Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 39
Við ætlum að bíða“ er yf-irskrift viðhorfavakningarum mikilvægi þess að frestabyrjunaraldri áfengisneyslu.
Að undanförnu hafa birst auglýsingar í
fjölmiðlum um þessa vitundarvakn-
ingu. Hún byggir á starfi með ung-
mennum og er markmiðið að vekja at-
hygli ungmenna og foreldra þeirra á
mikilvægi þess að hækka byrjunar-
aldur áfengisneyslu svo sem kostur er.
Í raun má túlka yfirskriftina sem svo:
„Ég ætla að bíða og sjá svo til“ og gera
þannig ráð fyrir að sum ungmenni
fresti ekki aðeins áfengisneyslu sinni
heldur ákveði jafnvel að neyta ekki
áfengis eins og unglingstúlka benti á
þegar hún sjá auglýsingu um þetta
efni. Að vakningunni standa fjölmörg
félagasamtök í landinu undir forystu
Samstarfsráðs um forvarnir og er
verkið unnið á vegum Fræðslu-
miðstöðvar í fíknivörnum.
Að byrja ung að
neyta vímuefna
Viðhorfavakningin „Ég ætla að bíða“
er þörf brýning til ungmenna og for-
eldra og samfélagsins alls eins og nið-
urstöður langtímarannsóknar minnar:
„Áhættuhegðun ungs fólks“ sýna. Í
rannsókninni hef ég í ríflega sjö ár
fylgt eftir heilum árgangi ungmenna í
Reykjavík frá því að þau voru 14 ára
(um 1.300 talsins) þar til þau voru kom-
in á 22. aldursár. Spurningalistar voru
lagðir fyrir þau í 9. bekk grunnskóla,
næst í 10. bekk, þá við 17 ára aldur og
loks þegar flest þeirra voru orðin 22
ára. Segja má að slíkt langtímasnið sé
nýlunda hér á landi í rannsóknum á
vímuefnaneyslu ungs fólks; það gerir
kleift að skoða þætti sem spá fyrir um
vímuefnaneyslu ungmenna. Lang-
tímagögnin gera meðal annars mögu-
legt að skoða hvernig tiltekin vímu-
efnaneysla (t.d. tóbaksreykingar,
áfengisneysla) ungmenna þróast yfir
tiltekið tímabil. Gögnin gera jafnframt
mögulegt að skoða hvernig vímu-
efnaneysla þeirra á yngri árum tengist
neyslu þeirra á löglegum og ólöglegum
vímuefnum síðar. Hér verður greint
frá þessum niðurstöðum.1)
Tóbaksreykingar
Þau ungmenni sem prófað höfðu að
reykja hvort sem það var við 14 ára
(49%) eða 15 ára aldur (41%) voru lík-
legri til að reykja daglega við 22 ára
aldur en þau sem prófuðu fyrst að
reykja 16–17 ára gömul (19%). Með
öðrum orðum, ljóst er að því yngri sem
ungmennin eru þegar þau byrja að
fikta við reykingar þeim mun líklegri
eru þau til að ánetjast sígarettum.
Nánast öll þeirra sem reyktu dag-
lega neyttu einnig áfengis og gilti þá
einu hvort þau voru spurð 14, 15, 17
eða 22 ára gömul.
Skýrt kom fram að þau ungmenni
sem reykja ekki sígarettur 22 ára göm-
ul eru langólíklegust til að hafa neytt
ólöglegra vímuefna (11% þeirra höfðu
hætt að reykja). Niðurstöðurnar koma
fram á mynd 1. Þar má einnig sjá að
þau sem höfðu reykt sígarettur við 14–
15 ára aldur voru líklegri til að hafa
prófað amfetamín, kókaín og e-pillur
22 ára gömul en þau sem byrjuðu að
fikta við reykingar síðar. Hins vegar
skipti ekki svo miklu máli um hvort
þau hefðu reykt hass síðastliðna 12
mánuði hvenær þau byrjuðu að fikta
við sígarettureykingar, ef þau höfðu
fiktað við þær á annað borð (24–30%).
