Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 52
✝ Sigríður Jósefs-dóttir fæddist í
Ormskoti í Vestur-
Eyjafjöllum 16. apr-
íl 1917. Foreldrar
hennar voru Guð-
rún Hannesdóttir,
sem ólst upp á
Hlemmiskeiði á
Skeiðum, og Jósef
Jóhannsson frá
Gerðakoti í Vestur-
Eyjafjöllum. Sigríð-
ur var næstelst af
tólf systkinum, níu
þeirra komust á
legg en þrjú dóu ung. Á lífi eru nú
Óskar, Viggó, Elín, Guðjón og Jó-
hannes.
Sigríður gekk í barnaskóla á
Mið-Skála og kennari hennar var
Árni Ingvarsson. Eftir barnaskóla-
nám hóf hún nám í Húsmæðraskól-
anum á Laugarvatni. Síðar gerðist
frá Noregi. Barnabörnin eru sex
og barnabarnabörnin ellefu.
Ragnar og Sigríður hófu búskap
í Hvoltungu með móður Ragnars,
Torfhildi, og Geir Tryggvasyni,
uppeldisbróður Ragnars. Sam-
hliða búskap keyrði Ragnar vöru-
bíl og flutti vörur í sveitina og
keyrði mjólk til baka í Mjólkurbú
Flóamanna. Árið 1952 fluttust þau
til Reykjavíkur, keyptu sér íbúð í
Vogunum og Ragnar hóf vinnu í
Stálsmiðjunni þar sem hann vann
samfleytt uns hann varð 75 ára.
Sigríður vann hjá Þvottahúsinu
Grýtu í mörg ár og tók síðan að sér
þrif hjá Stálsmiðjunni þar til
Ragnar hætti þar. Árið 1960
keyptu þau íbúð á Tómasarhaga
44 og bjuggu þar meðan heilsan
leyfði. Þegar heilsuna þraut fluttu
þau til sonar síns í Hafnarfirði og
síðar á sjúkrahús og þar andaðist
Sigríður á hjúkrunardeild á Elli-
heimilinu Grund, en Ragnar and-
aðist fyrir rúmu ári.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Eyvindarhólakirkju í Austur-Eyja-
fjöllum í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
hún starfskona hjá
séra Jakobi Ó. Lárus-
syni og konu hans
Sigríði Kjartansdótt-
ur. Þegar séra Jakob
hætti prestskap hélt
hún áfram vinnu í
Holti fyrir nýja prest-
inn séra Jón M. Guð-
jónsson og konu hans
Lilju Pálsdóttur.
Hinn 1. júlí 1939
giftist Sigríður Ragn-
ari Eyjólfssyni frá
Hvoltungu. Þau eign-
uðust þrjú börn. Þau
eru: 1) Torfhildur Eyrún, f. 8.8.
1939, eiginmaður Skjöldur Magn-
ússon frá Borgarnesi. 2) Einar
Þór, f. 21.8. 1940 (kjörsonur Þóru
systur Ragnars og Einars Sigurðs-
sonar í Vestmannaeyjum), eigin-
kona Díana Ágústsdóttir. 3) Gunn-
ar Jósep, eiginkona Tove Dahle
Fölnar rós og bliknar blað
á birkigreinum.
Húmar eins og haustar að
í hjartans leynum.
(Kristján Jónsson.)
Þetta vísukorn, sem heitir
„Haust“, kom í huga minn er ég
frétti lát Sigríðar, en hún hafði verið
vinkona mín alveg frá því fyrst ég sá
hana 1939. Það var á fögrum sum-
ardegi 1939 þegar Ragnar kom með
þessa fallegu brúði sína að Hvol-
tungu og kynnti hana fyrir heimilis-
fólki þar. Þau giftust 1. júlí 1939. Þá
var Sigríður ófrísk að fyrsta barni
þeirra en vildi strax fara að vinna í
heyskapnum og mér var falið að
vinna með henni að rakstri. Þá fann
ég hvað hún var mikill forkur til
vinnu þótt hún væri komin langt á
leið. Upp frá þessu urðum við miklir
vinir og ég mat hana því meira sem
ég kynntist henni betur. Næsta
sumar, 1940, var síðasta sumarið
sem ég vann í sveitinni áður en ég
flutti alfarið frá Hvoltungu. Og
ennþá var mér falið sama verkefnið
ásamt Sigríði en þá var hún aftur
ófrísk. Ég man hvað hún var oft las-
in og vildi láta lítið á því bera. Ég
reyndi allt sem ég gat til að taka erf-
iðustu verkin eins og að taka heyið
upp úr bleytu og koma því á þurra
staði. Ekki minnkaði vinátta okkar
eftir þetta síðasta sumar í heyskapn-
um.
