Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 33 MENNING TÓNLISTARHÓPURINN Andro- meda, sem íslenski fiðluleikarinn Íma Þöll Jónsdóttir er hluti af, er í úrslitum sjálfstæðu tónlistarverð- launanna í Bandríkjunum, Indep- endent Music Awards. Komst hóp- urinn í úrslit með tónsmíðar sínar í tveimur flokkum; í Americana-flokki með lagið Coach, og í World Fui- sion-flokki, með lagið Norwegian Slip, en keppt er í alls átján flokkum laga. Andromeda starfar í Boston í Bandaríkjunum, en hefur haldið tón- leika hér á landi og dreift geislaplötu sinni, The Reach, gegnum 12 tóna. Auk Ímu eru í hópnum Evan Harlan á harmóniku, Andrew Blickenderfer á kontrabassa og Adam Larrabee á banjó, gítar og mandólín. Gefur tækifæri Að sögn Ímu Þallar er það afar já- kvætt fyrir hópinn að komast í úrslit þessara verðlauna. „Að komast í úr- slit gefur okkur möguleika á ákveð- inni kynningu, til dæmis fáum við pláss í tímariti sem heitir The Mus- icians Atlas. Það er keypt af tónlist- arfólki, blaðamönnum, umboðs- mönnum, plötufyrirtækjum og tónleikahöldurum um land allt. Auk þess er öll tónlist sem kemst í úrslit sett á heimasíðu verðlaunanna,“ segir hún í samtali við Morg- unblaðið. Ef ske kynni að Andromeda hreppti verðlaunin, yrði geislaplöt- um þeirra dreift í allar Borders bóka- og plötuverslanir í Bandaríkj- unum, auk þess sem geislaplötur þeirra sem sigra verða sendar til málsmetandi aðila á tónlistarmark- aðnum í Bandaríkjunum, svo dæmi séu tekin. Íma segir kynningu af því tagi mjög umfangsmikla og geta skipt sköpum fyrir tónlistarfólk og hópa. „Kynning er það sem tónlistarfólk hér í landi þarf mest á að halda. Stundum finnst manni að það sé al- veg sama hversu góðir ákveðnir tón- listarmenn séu – það eru bara þeir sem eru duglegastir að kynna sig sem fá einhverja athygli. Öll kynn- ing er því rosalega mikilvæg á þess- um risastóra markaði og bara það að fá smáathygli er mikið mál,“ segir hún. Norah Jones í dómnefnd Í dómnefnd verðlaunanna sitja ýmsir málsmetandi aðilar í tónlist- arbransanum vestra, þar á meðal söngkonan góðkunna Norah Jones. Gert verður heyrinkunnugt hver hlýtur þau í desember næstkom- andi. Íma segir tónlistarfólkið í Andro- medu lítið geta spáð um hvort verð- launin falli þeim í skaut, enda þekki þau ekki hina fjóra sem við þau keppa í hvorum flokki fyrir sig. „Við vorum rosalega hissa en ánægð með að komast bara í úrslit. Ef við skyld- um vinna yrði það algjör plús,“ segir hún að síðustu. Tónlist | Íslensk-bandaríski tónlistarhópurinn Andromeda kemst í úrslit IMA Kynning af þessu tagi afar mikilvæg Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlistarhópurinn Andromeda komst í úrslit tveggja flokka sjálfstæðu tónlistarverðlaunanna í Bandaríkjunum. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is http://www.musiciansatlas.com http://www.learningviolin.com FJÖLMENNT var á tónleikum hinn- ar aðeins ársgömlu Sinfóníuhljóm- sveitar unga fólksins í Neskirkju á miðvikudag. Eftir hraustlegum und- irtektum og táplegu útliti að dæma virtust margir hlustendur vinir og kunningjar flytjenda, og setti það óvenjufjörugan andrúmssvip á hásí- gilt yfirbragð tónleikanna. Kannski tærasti, einlægasti og hjartahlýjasti allra klassískra fiðlu- konserta var fyrir hlé, D-dúr konsert Beethovens frá 1806, er tónskáldið tileinkaði lömuðum æskuvini sínum í Bonn, Stephan von Breuning. Sann- kallað tímamótaverk í þeirri grein, er aukreitis slær mann, eftir á að hyggja, fyrir hvað það kemst upp með margar endurtekningar án þess nokkurn tímann að verða leiðigjarnt – þrátt fyrir fullra 42 mínútna með- allengd. Og hér teygðist lengdin m.a.s. hátt í 50 mín. En samt endurtók galdurinn sig, án