Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Um síðustu áramótvar öllum stærrinotendum, sem nota 100 kílóvattstundir eða meira, veitt frelsi til að velja sér raforkusala. Um næstu áramót mun þetta frelsi ná til alls raf- orkumarkaðarins, jafnt til heimila sem fyrirtækja. Þessa dagana er verið að ljúka gerð reglugerða sem fjalla um þetta breytta umhverfi, en efni þeirra var m.a. kynnt á ráðstefnu í gær sem Orkustofnun og Landsnet stóðu fyrir. Þorkell Helgason orkumála- stjóri sagði við lok ráðstefnunnar að ákvörðun um að taka upp frelsi í raforkusölu hefði verið umdeild, en hún hefði verið tekin og að ekki yrði snúið til baka. Hann sagði að búið væri að leggja mikla vinnu í að undirbúa breytinguna og skor- aði á alla sem hún snertir að leggja sig fram um að virk sam- keppni yrði á þessum markaði. Stjórnvöld og orkufyrirtækin hafa ekki síst horft til Norður- landanna við mótun reglna um raforkumarkaðinn. Í Noregi var komið á samkeppni á raforku- markaði, sem náði til heimila, 1997–1998. Í dag er sameiginleg- ur raforkumarkaður í Noregi og Svíþjóð. Ole Hagen, ráðgjafi hjá EBL í Noregi, sagði á ráðstefn- unni í gær að það hefði tekið tíma að fræða fólk um þessa breytingu. Árið 2000 hefðu 50% Norðmanna vitað lítið eða ekkert um þann möguleika að hægt væri að skipta um raforkuseljanda. Í fyrra sýndi sambærileg könnun að þetta hlut- fall var komið niður í 8%. Hann sagði að samkeppni á markaðin- um væri í dag mikil, sem sæist best á því að frá 1997 til 2004 hefðu 44% notenda fært raforku- viðskipti sín einu sinni eða oftar milli seljenda. Hin Norðurlöndin reka kaup- höll þar sem hægt er að stunda viðskipti með raforku. Árið 2004 fóru 43% af öllum nýjum viðskipt- um með rafmagn á Norðurlönd- unum gegn um Nord Pool kaup- höllina. Páll Harðarson, stjórnar- formaður Landsnets hf., sem rekur flutningskerfi fyrir raforku hér á landi, segir að mikill áhugi sé á því hér á landi að íslenski markaðurinn tengist norrænu kauphöllinni í gegnum netið. Tveir reikningar? Þó sú breyting sem verður um áramótin sé tiltölulega einföld eins og hún horfir við hinum venjulega raforkunotanda er í reynd verið að gera mjög flóknar og viðamiklar breytingar. Fyrir það fyrsta má skipta verðmyndun raforkunnar í fernt, orkuvinnslu, flutning, dreifingu og sölu. Um áramót verður gefið frelsi í orku- vinnslu og sölu, en flutningur og dreifing orkunnar verður áfram háð einkaleyfi. Rafmagnsnotend- ur sem ekki skipta um orkusala fá áfram sendan einn reikning, en á honum kemur þó fram hvað flutn- ingur og dreifing kostar og hvað vinnsla og sala kostar. Raforku- notendur sem ákveða að skipta um orkusala koma hins vegar til með að fá tvo reikninga, frá nýja fyrirtækinu og frá fyrirtækinu sem dreifir orkunni. Í sjálfu sér verður ekki stór breyting um áramót hjá hinum venjulega notanda, ef hann kýs að færa ekki viðskipti sín annað. Veruleg breyting verður hins veg- ar hjá nýjum notendum. Sam- kvæmt reglugerð fá nýir notend- ur skriflegar leiðbeiningar frá dreifiveitum um að þeir þurfi að velja sér sölufyrirtæki. Dreifi- veitu er hins vegar óheimilt að vekja athygli á einu sölufyrirtæki umfram annað. Bregðist notandi ekki við bréfinu og geri skriflegan samning um orkusölu við sölufyr- irtæki innan fjögurra vikna ber orkuveitufyrirtækinu að leggja 50% álag á rafmagnið. Halldór Jónsson hrl., sem gerði grein fyrir lagalegu umhverfi á raforkumark- aði á ráðstefnunni, segir þetta gert til að ýta undir samkeppni á markaðnum. Hann leggur jafn- framt áherslu á að gæðamálin séu ekki á hendi sölufyrirtækisins og því eigi að vera tryggt að sam- keppnin snúist einvörðungu um verð en ekki gæði. Sú spurning vaknar hvort við séum að horfa fram á umhverfi þar sem búast má við að orkusölu- fyrirtækin verði með