Áhyggjur af reykingum ungmenna
eru því ekki aðeins bundnar því að þau
bíði tjón á heilsu sinni þegar til lengri
tíma er litið (til dæmis líkur á lungna-
krabbameini og hjarta- og æða-
sjúkdómum) heldur einnig sterkum
vísbendingum um að tóbaksreykingar
þeirra tengist neyslu þeirra á öðrum
löglegum og ólöglegum vímuefnum (sjá
mynd 1).
Áfengisneysla
Umhugsunarvert er að ekki kom
fram munur við 22 ára aldur á hlutfalli
þeirra ungmenna sem drukku 5 glös
eða fleiri af áfengi í hvert skipti sem
þau neyttu áfengis eftir því hvenær
þau hófu áfengisneyslu. Þannig virtist
ekki skipta máli hvort þau byrjuðu að
drekka 14 ára (61%), 15 ára (58%) eða
16–17 ára (62%) um hvort þau drukku
5 eða fleiri glös í hvert skipti við 22 ára
aldur. Þessi niðurstaða vek-
ur athygli þar sem hún er í
andstöðu við niðurstöður er-
lendra rannsókna.2) Spurn-
ing er hvort munur komi
ekki fram vegna þess hve
hratt íslensku unglingarnir
virðast fara í mikla áfeng-
isneyslu þegar þeir byrja í
samanburði við unglinga í
öðrum vestrænum ríkjum.3)
Tæplega helmingur ung-
mennanna (44%) sem sagð-
ist fyrst hafa neytt áfengis
14 ára gömul reykti sígar-
ettur daglega við 22 ára ald-
ur, tæplega þriðjungur sem
neytti fyrst áfengis 15 ára
gömul (28%) og um fimmt-
ungur þeirra sem neytti
fyrst áfengis 16–17 ára göm-
ul (18%) og 18–22 ára (20%).
Með öðrum orðum, því yngri
sem þau eru þegar þau neyta
fyrst áfengis þeim mun lík-
legri eru þau til að reykja
daglega.
Tengsl á milli áfeng-
isneyslu og neyslu ólög-
legrar vímuefna má sjá á
mynd 2. Þau ungmenni sem
byrjuðu að neyta áfengis á fyrri hluta
unglingsáranna voru líklegri til að hafa
prófað hass og hörðu efnin amfetamín,
kókaín og e-pillur við 22 ára aldur en
þau sem byrjuðu að drekka síðar (sjá
mynd 2).
Eiga á hættu að
lenda í vandræðum
Ungmennin höfðu við 22 ára aldur
lent í ýmsum vandræðum vegna áfeng-
isneyslu sinnar. Tæplega þriðjungur
(30%) hafði lent í slagsmálum, ríflega
þriðjungur (34%) orðið fyrir slysum
eða meiðslum og fimmtungur (19%)
lent í útistöðum við lögreglu í tengslum
við eigin áfengisneyslu. Þá sagðist
tæplega helmingur hafa farið ógæti-
lega í kynlífi (47%) og ríflega þriðj-
ungur lent í óæskilegri kynlífsreynslu
(35%) vegna áfengisneyslu sinnar. At-
hygli vekur að tæplega helmingur
(45%) ungmennanna hafði ekið undir
áhrifum.
Stúlkur og piltar voru jafn líkleg til
að hafa farið ógætilega í kynlífi eða
lent í óæskilegri kynlífsreynslu undir
áhrifum áfengis. Aftur á móti höfðu
piltar lent oftar en stúlkur í öðrum
vandræðum sem að ofan getur.
Seinka þarf neyslu
svo sem kostur er
Niðurstöður þessarar langtímarann-
sóknar styðja við þá þörfu vitund-
arvakningu um hve mikilvægt er fyrir
unglinga „að bíða“. Því yngri sem ung-
mennin eru þegar þau
byrja að reykja þeim
mun líklegri eru þau til
að reykja daglega,
drekka áfengi og til að
hafa neytt ólöglegra
vímuefna á allt fram á
22. aldursár. Og þau
ungmenni sem byrjuðu
að drekka á fyrri hluta
unglingsáranna voru
einnig við 22 ára aldur
líklegri til að hafa
neytt ólöglegra vímu-
efna. Þau eru því í sér-
stökum áhættuhópi.