Nú koma kaflaskil í vináttu okkar
þegar ég kynntist konu minni 1946,
Þórunni, og fór austur að Hvoltungu
til að kynna hana fyrir fóstru minni
og heimilisfólkinu þar. Þá mynduð-
ust strax mikil vináttubönd milli Sig-
ríðar og Þórunnar sem entust þar til
Þórunn lést 1985 og bar aldrei
skugga á þá vináttu. Ég held ég segi
það satt að Þórunn átti aldrei jafn-
trausta og góða vinkonu. Þegar við
fluttum á Tómasarhagann 1953 þá
byrjaði Sigríður að hjálpa Þórunni
að skipuleggja heimilið því að Þór-
unn var ung og Sigríður hafði meiri
reynslu. Það var mikill gestagangur
hjá okkur Þórunni bæði innlendra
og erlendra gesta. Þórunn bjó til
matinn sjálf en Sigríður var henni til
aðstoðar. Þá leið Þórunni vel. Það
þurfti ekki veisluhöld til að þær hitt-
ust og nytu stundarinnar saman. Og
ekki var síðra að fara með Ragnari
og Sigríði um sveitirnar, því Ragnar
var sérstaklega skemmtilegur ferða-
félagi og sögufróður með afbrigðum.
Ekki má gleyma því að Sigríður var
sérstaklega vinföst við tengdamóður
sína, Torfhildi, og allar systurnar í
Hvoltungu.
Sigríður gerði mörg góðverk, sem
enginn veit um, en þó man ég það
sérstaklega að þegar hún og Ragnar
tóku elsta bróður hennar, Axel, heim
til sín en hann var þá yfirkominn af
krabbameini. Mér finnst ógleyman-
legt hvað þau sýndu af sér mikinn
kærleik.
Það var gaman oft að fá Ragnar
og Sigríði í heimsókn þar sem þau
sögðu frá liðnum tímum, ekki síst
hafði ég gaman af að heyra Sigríði
segja frá veru sinni í Holti og bar því
fólki, prestunum báðum og fjöl-
skyldum þeirra, mjög góða sögu.
Henni fannst lærdómsríkt að kynn-
ast þessu góða fólki. Sérstaklega
hafði ég gaman af að heyra hana
segja frá manni, sem fylgdi báðum
prestunum. Hann kom að Holti með
séra Kjartani Einarssyni, sem hafði
tekið hann upp á sína arma þegar
hann var prestur á Húsavík. Hann
hét Kristján Jóhannes Sigurðsson,
fæddur á Húsavík 1865. Hann
mundi engin nöfn og kallaði alla
Kunningja, þess vegna var hann allt-
af kallaður Kunningi sjálfur. Eftir
að Kjartan Einarsson dó fylgdi
Kunningi næsta presti og þegar
hann hætti tóku séra Jón Guðjóns-
son og Lilja við honum. Kunningi
átti marga vini og meðal annars einn
sérstaklega, Guðbrand Magnússon,
sem var ráðsmaður hjá séra Jakobi,
en hann varð síðar forstjóri ÁTVR.
Það var mikil gleði þegar þeir hitt-
ust vinirnir hvort sem var í Holti eða
á heimili Guðbrands í Reykjavík. Þá
sungu þeir saman einu vísuna sem
Kunningi hafði numið í æsku og
kunni:
Ástin gerir ennþá mig
ákaflega pína.
Fæ ég ekki að faðma þig
fallegasta Sína?
