Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 43
UMRÆÐAN
UNGMENNAHREYFING
Rauða krossins (Urkí) er tuttugu
ára um þessar mundir og er því
löngu búin að slíta barnsskónum.
Ungmennahreyfingin hefur frá
upphafi verið vettvangur fyrir
ungt fólk á aldrinum 16–25 ára til
að vinna að mannúðarstörfum í
þágu hugsjóna Rauða krossins.
Upphafið var að hópur ungs
fólks kom saman sem vildi gera
hlutina með sínu lagi og ýta úr vör
sjálfboðaverkefnum úr grasrótinni
í kringum ýmis samfélagsmál.
Hópurinn stækkaði ört og þróaðist
og sífellt fjölgaði verkefnum. Þetta
kallaði á mikið skipulag og fljót-
lega var Urkí komin með eigin
stjórn og húsnæði. Með tímanum
sköpuðust svo ýmsar hefðir og fast
verklag í kringum starfið.
Á þessum tíma sem liðinn er
hafa ýmis verkefni orðið til innan
Urkí svo sem; félagsstarf með
hreyfihömluðum unglingum, starf
með geðfötluðum, starf með ofvirk-
um börnum, barnagæsla fyrir gesti
Kvennaathvarfsins, unglingastarf,
alþjóðastarf og einstök átaksverk-
efni svo fátt eitt sé talið. Mörg
þessara verkefna hafa verið unnin
í samstarfi við hagsmunaaðila eins
og Sjálfsbjörg Félagsþjónustuna,
Kvennaathvarfið o.fl.
Þá hefur Urkí staðið fyrir sum-
arnámskeiðum fyrir börn, alþjóð-
legum sumarbúðum, landsmótum
og ýmsu útgáfustarfi.
Sum verkefni hafa breyst í takt
við tíðarandann eins og Hús- og
vettvangshópur, sem var einn af
stærstu verkefnahópunum fyrstu
árin. Á þeim árum söfnuðust ung-
lingar um helgar á Hallærisplanið
sem svo var kallað þar sem nú er
Ingólfstorg. Sjálfboðaliðarnir
gengu þar um á meðal unglinganna
og veittu sjúkragæslu og aðhlynn-
ingu og störfuðu í nánu samráði
við Rauðakrosshúsið við Tjarn-
argötu, en þar var rekið athvarf
fyrir unglinga sem voru illa á vegi
staddir. Seinna breyttist Hús- og
vettvangshópur og úr varð Skyndi-
hjálparhópur – en sá hópur æfir
skyndihjálp og tekur m.a. að sér
sjúkragæslu á framhalds-
skólaböllum og stór-
tónleikum. Einnig
tekur Skyndihjálp-
arhópur þátt í neyð-
arvörnum á höf-
uðborgarsvæðinu.
Önnur verkefni
hafa þróast í eitthvað
annað og meira eins
og Vinalínan, sem
var upphaflega verk-
efni innan Urkí en
þróaðist með tíð og
tíma í sjálfstætt
verkefni. Seinna var
það verkefni svo
sameinað öðrum og nú reka deildir
Rauða kross Íslands risavaxið
verkefni eftir þessari hug-
myndafræði sem er Hjálparsíminn
1717, en sú lína er opin allan sólar-
hringinn fyrir fólk í vanlíðan.
Starfið innan Urkí hefur þannig
alltaf verið í grasrótinni þar sem
sjálfboðaliðarnir hafa komið verk-
efnum á legg.
Á þessum tuttugu árum sem lið-
in eru síðan Urkí varð til hafa
hundruð sjálfboðaliða komið og
farið. Eðli máls samkvæmt er ungt
fólk á mikilli hreyfingu; eignast
börn, fer til útlanda og svo fram-
vegis. Sumir stoppa stutt við og
aðrir lengur. Maður kemur í
manns stað en alltaf vantar fleiri
áhugasama sjálfboðaliða til þess að
starfa í verkefnum og hrinda fleir-
um í framkvæmd.
Starf með stórum félagssamtök-
um eins og Rauða krossinum er
ekki bara starf að mannúðarmál-
um. Ungt fólk skólast líka í lýð-
ræðislegum vinnubrögðum, það
þarf að halda fundi, taka ákvarð-
anir um það sem gera á og starfa
með öðru fólki að settu marki. Inn-
an Rauða krossins eru margar
deildir, margar stjórnir, ráð og
nefndir og alltaf þurfa svo ein-
hverjir að gefa kost á sér í þau
verkefni. Rauði kross Íslands eru
stærstu sjálfboðaliðasamtök lands-
ins og Urkí er stór hluti af þeirri
heild. Vonandi verða næstu tutt-
ugu ár í starfinu jafn kraftmikil og
þau tuttugu sem nú eru liðin. Öll-
um þeim sem komið hafa að starf-
inu í sögu Urkí sendum við góðar
kveðjur.
Tumi Kolbeinsson og
Unnur Hjálmarsdóttir
fjalla um Ungmennahreyfingu
Rauða krossins
’Ungmennahreyfinginhefur frá upphafi verið
vettvangur fyrir ungt
fólk á aldrinum 16–25
ára til að vinna að mann-
úðarstörfum í þágu hug-
sjóna Rauða krossins. ‘
Unnur
Hjálmarsdóttir
Tumi Kolbeinsson er forstöðumaður
ungmennadeildar Reykjavíkurdeildar
Rauða kross Íslands og Unnur
Hjálmarsdóttir er formaður.
