Morgunblaðið - 19.11.2005, Síða 26
Mývatnssveit | Einhver fjöl-
sóttasti skoðunarstaður ferða-
manna í Mývatnssveit er hvera-
svæðið austan undir Námafjalli.
Það heitir Hverir og er mikið
augnayndi í litadýrð sumars.
Sjóðandi leirpottar í bland við
brennisteinsflekki. Nú er fátt
um ferðamenn og fáir sem
heimsækja svæðið, sem þó býð-
ur nú upp á allt annað sjónarspil
og ekki síður áhugavert.
Í froststillum líkt og hafa
gengið undanfarna daga, mynd-
ast mikill kuldapollur, og
þokuský upp frá hverunum
leggst yfir svæðið. Þarna hefur
verið 13 til 18 gráðu frost í tvo
daga en þá eru kjöraðstæður
fyrir hrímið að leika sér við strá-
in frá liðnu sumri. Margur
mundi glaður þiggja slíka
skreytingu á jólatréð í garði sín-
um.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Frostrósir við Námafjall
Kuldapollur
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Það er mikill fengur fyrir Borgar-
fjarðarhérað að hafa tvo háskóla á sínu
svæði, Viðskiptaháskólann á Bifröst og
Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvann-
eyri, og greinilegt hvað uppbygging þeirra
hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið. Að
mörgu leyti eru þeir driffjöðrin á svæðinu
sem meðal annars hefur valdið mikilli upp-
sveiflu á flestum sviðum. Rektorar þess-
ara háskóla, þeir Runólfur Ágústsson og
Ágúst Sigurðsson, eru báðir miklir hug-
sjónamenn sem hugsa til framtíðar og
fylgjast með nýjungum og síðast en ekki
síst framkvæma góðar hugmyndir. Það er
ekki síst þeim að þakka að nú er í undir-
búningi menntaskóli í Borgarnesi.
Í umræðu um menntaskólann á dög-
unum lét fólk hugann reika fram í tímann
og spjallaði um hvaða áhrif hann gæti haft
á samfélagið. Eitt af því sem talað var um
var samgöngur. Fólk velti fyrir sér að lík-
lega yrði mjög hagkvæmt að mennta-
skólanemendur notuðu sömu skólabíla og
grunnskólabörnin til að komast í skólann
úr sveitinni og þannig mundi skapast
tækifæri til að koma á góðum almennings-
samgöngum á svæðinu. Margir í sveitun-
um vinna utan heimilis, t.d. í Borgarnesi,
og þá hlýtur að vera hagkvæmt að þeir
geti einnig nýtt sér þessar ferðir.
Háskólarnir tveir eru einnig vettvangur
fyrir málþing og ráðstefnur af ýmsu tagi,
sem almenningi gefst kostur á að taka þátt
í. Í vikunni héldu Samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi og Búnaðarsamtök Vestur-
lands ráðstefnu á Hvanneyri sem nefndist
Búskapur og velferð á Vesturlandi. Einnig
var Lifandi landbúnaður og Bændasamtök
Íslands með fund þar sem gerð grein fyrir
hreyfingunni Lifandi landbúnaði og þeim
möguleikum sem konum í landbúnaði
bjóðast vegna þátttöku í verkefninu
Byggjum brýr.
Í dag, laugardag, fer svo fram íbúaþing á
Hvanneyri sem kallað er Í einni sæng, til-
hugalíf fjögurra sveitarfélaga. Þar verða
íbúar Borgarbyggðar, Borgarfjarðar-
sveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeins-
staðahrepps, sem kusu að sameinast í
kosningum í vor, spurðir að því í hvernig
samfélagi þeir vilja búa og hvernig þeir
sjái það fyrir sér eftir 5, 10 eða 15 ár.
Úr
sveitinni
ÁLFTANES Á MÝRUM
Eftir Ásdísi Haraldsdóttur blaðamann
Eyjólfur Guð-jónsson á Djúpa-vogi fann furðu-
fugl í fjöruborðinu
þegar hann var á gangi
Breiðdal snemma í
haust en þá fóru margir
fuglaáhugamenn á stjá
til að reyna að mynda
hann.
út með sjó. Fuglinn
nefnist flatnefur og er
mjög sérstæður. Trú-
lega er hér um sama
fugl að ræða og sást í
Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Furðufugl á ferð
Nokkur umræðahefur skapastum lán bank-
anna á undanförnum
dögum og misserum.
Rósberg G. Snædal orti á
sínum tíma og fékk víxil
út á það:
Þó að lífs míns lekahrip
liggi á botni Ránar,
alltaf má fá annað skip
– Útvegsbankinn lánar.
Einar Jóhannsson fer
með vísu eftir Einar
Benediktsson í samtali
við Hannes Pétursson og
er vísan um Jón Sigurðs-
son forseta. Einar orti
vísuna í Herdísarvík og
sagði nafna sínum sem
lærði hana á stundinni:
Ósjálfráður öfugkjaftur
er af glópsku og þrjózku
skaptur.
Heilan dag og ár út aftur
enginn þolir mennskur kraftur.
Af bönkum
og lánum
pebl@mbl.is
Vestfirðir | Vestfirska forlagið hefur hafið
útgáfu á nýju blaði á Vestfjörðum og ber
það heitið Vestfjarðatíðindi. Blaðið sem er
málgagn forlags-
ins mun koma út
eftir efnum og
ástæðum.
Blaðinu er ætl-
að að kynna sögu
kynslóðanna frá
ýmsum sjónar-
hornum, að fornu
og nýju, á þess-
um hluta lands-
ins. Efniviður er
sóttur í eldri
bækur Vest-
firska forlagsins, nýjar bækur þess kynnt-
ar og margs konar nýtt efni verður í
blaðinu, að sögn ritstjórans, Hallgríms
Sveinssonar.
Blaðið er selt í bókaverslunum um allt
land.
Nýtt blað
hefur göngu
sína
GISTINÓTTUM á hótelum fjölgaði um
13% á landsvísu í september, miðað við
sama mánuð í fyrra. Samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofunnar varð mesta
aukningin á Suðurnesjum, Vesturlandi og
Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr
7.300 í 8.900 á milli ára, sem er 22,8% aukn-
ing.
Gistinætur á hótelum í september árið
2005 voru 92.900 en voru 81.900 árið 2004,
aukningin nemur 13,4%. Á höfuðborgar-
svæðinu fjölgaði gistinóttum um 10.900, úr
53.700 í 64.600 og fjölgaði þar með um 20%
milli ára. Á Austurlandi fækkaði gistinótt-
um um tæp 12%, á Norðurlandi tæpum 7%
og á Suðurlandi tæpum 6%.
Fjölgun gistinátta á hótelum í septem-
ber árið 2005 er nánast eingöngu vegna út-
lendinga, en þær fóru úr 64.600 í 75.500
milli ára, 16,4%. Gistinóttum Íslendinga
fjölgaði um tæpt 1%.
Í september sl. voru 75 hótel sem eru
með opið allt árið en á sama tíma fyrir ári
voru þau 70. Fjöldi herbergja fór úr 3.480 í
3.748 og fjöldi rúma úr 7.014 í 7.626. Hót-
elum fjölgaði um tvö á höfuðborgarsvæð-
inu, tvö á Vesturlandi og eitt á Norðurlandi
eystra.
Tölur þessar um gistinætur eiga einung-
is við um hótel sem opin eru allt árið.
Gistinóttum
á hótelum
fjölgar
♦♦♦
Sýningatímabili
að ljúka!
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn