Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 57 KIRKJUSTARF guðsþjónustuna og hádegishress- ingu mun Gunnbjörg Óladóttir guð- fræðingur og doktorsnemi flytja er- indi er hún kallar „Tilhugalífið og ábyrgðin“. Er þessi fyrirlestur sér- staklega ætlaður foreldrum ferm- ingarbarna vorsins 2006. Vonumst til að sjá sem flesta. Útvarpsguðsþjónusta og barnastarf í Frí- kirkjunni í Reykjavík ÚTVARPSGUÐSÞJÓNUSTA kl. 11. Athugið breyttan messutíma. Frá og með haustinu færðist almennur guðsþjónustutími safnaðarins frá kl. 11 til kl. 14 og er þessi útvarpsguðs- þjónusta undantekning þar á. Tón- listin verður í höndum Önnu Sigríð- ar Helgadóttur og Carls Möller auk Fríkirkjukórsins. Einnig fáum við gestaspilarana Einar Val Scheving, sem leikur á trommur, og föður hans, Árna Scheving, sem mun leika á bassa. Hjörtur Magni Jóhannsson prestur og forstöðumaður Fríkirkj- unnar prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt sr. Ásu Björk Ólafsdóttur. Í predikun dagsins verður meðal annars fjallað um ójafna stöðu trú- félaga hér á landi. Einnig verður fjallað um nýtt frumvarp ríkisstjórn- arinnar um réttarstöðu samkyn- hneigðra. Barnaguðsþjónusta kl. 14. Hug- ljúft samfélag með Biblíusögunni um Jesú og samversku konuna, Bibl- íumyndum og miklum söng. Barn verður borið til skírnar. Stundina leiða Ása Björk og Hjörtur Magni. Andabrauðið verður á sínum stað að lokinni stundinni. Kaffisopi, djús og kex í anddyrinu í lok samveru. Kópavogskirkja – Gerðubergskórinn GERÐUBERGSKÓRINN kemur í sína árlegu heimsókn í Kópavogs- kirkju og syngur í guðsþjónustu kl. 14. Það er Kári Friðriksson sem stjórnar kórnum sem syngur nokkur lög að predikun lokinni. Gestirnir frá félagsstarfinu í Gerðubergi taka virkan þátt í guðsþjónustunni, lesa upphafs- og lokabæn og þau Anna Magnea Jónsdóttir og Valdimar Ólafsson lesa ritningarlestra. Þá fær kirkjan góða heimsókn frá Söng- skólanum í Reykjavík en Hulda Jónsdóttir nemandi skólans syngur einsöng. Kór Kópavogskirkju syng- ur og leiðir safnaðarsöng. Boðið verður upp á kaffi og konfekt í safn- aðarheimilinu Borgum að guðsþjón- ustu lokinni. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÞRIÐJA Tómasarmessan á þessu hausti verður í Breiðholtskirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 20. nóv- ember kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu átta árin og verður sami háttur hafður á í vetur. Að þessu sinni verður messan þó 3. sunnudag í nóvember, þar sem 27. nóvember er fyrsti sunnudagur í að- ventu. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mik- il áhersla er lögð á fyrirbænarþjón- ustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og fram- kvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar. Fyrirlestur í Landakoti „Í VOTTA viðurvist – Heilög messa í vitnisburði helgra manna.“ Sr. Jür- gen heldur áfram fyrirlestri sínum um altarisþjónustu heilagrar messu mánudaginn 21. nóvember kl. 20 í safnaðarheimilinu. Að þessu sinni fjallar erindið um Agnus Dei: Ser- gíus páfa I – Söngurinn við brotning brauðsins. Barnamessur í Stóra-Núpsprestakalli EITT af verkefnum þjóðkirkjunnar er að bjóða upp á barnastarf, en barnastarfið er hluti af fræðslu kirkjunnar sem hefur það að mark- miði að styrkja hvert og eitt okkar til þess að öðlast dýpri skilning á kristinni trú og þroskast sem mann- eskjur. Í prestakallinu hefur þetta