þess að þurfa að reiða sig á ofurvirtúóskan yf- irhraða. Fyrir utan ótvíræð gæði verksins var það ekki sízt að þakka af- burðagóðri og furðu- persónulegri túlkun hins unga einleikara, Ara Þórs Vilhjálms- sonar, er í kadenzum Kreislers virtist allt að því hafa endursamið verkið eftir sínu höfði, án þess að breyta aukateknum tóni. Innlifuð yfirvegun hans var lygi lík- ust af varla hálfþrítugum manni, og með sama framhaldi má óhikað spá honum glæstri framtíð. Hljómsveitin lék greinilega inn- blásin af hrífandi frammistöðu sólist- ans, og sáust þar dæmigerð jákvæð hópmögnunaráhrif klassíska einleiks- konsertformsins, er stjórnandanum tókst að upphefja enn frekar með ag- aðri forystu. Það var erfitt að bæta um betur eftir jafneftirminnilegan hátind, enda myndaði 1. sinfónía Brahms eftir hlé að mínu viti hálfgert andris. Jafn- vel burtséð frá litlu dá- læti á uppblásnum þykk- ildisrithætti meistarans (gerólíkum tærleika fiðlukonserts hans Op. 78 frá tveim árum síðar!) gat hljómkviðan engan veginn náð sömu ljós- vökru hæðum og Beethovenkonsertinn. Framan af mátti að vísu auðveldlega láta hrí- fast af ástríðufullum leik SUF, þrátt fyrir stund- um grófan og mishreinan tré- og einkum málmblástur. En er á leið varð sefjandi krafturinn smám saman þreytandi í hálfglymjandi heyrð kirkjunnar; kannski einkum fyrir hvað vantaði áberandi ofurveikar andstæður. Ómvist Neskirkju hyglar sízt fortissimó-spilamennsku á út- opnu, og með meiri gætni hefði 1. sin- fónía Brahms því að öllum líkindum komið mun fallegar út en raun bar vitni. Endursaminn Beethoven TÓNLIST Neskirkja Beethoven: Fiðlukonsert í D Op. 61. Brahms: Sinfónía nr. 1 í d Op. 68. Sinfón- íuhljómsveit unga fólksins. Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson. Miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Ari Þór Vilhjálmsson SÝNINGIN Ósýnileiki verður opnuð í sýningarsal Norræna hússins í dag kl. 14. Það eru þrír álanskir myndlist- armenn sem sýna, þau Jonas Wilén, Henrika Lax og Annukka Turakka, en sýningin er þáttur í verkefninu Expand. Markmið þess er að kynna verk ungra álanskra myndlist- armanna á Norðurlöndunum. Sýn- ingarstjóri er Mari Rantanen-Dixon, myndlistarmaður og prófessor við Konunglegu listaakademíuna í Stokkhólmi. Wilén, Lax og Turakka eiga það sameiginlegt að nútíminn er viðfangsefni þeirra og frásögn er sterkur þáttur í verkum þeirra allra. Jonas Wilén er fæddur 1974. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum hópsýn- ingum og haldið einkasýningar, frá árinu 1998. Verk hans bera sterk ein- kenni teiknimynda og vísa oft til „lág- menningar“, t.d. með tilvísun til hinn- ar sjónrænu upplifunar af sjónvarpsskjám. Tónninn er gam- ansamur en öllum leik fylgir nokkur alvara og það á við um verk Wiléns. Henrika Lax er fædd 1971. Hún lauk MA-námi frá Listaháskólanum í Helsinki 2002 og hefur tekið þátt í hópsýningum og haldið einkasýn- ingar þar í landi. Teikningar hennar og málverk eru nokkurs konar minningarbrot eða brotakennd frásögn sem vefur saman æskuminningar Henriku, vangavelt- ur um samtímann og rannsókn á um- hverfi hennar. Annukka Turakka er fædd árið 1976. Hún lauk námi frá Nordland Lista- og kvikmyndaskólanum í Nor- egi árið 2003. Myndbandsverk henn- ar „Blátt, rautt og gult“ er tekið á Álandseyjum. Viðfangsefnið er nátt- úran en verkið er nokkurs konar hug- leiðing um umhverfið og sköp- unarferlið sjálft, eða upplifun Annukku á meðan á því stóð. Sýningin kemur hingað frá Nuuk á Grænlandi og ferðast til Færeyja að lokinni sýningu hér en fyrr á árinu opnaði hún í Listasafni Álandseyja. Ósýnileiki í Norræna húsinu Frum – flytur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.