Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 53 MINNINGAR ✝ Fríða MargrétHafsteinsdóttir fæddist á Gunn- steinsstöðum í Langadal 21. sept- ember 1933. Hún andaðist á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 7. nóvem- ber síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Péturs Hafsteins Péturs- sonar, bónda á Gunnsteinsstöðum, og Guðrúnar Ingi- bjargar Björnsdóttur, húsfreyju þar, sem bæði eru látin. Margrét átti fimm systkini. Þau eru: 1) Pétur, bóndi á Hólabæ í Langa- dal, f. 13. mars 1924, d. 9. október 1987. Hann var kvæntur Gerði Aðalbjörnsdóttur frá Hvammi í Langadal. Börn þeirra eru: Björg Guðrún, Hafsteinn, Rúnar Aðal- björn, Pétur og Gerður Dagný. 2) Anna Sigurbjörg, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík, f. 9. janúar 1935, d. 2. desember 2003. 3) Erla, húsmóðir á Gili í Svartár- dal, f. 25. febrúar 1939, gift Frið- riki Björnssyni bónda þar. Börn þeirra eru: Örn, Guðríður, Haf- rún, Sigþrúður og Björn Grétar. 4) Magnús Gunnsteinn, skrif- stofumaður í Reykjavík, f. 27. maí 1941, d. 30. apríl 1995. 5) Stefán, starfsmaður hjá Sölufélagi A- Hún. á Blöndósi, f. 24. desember 1943. Margrét ólst upp á Gunnsteinsstöðum og gekk í farskóla sveitarinnar. Hún fór í Húsmæðra- skólann á Löngu- mýri 1951-52 og starfaði við bústörf á heimili foreldra sinna í mörg ár. Margrét fór í Sjúkraliðaskólann í Reykjavík 1970 og lauk námi þar 1972. Eftir það vann hún að hjúkrunar- störfum, fyrst á Blönduósi og síð- an í Keflavík og Grindavík. Hinn 28. desember 1974 giftist Margrét Kjartani Herði Ás- mundssyni kjötiðnaðarmanni, f. 8. apríl 1946, og stofnuðu þau heimili á Mýrarbraut 2 á Blöndu- ósi. Kjartan er sonur hjónanna Ásmundar Ólasonar, byggingar- fræðings og byggingareftirlits- manns, og Hönnu Sigríðar Hlífar Ingvarsdóttur, húsmóður í Reykjavík, sem bæði eru látin. Margrét og Kjartan fluttust til Keflavíkur 1985 og bjuggu þar til hausts 2004 er þau fluttust til Blönduóss og bjuggu á Húna- braut 42. Útför Margrétar verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elskuleg systir mín hún Magga er látin. Ég trúi því varla enn að Magga sé farin frá okkur, en svona er þetta, enginn veit hvenær kveðjustundin kemur. Við áttum eftir að gera svo margt saman, einmitt núna þegar hún var flutt í nágrenni við mig. En hún var alltaf fljót að öllu sem hún tók sér fyrir hendur og eins var það núna, hún kvaddi í flýti. Ég minnist æskunnar og okkar litla heimi, þar sem æskuheimilið var. Magga var alltaf stóra systirin, sem gat gert svo margt sem ég gat ekki. Hún hafði yndi af hestunum og fór á bak ótömdum hrossum án þess að hika. Einu sinni varð henni hált á því þegar hún stökk á bak á Sóta beisl- islausum og datt af og handleggs- brotnaði. Eftir það gat hún aldrei rétt alveg úr handleggnum, en það hefti hana ekki í að ganga í hvaða vinnu sem var. Hún var stoð og stytta foreldra sinna í mörg ár við búskapinn á Gunnsteinsstöðum. Magga hafði yndi af búskapnum og var mikill dýravinur. Þótt hún dveldi fjarri heimahögunum var það alltaf ofarlega í huga hennar að spyrja eftir hvernig gengi í sveitinni með búskap- inn. Magga var í æsku í íþróttum og hafði gaman af öllum félagsskap. Meðan hún var heima í sveitinni starfaði hún bæði í Kvenfélaginu og Ungmennafélaginu og lagði hönd á plóginn, þegar Húnaver var byggt upp. Hún hafði mjög gaman af að spila og var góður spilamaður. Hannyrðir léku í höndum hennar og það er margt