur hún sent frá sér plöturnar Ragnheiður Gröndal (2003), þar sem hún flutti þekkta djass- standarda og Vetrarljóð (2004), þar sem hún flutti lög ýmissa höf- unda, m.a. fjögur eftir sjálfa sig. Á þessari plötu er svolítið annað uppi á teningnum, en hér semur hún öll lög og texta, og útsetur og stýrir upptökum ásamt Hauki bróður sínum, og verður að segjast að þessi breyting er mjög svo af hinu góða. Platan hefst á laginu „It’s your turn“ sem er alveg dæmigert Ragnheiðar Gröndal lag, í já- kvæðum skilningi. Í kjölfarið siglir „Leftovers“ með sérlega vel útfærðu gítar- og strengjaspili. Lagið minnir þó dálítið á ákveðið lag af plötunni Vetrarljóð. Titillagið „After the rain“ er svolítið Bjarkarlegt en glæsilegt lag engu að síður og ekki skemmir snilldarlegur gítarleikur Guð- mundar fyrir. Lagið „Swallow your pride“ minnir líka svolítið á „Vetrarljóð“, en hér er Ragnheiður ein við píanóíð og er gaman að sjá hve sterklega höfundareinkennin koma hér fram sem endranær. Henni hefur tekist að skapa sinn eigin stíl, sinn hljóm. Gott dæmi um þetta er lag Ragnheiðar „I saw you“ á plötu Regínu Óskar, en greina má strax á fyrstu tón- um þess lags hver höfundurinn muni vera. „You might never live again“ er djassskotið lag sem byrjar hljómþýtt en þróast yfir í spunakenndan og gríðarkraftmiklum endakafla þar sem Ragn- heiður fer á kostum í söngnum. „I’ll follow you“ er annað létt-Bjarkarlegt lag, með kannski ei- lítið keltneskum keim. Lagið er glæsilegt í alla staði, raddútsetningar einkar smekklegar, en hugurinn leitar óhjákvæmilega að Medúllu Bjarkar. Í hinu hugljúfa og lágstemmda „I’ll stay“ svífur þægilegur Emilíönu Torríni andi yfir vötnum, án þess þó að rýra áðurnefnd höf- undareinkenni, sem eru allsráðandi. Hér sést hvað best hin ótrúlega næmni Ragnheiðar fyrir laglínunni, sem gerir þetta lag að einu besta lagi plötunnar. Í hinu þjóðlagakennda „As/if“ sýnir Haukur Gröndal frábæra takta á klarin- ettið, og „In it’s place“ er sérlega áhugavert, undirleikur í fyrstu aðeins bassi en stigmagnast svo er hljóðfærin bætast við hvert af öðru og úr verður afar áheyrilegt lag. Það er svo varla til- viljun að „Love me as I am“ skuli vera lokalag plötunnar; tregafull vangavelta um hvort skiln- aðarstundin hafi frá byrjun verið óumflýjanleg. Það sem helst má hnjóta um á þessari plötu eru textarnir, en sem slíkir eru þeir sumir hverjir ekki upp á marga fiska. Það er einfald- lega auðveldara að bulla á ensku en íslensku, enskt hnoð hljómar að margra mati ekki eins illa og íslenskt hnoð. Því miður vottar fyrir slíku hnoði í þessum textum, en þó þegar þeir eru skoðaðir í samhengi við það sem Ragnheið- ur hefur sagt að þeir séu uppgjör við ákveðið tímabil, eða unglingsárin, kemur allt heim og saman þar sem mestmegnis eru um hádrama- tískar hugleiðingar ástsjúks unglings að ræða. Platan After the rain er þriðja plata Ragn- heiðar á jafnmörgum árum. Það er lyginni lík- ast að sjá hve hún hefur vaxið með hverri plötu. Í texta titillagsins segir að þegar stytti upp springi blómin út („After the rain, the flowers bloom“). Það er engum ofsögum sagt að Ragn- heiður Gröndal hafi, með þessari plötu, sprung- ið út. Þegar styttir upp … TÓNLIST Geisladiskur Út er komin ný plata með söngkonunni Ragnheiði Gröndal og nefnist hún After the rain. Lög og textar eru eftir Ragnheiði, sem jafnframt leikur á píanó. Henni til fulltingis eru þau Guðmundur Pétursson (gít- ar), Kjartan Valdimarsson (synthesizer), Róbert Þór- hallsson (bassi), Einar Scheving (trommur/ slag- verk), Haukur Gröndal (klarinett), Gróa Margrét Valdimarsdóttir (fiðla), Íma Þöll Jónsdóttir (fiðla), Móeiður Anna Sigurðardóttir (víóla) og Júlía Mogen- sen (selló). Platan er tekin upp í Stúdíó Sýrlandi og Áttunni, af þeim Adda 800, Óskar Páli Sveinssyni og Haffa tempó. Upptökustjórn Haukur Gröndal og Ragnheiður Gröndal. Útgefandi 12 tónar. Ragnheiður Gröndal – After the rain  „Það er lyginni líkast að sjá hve hún hefur vaxið með hverri plötu,“ segir m.a. í dómi. Grétar M. Hreggviðsson Morgunblaðið/Jim Smart ROKKHLJÓMSVEITIN Sign sendir á mánudaginn frá sér svokallaða U-Myx- smáskífu af laginu „A Little Bit“ á visir.is. U-Myx er tækni sem hljómsveitir á borð við Muse, Feeder og The Killers hafa sett sem aukaefni á geisladiska sína en Sign er fyrsta hljómsveitin, utan Japans, sem notar hana með niðurhali á lagi. U-Myx er í stuttu máli smáskífa á sjö rás- um sem gerir öllum kleift sem sækja lagið að endurhljóðblanda það. Söngurinn er þá á einni rás, bakraddir á annarri, gítar á þriðju og svo koll af kolli. Þeir sem eiga U- Myx-smáskífuna af laginu á tölvunni sinni geta síðan hækkað og lækkað eða tekið rásir út án þess að eiga til þess sérstakt tónlistarforrit. Í framhaldi af útgáfunni hér á landi verður U-Myx-smáskífan af „A Little Bit“ gefin út á Bretlandi í febrúar á næsta ári. Meðlimir Sign kynna smáskífuna og U- Myx-tæknina í BT í Hafnarfirði í dag milli kl. 14 og 15 og í Skífunni í Kringlunni á milli kl. 16 og 18. Sign nýtir sér nýja tækni. Endurhljóð- blandaðu Sign Tónlist | Sign gefur út nýstárlega smáskífu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.