Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR LÍFSLOGINN er heiti á þriðju bók Björns Þor- lákssonar en hún kom út nú nýlega og var kynnt í Galleríi Jónasar Viðar undir Listasafn- inu á Akureyri, enda gerðust drastískir atburð- ir á þeim slóðum í sögunni að sögn höfundar og því vel við hæfi að kynna hana í Gilinu. Lífsloginn er saga um kennara við Mennta- skólann á Akureyri, sem ekki gengur heill til skógar. Sá stofnar til ástarsambands við nem- anda sinn en sagan tekur óvænta stefnu þegar í ljós kemur að stúlkan er hugsanlega ekki bara nemandi hans, segir um söguþráð bókarinnar. Björn hefur áður sent frá sér smásögurnar Við, árið 2001 og skáldsöguna Rottuholuna árið 2003. Björn sagðist hafa verið iðinn við kolann, hann ætti nú þegar töluvert efni í fjórðu bók sína. „Þetta hefur verið ágætis framleiðsla hingað til, ég stefni að því að minna reglulega á mig,“ sagði hann. Bókaútgáfan Tindur í Ólafsfirði gefur bókina út og sagði Björn það afrek að halda úti bókaút- gáfu á þessum norðlægu slóðum, það þyrfti hugsjón til að gera slíkt.    Morgunblaðið/Kristján Björn Þorláksson fréttamaður og rithöfundur með eintök af bók sinni fyrir framan sig. Lífslogi Björns kominn út AKUREYRI JÓLABJÓR frá Víking er nú komin í verslanir ÁTVR en þetta er fjór- tánda árið í röð sem Víking fram- leiðir sérstakan jólabjór. Fyrst kom slíkur bjór á markað fyrir jólin 1990 og naut þessi vara strax mik- illa vinsælda. Víking jólabjór var mest seldi jólabjór í áfengisversl- uninni í fyrra, en hann var valinn besti bjórinn í bragðprófun á veit- ingahúsinu Þremur Frökkum. Baldur Kárason, bruggmeistari hjá Víking á Akureyri, á sem fyrr heiðurinn af bruggun jólabjórsins. Að þessu sinni notaði hann svokall- að karamellumalt, sem gefur bjórn- um dekkri lit og keim af brenndri karamellu. Það sem að öðru leyti er sérstakt við framleiðslu jólabjórs- ins er að hann er látinn eftirgerjast við lágt hitastig þegar aðalgerj- uninni er lokið. Þessi vinnsluaðferð gefur jólabjórnum þétt og mjúkt bragð, mikla fyllingu og góða froðu. Það gerir að verkum að jóla- bjórinn hentar vel með mat.    Morgunblaðið/Kristján Jólabjór Baldur Kárason brugg- meistari útskýrir ferlið við brugg- un jólabjórsins. Jólabjór frá Víking 14. árið í röð Ný prentvél | Ásprent Stíll ehf. á Akureyri hefur gengið frá kaupum á nýrri Roland 305L prentvél, en um er að ræða eina fullkomnustu arkaprentvél landsins segir í frétt frá fyrirtæk- inu. Nýja vélin prentar fimm liti og lakk í einni prentumferð, getur prentað á stærri arkir en eldri vélar prentsmiðjunnar og er að auki mun hraðvirkari. Með tilkomu nýju prentvélarinnar verður unnt að bjóða upp á prentun og afgreiðsluhraða sem jafnast fullkomlega á við stærstu prent- smiðjur landsins, segir ennfremur. Á FUNDI bæjarráðs í vikunni var lagt fram minnisblað frá vinnuhópi um yfirvinnu hjá Ak- ureyrarbæ, auk þess sem fulltrúar úr yfirvinnunefndinni gerðu grein fyrir framvindu verkefnisins. Bæjarfulltrúi Oktavía Jó- hannesdóttir lagði fram bókun þar sem kemur m.a. fram að það hafi verið skilningur sinn frá upphafi að tilgangurinn með skipan starfshóps um yfirvinnu- mál hjá bænum væri að auka gegnsæi og jafnræði í launamál- um bæjarins en ekki að lækka laun starfsmanna. „Ég get því ekki fallist á til- lögur sem leiða