Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 33
MENNING
TÓNLISTARHÓPURINN Andro-
meda, sem íslenski fiðluleikarinn
Íma Þöll Jónsdóttir er hluti af, er í
úrslitum sjálfstæðu tónlistarverð-
launanna í Bandríkjunum, Indep-
endent Music Awards. Komst hóp-
urinn í úrslit með tónsmíðar sínar í
tveimur flokkum; í Americana-flokki
með lagið Coach, og í World Fui-
sion-flokki, með lagið Norwegian
Slip, en keppt er í alls átján flokkum
laga.
Andromeda starfar í Boston í
Bandaríkjunum, en hefur haldið tón-
leika hér á landi og dreift geislaplötu
sinni, The Reach, gegnum 12 tóna.
Auk Ímu eru í hópnum Evan Harlan
á harmóniku, Andrew Blickenderfer
á kontrabassa og Adam Larrabee á
banjó, gítar og mandólín.
Gefur tækifæri
Að sögn Ímu Þallar er það afar já-
kvætt fyrir hópinn að komast í úrslit
þessara verðlauna. „Að komast í úr-
slit gefur okkur möguleika á ákveð-
inni kynningu, til dæmis fáum við
pláss í tímariti sem heitir The Mus-
icians Atlas. Það er keypt af tónlist-
arfólki, blaðamönnum, umboðs-
mönnum, plötufyrirtækjum og
tónleikahöldurum um land allt. Auk
þess er öll tónlist sem kemst í úrslit
sett á heimasíðu verðlaunanna,“
segir hún í samtali við Morg-
unblaðið.
Ef ske kynni að Andromeda
hreppti verðlaunin, yrði geislaplöt-
um þeirra dreift í allar Borders
bóka- og plötuverslanir í Bandaríkj-
unum, auk þess sem geislaplötur
þeirra sem sigra verða sendar til
málsmetandi aðila á tónlistarmark-
aðnum í Bandaríkjunum, svo dæmi
séu tekin.
Íma segir kynningu af því tagi
mjög umfangsmikla og geta skipt
sköpum fyrir tónlistarfólk og hópa.
„Kynning er það sem tónlistarfólk
hér í landi þarf mest á að halda.
Stundum finnst manni að það sé al-
veg sama hversu góðir ákveðnir tón-
listarmenn séu – það eru bara þeir
sem eru duglegastir að kynna sig
sem fá einhverja athygli. Öll kynn-
ing er því rosalega mikilvæg á þess-
um risastóra markaði og bara það að
fá smáathygli er mikið mál,“ segir
hún.
Norah Jones í dómnefnd
Í dómnefnd verðlaunanna sitja
ýmsir málsmetandi aðilar í tónlist-
arbransanum vestra, þar á meðal
söngkonan góðkunna Norah Jones.
Gert verður heyrinkunnugt hver
hlýtur þau í desember næstkom-
andi.
Íma segir tónlistarfólkið í Andro-
medu lítið geta spáð um hvort verð-
launin falli þeim í skaut, enda þekki
þau ekki hina fjóra sem við þau
keppa í hvorum flokki fyrir sig. „Við
vorum rosalega hissa en ánægð með
að komast bara í úrslit. Ef við skyld-
um vinna yrði það algjör plús,“ segir
hún að síðustu.
Tónlist | Íslensk-bandaríski tónlistarhópurinn Andromeda kemst í úrslit IMA
Kynning af þessu
tagi afar mikilvæg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónlistarhópurinn Andromeda komst í úrslit tveggja flokka sjálfstæðu tónlistarverðlaunanna í Bandaríkjunum.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
http://www.musiciansatlas.com
http://www.learningviolin.com
FJÖLMENNT var á tónleikum hinn-
ar aðeins ársgömlu Sinfóníuhljóm-
sveitar unga fólksins í Neskirkju á
miðvikudag. Eftir hraustlegum und-
irtektum og táplegu útliti að dæma
virtust margir hlustendur vinir og
kunningjar flytjenda, og setti það
óvenjufjörugan andrúmssvip á hásí-
gilt yfirbragð tónleikanna.
Kannski tærasti, einlægasti og
hjartahlýjasti allra klassískra fiðlu-
konserta var fyrir hlé, D-dúr konsert
Beethovens frá 1806, er tónskáldið
tileinkaði lömuðum æskuvini sínum í
Bonn, Stephan von Breuning. Sann-
kallað tímamótaverk í þeirri grein, er
aukreitis slær mann, eftir á að
hyggja, fyrir hvað það kemst upp
með margar endurtekningar án þess
nokkurn tímann að verða leiðigjarnt
– þrátt fyrir fullra 42 mínútna með-
allengd. Og hér teygðist lengdin
m.a.s. hátt í 50 mín.
En samt endurtók
galdurinn sig, án þess
að þurfa að reiða sig á
ofurvirtúóskan yf-
irhraða.