Þrátt fyrir fötlun Kunningja var
hann mjög trúr því sem honum var
falið að gera og sagði oft: „Vertu
trúr, því að Guð sér til þín.“
Sigríður unni æskuheimili sínu,
Ormskoti, og öllu Holtshverfinu
mikið ásamt öllu því fólki sem þar
bjó. Fyrir augum sínum hafði hún
alltaf þetta fallega fjall, Holtsnúp.
Lítið ljóð eftir Björgu Jónsdóttur á
Ásólfsskála lýsir tilfinningum henn-
ar til æskustöðvanna. Síðasta erind-
ið er svona:
En þegar lífsins lýkur árum
og lagt er í hinztu för,
þá vindur upp segl, er vakir á bárum
og vaggar hinn smái knör;
og tekur mið af tindinum hljóður
á tindrandi stjarna her.
Það er Holtsnúpur, hollur og góður,
til himins sem bendir þér.
Nú hefur Sigríður tekið flugið í
rétta átt og Holtsnúpur hann vísar
henni veginn til að komast í faðm
eiginmanns síns, systkina og vina
sem á undan fóru.
Ég sendi börnum hennar, barna-
börnum, systkinum og öllum þeim
sem henni þótti vænt um, mínar
innilegustu samúðar- og vinarkveðj-
ur. Þar fór hreinskiptin og góð kona.
nú drúpa aspir lauflausum greinum og sakna.
(Guðrún Gunnarsdóttir.)
Ég þakka Sigríði fyrir alla vináttu
við mig og konu mína, alla hjálp og
góð ráð sem hún gaf okkur báðum,
og þar naut hún eiginmanns síns
Ragnars. Á þennan vinskap hefur
aldrei borið skugga. Ég bið þann al-
vald sem skóp hana að taka á móti
henni í nýjum heimkynnum og leið-
beina henni gegnum þau völundar-
hús sem þar er að finna.
Guð blessi minningu Sigríðar Jós-
efsdóttur frá Ormskoti.
Friðrik Jörgensen.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Með þessum orðum sálmaskálds-
ins langar mig að kveðja mágkonu
mína Sigríði Jósefsdóttur. Hún var
fædd og uppalin í einni af fegurstu
sveitum landsins, að Ormskoti í
Vestur-Eyjafjallahreppi, næst elst
barna hjónanna Guðrúnar og Jósefs
sem þar bjuggu. Hún byrjaði ung að
vinna eins og þá þótti sjálfsagt með
börn. Á hennar bernskuárum var
skólaskylda aðeins fjórir vetur.
Einnig fór hún í Húsmæðraskólann
á Laugarvatni og þótti það góð und-
irstaða út í lífið, fyrir og um miðja
síðustu öld. Oft fór hún í vist til
þeirra sem þurftu á hjálp að halda.
Árið 1939 giftist hún Ragnari Eyj-
ólfssyni í Hvoltungu og þar bjuggu
þau í félagi við Torfhildi móður
Ragnars og fjölskyldu. Síðar inn-
réttuðu þau sér íbúð austast í þorp-
inu í Hvoltungu. Já, Hvoltungubær-
inn var einn stílhreinasti burstabær
sem ég hef séð, og er sjónarsviptir
að honum. Sigga og Ragnar bjuggu í
Hvoltungu þar til þau brugðu búi og
fluttu til Reykjavíkur 1952. Þar
sköpuðu þau sér fallegt heimili, enda
var hún mjög hreinleg og myndarleg
kona, virðuleg í fasi og bein í baki
með sitt ljósa hár. Hún var víkingur
til verka og mjög greiðvikin, enda
fengu margir notið hennar hjálpar.
Mig langar að koma á framfæri al-
veg sérstöku þakklæti frá mér fyrir
alla þá hlýju og hjálp sem þau hjón
veittu mér, alveg sérstaklega í
kringum sjúkrahúsdvalirnar mínar.
Hún þvoði þvottana fyrir okkur og
færði okkur þvottinn straujaðan og
samanbrotinn. Og einnig hjálpaði
hún mér í sláturgerð og hef ég ekki
smakkað betra slátur. Hún gerði allt
svo vel.