til fallegt sem hún hefur búið til. Hún kynnist Kjartani eiginmanni sínum og þau stofna heimili á Blöndu- ósi 1974. Magga og Kjartan voru ákaflega samrýnd og nutu þess að vera saman. Á Blönduósi vann Magga sem sjúkraliði á Sjúkrahúsinu, en 1985 fluttu þau til Keflavíkur og þá lengd- ist á milli okkar og við hittumst sjaldnar. Magga var ákaflega barngóð og þráði að eignast börn. Hún ætlaði að taka kjörbarn en því miður tókst það ekki. En þau fóstruðu tvö börn úti í heimi og það gaf þeim mjög mikið. Fyrir utan framfærslu sendu þau þeim gjafir og Magga útbjó fatnað handa þeim. En haustið 2004 fluttu Magga og Kjartan á Blönduós og hugðust eyða ævikvöldinu á æskustöðvum Möggu en því miður varð það styttra heldur en við hefðum öll óskað, en við erum búin að eiga góða daga í nágrenni í rúmt ár. Elsku Magga mín, hafðu þökk fyrir samveruna og alla hjálpina sem þú veittir mér og börnunum mínum gegnum árin. Blessuð sé minning þín, elsku Magga. Þín systir, Erla. Elsku Magga mín. Við sitjum sam- an og erum að borða kvöldmatinn heima hjá mér nú í byrjun nóvember. Það er vetur úti en veður samt gott. Þú er að segja okkur frá lífinu á æskuheimili þínu á Gunnsteinsstöð- um, rifja upp gamlar minningar. Minningar sem hlýja þér um hjarta- ræturnar. Engan órar fyrir hvað framundan er. Þú horfir björtum augum fram á við og hlakkar til að fá að njóta lífsins einhver ár til viðbótar, nú aftur komin heim á æskuslóðirnar. Daginn eftir átt þú að gangast undir læknisrannsókn, sem þú ræðir ekki mikið um, tekur því sem hverju öðru verkefni sem fyrir liggur og hlakkar til að því ljúki. Hefur þó einhverjar efasemdir um hvernig þetta muni ganga. Þegar þú kveður mig og ert að halda heim á leið segir þú að starfs- fólkið á sjúkrahúsinu hafi sagt við þig að þú hafir staðið þig vel. Augljóst var þó að þetta hafði tekið mikið á þig en þú hefur örugglega borið þig vel, of vel, og ekki kvartað frekar en þú varst vön að gera. Hugsað að þetta mundi ganga yfir, tíminn lækni öll sár. Þú hélst heim á leið. Lífið lék ekki alltaf við Möggu. Þó heyrði maður hana aldrei æðrast eða vorkenna sér þó að margt væri á hana lagt. Hún var þeim hæfileika gædd að horfa á björtu hliðarnar á líf- inu og leggja hinar til hliðar. Aldrei hallmælti Magga nokkrum og hún tók lífinu með æðruleysi og jafnaðar- geði. Hún var vinur vina sinna og eft- ir að hún flutti aftur á heimaslóðir fannst mér hún öðlast nýjan kraft sem gaf henni mikið. Hún var komin í meiri tengsl við sína nánustu ætt- ingja og naut þess að geta farið fram í Gil og að geta heimsótt vini og ætt- ingja oftar en áður hafði verið mögu- leiki. Hún tók virkan þátt í félagslífi og lagði mikla áherslu á að standa sig í líkamsræktinni sem hafði skilað henni miklum árangri til bættrar heilsu síðustu mánuði. Kjartan og Magga voru mjög sam- rýnd hjón sem ávallt stóðu saman í þeim verkefnum sem lífið ætlaði þeim. Þegar ég var í skóla á Blöndu- ósi þá dvaldi ég einn vetur hjá þeim. Þau hugsuðum vel um mig og var ávallt mikið í mun að mér gengi vel í því sem ég tæki mér fyrir hendur. Eftir að dætur mínar fæddust sýndu þau þeim hlýhug og áhuga þó að fjar- lægðir hafi hamlað því að það væri eins mikið og við hefðum helst kosið. Fyrir um tveimur áum fórum við saman í ferðalag á Austfirði. Sú sam- vera gaf okkur öllum mikið af góðum minningum sem hægt er að hlýja sér við á erfiðum stundum. Kæra Magga, við þökkum þér fyrir allar samverustundirnar og