Fyrir utan ótvíræð
gæði verksins var það
ekki sízt að þakka af-
burðagóðri og furðu-
persónulegri túlkun
hins unga einleikara,
Ara Þórs Vilhjálms-
sonar, er í kadenzum
Kreislers virtist allt að
því hafa endursamið
verkið eftir sínu höfði,
án þess að breyta aukateknum tóni.
Innlifuð yfirvegun hans var lygi lík-
ust af varla hálfþrítugum manni, og
með sama framhaldi má óhikað spá
honum glæstri framtíð.
Hljómsveitin lék greinilega inn-
blásin af hrífandi frammistöðu sólist-
ans, og sáust þar dæmigerð jákvæð
hópmögnunaráhrif klassíska einleiks-
konsertformsins, er stjórnandanum
tókst að upphefja enn frekar með ag-
aðri forystu.
Það var erfitt að bæta um betur
eftir jafneftirminnilegan hátind, enda
myndaði 1. sinfónía
Brahms eftir hlé að mínu
viti hálfgert andris. Jafn-
vel burtséð frá litlu dá-
læti á uppblásnum þykk-
ildisrithætti meistarans
(gerólíkum tærleika
fiðlukonserts hans Op. 78
frá tveim árum síðar!)
gat hljómkviðan engan
veginn náð sömu ljós-
vökru hæðum og
Beethovenkonsertinn.
Framan af mátti að
vísu auðveldlega láta hrí-
fast af ástríðufullum leik
SUF, þrátt fyrir stund-
um grófan og mishreinan tré- og
einkum málmblástur. En er á leið
varð sefjandi krafturinn smám saman
þreytandi í hálfglymjandi heyrð
kirkjunnar; kannski einkum fyrir
hvað vantaði áberandi ofurveikar
andstæður. Ómvist Neskirkju hyglar
sízt fortissimó-spilamennsku á út-
opnu, og með meiri gætni hefði 1. sin-
fónía Brahms því að öllum líkindum
komið mun fallegar út en raun bar
vitni.
Endursaminn Beethoven
TÓNLIST
Neskirkja
Beethoven: Fiðlukonsert í D Op. 61.
Brahms: Sinfónía nr. 1 í d Op. 68. Sinfón-
íuhljómsveit unga fólksins. Stjórnandi:
Gunnsteinn Ólafsson. Miðvikudaginn 16.
nóvember kl. 20.
Sinfóníutónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Ari Þór Vilhjálmsson
SÝNINGIN Ósýnileiki verður opnuð
í sýningarsal Norræna hússins í dag
kl. 14. Það eru þrír álanskir myndlist-
armenn sem sýna, þau Jonas Wilén,
Henrika Lax og Annukka Turakka,
en sýningin er þáttur í verkefninu
Expand. Markmið þess er að kynna
verk ungra álanskra myndlist-
armanna á Norðurlöndunum. Sýn-
ingarstjóri er Mari Rantanen-Dixon,
myndlistarmaður og prófessor við
Konunglegu listaakademíuna í
Stokkhólmi. Wilén, Lax og Turakka
eiga það sameiginlegt að nútíminn er
viðfangsefni þeirra og frásögn er
sterkur þáttur í verkum þeirra allra.
Jonas Wilén er fæddur 1974. Hann
hefur tekið þátt í fjölmörgum hópsýn-
ingum og haldið einkasýningar, frá
árinu 1998. Verk hans bera sterk ein-
kenni teiknimynda og vísa oft til „lág-
menningar“, t.d. með tilvísun til hinn-
ar sjónrænu upplifunar af
sjónvarpsskjám. Tónninn er gam-
ansamur en öllum leik fylgir nokkur
alvara og það á við um verk Wiléns.
Henrika Lax er fædd 1971. Hún
lauk MA-námi frá Listaháskólanum í
Helsinki 2002 og hefur tekið þátt í
hópsýningum og haldið einkasýn-
ingar þar í landi.
Teikningar hennar og málverk eru
nokkurs konar minningarbrot eða
brotakennd frásögn sem vefur saman
æskuminningar Henriku, vangavelt-
ur um samtímann og rannsókn á um-
hverfi hennar.
Annukka Turakka er fædd árið
1976. Hún lauk námi frá Nordland
Lista- og kvikmyndaskólanum í Nor-
egi árið 2003. Myndbandsverk henn-
ar „Blátt, rautt og gult“ er tekið á
Álandseyjum. Viðfangsefnið er nátt-
úran en verkið er nokkurs konar hug-
leiðing um umhverfið og sköp-
unarferlið sjálft, eða upplifun
Annukku á meðan á því stóð.
Sýningin kemur hingað frá Nuuk á
Grænlandi og ferðast til Færeyja að
lokinni sýningu hér en fyrr á árinu
opnaði hún í Listasafni Álandseyja.
Ósýnileiki í Norræna húsinu
Frum – flytur