Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Yrsa Sigurðardóttir Tómar augntóftir voru það ógeðs- legasta sem henni datt fyrst í hug. ÁSTAND stofna norsk-íslenzku síld- arinnar og íslenzku sumargotssíld- arinnar er talið gott og hafa veiðar gengið vel. Staða kolmunnastofnsins er ennfremur talin góð, en fiskifræð- ingar hafa áhyggjur af miklum veið- um á ungum kolmunna. Þetta kom meðal annars fram á kynningarfundum Hafrannsókna- stofnunar á Austurlandi. Jóhann Sigurjónsson minntist 40 ára afmælis Hafrannsóknastofnun- arinnar á þessu ári og sagði meg- inviðfangsefnið á næstu árum að ná sátt um skynsamlega nýtingu þorsk- stofnsins. Einnig væru framundan brýn verkefni á sviði veiðarfæra- rannsókna, kortlagningar hafsbotns- ins og vistfræði Norðurmiða nú á miklu breytingaskeiði umhverfis- skilyrða við landið. Hann fagnaði auknu framlagi stjórnvalda til þess- ara rannsókna, en taldi jafnframt að tryggja þyrfti betur rekstur rann- sóknaskipa stofnunarinnar. Í erindi Einars Hjörleifssonar fiskifræðings kom fram mikilvægi kerfisbundinna mælinga, að munur á afla ýsuárganga hefur verið tífaldur en breytileiki í vexti innan við tvö- faldur á síðustu 20 árum. Jafnframt lýsti Einar því samræmi sem kæmi fram í stofnmælingum annars vegar og afla hins vegar og hvernig nota mætti sögulegar mælingar til að spá fyrir um aflabrögð framtíðar. Gott ástand uppsjávarfiska Ásta Guðmundsdóttir sérfræðing- ur rakti í stuttu máli ástand uppsjáv- arfiskistofnanna. Það telst gott hjá síldarstofnunum tveimur, þ.e. ís- lensku sumargotssíldinni og norsk- íslensku vorgotssíldinni og eru horf- ur því bjartar framundan. Kolmunn- astofninn er einnig talinn vera í góðu ástandi en hins vegar er áhyggjuefni hversu mikið er veitt af ungum kol- munna. Þá ræddi Ásta stöðu loðnu- stofnsins, en ekkert er vitað um stærð veiðistofnsins fyrir þessa ver- tíð. Það er einnig mikið áhyggjuefni að ekki liggur fyrir hvar ungloðnan heldur sig um þessar mundir eða hversu sterkir árgangarnir eru sem standa munu undir veiðinni að ári liðnu. Líflegar umræður Á Vopnafirði urðu líflegar umræð- ur sem mikið snerust um fæðuástand nytjastofna, einkum þorsks, hvort loðnuveiðarnar væru skynsamlegar í þessu tilliti, hver staða sandsílis væri og ástand fuglastofna, svo sem kríu. Þá voru óvissa og horfur í loðnuveið- um ræddar og vöngum velt yfir því hvar kolmunnann væri nú að finna. Að lokum veltu fundarmenn fyrir sér sambandi hrygningarstofns og nýliðunar þar sem sérfræðingar lögðu áherslu á að tryggja bæri sterkan hrygningarstofn til að auka líkur á betri nýliðun. Umræðurnar á Norðfirði voru um svipuð mál, en einnig komu veiðar- færarannsóknir til tals og árangur í stjórn þorskveiða. Veiðarnar hefðu verið verulega umfram ráðleggingar stofnunarinnar á liðnum áratugum. Hægt væri að auka þorskafla með því að draga saman seglin um stund- arsakir, lækka veiðihlutfallið en eins væri sérstök þörf nú að tryggja hrygningu stærri þorsks sem talinn væri mikilvægastur í nýliðun stofns- ins. Að síðustu var mikil umræða um áhrif stækkandi hvalastofna, einkum hnúfubaka og áhrif hvals á göngu- hegðun loðnu, sem nú væri rann- sóknarefni líkt og óþekkt áhrif flot- vörpu á loðnu. Næstu fundir