Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 11
FRÉTTIR
HNATTREISAN - FRUMSÝNING
Ferðaklúbbur Ingólfs
HEIMSKRINGLA
Upplýsingar og pantanir
í síma 861 5602 - Fax 581 4610
Skógarhlíð 18, sími 595 1000,
fax 595 1001 - www.heimsferdir.is
Söluumboð:
í myndum Gunnars V. Andréssonar og í máli Ingólfs Guðbrandssonar.
MENNINGARVIÐBURÐUR í Háskólabíói, sal 1, kl. 13.15 í dag.
Miðasala frá kl. 12.30.
Aðgöngumiðinn er miði í happdrætti að verðmæti kr. 100.000 inneign.
THAILANDS UNDRIÐ 30. janúar 2006.
HNATTREISA okt. 2006 – 30 dagar.
Ath. Engin Edduhátíð - engin verðlaun til höfundanna en
FULLT AF HEIMSMENNINGU
N
æ
st
Þessar skemmtilegu og spennandi sögur hins
kunna höfundar Enid Blyton fjalla um nokkur
börn og vini þeirra úr dýraríkinu sem lenda
í ótrúlegustu ævintýrum.
í fjársjóðsleit
á Fagurey
Fimm ÆVINTÝRAfjallið
NÝ ÚTGÁFA KOMIN TIL LANDSINS
Hver man ekki eftir Fimm-bókunum
og Ævintýra-bókunum. Hér eru
þær komnar aftur í nýrri útgáfu til óbland-
innar ánægju fyrir öll börn og unglinga
– og jafnvel foreldra þeirra, afa
og ömmur!
KLASSÍSKAR BARNABÆKUR
Sími 562 2600
SAMNINGAVIÐRÆÐUR um loft-
ferðasamninga á milli Íslands og
Mongólíu annars vegar og Katar
hins vegar fóru fram í Reykjavík í
vikunni. Í báðum tilvikum náðist
samkomulag um mjög víðtæk gagn-
kvæm flugréttindi en á meðfylgjandi
mynd undirrita Ólafur Egilsson,
sendiherra, og Ibrahim Abdul-
Quader Ibrahim, frá Katar, bókun
varðandi undirbúning loftferða-
samnings á milli landanna.
Samningarnir við löndin tvö, sem
bæði eru mjög miðlæg í alþjóðlegu
flugi, munu koma íslenskum flug-
rekendum að verulegu gagni í vax-
andi sókn þeirra á erlendum mörk-
uðum, sem búast má við að aukist
enn meira á næstu misserum, og
auðvelda þeim til muna bæði leigu-
flug og fraktflug til ríkjanna. Und-
irbúningur samningsins við Katar
hefur tekið á annað ár en Íslend-
ingar hafa verið iðnir við samnings-
gerð á þessu svæði og hafa nú verið
undirritaðir loftferðasamningar við
fjögur lönd við Persaflóa. Áður náð-
ust samningar við Óman, Sameinuðu
arabísku furstadæmin og Barein.
Loftferða-
samningar
undirritaðir
HÆSTIRÉTTUR hefur hnekkt
dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í
máli Íslenskra aðalverktaka og
sænska verktakafyrirtækisins NCC
International gegn Vegagerðinni
með því að dæma Vegagerðina
skaðabótaskylda vegna hagnaðar-
missis fyrirtækjanna tveggja í kjöl-
far þess að öllum tilboðum í Héðins-
fjarðargöng var hafnað árið 2003.
Jafnframt vísaði Hæstiréttur frá
dómi kröfu Vegagerðarinnar um að
felld yrði úr gildi ákvæði úrskurðar
kærunefndar útboðsmála um að
ólögmæt hafi verið ákvörðun Vega-
gerðarinnar um að hafna öllum út-
boðum í Héðinsfjarðargöng og að
Vegagerðin bæri skaðabótaskyldu
við fyrirtæki vegna kostnaðar við að
undirbúa tilboð og taka þátt í útboð-
inu.
Kaupandi skal velja
hagkvæmasta tilboðið
Í dómi Hæstaréttar segir að sam-
kvæmt lögum um opinber innkaup
skuli kaupandi í opinberum innkaup-
um velja það tilboð sem hagkvæmast
er en það boð skal talið hagkvæmast
sem lægst er að fjárhæð eða fullnæg-
ir best þörfum hans samkvæmt þeim
forsendum sem fram koma í útboðs-
gögnum. Tekið er fram í lögunum að
óheimilt sé að meta tilboð á grund-
velli annarra forsendna en þeirra
sem fram komi í útboðsgögnum. Í
ákvæði í útboðslýsingu Vegagerðar-
innar vegna Héðinsfjarðarganga
sagði að samanburður tilboða yrði
eingöngu fjárhagslegur. Fyrirtækin
tvö gerðu lægsta tilboðið í verkið og
var verulegur munur, rúmlega 386
milljónir króna, á fjárhæð þess og
boðsins sem næst kom. Fjárhæð til-
boðs fyrirtækjanna var rúmlega 3%
yfir kostnaðaráætlun Vegagerðar-
innar en fyrir lá að líkt var ástatt um
lægsta tilboð sem Vegagerðin tók
nokkru áður í gerð Fáskrúðsfjarð-
arganga. Taldi Hæstiréttur því ekk-
ert benda til að Vegagerðin hefði
ástæðu til að hafna tilboðinu vegna
fjárhæðar þess. Með því að velja til-
tekna verktaka, þar á meðal fyrir-
tækin tvö, í forvali til þátttöku í lok-
uðu útboði á verki hafi Vegagerðin
tekið afstöðu til þess að þau væru að
öðru óbreyttu hæf til að taka verkið
að sér. Því yrði ekki borið við að
nokkuð hafi gerst eftir forvalið sem
breytt gæti því mati.
Hæstiréttur taldi þá að fyrirtækin
hefðu leitt nægar líkur að því að þau
hefðu orðið fyrir tjóni með því að
leggja fram gögn varðandi forsendur
fyrir útreikningi á tilboði þeirra í
göngin. Leit Hæstiréttur til þess að
tilboðið var hærra en nam kostnað-
aráætlun Vegagerðarinnar en í
henni hlyti að hafa verið gengið út
frá því að væntanlegur verktaki
hefði einhvern hagnað af fram-
kvæmd verksins.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Markús Sigurbjörnsson, Garð-
ar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir,
Gunnlaugur Claessen og Hrafn
Bragason.
Jóhannes Karl Sveinsson hrl.
flutti málið fyrir fyrirtækin og Einar
Karl Hallvarðsson hrl. fyrir Vega-
gerðina.
Vegagerðin skaða-
bótaskyld vegna
höfnunar tilboða
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
JÓHANNES Karl Sveinsson, lög-
maður NCC og ÍAV, segir að í kjöl-
far dóms Hæstaréttar frá því á
fimmtudag, verði hafist handa við
að ná samningum við Vegagerðina á
grundvelli þess að fyrirtækin tvö
eiga rétt á skaðabótum sem nema
töpuðum arði þeirra af framkvæmd-
inni hefðu þau unnið verkið. Engin
leið sé að segja til um það hvort
höfðað verði dómsmál til að fá til-
tekna skaðabótafjárhæð greidda en
að sjálfsögðu verði samningaleiðin
reynd fyrst. „Auðvitað er sá mögu-
leiki fyrir hendi að reyna dóm-
stólaleiðina ef menn ná ekki saman,“
segir hann.
Dómur Hæstaréttar er fyrsti dóm-
ur sinnar tegundar, þ.e. dómur sem
varðar bótaskyldu vegna útboðs, að
sögn Jóhannesar. „Röksemdir okkar
voru þær, að þótt heimilt væri sam-
kvæmt útboðsgögnum og hluta til í
lögum að hætta við útboð, þyrftu að
vera málefnalegar ástæður fyrir því
s.s. að eitthvað væri að verktökum,
tilboð allt of há eða aðstæður á verk-
stað hefðu breyst. En hér var ekki
um slíkt að ræða, heldur báru yf-
irvöld því við að staða efnahagsmála
væri öðruvísi og því ætti að fresta
framkvæmdinni. Hæstiréttur taldi
þetta ekki góðar og gildar röksemd-
ir, heldur yrði að styðjast við ein-
hverjar forsendur í útboðsgögnum
ef menn vildu hætta við. Það var
ekki talið forsvaranlegt að menn
gætu boðið út sama verkið aftur og
aftur og látið verktakana bera
kostnað af verðkönnunum. Enn-
fremur býður það hættunni heim á
misnotkun á útboðsforminu ef hald-
ið er áfram að bjóða út þar til ein-
hver bjóðandi kemur sem er kaup-
anda þóknanlegur. Hæstiréttur
tekur mjög skýra afstöðu hvað varð-
ar það að opinberir verkkaupar
verði að hafa málefnaleg og veiga-
mikil rök ef þeir ætla að hætta við
verk að loknu forvali.“
Samningaleið-
in reynd fyrst