til beinnar kjaraskerðingar og geta valdið atgervisflótta hjá reyndu og traustu starfsfólki,“ sagði enn- fremur í bókun Oktavíu. Kristján Þór Júlíusson bæj- arstjóri lagði fram bókun, þar sem m.a. kemur fram að til- gangurinn með breytingum á fyrirkomulagi yfirvinnu og ann- arra aukagreiðslna væri að auka gegnsæi, draga úr mis- ræmi og kynbundnum launa- mun meðal starfsmanna bæjar- félagsins. „Að þessu verki hefur verið unnið í hartnær 2 ár í góðri samstöðu bæjarfulltrúa fram til þessa,“ sagði ennfremur í bók- un bæjarstjóra. Oktavía lagði fram aðra bók- un vegna bókunar bæjarstjóra, þar sem hún tók fram að sjón- armið sín varðandi tekjuskerð- ingu starfsmanna hafi legið fyr- ir frá upphafi og ávallt komið fram í umræðum um málið. Breytingar á yfirvinnu bæjarstarfsmanna Draga á úr misræmi og kynbundnum launamun RAGNAR Sverrisson forsvars- maður verkefnisins Akureyri í öndvegi er í aðalatriðum ánægð- ur með tillögu stýrihóps um verkefnið, en þær voru kynntar í umhverfisráði Akureyrar í gærmorgun. „Ég er mjög ánægður með að stýrihópurinn beri gæfu til að fara eftir vilja íbúa bæjarins í tillögu sinni,“ sagði Ragnar, en um 10% bæjarbúa sóttu íbúa- þing síðastliðið haust og lögðu fram hugmyndir sínar að betri miðbæ. „Ég er glaður með að bæjaryfirvöld skuli með þessum hætti virða vilja íbúanna. Það er hlustað á grasrótina og það er vel. Íbúarnir eru spurðir fyrst og svo er framkvæmt, það er ekki gert í mörgum öðrum bæj- arfélögum. Oft er sá háttur hafður á að yfirvöld ákveða hvað gera skuli í skipulagsmálum og kynna það íbúunum síðar,“ sagði Ragnar. Hann kvaðst einnig mjög ánægður með hversu hratt er unnið að málum, það væri til fyrirmyndar. Verðlaunatillögur voru kynntar í vor og nú þegar á að hefjast handa um breyt- ingar á miðbæjarsvæðinu. Nefndi Ragnar m.a. að farið væri eftir vilja meirihluta bæj- arbúa hvað varðar nýtingu á Ak- ureyrarvelli, en hann setti var- nagla á þá hugmynd að byggja hús neðst í Skátagili. Hefði enn viljað halda opnum mögu- leikanum á að svonefnt síki nái þangað upp líkt og fram kemur í verðlaunatillögu. „Ég skil vel að þetta geti tekið langan tíma, en ég held það verði slys ef byggð verði þarna hús sem loka á þennan möguleika. Ég vil enn halda öllum dyrum opnum að tengja Skátagilið við miðbæinn,“ sagði Ragnar. Þá vonaðist hann til að bæj- aryfirvöld beri gæfu til að fá sterka fjárfesta til liðs við sig varðandi uppbyggingu á mið- bæjarsvæðinu, m.a. til að reisa þar stórmarkað. Hann sagðist ekki hafa kynnt sér tillögu stýrihópsins, einungis fylgst með umfjöllun fjölmiðla um málið, en fyrirhugað er að kynna upphafsmönnum verkefn- isins Akureyri í öndvegi tillög- una eftir helgi. Ragnar Sverrisson, forsvarsmaður Akureyri í öndvegi Ánægður með að hlustað er á grasrótina Myndlist | Samúel Jóhannsson opnar sýningu í Marki í Eyjafjarð- arsveit í dag, laugardag, kl. 14. Þar sýnir hann um 50 verk, akrílmálverk og vatnslitamyndir. Sýningin stend- ur til 27. nóvember nk. og er opin virka daga frá kl. 16–20 og 14–19 um helgar. SÆTIR SÓFAR HANDUNNIN JÓLALJÓS ÚR LAUFBLÖÐUM AF SMIÐJUVEGI 11 KÓPAVOGUR GUL GATA TAKMARKAÐ MAGN GJAFAVARA: SKARTGRIPIR SKÓR FÖT MATVARA: HRÍSGRJÓN Á TILBOÐI SÓSUR SÚPUR OG FL. OPNUNAR TILBOÐ Á móti GÚMMÍTRÉ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.