Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára kl. 2, 5, 8 og 10.40 Sýnd kl. 5.20 eee MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.40 B.i. 12 ára eee MBL TOPP5.IS eee Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára Þau eru góðu vondu gæjarnir. Frá höfundi Buffy the Vampire Slayer. Ótrúlegar brellur og svöl átakaatriði. BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Miðasala opnar kl. 13.30 Sími 564 0000 hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood Sýnd kl. 5.45 bi. 16 ára eee MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3 og 5.30 Sýnd kl. 8 og 10.20 bi. 16 ára Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! „Nokkurs konar Beðmál í Borginni í innihaldsíkari kantinum. …leynir víða á sér og er rómantísk gamanmynd í vandaðri kantinum.” eee HJ MBL Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU TIL F ST S I SI S - I S . T ! S I S T Sýnd kl. 8 og 10.15 bi. 14 ára Sýnd kl. 3 Sýnd kl. 2 ísl tal - 450 kr HLJÓMSVEITIN The White Strip- es lýkur Evróputúr sínum með tón- leikum í Laugardalshöll annað kvöld. The White Stripes samanstendur af Jack White, gítarleikara og söngvara, og Meg White trommu- leikara. Hún var stofnuð í Detroit árið 1997 en sveitin hefur verið á far- aldsfæti undanfarin misseri að kynna nýjustu breiðskífu sína Get Behind Me Satan, sem jafnframt er sú fimmta sem sveitin gefur frá sér. Uppselt er í stúku en enn eru til miðar í stæði og voru um 900 miðar óseldir að sögn tónleikahaldara seinnipart gærdagsins. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar og á midi.is og verði einhverjir miðar af- gangs verða þeir seldir við inngang- inn í Laugardalshöllinni á sunnudag- inn. Húsið verður opnað klukkan 19 og upphitunarhljómsveitin Jakobín- arína stígur á svið klukkan 20 og The White Stripes þar á eftir. The White Stripes leika í Laugardalshöllinni á morgun. Tónlist | The White Stripes í Laugardalshöllinni á morgun Ennþá til miðar Á DÖGUNUM kom út þriðja breið- skífa hljómsveitarinnar Deep Jimi and the Zep Creams sem ber einmitt hið stórfurðulega en lýsandi nafn hljómsveitarinnar sjálfrar. Síðasta plata Deep Jimi, Seybie Sunsicks Rock ’n Roll Circus, kom út árið 1995 og því eru tíu ár liðin frá því að sveitin hélt síðast út á lendur íslensks plöt- umarkaðar. Stjarna Deep Jimi and the Zep Creams reis hæst í upphafi tíunda áratugarins þegar sveitin gerði samning við dótturfyrirtæki hljóm- plöturisans Warner Brothers, East West. Platan Funky Dinosaur kom út árið 1993 og fimm laga tónleikaskífa stuttu seinna sem tekin var upp á hin- um alræmda tónleikastað CBGB’s í New York. Ævintýrið stóð þó stutt yfir og var þar stefnubreytingum fyr- irtækisins að mestu um að kenna sem fór að einbeita sér að tónlist- armönnum í léttari kantinum. Nýja platan sem nú um ræðir var tekin upp í haust hér á Íslandi og í Danmörku en undirbúningur að end- urkomu sveitarinnar hófst fyrir rúm- um tveimur árum. Góður andi í hljómsveitinni Sigurður Eyberg, söngvari sveit- arinnar, segir að það hafi flækt málin lítillega að meðlimir sveitarinnar hafi ekki allir búið í sama landi undanfarin ár en viljinn hafi þó alltaf verið fyrir hendi. Hann er spurður hvort það hafi ekki verið skrítið að koma saman aft- ur eftir allan þennan tíma: „Nei, nei. Ég myndi ekki segja að það hafi verið skrítið. Frekar að það hafi verið hrikalega gaman og það kom manni á óvart hversu gott band- ið var. Miklu betra en mig minnti. Menn hafa þroskast heilmikið og í dag verða ekki litlir hlutir til þess að allt fari í háaloft.“ Hann heldur áfram að tala um mjög góðan anda innan bandsins og að þeir félagar hafi einnig komist að því að þeir ynnu best allir saman. „Það virkaði til dæmis ekki núna að einhver einn kæmi með lag og kenndi svo hinum.“ Hvað frekari breytingar varðar segir Sigurður að spilamennskan hafi aðallega tekið stakkaskiptum. „Það var miklu meiri gredda á fyrri plötunum tveimur en núna er þetta mun þéttara og öflugra. Hins vegar erum við ekki komnir í nógu mikla fjarlægð frá þessari plötu til að geta dæmt hana hlutlægt en hún er – held ég – heilsteyptari.“ Sigurður segir að það hafi vissu- lega verið stór ástæða fyrir því að þeir réðust í þessa plötu að þeir væru allir gamlir vinir sem hefðu gaman af því að koma saman og spila. „En það er líka alvara á bak við þessa útgáfu og við ætlum okkur að kynna hana eins vel og við getum í desember.“ Ljósmynd/Atli Már GylfasonTíu ár eru liðin frá seinustu plötu Deep Jimi and the Zep Creams. Tónlist | Deep Jimi and the Zep Creams gefa út nýja plötu Þéttari og öflugri Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Deep Jimi and the Zep Creams verða með útgáfutónleika í kvöld á Grand Rokk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.