Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 51 MINNINGAR ✝ Guðfinnur Jak-obsson fæddist í Reykjarfirði 13. júní 1915. Hann lést á Sjúkraskýlinu í Bolungarvík 6. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Matthildur Herborg Benedikts- dóttir og Finnbogi Jakob Kristjánsson, hjón í Reykjarfirði. Systkini Guðfinns eru: Jóhanna sem var elst, f. 16. októ- ber 1913, látin, Jóhannes, f. 29. ágúst 1917, látinn, (Kristín) Sig- ríður, f. 3. ágúst 1919, látin, Ket- ilríður, f. 22. desember 1921, lát- in, Guðrún, f. 2. janúar 1924, Benedikt Valgeir, f. 23. septem- ber 1925, látinn, Kjartan, f. 14. maí 1929, látinn, Ragnar Ingi, f. 27. júlí 1931, (Jens) Magnús, f. 1. nóvember 1932, Jóna Valgerður, f. 1. september 1934, lést í bernsku, Valgerður, f. 27. júní 1936, Hermann, f. 26. september 1938, látinn, og Guðmundur Jak- ob, f. 2. febrúar 1941. Hinn 2. ágúst 1947 kvæntist Guðfinnur Guðríði Björgu Júl- íusdóttur frá Hrauni í Skálavík, f. 25. apríl 1915, d. 15. janúar 1999. Þau eignuðust tvo syni, Guðmund Ketil, kona hans er Þur- íður E. Pétursdótt- ir, og Hallgrím, kvæntur Geirþrúði Sighvatsdóttur. Barnabörnin eru fimm og barna- barnabörnin tvö. Guðfinnur ólst upp í Reykjarfirði til fullorðinsára. Hann naut barna- fræðslu sem þá tíðkaðist. Hann var í Héraðsskólanum á Reykjum 1936–1937 og síðan einn vetur í Íþróttaskóla Sigurðar Greipsson- ar í Haukadal. Guðfinnur og Guð- ríður hófu búskap sinn í Reykja- vík en fluttu til Reykjarfjarðar 1948. Þau bjuggu þar á móti Jak- obi föður Guðfinns þar til þau fluttu til Bolungarvíkur 1959. Þar vann Guðfinnur við smíðar. Eftir lát konu sinnar dvaldi Guð- finnur á Sjúkraskýlinu í Bolung- arvík þar sem hann naut góðrar umönnunar þar til hann lést. Útför Guðfinns verður gerð frá Hólskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Látinn er hinn aldni heiðursmaður og höfðingi, móðurbróðir minn Guð- finnur Jakobsson frá Reykjarfirði. Hann náði háum aldri, fyllti 90 ár í júní sl. Reykjarfjörður var hans heimabyggð, þar var hann fæddur og uppalinn, og þar gerðist hann bóndi á fyrri hluta síðustu aldar og ætlaði að búa á hluta jarðarinnar í félagi við föður sinn Jakob Kristjánsson. Ég minnist þess sem unglingur í sveit hjá afa mínum, hve ég dáðist að þess- um myndarlega og hávaxna frænda mínum og virti einnig hina ungu konu hans, sem hélt á lofti gömlum góðum dyggðum, bæði í heimilishaldi og uppeldi sona þeirra. Finni frændi, eins og hann var jafnan kallaður í fjölskyldu minni, var ljúfmenni hið mesta og kom eins fram við alla unga sem aldna. Hann var góðum gáfum gæddur, hagmæltur vel og átti gott með að tjá sig í mæltu og rituðu máli. Þá var hann hagleikssmiður og virt- ist allt leika í höndum hans, hvort sem það voru hús og húsmunir eða skip og bátar. Hann byggði sér ein- býlishús í Reykjarfirði og hitaði upp með hveravatni sem þá þótti ný- lunda. Ungur stundaði hann nám við Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal og ég man að hann þótti mjög efnilegur íþróttamaður og var til þess tekið á Ströndum hve hann væri fær í að ganga á höndum og ýmsum öðrum íþróttum. En búskap- ur á Hornströndum var mikið starf og kallaði á alla orku þeirra manna sem stunduðu það starf. Það var því lítill tími til íþróttaiðkana með bú- skapnum. Guðfinnur var göngugarpur mikill og síðustu ferð með mér fór hann sumarið 1990 en þá gengum við á Geirólfsgnúp. Hann þá 75 ára gamall fór alltaf fyrstur og ekki varð séð að hann mæddist á göngunni. Þessa leið hafði hann farið oft og mörgum sinn- um, bæði einn og með öðrum, ég held að fyrir honum hafi þetta verið eins og hæfilegur göngutúr að kvöldlagi eftir vinnu. Líklega hefur það verið honum hvíld og lífsfylling að standa fremst á Geirólfsgnúp og horfa á kvöldsólina gylla hafflötinn og sjá björgin hvert fram