Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 26
Mývatnssveit | Einhver fjöl- sóttasti skoðunarstaður ferða- manna í Mývatnssveit er hvera- svæðið austan undir Námafjalli. Það heitir Hverir og er mikið augnayndi í litadýrð sumars. Sjóðandi leirpottar í bland við brennisteinsflekki. Nú er fátt um ferðamenn og fáir sem heimsækja svæðið, sem þó býð- ur nú upp á allt annað sjónarspil og ekki síður áhugavert. Í froststillum líkt og hafa gengið undanfarna daga, mynd- ast mikill kuldapollur, og þokuský upp frá hverunum leggst yfir svæðið. Þarna hefur verið 13 til 18 gráðu frost í tvo daga en þá eru kjöraðstæður fyrir hrímið að leika sér við strá- in frá liðnu sumri. Margur mundi glaður þiggja slíka skreytingu á jólatréð í garði sín- um. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Frostrósir við Námafjall Kuldapollur Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Það er mikill fengur fyrir Borgar- fjarðarhérað að hafa tvo háskóla á sínu svæði, Viðskiptaháskólann á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri, og greinilegt hvað uppbygging þeirra hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Að mörgu leyti eru þeir driffjöðrin á svæðinu sem meðal annars hefur valdið mikilli upp- sveiflu á flestum sviðum. Rektorar þess- ara háskóla, þeir Runólfur Ágústsson og Ágúst Sigurðsson, eru báðir miklir hug- sjónamenn sem hugsa til framtíðar og fylgjast með nýjungum og síðast en ekki síst framkvæma góðar hugmyndir. Það er ekki síst þeim að þakka að nú er í undir- búningi menntaskóli í Borgarnesi.    Í umræðu um menntaskólann á dög- unum lét fólk hugann reika fram í tímann og spjallaði um hvaða áhrif hann gæti haft á samfélagið. Eitt af því sem talað var um var samgöngur. Fólk velti fyrir sér að lík- lega yrði mjög hagkvæmt að mennta- skólanemendur notuðu sömu skólabíla og grunnskólabörnin til að komast í skólann úr sveitinni og þannig mundi skapast tækifæri til að koma á góðum almennings- samgöngum á svæðinu. Margir í sveitun- um vinna utan heimilis, t.d. í Borgarnesi, og þá hlýtur að vera hagkvæmt að þeir geti einnig nýtt sér þessar ferðir.    Háskólarnir tveir eru einnig vettvangur fyrir málþing og ráðstefnur af ýmsu tagi, sem almenningi gefst kostur á að taka þátt í. Í vikunni héldu Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Búnaðarsamtök Vestur- lands ráðstefnu á Hvanneyri sem nefndist Búskapur og velferð á Vesturlandi. Einnig var Lifandi landbúnaður og Bændasamtök Íslands með fund þar sem gerð grein fyrir hreyfingunni Lifandi landbúnaði og þeim möguleikum sem konum í landbúnaði bjóðast vegna þátttöku í verkefninu Byggjum brýr.    Í dag, laugardag, fer svo fram íbúaþing á Hvanneyri sem kallað er Í einni sæng, til- hugalíf fjögurra sveitarfélaga. Þar verða íbúar Borgarbyggðar, Borgarfjarðar- sveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeins- staðahrepps, sem kusu að sameinast í kosningum í vor, spurðir að því í hvernig samfélagi þeir vilja búa og hvernig þeir sjái það fyrir sér eftir 5, 10 eða 15 ár. Úr sveitinni ÁLFTANES Á MÝRUM Eftir Ásdísi Haraldsdóttur blaðamann Eyjólfur Guð-jónsson á Djúpa-vogi fann furðu- fugl í fjöruborðinu þegar hann var á gangi Breiðdal snemma í haust en þá fóru margir fuglaáhugamenn á stjá til að reyna að mynda hann. út með sjó. Fuglinn nefnist flatnefur og er mjög sérstæður. Trú- lega er hér um sama fugl að ræða og sást í Morgunblaðið/Andrés Skúlason Furðufugl á ferð Nokkur umræðahefur skapastum lán bank- anna á undanförnum dögum og misserum. Rósberg G. Snædal orti á sínum tíma og fékk víxil út á það: Þó að lífs míns lekahrip liggi á botni Ránar, alltaf má fá annað skip – Útvegsbankinn lánar. Einar Jóhannsson fer með vísu eftir Einar Benediktsson í samtali við Hannes Pétursson og er vísan um Jón Sigurðs- son forseta. Einar orti vísuna í Herdísarvík og sagði nafna sínum sem lærði hana á stundinni: Ósjálfráður öfugkjaftur er af glópsku og þrjózku skaptur. Heilan dag og ár út aftur enginn þolir mennskur kraftur. Af bönkum og lánum pebl@mbl.is Vestfirðir | Vestfirska forlagið hefur hafið útgáfu á nýju blaði á Vestfjörðum og ber það heitið Vestfjarðatíðindi. Blaðið sem er málgagn forlags- ins mun koma út eftir efnum og ástæðum. Blaðinu er ætl- að að kynna sögu kynslóðanna frá ýmsum sjónar- hornum, að fornu og nýju, á þess- um hluta lands- ins. Efniviður er sóttur í eldri bækur Vest- firska forlagsins, nýjar bækur þess kynnt- ar og margs konar nýtt efni verður í blaðinu, að sögn ritstjórans, Hallgríms Sveinssonar. Blaðið er selt í bókaverslunum um allt land. Nýtt blað hefur göngu sína GISTINÓTTUM á hótelum fjölgaði um 13% á landsvísu í september, miðað við sama mánuð í fyrra. Samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunnar varð mesta aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 7.300 í 8.900 á milli ára, sem er 22,8% aukn- ing. Gistinætur á hótelum í september árið 2005 voru 92.900 en voru 81.900 árið 2004, aukningin nemur 13,4%. Á höfuðborgar- svæðinu fjölgaði gistinóttum um 10.900, úr 53.700 í 64.600 og fjölgaði þar með um 20% milli ára. Á Austurlandi fækkaði gistinótt- um um tæp 12%, á Norðurlandi tæpum 7% og á Suðurlandi tæpum 6%. Fjölgun gistinátta á hótelum í septem- ber árið 2005 er nánast eingöngu vegna út- lendinga, en þær fóru úr 64.600 í 75.500 milli ára, 16,4%. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um tæpt 1%. Í september sl. voru 75 hótel sem eru með opið allt árið en á sama tíma fyrir ári voru þau 70. Fjöldi herbergja fór úr 3.480 í 3.748 og fjöldi rúma úr 7.014 í 7.626. Hót- elum fjölgaði um tvö á höfuðborgarsvæð- inu, tvö á Vesturlandi og eitt á Norðurlandi eystra. Tölur þessar um gistinætur eiga einung- is við um hótel sem opin eru allt árið. Gistinóttum á hótelum fjölgar ♦♦♦ Sýningatímabili að ljúka! Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.