Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 314. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Ragnheiður
Gröndal
„Það er lyginni líkast að sjá hve hún
hefur vaxið með hverri plötu“ | 71
Lesbók, Börn og Íþróttir
Lesbók | Samtal við Þorstein frá Hamri Ferðasaga Vesturports frá
Moskvu Börn | Hvað veist þú um Harry Potter? Verðlaunasaga
Íþróttir | Jaxlarnir hans Jewells Ingveldur Oddný styður Liverpool
UMFERÐIN um Miklubraut og reyndar einn-
ig víðar í borginni er farin að þyngjast mikið,
sérstaklega síðdegis á föstudögum. Seinfarið
getur verið um borgina á álagstímum og
verða vegfarendur að gera ráð fyrir því.
Arinbjörn Snorrason hjá lögreglunni í
Arinbjörn segir að nýja Hringbrautin sé til
bóta á ákveðnum vegarkafla en áfram sé t.d.
mikill flöskuháls á Miklubrautinni. Þá hafi
breyting á umferð umhverfis Hlemm haft þær
afleiðingar að þar myndast nú umferð-
arteppur á álagstímum.
Reykjavík segir það ekki nýtt að umferðin sé
þung á föstudögum en þó hafi umferðarþung-
inn aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Hann
segir að minniháttar árekstrar verði oft í mik-
illi umferð en slys á fólki séu þó sjaldgæf við
slíkar aðstæður.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Seinfarið á álagstímum
Washington. AFP. | Embættismenn í Wash-
ington sögðu í gærkvöldi að mikill árangur
hefði náðst í samningaviðræðum um frelsi
í flugi milli Bandaríkjanna og aðildarlanda
Evrópusambandsins (ESB).
John Byerly, aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að samkomulag hefði
náðst um að öll bandarísk flugfélög fengju
að „fljúga frá Bandaríkjunum til flugvalla
í ESB-löndum og þaðan til annarra flug-
valla“. Vélar evrópskra flugfélaga fengju
einnig að fljúga til Bandaríkjanna og það-
an til annarra landa.
Samkomulagið verður nú borið undir
ríkisstjórnir Bandaríkjanna og 25 aðild-
arlanda ESB. Í yfirlýsingu frá samninga-
nefnd ESB sagði að samkomulag um frelsi
í flugi yfir Atlantshafið væri háð því skil-
yrði að bandarísk stjórnvöld afnæmu regl-
ur sem takmarka erlendar fjárfestingar í
bandarískum flugfélögum.
Stefaan de Rynck, talsmaður evrópsku
samninganefndarinnar, sagði að gert væri
ráð fyrir því að Bandaríkjastjórn lyki end-
urskoðun á reglunum í janúar. Ákvæði
hún að ganga að skilyrði ESB gæti sam-
komulag legið fyrir á fyrsta fjórðungi
næsta árs.
Árangur
í viðræðum
um frelsi
í flugi
EF nýir raforkunotendur ganga ekki frá skrif-
legum raforkukaupasamningi við sölufyrirtæki
eftir áramót, þegar samkeppni verður komið á á
raforkumarkaði, hækkar rafmagnsreikningur-
inn um 50%. Halldór Jónsson hrl., sem tekið
hefur þátt í að undirbúa reglugerðir um raf-
orkumarkaðinn, segir þetta gert til að örva
samkeppni á markaðinum. Stjórnvöld vilji
koma í veg fyrir að orkusölufyrirtækin geti
gengið að nýjum viðskiptavinum án þess að þeir
hafi áður fengið tækifæri til að velja.
markaði haldið saman og þær birtar á heima-
síðu Neytendastofu.
Ingibjörg Valdimarsdóttir, deildarstjóri
markaðsdeildar Orkuveitu Reykjavíkur, segist
fagna breytingunni, en hún segist þó ekki eiga
von á harðri verðsamkeppni. Hún bendir á að
flutningur og dreifing orkunnar taki til sín 45–
55% rafmagnsverðsins og þessi hluti verðsins
verði áfram háður einkaleyfi. Framleiðslan á
orkunni myndi 40–50% verðsins og í þessum
geira ríki fákeppni þar sem Landsvirkjun eigi
og reki langflestar virkjanir í landinu.
