Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 29 MINNSTAÐUR BÖRN á aldrinum 4 og 5 ára, sem þátt tóku í námskeiði, þar sem áhersla var lögð á sköpun í dansi, lestri og ritun, luku þátttöku sinni með foreldrasýningu á hreyfiverki sem byggðist á sögunni um Rauð- hettu og úlfinn. Sýningin fór fram á dvalarheimilinu Kjarnalundi og fengu börnin til liðs við sig tvo heimilismenn, sem tóku að sér hlutverk ömmunnar og veiðimanns- ins. Allir þátttakendurnir í sýning- unni stóðu sig vel en áður höfðu þeir sýnt íbúum Kjarnalundar verkið. Það voru þær Anna Rich- ardsdóttir og Svanhvít Magn- úsdóttir sem stóðu fyrir námskeið- inu. Er það von þeirra að samstarfið við eldri borgara eigi eftir að blómstra enn frekar, enda hafi börnin og gamla fólkið notið samveru hvert annars. Samvinna barna og aldraðra Morgunblaðið/Kristján Leiksýning Leikurunum var vel fagnað eftir foreldrasýninguna í kjallara Kjarnalundar. Allir þátttakendurnir í sýningunni stóðu sig vel. Skák | Skákþing Íslands 2005, Unglingameistaramót Íslands 20 ára og yngri, verður haldið á Ak- ureyri um helgina. Jafnframt verð- ur teflt um titlana Drengjameistari Íslands 2005 og Telpnameistari Ís- lands 2005. Þeir keppendur sem eru fæddir 1990 og síðar keppa um þessa titla. Þetta er í fyrsta skipti að keppni í drengja- og telpnaflokki á Skákþingi Íslands fer fram á Akureyri. Keppnin hefst í dag, laugardag, kl. 14 í KEA-salnum í verslunarmiðstöðinni í Sunnuhlíð. Þátttökugjald er 500 krónur og skráning hefst á mótsstað kl. 13 í dag. Verðlaun eru auk farandbik- ara, verðlaunagripir og farseðill á leiðum Flugleiða á skákmót erlend- is. Sýning | Jón Sæmundur opnar sýn- ingu í Galleríi Box í Kaupvangs- stræti 10, Listagili, í dag, laugardag- inn 19. nóvember, kl. 17. Sýningin stendur til 18. desember næstkom- andi og er opin á fimmtudögum og laugardögum frá kl. 14 til 17. Persónuvernd | Námskeið um meðferð persónuupplýsinga verður haldið á vegum Símenntunar Há- skólans á Akureyri 28. og 29 nóv- ember næstkomandi. Farið verður yfir almennar reglur um heimildir til vinnslu persónuupplýsinga, upplýs- ingarétt, fræðsluskyldu, öryggis- úttektir og önnur ákvæði laga um persónuvernd. Kennari á námskeið- inu er Þórður Sveinsson, lögfræð- ingur hjá Persónuvernd.    BÆÐI Íslandsbanki og Landsbank- inn ætla að sameina útibú sín á Ak- ureyri og loka afgreiðslum sínum á Brekkunni. Afgreiðslu Íslands- banka í Hrísalundi verður lokað í lok næstu viku en þar eru fjögur stöðugildi. Þrír af fimm starfs- mönnum þar munu færa sig í útibúið við Skipagötu en tveir laus- ráðnir starfsmenn láta af störfum að sögn Eyglóar Birgisdóttur, af- greiðslustjóra í Hrísalundi. Landsbankinn lokar Brekku- útibúi sínu í Kaupangi fljótlega eft- ir áramót og munu allir starfs- menn bankans þar flytjast í útibúið við Ráðhústorg. Starfsmannafjöld- inn á Akureyri mun því haldast óbreyttur og útibússtjórar útibú- anna tveggja munu stjórna úti- búinu við Ráðhústorg í samein- ingu. Með þessum breytingum hefur afgreiðsla stóru bankanna þriggja öll færst á miðbæjar- svæðið, því áður hafði KB banki lokað útibúi sínu í Sunnuhlíð og opnað þess í stað útibú á Gler- ártorgi. Fjórða bankastofnunin, Sparisjóður Norðlendinga, er einn- ig með afgreiðslu sína í mið- bænum. Nokkurrar óánægju hefur gætt með þessa ákvörðun bankanna og þá ekki síst á meðal eldra fólks. Landsbankinn mun eftir sem áður bjóða upp á bankaþjónustu í fé- lagsmiðstöðvum aldraðra við Víði- lund og Lindarsíðu, samkvæmt upplýsingum Helga Teits Helga- sonar útibússtjóra. Þessi þjónusta hefur verið vel nýtt og hún verður aukin ef þörf er á en með henni er verið að koma til móts við þá sem erfiðara eiga um vik að sækja sér þjónustu í miðbæinn. Miklar end- urbætur hafa verið gerðar á hús- næði Landsbankans við Ráðhús- torg og þá hefur bankinn tekið á leigu bílastæði fyrir utan útibú sitt í miðbænum fyrir viðskiptavini sína.    