starf kirkjunnar einkum verið á þá leið að presturinn hefur komið í leik- skólana og eitthvað örlítið í grunn- skólann. Enn fremur og ekki síst hafa barnaguðsþjónustur verið í kirkj- unum af og til. En mætingin þar hef- ur verið upp og niður. Það skiptir miklu máli og reyndar mjög miklu máli að fjölskyldur sinni því að koma til kirknanna. Þó það sé margt að gera hjá okkur öllum og mörg bú- mannsraunin, þá er það nærandi að eiga samfélag í kirkjunum þegar til þess er kallað og endranær. Boðið verður upp á 3 sérstakar barnamessur til áramóta fyrir öll sóknarbörn og ég bið ykkur að koma til kirknanna jafnvel þótt þið verðið að fara í hina kirkjuna í prestakallinu. Barnamessurnar verða kl. 11 og sú fyrsta verður í Stóra-Núpskirkju hinn 20. nóv- ember. Önnur messan verður kl. 11 4. desember í Ólafsvallakirkju og sú þriðja 18. desember kl. 11 í Stóra- Núpskirkju. Sem sagt barnamessa á Stóra- Núpi á sunnudaginn kemur, hinn 20. nóv., kl. 11 og fyrir öll sóknarbörnin og gesti þeirra. Sóknarprestur. Árangursrík fjársöfnun fermingarbarna SVO SEM undanfarin ár gengu fermingarbörn á Selfossi í hús hinn 7. nóvember síðast liðinn. Tilgang- urinn var að safna fé til styrktar Hjálparstarfi íslensku þjóðkirkj- unnar, sem síðan er varið til að- stoðar við bágstadda, bæði hér heima og erlendis. Það er skemmst frá því að segja, að eftirtekjan af þessari söfnun hef- ur aldrei verið betri en nú. Alls bár- ust Hjálparstarfinu 276.910 kr., er safnað var á Selfossi. Er það mun hærri upphæð en áður hefur verið. Ég vil leyfa mér að færa sókn- arbörnum mínum á Selfossi inni- legar þakkir fyrir það hve vel þau tóku fermingarbörnunum, og fyrir það að hafa látið fjármuni svo rausn- arlega af hendi rakna til þessa brýna málefnis. Fundir með foreldr- um fermingarbarna í Selfosskirkju ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 22. nóv- ember og miðvikudagskvöldið 23. nóvember næst komandi, bæði kvöldin kl. 20.30, verða haldnir fundir með foreldrum þeirra barna, sem fermast í Selfossprestakalli á vori komanda. Foreldrar geta valið um, hvorn fundinn þeir sækja, eftir hentugleikum. Rætt verður um ferminguna í vor, fermingarstörfin í vetur og fleira, er að þessu efni lýt- ur. Fundirnir verða haldnir í safn- aðarheimili Selfosskirkju, og þar verður heitt á könnunni. Ég vona, að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta. Með bestu kveðju, Gunnar Björnsson, sókn- arprestur. Tvær guðsþjónustur í Dómkirkjunni TVÆR guðsþjónustur verða í Dóm- kirkjunni nk. sunnudag, önnur kl. 11, en það er hefðbundin guðsþjón- usta þar sem sr. Karl V. Matthíasson messar. Kjartan Sigurjónsson er organisti og Telma Sigurdórsdóttir mun syngja einsöng. Um kvöldið kl. 20 verður svo æðru- leysismessa. Þar mun Rúna Esradótt- ir flytja tvö frumsamin sálmalög við sálmana Kom huggari, kom hugga þú og Lát mig starfa. Rúna mun einn- ig leiða almennan sálmasöng en und- irleikarar verða þau Hafdís Bjarna- dóttir gítarleikari og Ástvaldur Traustason píanóleikari. Að venju mun einn kirkjugesta segja reynslu sína. Allir eru hjartanlega velkomnir í starf Dómkirkjunnar. Dómsdagur í Hafnarfjarðarkirkju NÆSTKOMANDI sunnudnagur er síðasti sunnudagur kirkjuársins. Þá er þema guðsþjónustunnar í Hafn- arfjarðarkirkju sjálfur Dómsdagur. Spurt verður um merkingu dóms- dags og hvernig hann tengist með- ferð okkar á gömlu fólki í dag á Ís- landi, öryrkjum, fátækum, viðhorfi okkar gagnvart pyntingum banda- manna okkar á föngum og und- anbrögðum Þjóðkirkjunnar í mál- efnum samkynhneigðra. Gæti verið að öll þessi mál og það hvernig við bregðumst við þeim snerti spurn- inguna um Dómsdag? Gæti verið að sjálf Þjóðkirkjan og fulltrúar hennar muni þurfa að svara fyrir dómi á Dómsdag? Svörin við þessu fást ef til vill á sunnudag í Hafnarfjarð- arkirkju. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson en organisti Antonia He- vesi. Kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir söng. Guðsþjónustan hefst kl. 11. Morgunblaðið/ÓmarAkureyrarkirkja Á 19. öld sátu skákmenn í Evrópu í heimahúsum og kaffihúsum að tafli á milli þess sem þeir sötruðu kaffi eða te. Konum var sjaldan hleypt upp á dekk í þessa iðju enda óvíst að þeim hafi þótt áhugavert að sitja í reykmettuðum herbergjum á með- an karlpeningurinn reyndi að máta hver annan. Frá sjónarhóli þess sem horfði á framkomu og hegðun skák- manna gæti virst sem tíminn stæði í stað og það eina sem gerðist væri hreyfing keppenda þegar þeir færðu menn sína á taflborðinu. Í hnotskurn hefur þessi mynd af tafliðkun haldið sér þar sem í nútímanum er for- grunnurinn ávallt sá að tvær mann- eskjur sitja andspænis hvor annarri og leiða saman hesta sína. En er þetta að breytast? Mun vera hægt að þróa skákina þannig að hlutverk áhorfenda verði virkara? Hefur skák möguleika á að nýta sér tækni- undrið og gera tafliðkun gagnvirk- ari? Einn möguleiki væri að frá öflug- ustu skákmótum heims væru skýr- ingar gerðar gagnvirkari, þ.e. að skákskýrandi geti fengið spurningar í mynd og mál hvaðanæva að í heim- inum. Skákskýrandinn og áhorfand- inn gætu þannig verið í milliliða- lausu sambandi þó að heimsálfur skilji þá að. Slíkt myndi óneitanlega gera skákina áhorfendavænni og ná til fleiri manna en nú er. Þannig mætti ímynda sér að áhorfendur hefðu möguleika á að færa taflmenn á sýningarborði á Netinu eða rita niður tillögur sínar á spjallrásum sem skýrandinn gæti svo brugðist við. Í dag er þetta gert en þá yfirleitt án þess að hægt sé að fylgjast með skákskýrandanum í mynd. Það væri mikill kostur ef hægt væri að hafa mynd, hljóð og texta þegar skák er skýrð í beinni útsendingu. Þessar vangaveltur eru settar fram m.a. vegna þess að Netskák hlýtur að ná sterkari fótfestu á kom- andi árum og taka stærri skerf af tíma bestu skákmanna heims. Þann- ig má ímynda sér að fleiri lokuð mót verði haldin á Netinu þar sem kepp- endur gætu þess vegna verið heima hjá sér og myndavélum yrði komið þar fyrir til að minnka líkurnar á að þeir svindli. Enn sem komið er er tæknin ekki orðin fullburðug fyrir þetta en sjálfsagt verður það þróun- in. Það er einnig athyglisvert að ungir skákmenn hafa langflestir til- einkað sér tölvutæknina og hafa til að mynda keppendur á heimsmeist- aramóti unglinga, 20 ára og yngri, sem fram fer þessa dagana í Istan- búl í Tyrklandi, hagnýtt sér hana til að stúdera skákir sínar og svalað heimþránni með því að hafa sam- skipti við vini og ættingja á Netinu. Í stað þess að kryfja skák hverrar um- ferðar til mergjar með eingöngu taflborð sér við hlið er tölvan orðin miðpunktur athyglinnar. Þetta sést berlega þegar myndir eru skoðaðar frá mótinu í Istanbúl. Það má geta þess að fyrsta lands- mótið í Netskák var haldið á Íslandi árið 1996. Taflfélagið Hellir stóð fyr- ir mótahaldinu og á morgun kl. 20.00, sunnudaginn 20. nóvember, verður tíunda mótið haldið. Eins og öll hin mótin verður Íslandsmótið haldið á skákþjóninum ICC en hann er sá vinsælasti á meðal skákmanna í heiminum. Mótið er opið öllum og telft er í einum flokki þó að einnig verði um að ræða hápunkt Bikar- syrpu Eddu útgáfu hf. og Hellis. Bikarsyrpa þessi hófst fyrr á árinu og hafa níu mót verið haldin þar sem keppendur hafa unnið sér inn stig í samræmi við þann vinningafjölda sem þeir fengu í hverju móti. Snorri G. Bergsson hefur farið mikinn í keppninni og leiðir hana með 56 vinninga en næstur kemur Magnús Örn Úlfarsson með 50 vinninga. Jafnvel þó að Íslandsmótið telji tvö- falt er ólíklegt að tryggri stöðu Snorra í efsta sætinu verði ógnað. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á www.skak.is. Ólafsvíkurmótið fer fram í dag Taflfélag Snæfellsbæjar stendur fyrir stórmóti í skák í Ólafsvík í dag, laugardaginn 19. nóvember. Mótið hefst kl. 13 en fríar sætaferðir eru frá BSÍ kl. 10. Tefldar verða átta umferðir eftir Monrad-kerfi þar sem í fyrstu fjórum skákunum verða tefldar hraðskákir en næstu fjórum atskákir. Góð verðlaun eru í boði og þátttökugjaldi er stillt mjög í hóf. Skemmtileg stemning hefur ávallt myndast á skákstað enda mótshald- arar kunnir að höfðingsskap þar sem á milli umferða geta skákmenn gætt sér á kaffi og kökum og að móti loknu er boðið upp á dýrindis máltíð. Netskák – er það framtíðin? ÍSLANDSMÓT Í NETSKÁK Skák Taflfélagið Hellir og Edda útgáfa hf. Ljósmynd/Fatma Yildiz Skák og tölvur eru ofarlega í huga keppenda á HM unglinga. Helgi Áss Grétarsson 20. nóvember 2005 daggi@internet.is hafa ekki erindi sem erfiði og sama gildir um jaxlana úr Borgarnesi þá Rúnar og Jón E. Úrslit urðu annars eftirfarandi síðasta spilakvöld: Sveinn Hallgrímss. – Magnús Magnúss. 65 Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Pétursson 53 Jón Einarsson – Rúnar Ragnarsson 41 Guðm.r Kristinss. – Ásgeir Ásgeirsson 41 Þorsteinn Pétursson – Guðm. Pétursson 33 Staðan eftir tvö kvöld er því: Sveinn Hallgrímss. – Magnús Magnúss. 133 Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Pétursson 111 Jón Einarsson – Rúnar Ragnarsson 93 Sigurður – Stefán – Dóra 87 Guðm. Kristinsson – Ásgeir Ásgeirsson 41 Íslandsmót í parasveitakeppni 26.–27. nóvember Íslandsmótið í parasveitakeppni verður haldið 26.–27. nóv. í Síðumúla 37, húsn. Bridgesambandsins. Spiluð verður sveitakeppni, raðað eftir Monrad-kerfi, sjö umferðir og 16 spila leikir. Gullstig eru veitt fyrir hvern leik, 0,5 stig á mann fyrir unn- inn leik og 0,25 fyrir jafntefli. Einnig uppbótarstig fyrir fjögur efstu sæt- in. Keppnisstjóri verður Aron Þor- finnsson. Spilaðar eru 4 umf. á laugardeg- inum og 3 umferðir á sunnudeginum. Keppnisgjald er 12.000 kr. á sveit. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnud. 13/11 var spilaður tví- menningur á tíu borðum. Úrslit voru eftirfarandi. Norður-Suður: Lilja Kristjánsd. – Sigfús Skúlason 260 Gunnar Guðmss. – Sveinn Sveinsson 221 Jóhann Sigurðars. – Ingólfur Sigurðars. 219 Austur – Vestur Garðar Jónsson – Guttormur Vik 268 Birgir Lúðvíksson – Brynjar Olgeirsson 262 Birgir Kristjánss. – Jón Jóhannsson 219 Sunnudaginn 20/11 hefst þriggja kvölda keppni í tvímenningi. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 kl. 19.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.