þann hlý- hug sem þú ávallt sýndir okkur. Við söknum þín. Kjartan, ég votta þér mína dýpstu samúð. Guðríður Friðriksdóttir. Kæra vinkona, það er svo skrítið að hugsa til þess að fá aldrei að sjá þig eða heyra í þér framar. Við höfum þekkst frá fyrstu tíð. Mæður okkar voru vinkonur. Þegar við urðum full- orðnar urðum við vinkonur. Fórum á Húnavökur þó ekki væri fært, bara moka, ekkert mál. Komið heim í fjós- ið, þótt nóttin væri liðin, æskufjör og kraftur nógur. Margt skemmtilegt gerðist í ferðalögunum með Vorboð- anum. Lífið er svo einfalt þegar mað- ur er ungur. Síðan fórum við hvor í sína áttina um tíma, en alltaf var sam- band. Þú varst sjúkraliði og við unn- um báðar við Héraðshælið. Viss atvik urðu til þess að leiðir skildu aftur, þið Kjartan fóruð suður en við austur. Okkur báðum erfið spor, en svona er lífið, ekki alltaf dans á rósum. Við komum til Keflavíkur þar sem þið Kjartan voruð. Það var okkar gæfa. Þú varst alltaf að læra, hafðir alveg ótrúlega orku. Stundum var ég með. En námskeiðið í ættfræðinni sem við fórum á sló nú allt út. Við vor- um oft búnar að hlæja okkur mátt- lausar. Þú hafðir svo góðan húmor. Fjölskyldan þín átti stóran sess í hjarta þínu. Þú fylgdist vel með að allt gengi vel. Börnin ykkar Kjartans voru ykkur afar kær. Þú varst mikil barnakona, Magga mín, oft að passa fyrir aðra. Þú fylgdist vel með mínum börnum og barnabörnum. Tókst þátt í gleði og sorg. Hannyrðakona varstu alltaf mikil. Það eru margir hlutir sem smáfólkið fékk frá þér. Elsku Magga mín, ég ætla nú ekki að fara yfir þitt merka lífshlaup frek- ar. Ég þakka þér af hjarta samfylgd- ina og alla þín tryggð og vilja vera vinkona mín öll þessi ár okkar saman. Ég mun sakna þín. Nú er ég fátæk- ari. En það er lífsins saga að heilsast og kveðjast. Elsku Kjartan minn, við hjónin vottum þér okkar dýpstu samúð og systkinum hennar sömuleiðis. Bless- uð sé minning þín, Magga mín. Þín vinkona, Hjördís Líndal. MARGRÉT HAFSTEINSDÓTTIR ✝ Magnus Eliason,fyrrverandi borgarráðsmaður í Winnipeg í Kanada, fæddist á Norðara- Laufhóli í Árnes- byggð 21. júní 1911. Hann lést í Winni- peg 11. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundur Elías- son bóndi á Norð- ara-Laufhóli (1871– 1953) og kona hans Margrét Sveinsdótt- ir (1867–1943). Var Guðmundur sonur Elíasar Vigfússonar og Sig- ríðar Jósefsdóttur á Hellu í Ein- arslónssókn en Margrét var dóttir Sveins Þorsteinssonar og konu hans Margrétar Sigurðardóttur sem bjuggu á Fosshóli í Víðidal. Var Guðmundur seinni maður hennar, hún átti áður Svein Ben- ónýsson á Kamphóli í Víðidal. Hann dó 1899 og Margrét fór 1900 vestur um haf með tvö börn þeirra. Þau voru Kristín (1895– 1919), var fyrri kona Hrólfs Sig- urðssonar kaupmanns á Gimli, og Þorsteinn (1897– 1970), skógarhöggs- maður, ókvæntur. Þau Guðmundur og Margrét bjuggu fyrst í N-Dakóta en frá 1908 á Laufhóli og eignuðust fjóra syni. Þeir voru: 1) Ágúst (1904–1981), bóndi á Laufhóli og síðar járnsmiður á Gimli, átti Jónínu Guðrúnu Johnson (1904–1964) og sex börn. 2) Helgi (1906–1974), átti Margaret Prest- wick (1932–1993) og voru börn þeirra fjögur. 3) Frank, f. 1907, er enn á lífi í Winnipeg, ókvæntur. 