Hrafnkell Tumi
Kolbeinsson
Ungmennahreyfing
Rauða krossins á tímamótum Jakob Björnsson: Útmálun
helvítis. „Álvinnsla á Íslandi
dregur úr losun koltvísýrings
í heiminum borið saman við
að álið væri alls ekki fram-
leitt og þyngri efni notuð í
farartæki í þess stað, og enn
meira borið saman við að álið
væri ella framleitt með raf-
orku úr eldsneyti.“
Þorsteinn H. Gunnarsson
fjallar um rjúpnaveiðina og
auglýsingu um hana, sem
hann telur annmarka á.
Eggert B. Ólafsson: Vega-
gerðin hafnar hagstæðasta
tilboði í flugvallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru
saman fjórir valkostir fyrir
nýjan innanlandsflugvöll.
www.mbl.is/profkjor
Guðlaug H. Konráðsdóttir
mælir með Valgerður Sigurð-
ardóttir í fyrsta sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Hafnar-
firði.
Elísabet Valgeirsdóttir
styður Valgerði Sigurðardótt-
ur í 1. sæti á lista Sjálfstæð-
isflokksins í Hafnarfirði
Sólveig Haraldsdóttir styð-
ur Harald Þór Ólason í 1.
sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði
Haraldur Eggertsson styður
Harald Þór Ólason, sem sæk-
ist eftir 1. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Hafnarfirði
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
NÝLEG trúarlífskönnun Gallup
hefur leitt í ljós að rúmlega 80%
Íslendinga vilja að trúar-
bragðafræði sé kennd í framhalds-
skólum. Raunin er
aftur á móti sú að
ákaflega lítið fer fyrir
þeirri fræðigrein í
framhaldsskólum
landsins og mennta-
málayfirvöld hafa
sýnt henni lítinn
áhuga. En hvað er
trúarbragðafræði og
hvers vegna vilja
svona margir að hún
sé kennd? Markmið
trúarbragðafræð-
innar er að komast til
botns í því hvers
vegna átrúnaður er
til, hvað átrúnaður er
og hvaða áhrif átrún-
aður hefur á sam-
félagið. Eins og sést
af þessu er trúar-
bragðafræðin yf-
irgripsmikil fræði-
grein og lætur sér
fátt mannlegt óvið-
komandi. Átrúnaður
varpar ljósi á menn-
ingu, sögu, siði og
samfélagsgerð þjóð-
félagsins. Segja má
að ómögulegt sé að
skilja framvindu sög-
unnar og þau fé-
lagslegu öfl sem skapa hana og
móta, án þess að skilja átrúnaðinn
sem að baki býr. Til þess að ná
þessum markmiðum sínum fær
trúarbragðafræðin aðstoð frá öðr-
um fræðigreinum. Félagsfræði,
mannfræði, sálarfræði, dulsál-
arfræði, heimspeki, guðfræði,
fornleifafræði og sagnfræði, allt
eru þetta hjálpartæki trúarbragða-
fræðinnar. Um allan hinn vest-
ræna heim ríkir um þessar mundir
mikill áhugi fyrir trúarbragða-
fræði og trúarlegum rannsóknum
hverskonar. Enda gera menn sér
grein fyrir því að erfitt ef ekki
ómögulegt er að eiga samskipti við
framandi þjóðir í sím-
innkandi heimi, án
þess að skilja átrúnað
þeirra og þar með siði
og venjur. Þetta hefur
orðið æ ljósara á síð-
ustu árum, þar sem
búferlaflutningar fólks
á milli menning-
arsvæða gerast al-
gengari. Í þeim lönd-
um sem við á Íslandi
gjarnan viljum bera
okkur saman við, er
trúarbragðafræðin
sjálfsagður hluti af
menntakerfinu. Hér á
landi er trúarbragða-
fræðin aftur á móti
nærri óþekkt fræði-
grein eins og fyrr seg-
ir. Að vísu fræðast
börn og unglingar
grunnskólans um
heimstrúarbrögðin í
samfélagsfræði. En í
framhaldsskólum er
engin trúarbragða-
fræði kennd, nema
sem valgrein, ef kenn-
ari fæst. Í Háskóla Ís-
lands er hún kennd
sem samvinnuverkefni
þriggja deilda. Engin
trúarbragðafræði er kennd við Há-
skólann í Reykjavík, á Akureyri
eða í Bifröst eða öðrum skólum á
háskólastigi.
Er ekki kominn tími til að hlust-
að sé á vilja 80% þjóðarinnar?
Sr. Þórhallur Heimisson.
80% Íslendinga vilja
trúarbragðafræðslu í
framhaldsskólum
Þórhallur Heimisson fjallar
um trúarbragðakennslu
Þórhallur
Heimisson
’… ákaflegalítið fer fyrir
þeirri fræði-
grein í fram-
haldsskólum
landsins og
menntamála-
yfirvöld hafa
sýnt henni lítinn
áhuga.‘
Höfundur er prestur og
trúarbragðafræðingur.