af öðru í vestri allt til útvarðarins Hornbjargs, og í austur til Drangaskarða og þaðan af lengra. Þetta er slíkt útsýni að því gleymir enginn sem það hefur litið augum,. Í huganum sé ég þennan frænda minn standa á efsta tindi, há- an og spengilegan, horfa á þá dýrð sem við augum blasir, setjast niður og biðja Guð að vernda þetta land- svæði um alla eilífð. Finni frændi var sérstaklega barn- góður maður og öll börn sem dvöldu í Reykjarfirði hændust að honum. Oft sá ég hann með halarófu af börnum í kringum sig vera að segja þeim eitt- hvað skemmtilegt af mönnum eða málefnum. Það var eftirminnilegt að heyra hann segja frá fólki og atburð- um frá fyrri tíma. Þá var hann í ess- inu sínu, glaður og kátur. Síðustu ár- in var minnið farið að daprast, en þó mundi hann flestallt vel sem skeð hafði á árum áður. Eftir lát Guðríðar eiginkonu hans dvaldi hann að mestu leyti á Sjúkra- húsi Bolungarvíkur. Þar var vel um hann hugsað, þökk sé öllu því góða fólki sem þar vinnur. Ég kveð þig að lokum, elsku frændi minn, og þakka þér allar okk- ar samverustundir, sem hefðu þó gjarnan mátt vera fleiri. En um það þýðir ekki að sakast. Kallið er komið og ég er viss um að sál þín mun fylgj- ast vel með okkar heimabyggð frá þeim sölum sem hún býr. Konan þín og fjölskyldan okkar sem farin er mun taka vel á móti þér í nýjum heimkynnum. Megi Guðs blessun fylgja þér um alla eilífð. Að lokum votta ég sonum þínum og fjölskyldum þeirra innilega samúð og einnig eftirlifandi móður- systkinum mínum. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Mér er ómögulegt að minnast Guð- finns Jakobssonar án þess að Guð- ríður heitin Júlíusdóttir komi þar við sögu, en hún lést fyrir tæpum sjö ár- um, svo samofin eru þau í huga mín- um. Ég var svo gæfusöm að kynnast hjónunum Finna og Gauju fyrir tæp- um 30 árum. Það gerðist þegar móðir mín hóf sambúð með eldri syni þeirra, Guðmundi Katli. Næstu sumrum eyddi ég í Reykj- arfirði hjá Finna og Gauju. Að öllum líkindum hef ég verið send norður til að létta undir, og þá aðallega með Gauju. Ekki veit ég hversu vel það fórst mér úr hendi því í mínum huga var sumardvöl í Reykjarfirði ævin- týri sem ekki mátti missa af. Mér er minnisstætt sumarið sem Vigdís var kosin forseti. Ég var þá þrettán ára og eldheitur stuðnings- maður Vigdísar. Aðrir í Reykjarfirði höfðu meiri hug á öðrum frambjóð- anda og oft spunnust fjörugar um- ræður um ágæti frambjóðenda. Kom fyrir að við Finni körpuðum á kvöldin um komandi kosningar og held ég að hann hafi haft lúmskt gaman af. Gauja sagði fátt og gaf ekkert upp um sinn hug. Ekki veit ég hvort nokkuð af fullorðna fólkinu hafi haft fyrir því að kjósa utankjörstaðar áð- ur en lagt var í hann norður, en fylgst var með framvindu mála á kjördag í útvarpinu. Þó var farið að sofa á venjulegum tíma, ekkert verið að vaka fram á nótt eftir úrslitum. Morguninn eftir rumska ég við að Finni og Gauja eru komin á stjá og eftir smástund heyri ég að Finni gengur út. Varla var fótatakið þagn- að af útidyratröppunum er Gauja sviptir upp hurðinni á Bekkuhúsi, þar sem ég svaf og hrópar að Vigdís hafi unnið. Svo voru bakaðar pönnu- kökur í tilefni dagsins. Henni hafði ekki þótt við hæfi að gaspra um skoð- anaágreining þeirra hjóna í þessu máli, en gat ekki stillt sig um að halda upp á þau tímamót sem þarna urðu. Finni og Gauja höfðu ákveðinn hátt á öllum verkum og sinntu öllu af mikilli alúð og lögðu mikla áherslu á það við okkur sem hjá þeim dvöldum að gera slíkt hið sama. Öll vinna hafði ákveðið verklag og var séð til þess að við temdum okkur það. Manni var leiðbeint með hægðinni og mikið hrósað fyrir það sem þótti vel gert. Hjá Gauju lærði ég að prjóna og stoppa í sokka, vaska upp og þvo þvott úti í Laugarhúsi undir bununni úr hvernum. Hjá Finna lærði ég að höggva í eldinn