Nú þegar leiðir skiljast kemur
margt upp í hugann. Er þess fyrst
að minnast að á fyrstu árunum sem
Rangæingafélagið leigði út húsið í
Hamragörðum buðu Sigga og Ragn-
ar okkur Viggó með sér þangað, og
við dvöldum í nokkra daga í gamla
bænum. Við nutum lífsins í sveita-
sælunni. Þaðan var labbað bak við
Seljalandsfoss og upp í heiði og víð-
ar. Þau hjón voru frábærir félagar.
Nú er hún mágkona mín loksins
laus úr viðjum þessa erfiða alzheim-
erssjúkdóms, og verður hún lögð í
sína hinstu hvílu við hlið eiginmanns
síns í hinni fögru Eyjafjallasveit. Ég
votta börnum, tengdabörnum og af-
komendum öllum innilega samúð.
Guð blessi minningu þeirra heið-
urshjóna Sigríðar og Ragnars.
Sigrún I. Þorsteinsdóttir.
Elsku Sigga og langamma. Okkur
langar til að kveðja þig með nokkr-
um orðum. Nú eruð þið langafi
Ragnar saman, þetta hjálpaði Kára
litla að eiga við sorgina þegar hann
frétti að þú værir dáin og það hjálp-
aði mér líka. Við hittum þig ekki
mikið núna síðustu árin, en við mun-
um þig og munum gera alla tíð. Það
var svo notalegt að koma til ykkar á
Tómasarhagann, hvað þá á jólunum
þegar ég og þú urðum að fá okkur
eitt sjerríglas saman, það var svo
notalegt og þér fannst svo gaman að
sitja í litla króknum í eldhúsinu og
spjalla, og strákarnir sátu inni í
stofu í sínu spjalli.
Við söknum þín en minning þín
mun lifa með okkur.
Við sendum ástvinum þínum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Guðrún og Kári.
SIGRÍÐUR
JÓSEFSDÓTTIR
52 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Minningargreinar
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs
sonar míns, bróður okkar, mágs, frænda og vinar,
ÞORKELS STEINSSONAR
(Gulla),
Hafnarstræti 16,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar I
Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun.
Steinn Steinsson, Bryndís Guðmundsdóttir,
Þorsteinn Steinsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Finna Birna Steinsson, Baldur Hafstað,
Friðrik Steinsson,
frændsystkini
og starfsfólk og íbúar í Hafnarstræti 16.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR E. ÞORKELSSON
fyrrverandi skólastjóri,
Vatnsnesvegi 29,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mánudaginn
21. nóvember kl. 14.00.
Hildur Harðardóttir,
Melkorka Sigurðardóttir, Valtýr Guðbrandsson,
Þorkatla Sigurðardóttir, Þröstur Ingvason,
Þorkell Snorri Sigurðarson
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
KATRÍN PÉTURSDÓTTIR
Akurgerði 37
Reykjavík
andaðist á öldrunar- og hjúkrunardeild Landspítala,
Landakoti, miðvikudaginn 16. nóvember.
Jarðarförin verður gerð frá Bústaðakirkju fimmtu-
daginn 24. nóvember kl. 13.00.
Einar Hannesson
Hannes Einarsson Linda Buanak
Pétur Einarsson Kristín Sigurþórsdóttir
Margrét Rósa Einarsdóttir Sigurður H Ólason
og barnabörn.
Móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐBJÖRG KARLSDÓTTIR
frá Stekkjarholti,
Ölduslóð 26,
Hafnarfirði,
lést á heimili dóttur sinnar laugardaginn
12. nóvember.
Útförin fer fram frá Krossinum, Hlíðasmára 5-7,
Kópavogi, þriðjudaginn 22. nóvember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast
hennar, er bent á ABC hjálparstarf.
Anna Fía Emilsdóttir, Björn Magnússon,
Hallfreður Emilsson, Kristín Björg Hákonardóttir,
Emil Hörður Emilsson Jóhanna Sigrún Jónsdóttir,
Karl Ingiberg Emilsson
og fjölskyldur.