Bankar loka útibúum sínum á Brekkunni Sýning | Þórarinn Blöndal opnar sýninguna „Leir“ í Jónas Viðar Gall- ery í Kaupvangsstræti, Listagili, í dag, laugardaginn 19. nóvember, kl. 16.    AKUREYRI M F Í K Undirrituð samtök vilja með sameiginlegri yfirlýsingu þessari vekja athygli ríkisstjórnar, sveitarstjórna, stofnana, fyrirtækja og almennings á mikilvægi og sérstöðu vatns fyrir land, þjóð og lífríki. Þótt enginn vatnsskortur sé á Íslandi þá er staðan önnur víðast hvar í heiminum. Gnótt vatns gefur því ekki tilefni til skeytingarleysis af okkar hálfu. Þvert á móti ber okkur að færa lagaumgjörð um vatn í þann búning að hún tryggi rétta forgangsröðun varðandi vatnsvernd og nýtingu og geti verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar. Hugsa verður til framtíðar og hafa almannahagsmuni og náttúruvernd að leiðarljósi. Vatn er takmörkuð auðlind og almannagæði sem er undirstaða alls lífs og heilbrigðis. Vatn er frábrugðið öðrum efnum að því leyti að það finnst náttúrulega í föstu, fljótandi og loftkenndu formi og er aldrei kyrrt á einum stað eða einu eignarlandi heldur á stöðugri hringrás um heiminn. Undirrituð samtök telja að aðgangur að vatni sé grundvallarmannréttindi, eins og kveðið er á um í samþykktum Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur undirgengist. Sérhver maður á því rétt á aðgengi að hreinu drykkjarvatni og vatni til hreinlætis og heimilishalds. Líta ber á vatn sem félagsleg, menningarleg og vistfræðileg gæði sem ekki má fara með eins og hverja aðra verslunarvöru. Nýting vatns skal vera sjálfbær og aðgengi að því tryggt með lögum fyrir núlifandi kynslóð og kyn- slóðir framtíðarinnar. Það er skylda stjórnvalda að tryggja þegnum sínum þennan rétt án mismununar. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja verndun vatns sem náttúruverðmæta sem og að tryggja hollustu og dreifingu vatns til allra þjóðfélagsþegna með fjárfestingu í mannvirkjum og mengunar- vörnum. Vatnsveitur verði því reknar á félagslegum grunni, taki mið af almannahagsmunum og tryggi rétt einstaklinga til nægilegs hreins vatns til drykkjar og hreinlætis á viðráðanlegu verði. Það er jafnframt hlutverk stjórnvalda að tryggja að við nýtingu vatns verði öðrum náttúruverðmætum ekki spillt. Stjórnvöldum ber að tryggja almenningi aðgengi að öllum upplýsingum er varða verndun og nýtingu vatns og stuðla að aukinni virkni almennings og meðvitund um mikilvægi vatns, náttúru og réttrar umgengni við landið. Vegna mikilvægis vatns fyrir íslenska þjóð og lífríki landsins telja undirrituð samtök nauðsynlegt að fest verði í stjórnarskrá Íslands ákvæði um skyldur og réttindi stjórnvalda og almennings hvað varðar réttindi, verndun og nýtingu vatns. Lög og reglugerðir um nýtingu vatns taki því mið af ákvæðum sem viðurkenna rétt einstaklinga til vatns sem og lögum er varða verndun vatns og náttúru. Til að tryggja skilvirka verndun og nýtingu vatns ber stjórnvöldum að skipuleggja stjórnsýslu þannig að eðlilegt jafnvægi sé á milli þessara þátta og réttar einstaklinga til aðgengis að vatni. WWW.BSRB.IS/VATNFYRIRALLA H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 4 4 4 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.