símasölu á kvöldin eða verði með söluborð í stórmörkuðum líkt og símafyrir- tækin og bankarnir eru með í dag. Menn sem starfa í orkugeiranum treysta sér ekki til að spá fyrir um það. Ingibjörg Valdimarsdóttir, deildarstjóri markaðsdeildar Orkuveitu Reykjavíkur, en þar starfa átta manns, segir að Orku- veitan muni fylgjast vel með þró- uninni á markaðnum. Hún á þó ekki von á harðri verðsamkeppni. Hún bendir á að flutningur og dreifing orkunnar taki til sín 45– 55% rafmagnsverðsins og á þess- um hluta verði ekki samkeppni. Framleiðslan á orkunni myndi 40–50% verðsins og í þessum geira ríki fákeppni þar sem Landsvirkjun eigi og reki lang- stærstan hluta af öllum virkjun- um í landinu. Samkeppnin sé því um söluna, en hún myndi 5–8% verðsins. Svigrúmið sé lítið meðan fákeppni ríki í orkuvinnslu. Það geti þó breyst. Fréttaskýring | Nýir tímar renna upp í raforkumálum þjóðarinnar um áramótin Barátta um nýja notendur Nýir orkunotendur verða þvingaðir til að gera samninga við sölufyrirtækin Ekki verður samkeppni um orkudreifingu. Heimilin geta frá áramót- um valið sér orkufyrirtæki  Um næstu áramót renna upp nýir tímar í raforkumálum, en þá geta allir, jafnt heimili sem fyrir- tæki, keypt rafmagn af þeim sem þeir kjósa helst. Jón Jónsson í Reykjavík getur þá ákveðið að kaupa rafmagn af Norðurorku á Akureyri og Sigríður Sigurðar- dóttir á Akureyri getur keypt rafmagn af Orkuveitu Reykja- víkur. Enginn kostnaður fylgir því fyrir kaupandann að skipta um orkusölufyrirtæki. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HJÁLPARSTARF kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd munu standa sameiginlega að jólaúthlutun fyrir þessi jól og verður afgreiðsla á mat- vælum í Sætúni 8 þar sem O. John- son & Kaaber var áður til húsa. Hef- ur KB Banki lánað húsið til þessarar starfsemi. Þá munu sjálfboðaliðar frá Reykjavíkurdeild Rauða kross Ís- lands aðstoða við úthlutunina. Að sögn Vilborgar Oddsdóttur, umsjónarmanns innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar, er þetta í fyrsta skipti sem Hjálparstarf kirkj- unnar og Mæðrastyrksnefnd standa saman að matarúthlutun og er mark- miðið með þessu samstarfi að fólk geti komið á einn stað og þá verði ef til vill hægt að gera betur við það. Fólk alls staðar af að landinu getur óskað eftir aðstoð og er matvælum þá komið til þeirra með einhverjum leiðum. Þá er vonast eftir að sam- starfið geri fyrirtækjum auðveldara fyrir. Segir hún að gera megi ráð fyr- ir að 2.500–3.000 fjölskyldur muni leita eftir aðstoð fyrir þessi jól eða um 7–8.000 einstaklingar. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, seg- ir að síðastliðinn miðvikudag hafi Mæðrastyrksnefnd afgreitt 170 ein- staklinga en úthlutun matvæla fer fram þar á hverjum miðvikudegi. Segir hún að karlmönnum og ör- yrkjum fjölgi í hópi þeirra sem sæk- ist eftir aðstoð og einnig segir hún að hópurinn sé að yngjast. Sent hefur verið bréf út til fyrir- tækja þar sem óskað var eftir aðstoð fyrir þessi jól. Munu allar gjafir koma að góðum notum. Þá verður safnað jólapökkum undir jólatréð í Kringlunni og verður þeim úthlutað til skjólstæðinga líkt og verið hefur undanfarin ár. Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstarf kirkjunnar þakka fyrir dyggan stuðning fyrirtækja á undanförnum árum. Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd í samstarf Reynt verður að gera betur við alla fyrir jólin Morgunblaðið/Kristinn Huldís S. Haraldsdóttir, forstöðumaður sjálfboðamiðlunar Rauða krossins, Aðalheiður Frantzdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar, Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar, og Helga G. Halldórsdóttir, sviðstjóri innanlandssviðs Rauða krossins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.