4) Magnus sem hér er minnst. Hann átti fyrst Jean McKay, f. 1908, skildu, síðan Katherine McFarl- ane (1918–2000) og nú síðustu ár- in var Betty Muriel Laing vinur hans og félagi. Hann eignaðist ekki börn. Magnus verður jarðsettur í fjöl- skyldugrafreitnum í Árnesi í dag og verður minningarathöfn í Westminsterkirkju í Winnipeg. Magnús verður þeim eftirminnileg- ur sem honum kynntust, ekki síst fyr- ir fötlun sem hann hóf sig yfir en bjó við alla ævi en það var daufblinda. Magnús fór að heiman um tvítugt, nam þá land við Peace River í Al- berta, fluttist þaðan til Vancouver, rak þar járnvörubúð og kaffihús. Þar hóf hann störf fyrir New Democratic Party. Til Winnipeg fluttist hann 1957 og hóf störf við tryggingar. Borgarráðsmaður var hann 1968– 1986 og alla ævi var hann sami eld- huginn í stjórnmálum. Slík mál ræddi hann gjarnan og kom þá vel í ljós hve minni hans var trútt. Hann mundi nöfn og dagsetningar, kosningaúrslit, atkvæðatölur, vegalengdir og var því líkast að hann myndi allt sem hann hefði einhvern tíma heyrt. Til dæmis að taka gat hann talið ættingjum sín- um hérlendis öll systkinabörn sín, fæðingardaga þeirra og maka þeirra og barna. Einnig kunni hann vel skil á skyldfólki sínu á Íslandi, látnu sem lif- andi. Ekki gleymist flutningur hans á kvæðabálkum sem hann fór jafnan með blaðalaust, til dæmis Sandy Bar, og naut hann sín þá vel enda var mað- urinn vel máli farinn, íslenskumaður ágætur og framsögnin eftirminnileg. Magnús vakti alltaf athygli í Ís- landsheimsóknum sínum og var ætt- rækinn vel. Ævisaga hans, Life on the Left, er góð heimild um þennan fallna skörung, skoðanir hans, stjórnmála- starf og hugsjónir. Ásgeir Svanbergsson. Höfðinginn og hugsjónamaðurinn Magnus Eliason er allur vestur í Kan- ada. Ófáum rétti hann hjálparhönd þessi rammpólitíski sagnamaður, sem lengst af bjó á Wellington breiðgöt- unni í Winnipeg. Í nágrennið sótti hann pólitískt umboð sitt, í hverfi fólks sem á sinni tíð vann fyrir sér mestan part með höndunum. Magnus Eliason hafði unun af pólitískri rök- ræðu og baráttu. Hann var á því sviði allt í senn hispurslaus, hrjúfur, og óvæginn, en bar virðingu fyrir verð- ugum andstæðingum sínum. Hann staðsetti sig á vinstri kanti stjórnmál- anna svo sem sjá má í ævisögunni, A Life on the Left. Hann var hafsjór af þekkingu um kanadísk stjórnmál og mat mikils tiltekna skoðanabræður sína. Hann forvitnaðist ávallt um ís- lensk stjórnmál þegar hann símaði, eins og hann sagði, enda hafði hann kynnst hér stjórnmálamönnum. Fannst honum mest til þess koma sem hann í fyrstu taldi sig eiga minnsta samleið með. En þannig var Magnús. Það voru mannkostir og ekki merkimiðar sem réðu áliti hans. Hann kom síðast til Íslands haustið 2002. Mér er minnisstætt þegar við stóðum þá í þúfnakollum undir Jökli, þar sem Guðmundur Elíasson faðir hans fæddist og ólst upp með langafa mínum. Þá kom yfir hann það sem annars aldrei gerðist, hann bæði felldi tár og varð orða vant. Svo mjög unni hann áum sínum og landi. Svo næman skilning hafði hann á kjörum þeirra og sögu. Árið eftir lóðsaði hann okkur fjölskylduna um Íslendingaslóðir í Norður-Dakóta, fór með okkur norð- ur í Árnes og miðlaði okkur fróðleik sínum sem mest hann mátti, með þeim óeigingjarna stæl og yfirsýn sem honum einum var gefin. Þær minningar lifa. Hann fór með okkur í kirkjugarðinn í Árnesi þar sem hann verður í dag lagður til hinstu hvílu á stað sem hann valdi sjálfur af kost- gæfni. Þannig var Magnús, hann réð sér sjálfur, skipulagði líf sitt sjálfur og varð ekki fangi ákvarðana annarra. Blessuð sé minning hans. Helgi Már Arthursson og fjölskylda. MAGNUS ELIASON ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.