Ljóst er að vímu-
efnaneysla er afleiðing
flókins samspils
margra þátta – erfða-
fræðilegra, menning-
arlegra, félagslegra,
uppeldislegra og sál-
fræðilegra. Greining
fer fram á marg-
víslegum gögnum
rannsóknarinnar á því
samspili. Í því sam-
hengi er ljóst að miklu
skiptir að börnin búi
við öryggi heima fyrir
og að gagnkvæm virðing og traust ríki
á milli foreldra og barnanna.4) Það er
veganestið sem þau þurfa öll að hafa
með sér í malnum inn í unglingsárin.
Ég vil koma á framfæri kærum
þökkum til þátttakenda rannsókn-
arinnar öll þessi ár. Einnig vil ég
þakka þeim sem hafa styrkt rannsókn-
ina: Rannsóknasjóði Háskóla Íslands,
Vísindasjóði Rannís og ríkisstjórninni.
Þá vil ég þakka þeim fjölmörgu sem
hafa aðstoðað við rannsóknina.
Heimildir
1) Sigrún Aðalbjarnardóttir, Andrea G. Dofra-
dóttir, Þórólfur R. Þórólfsson og Kristín L.
Garðarsdóttir (2003). Vímuefnaneysla og
viðhorf – Ungu fólki í Reykjavík fylgt eftir
frá 14 ára til 22 ára aldurs. Rvík: Fé-
lagsvísindastofnun og Háskólaútgáfan.
2) Sjá t.d. Stacy, A.W., Newcomb, M.D. og
Bentler, P.M. (1993). Cognitive motivations
and sensation seeking as long-term predict-
ors of drinking problems. Journal of Social
and Clinical Psychology, 12, 1–24.
3) Sjá Hibell, B., Andersson, B., Ahlström, S.,
Balakireva, O., Bjarnason, Th., Kokkevi, A.
og Morgan, M. (2000). The 1999 ESPAD
Report – Alcohol and other drug use among
students in 30 European countries. Stock-
holm: The Swedish Council for Information
on Alcohol and Other Drugs, CAN Council
of Europe.
4) Sigrún Aðalbjarnardóttir og Leifur G. Haf-
steinsson (2001). Parenting Styles and Adol-
escent Substance Use: A longitudinal study.
Journal of Research on Adolesence, 11,
401–423.
„Ég ætla að bíða“
Eftir Sigrúnu
Aðalbjarnardóttur
’Niðurstöðurþessarar lang-
tímarannsóknar
styðja við þá
þörfu vitund-
arvakningu um
hve mikilvægt
er fyrir ung-
linga „að bíða“.‘
Höfundur er prófessor í uppeldis- og
menntunarfræði við félagsvísindadeild
Háskóla Íslands.
Mynd 1. Neysla ungmennanna á hassi (sl. 12 mánuði) og hörðum vímuefnum (á
ævinni) við 22 ára aldur eftir því hvenær þau byrjuðu að fikta við tóbaksreyk-
ingar.
Mynd 2. Neysla ungmennanna á hassi (sl. 12 mánuði) og hörðum vímuefnum (á
ævinni) við 22 ára aldur eftir því hvenær þau neyttu fyrst áfengis.
Sigrún
Aðalbjarnardóttir
Hinn valkosturinn er jarðgöng sem
kæmu í staðinn fyrir hábrú eða botngöng á
leið I. Jarðgöngin yrðu mun lengri en hinar
lausnirnar á leið I vegna þess hversu djúpt
þau þurfa að fara að því er segir í mats-
skýrslunni. Einnig hefur verið bent á að
jarðgöng hefðu þann ókost að vera ekki fær
gangandi fólki og hjólreiðamönnum.
Lyftu- eða snúningsbrú
Þá hefur verið bent á þann möguleika að
reisa lágbrú yfir víkina á leið I, sem væri
búin lyftubúnaði eða snúningsopi fyrir skip.