og skjóta úr riffli (eina skiptið sem ég hef prófað það). Allt kennt og sýnt af mikilli ná- kvæmni. Þau lögðu líka bæði mikið upp úr því að virðing væri borin fyrir náttúrunni. Á hverju vori gekk Finni með mér um nágrennið og sýndi mér hvar voru hreiður. Aðallega voru þetta æðarkollur sem höfðu komið sér fyrir upp við húsvegg eða við stíg- ana og einstaka mófuglar og rjúpur. Hann lagði ríka áherslu á að styggja ekki fuglana og stíga létt til jarðar nálægt hreiðurstæðum. Gauja var frumkvöðull í landgræðslu í Reykj- arfirði. Hún bar m.a. allan lífrænan úrgang úr eldhúsinu út í rofabörð í nágrenni bæjarins. Nú er samfelldur gróður þar sem áður voru rofabörð. Viðhorf þeirra til lífsins og sá af- slappaði taktur sem einkenndi þau og hjartahlýja þeirra hafa mótað mig. Ég efast um að þau hafi gert sér grein fyrir hversu gott mótvægi þau voru fyrir mig, krakka sem ólst að öðru leyti upp í hraða nútímaþjóð- félags. Ég kveð Guðfinn og Guðríði, með virðingu og þakklæti fyrir hlut þeirra í uppeldi mínu. Sonum, tengdadætrum, barna- börnum og barnabarnabörnum votta ég samúð mína. Védís Guðjónsdóttir. Ég held að börnum sé fátt eins hollt og að eiga afa og ömmu sem dýrka þau og elska skilyrðislaust. Frá Reykjarfirði, með ömmu og afa, á ég fallegustu minningar barnæsku minnar og fyrir þær verð ég alltaf þakklát. Auður Alfífa Ketilsdóttir (Fífa). GUÐFINNUR JAKOBSSON Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJÖRN VIGNIR SÆMUNDSSON, Ránarbraut 9, Vík í Mýrdal, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 14. nóvember. Kolbrún Matthíasdóttir, Matthías Jón Björnsson, Hafdís Þorvaldsdóttir, Ingi Már Björnsson, Hjördís Rut Jónsdóttir, Kristín G. Ólafsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Blönduósi, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést föstudaginn 4. nóvember sl. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Starfsfólki Seljahlíðar eru færðar sérstakar þakkir fyrir umhyggju og hlýju á síðustu árum ævi hennar. Guðrún Halldórsdóttir, Kristján Halldórsson, Helga Friðsteinsdóttir, Sverrir Halldórsson, Dýrunn Steindórsdóttir, Dóra Halldórsdóttir, Filip Woolford, Haukur Halldórsson, Margrét Gísladóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær móðir okkar, JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR frá Beitistöðum, Leirársveit, Garðabraut 22, Akranesi, lést miðvikudaginn 16. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Börnin. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ANNA SIGRÍÐUR FINNSDÓTTIR, Hraunbæ 122, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut að morgni fimmtudagsins 17. nóvember. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstu- daginn 25. nóvember kl. 13.00. Gísli Víglundsson, Ragnar Sigurbjörnsson, Anna Stína Þórarinsdóttir, Inga María Henningsdóttir, Ólafur Sigurjónsson, Sveinbjörg Friðbjörnsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Guðfinna Friðbjörnsdóttir, Þór Magnason, Hallfríður Friðbjörnsdóttir, Sveinn Indriði Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EINAR ODDSSON fyrrverandi sýslumaður í Vík, Úthlíð 6, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 17. nóvember. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 30. nóvember kl. 13.00. Halla Þorbjörnsdóttir, Karl Einarsson, Kristín Bragadóttir, Páll Einarsson, Andrea Ösp Karlsdóttir, Berglind Ýr Karlsdóttir og Birkir Örn Karlsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, LOFTUR ÓLAFSSON tannlæknir, Bergstaðastræti 72, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 17. nóvem- ber. Útförin verður auglýst síðar. Hrafnhildur Höskuldsdóttir, Ólafur Loftsson, Dagný Hermannsdóttir, Auður Loftsdóttir, David Tomis, Birta, Grímur, Ásta og Emma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.