hringferðarinnar verða á mánudag í Grindavík og Grundarfirði á þriðjudag. Síldin stendur vel Fiskvinnsla Fulltrúar hafrannsóknastofnunar, Jóhann Sigurjónsson, Ein- ar Hjörleifsson og Ásta Guðmundsdóttir, ásamt Gunnþóri Ingvasyni, aðstoðarmanni forstjóra SVN. Gunnþór er annar frá vinstri. MEIRA hefur nú veiðzt af norsk-ís- lenzku síldinni en allt árið í fyrra. Töluvert minna hefur hins vegar veiðzt af kolmunna. Norðaustur-Atl- antshafsnefndin (NEAFC) hefur birt áætlun um afla úr stofnum út- hafskarfa, kolmunna, makríl og norsk-íslenskrar síldar á tímabilinu janúar – október 2005. Frá þessu er greint á heimasíðu Fiskistofu. „Athyglisvert er að afli norsk-íslenskrar síldar fyrstu 10 mánuði ársins 2005 var orðinn 829 þúsund tonn en aflinn var 809 þús- und tonn allt árið í fyrra. Það er kunnara en frá þurfi að segja að síld- veiðar Íslendinga gengu afar vel á árinu og mun betur en í fyrra. Áætlað er að kolmunnaaflinn hafi verið kominn í 1.815 þúsund tonn í lok október 2005. Kolmunnaafli ís- lenskra skipa var þá 257 þúsund tonn og verður líklega ekki mikið meiri á árinu og mun minni en í fyrra þegar aflinn var 422 þúsund tonn. Líklega skila kolmunnaveiðarnar ekki hagnaði um þessar mundir og þar sem samkomulag hefur náðst um aflatakmarkanir og skiptingu kol- munnans milli helstu veiðiþjóða þá er lítið sem rekur á eftir. Alls höfðu veiðst 336 þúsund tonn af makríl á árinu 2005 í októberlok. 2004 veiddu íslensk skip ekki makríl en lítilræði veiddist í ár eða 243 tonn. Afli úthafskarfa á yfirstandandi ári hefur verið arfaslakur og var aðeins tæplega 69 þúsund tonn fyrstu 10 mánuði ársins, en aflinn var 112 þús- und tonn í fyrra. Öfugt við kol- munnaveiðarnar þá var hátt verð á úthafskarfa í ár. Það var því ekki minni sókn sem dró úr afla úthafs- karfa,“ segir í heimasíðu Fiskistofu. Ljósmynd/Þórhallur Veiðar Guðrún Arngrímsdóttir við vinnslu í Vilhelm Þorsteinssyni. Meira veitt af norsk- íslenzku síldinni ÚR VERINU THORSARARNIR – auður, völd, ör- lög nefnist ný bók Guðmundur Magn- ússonar sagnfræðings um eina auð- ugustu og valdamestu fjölskyldu sinnar tíðar, Thor Jensen og afkom- endur hans. Seint á 19. öld kom Thor Jensen hingað til lands frá Danmörku sem bláfátækur piltur, en varð á undraskömmum tíma auðugasti mað- ur landsins og byggði m.a. stærsta kúabú landsins við Korp- úlfsstaði. Stofnaði hann ásamt sonum sínum útgerðarfyrirtækið Kveldúlf sem var um árabil stærsta og auð- ugasta fyrirtæki landsins undir stjórn m.a. Ólafs Thors síðar for- sætisráðherra og Richard Thors. „Í þessari bók velti ég fyrir mér hvernig Thor Jensen tókst að koma fótum undir sig miðað við það fá- brotna 19. aldar þjóðfélag sem hann kom inn í,“ segir Guðmundur. „Ég velti því líka fyrir mér hvernig afkom- endur hans urðu jafnumsvifamiklir og áhrifamiklir í íslensku þjóðfélagi og raun bar vitni. Thorsararnir voru tiltölulega fámenn fjölskylda en þeir sátu í ríkisstjórn, og á Alþingi ásamt því að stjórna bönkum landsins og stærstu fyrirtækjunum. Þá eru ótalin sendiráð erlendis og sum öflugustu hagsmunasamtök landsins. Þetta fólk var mjög mjög umdeilt enda skapaði auður þeirra og völd þeim ýmis tæki- færi og sjaldgæf lífsþægindi. Margir horfðu því öfundaraugum á fjölskyld- una. Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morg- unblaðsins, skrifaði mikla ævisögu Thors Jensen fyrir hálfri öld auk þess sem Matthías Johannessen ritstjóri sama blaðs skrifaði ævisögu Ólafs Thors fyrir ald- arfjórðungi. Ég byggi auðvitað á þessum skrifum en hef auk þess kannað áður ókönnuð gögn. s.s. bréfasafn fjöl- skyldunnar og bókhaldsskjöl Kveldúlfs sem varðveitt eru á Þjóðskalasafninu. Einnig fékk ég trúnaðaraðgang að gögnum Lands- bankans til að sannreyna upplýsingar sem fram hafa komið annars staðar um Kveldúlf.“ Mál sem skók þjóðina Í bókinni er ítarlega fjallað um hið svokallaða Kveldúlfsmál sem kom upp á fjórða áratugnum og olli mikl- um illdeilum í þjóðfélaginu. „Líklega þætti sumum líkindi vera á milli þess máls og Baugsmálsins í dag,“ segir Guðmundur „Kveldúlfur var sakað um að beita áhrifum sínum með óeðli- legum hætti s.s. að hafa áhrif á stjórnmálamenn og hafa leigupenna á sínum snærum. Mönnum þótti fyr- irtækið allt of fyrirferðarmikið í sam- félaginu og stjórnmálasamtök kröfð- ust þess að það yrði þjóðnýtt eða gert upp. Eigendur voru einnig sakaðir um að nota fé fyrirtækisins til einka- neyslu og óhófslífs. Eitt af því sem mér þótti for- vitnilegt í sögu Kveldúlfs, sem nær fram á áttunda áratug síðustu aldar, var deiluefni um hvort það hefði end- að sína daga sem skuldugt fyrirtæki eða ekki. Gögn frá svokallaðri skila- nefnd Kveldúlfs sem ég skoðaði leiddu í ljós að fyrirtækið varð ekki baggi á sínum lánardrottni, Lands- bankanum, heldur þveröfugt. Bank- inn græddi á því að taka yfir rekstur Kveldúlfs og gera fyrirtækið upp. Þegar rekstur Kveldúlfs var tekinn yfir var samstaða meðal bankastjóra og bankaráðs að hlífa tveimur aðal- eigendum félagsins, þeim Ólafi og Richard, við því að taka persónulegar eigur þeirra sem þeir höfðu lagt að veði fyrir skuldum Kveldúlfs en þetta voru aðallega íbúðarhús þeirra. En þegar málið kom til afgreiðslu í bankaráði náðist ekki samstaða um þessa leið heldur var íbúðarhús Rich- ards tekið upp í skuldir og sömuleiðis hús ekkju Ólafs Thors. Þessari af- stöðu réð einn bankaráðsmaður, Ein- ar Olgeirsson, sem var mjög heitur stjórnmálaandstæðingur Thors- aranna en hafði vingast við Ólaf Thors á nýsköpunarárunum. Við af- greiðslu málsins sagðist hann tilbúinn til að hlífa ekkju Ólafs við því að missa íbúð sína en að hann gæti ekki hlíft Richard. En þetta taldi Lands- bankinn ganga gegn jafnræðisreglu og því þótti ekki annað fært en að taka báðar eignirnar. Eftir á að hyggja er svolítið dapurlegt að eign- irnar skyldu teknar þegar ekki var þörf á því.“ Við skoðun á viðskiptasögu Thors- bræðra segir Guðmundur að í ljós hafi komið að fyrir hafi komið að um- boðsmenn Kveldúlfs hafi þurft að beita mútum í viðskiptum í S-Evrópu auk þess sem Thorsbræður áttu fé á leynireikningum í Bandaríkjunum og Evrópu. „Í sjálfu sér er maður ekki hissa á því, en hins vegar var þetta ekki í samræmi við gjaldeyrislöggjöf þess tíma. Á sumum þessara reikn- inga voru mjög háar upphæðir.“ Almenna bókafélagið gefur bókina út. Ný bók um Thors-fjölskylduna eftir Guðmund Magnússon Fámenn fjölskylda en mjög valdamikil Guðmundur Magnússon Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.