Um næstu áramót verður komið á samkeppni
á raforkumarkaði. Landsmenn, bæði heimili og
fyrirtæki, geta þá keypt sér rafmagn af þeim
sem þeir kjósa helst. Samkeppnin nær til orku-
vinnslu og sölu, en flutningur og dreifing verður
áfram háð einkaleyfi. Um áramótin verður raf-
magnsreikningum skipt í tvennt milli flutnings
og dreifingar annars vegar og vinnslu og sölu
hins vegar. Þeir sem kjósa að færa orkuvið-
skiptin til nýs aðila fá tvo reikninga, frá sölufyr-
irtækinu og dreififyrirtækinu.
Ýmislegt verður gert til að reyna að stuðla að
virkri samkeppni á markaðinum. T.d. verður
upplýsingum um orkuverð allra seljenda á
Heimili og fyrirtæki geta valið sér orkusölufyrirtæki um næstu áramót
Nýir notendur verða
að velja sér seljendur
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
Barátta um nýja notendur | 8
Tókýó. AP. | Hvítstorkur í Japan fékk
gervigogg í gær eftir að hafa verið
með brotinn gogg í eitt ár.
Goggur storksins, sem nefnist
Taisa, brotnaði þegar hann festist í vír
fyrir ári. Storkurinn horaðist niður
þar sem hann átti erfitt með að veiða
fisk og hann gat ekki lengur samþýðst
maka sínum vegna streitu, að sögn
starfsmanna dýragarðs í borginni
Akita í norðanverðu landinu.
Tannlæknir festi plastgogg við enda
goggsins með lími sem notað er við
tannlækningar. Taisa tilheyrir storka-
tegund sem er í útrýmingarhættu.AP
Storkur fær
gervigogg
Vín. AFP, AP. | Stjórnvöld í Íran hafa
afhent Alþjóðakjarnorkumálastofn-
uninni (IAEA) skjal þar sem lýst er
mikilvægum þætti í framleiðslu
kjarnavopna, að sögn embættis-
manna stofnunarinnar í gær.
Íranar sögðust hafa fengið skjalið
árið 1987 frá mönnum sem boðist
hefðu til að selja þeim upplýsingar
um framleiðslu kjarnavopna en til-
boðinu hefði verið hafnað. Skjalið er
rakið til pakistanska kjarnorkuvís-
indamannsins A.Q. Khans, en hann
lét Líbýumönnum í té upplýsingar
um framleiðslu kjarnavopna sem
þeir ákváðu síðar að eyða.
Krefst skýringa
Í skjalinu kemur fram hvernig
breyta þarf úrani til að hægt sé að
nota það í kjarnavopn. Gregory
Schulte, sendiherra Bandaríkjanna í
Vín, krafðist þess að Íranar útskýrðu
hvers vegna þeir fengu skjalið,
hvernig þeir hefðu notað upplýsing-
arnar og hvers vegna ekki var skýrt
frá skjalinu fyrr.
Íranar hafa sagt að þeir hafi að-
eins í hyggju að hagnýta kjarn-
orkuna í friðsamlegum tilgangi.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri
löndum telja hins vegar að Íranar
hafi reynt að þróa kjarnavopn og lík-
legt er að þau noti skjalið til að knýja
á um að stjórn IAEA vísi málinu til
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Íranar áttu gögn um
smíði kjarnavopna
UNGLINGAR sem eiga ættir að rekja til
Asíu og eru nú búsettir á Íslandi segjast
ekki líta á sig sem Íslendinga og upplifa
mikla fordóma í sínu daglega lífi.
Þetta kemur fram í samtali í Lesbók í dag
við Lindu Dögg Hlöðversdóttur en hún hef-
ur nýlokið við að skrifa meistaraprófs-
ritgerð við The London School of Econ-
omics and Political Science um áhrif
fjölmiðla á sjálfsmynd útlendinga á Íslandi.
Í henni ræddi hún við tólf unglinga af er-
lendu bergi brotna sem búsettir eru hér á
landi.
„Enginn af unglingunum tólf sagðist vera
íslenskur, hvorki þeir sem hafa flust hingað
né þeir sem eru fæddir hér og hafa alist upp
alfarið á Íslandi. Það fannst mér frekar slá-
andi,“ segir Linda Dögg. | Lesbók
Líta ekki á sig
sem Íslendinga
♦♦♦