Fram kom í gögnum Reykjavíkurborgar og
Vegagerðarinnar að lyftu- eða snúningsbrú
á leið I hefði verið skoðuð. Talið sé að lok-
unartími á umferð á slíkum brúm sé um 11–
13 mínútur. Miðað við nýjustu umferðarspá
verði biðraðalengd ökutækja yfir 1,3 km ef
opna þurfi brúna á annatíma og ekki minni
en um 650 m ef brúin verði opnuð á láganna-
tíma. Slík biðraðalengd gangi illa fyrir mis-
læg gatnamót við Sæbraut og leyfi aðstæð-
ur ekki meira en 300 m biðraðalengd.
Þá sé kostnaður við lyftu- eða snúnings-
brýr margfaldur á við óopnanlegar brýr og
hærri en kostnaður við ódýrustu hábrú og
mun hærri en fyrir þverun Kleppsvíkur á
leið III.
Jarðgöng ódýrasti kosturinn?
Fram kom á kynningarfundi með íbúum
um málefni Sundabrautar í fyrrakvöld að
íbúasamtök hafa enn ekki mótað endanlega
afstöðu til ákveðinnar leiðar en ljóst var af
umræðum að íbúar vilja sjá fleiri kosti og
útfærslur á framkvæmdum. Guðmundur
Arason, formaður Íbúasamtaka Laugar-
dals, benti á að kostir jarðganga á ytri leið-
inni eða gerð lágbrúar með opnunarmögu-
leikum hefðu verið vanmetnir og hélt því
fram að kostnaður hefði verið ofmetinn.
Hann lýsti m.a. ýmsum kostum þess að
reist yrði opnanleg brú á ytri leiðinni, sem
talið væri að gæti kostað 6,3 milljarða.
Hann benti einnig á að jarðgöng á þeirri
leið gætu verið ódýrasti kosturinn eða á
bilinu 6 til 9,5 milljarðar kr. Gerð jarðganga
hefði einnig yfirburði yfir aðrar leiðir vegna
minni umhverfismengunar, umferðarálag á
Sæbraut meðfram Kleppsvegi yrði minna
en í öðrum tillögum og sú leið myndi stýra
umferðinni síður inn í íbúðarhverfi en aðrar
lausnir sem rætt hefur verið um.
Auk þessa benti Guðmundur á að botn-
göng hefðu svipaða yfirburði yfir aðra val-
kosti og jarðgöng nema hvað þau yrðu dýr-
ari en þau gætu kostað í kringum 13
milljarða.
slæg punktgatnamót á gatna-
ndabrautar og Sæbrautar.
rði þveruð með um 685 metra
tum göngum sem verði grafin
ra í sjávarbotninn.
nnri leið), eyjalausn: Í mats-
framkvæmdirnar er gert ráð
eyjalausnin fyrir valinu verði
brautar 2,6 km. Sundabraut
lokuðum stokki á um 450 m
Kleppsvíkur og reist verði mis-
g við gatnamót Sæbrautar og
/Kleppsmýrarvegar. Klepps-
ruð með 100 m landfyllingu frá
60–70 m langri brú yfir á um
nga manngerða eyju í miðri
am með 170–200 metra langri
funeshöfða, eins og áður segir.
ni Sundabraut liggja í um 400
rðgöngum í gegnum höfðann.
muni tengjast við Hallsveg
0 m langur á Gufunesi í mis-
mótum.
nd hefur nú komið fram í um-
itlegra sé að reist verði lágbrú
innri leiðin verður farin frem-
st verði í landfyllingar eins og
gerir ráð fyrir. Engar tölur
agðar fram um kostnað við
ari leið.
fjallað í matsskýrslunni lítil-
gu að jarðgöngum, þótt þau
ð fram sem valkostur. Skoðuð
vegar jarðgöng frá Hallsvegi
eygja sig að gatnamótum Sæ-
Kringlumýrarbrautar. Þessi
ngu vinnuheitið Sundagöng.
ttu ekki fýsilegur kostur.
kisstjórnar til Sundabrautar
a fleiri kosti upp á borðið
alkostir –
ða brýr
fyrir 60–70 m brú yfir á manngerða eyju í miðri Kleppsvíkinni og þar tek-
" <
"#
" $$="
% "
$%$30
% &5"%%%
&5"%%%
5%"%%%
& "%%%
3$"%%%