Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 34
34 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Það munaði sáralitlu á vöru-körfunum í Bónus áSmáratorgi og Krónunni áBíldshöfða þegar Morg-
unblaðið gerði þar verðkönnun rétt
fyrir hádegi í gær. Rúmlega
klukkustund síðar gerði Morg-
unblaðið aftur verðkönnun á sömu
vörutegundum í verslunum Krón-
unnar og Bónuss í Hafnarfirði og
þá var verðið hærra í Krónunni en í
fyrri könnuninni og í Bónus hafði
verðið lækkað.
Vörurnar keyptar
Það hefur reynst blaðamönnum
snúið að gera verðkönnun í lág-
vöruverðsverslununum því um leið
og komið er inn í verslanirnar hef-
ur starfsfólk eða aðilar á vegum
annarra verslana fylgt blaðamönn-
um eftir hvert fótmál og fylgst með
þegar hilluverð er tekið niður og
vörurnar settar í körfu og sam-
keppnisaðilar ekki veigrað sér við
að væna hvor annan um að lækka
verð á meðan verðtaka stendur yf-
ir.
Til að reyna að komast hjá þess-
um aðstæðum var ákveðið að beita
nýrri aðferð við verðtöku og fara
og kaupa einfaldlega í matinn af
lista sem farið er með í búðirnar og
fara síðan með vörurnar til Mæðra-
styrksnefndar og gefa þeim varn-
inginn fyrir skjólstæðinga sína.
Komið var í Krónuna á Bílds-
höfða og í Bónus á Smáratorgi um
klukkan ellefu í gærmorgun. Blaða-
maðurinn í Bónus varð ekki var við
að neinn sæi að hann væri frá
Morgunblaðinu og lauk hann sínum
innkaupum án truflunar.
Í Krónunni byrjaði blaðamað-
urinn að tína í körfuna vörurnar og
kíkti á listann og merkti við jafn-
óðum. Þegar hann var um það bil
hálfnaður kom starfsmaður Krón-
unnar og spurði hvort um verð-
könnun væri að ræða en blaðamað-
ur svaraði því til að hann væri
einfaldlega að kaupa í matinn þótt
þess væri að vísu ekki getið að
maturinn færi síðan beint til
Mæðrastyrksnefndar og að verðið
yrði birt í Morgunblaðinu í dag. Þá
var starfsmaður Bónuss staddur í
Krónunni og búinn að fylgjast með
blaðamanni um stund. Hann gaf í
síma upplýsingar um ferðir blaða-
manns um búðina. Þegar blaðamað-
ur kom á kassa stillti útsendari
Bónuss sér við enda kassans í
Krónunni og hringdi nú til að til-
kynna að blaðamaður væri kominn
á kassa og stuttu síðar tilkynnti
hann að blaðamaður væri á leið út í
bíl. Um leið og blaðamaður var
kominn í hús á Morgunblaðinu
hringdi starfsmaður frá Bónus til
að spyrja hvort verið væri að gera
verðkönnun og benti á að verð
hefði verið lækkað í Krónunni á
meðan blaðamaður staldraði þar
við.
Látið til skarar skríða á ný
Þar sem starfsmenn Bónuss og
Krónunnar urðu varir við blaða-
mann á Bíldshöfða var ákveðið að
láta á ný til skarar skríða og fara í
Bónus og Krónuna í Hafnarfirði og
kaupa sömu vörur, þá um tveimur
klukkustundum síðar.
Niðurstöðurnar eru forvitnilegar.
Þær sýna svo ekki verður um villst
að verðbreytingar áttu sér stað í
búðunum á þessum tíma. Verðið í
Krónunni í Hafnarfirði er oft um
eða yfir 10% hærra en á Bíldshöfða
og í Bónus hefur verðið lækkað frá
fyrri könnun oft um og yfir 10%.
Þegar Guðmundur Marteinsson,
framkvæmdastjóri Bónuss, er
spurður hver sé skýringin á því að
vörurnar í körfunni hafi lækkað frá
því fyrri könnunin var gerð og
þangað til sú seinni var fram-
kvæmd um tveimur klukkustundum
síðar segir hann að skýringin sé
einföld. „Þegar okkur hjá Bónus
varð ljóst að Krónan hafði lækkað
verð á kassa á meðan verðkönnun
var í gangi keypti starfsmaður okk-
ar þær vörur sem hann sá að blaða-
maður keypti og í kjölfarið lækkaði
Bónus verðið í samræmi við það.“
Seinagangur í Hafnarfirði
Árni Þór Freysteinsson, rekstr-
arstjóri Krónunnar, segir að í gær-
morgun hafi verð lækkað í öllum
verslunum Krónunnar á mörgum
vöruliðum en því miður hafi sú
lækkun ekki skilað sér í Krónuna í
Hafnarfirði fyrr en klukkan rúm-
lega tvö þann dag. Aðspurður hvort
skýringin sé ekki sú að verð hafi
verið lækkað í Krónunni á Bílds-
höfða þegar ljóst var að blaðamað-
ur var að gera verðkönnun og
hækkað síðan á ný segir hann að
það sé alls ekki skýringin enda hafi
ákvörðun um þessar verðlækkanir
verið tekin í lok vinnudags daginn
áður.
Kíló af pepperóní
Vakin er athygli á því að miðað
er við kílóverð af pepperóní en fáir
kaupa kíló af því í einu. Skýringin
er mismunandi þungar pakkningar
og því var stuðst við kílóverð í stað-
inn. Veittur var 10% afsláttur við
kassa í báðum búðum og er það
verðið sem kemur fram í töflunni.
Þá skýrist verðmunur á kartöflum
hjá Bónus af því að ódýrari kartöfl-
urnar voru ekki sjáanlegar í versl-
uninni í Hafnarfirði þegar blaða-
maður var staddur þar en báðar
pakkningar voru hinsvegar til á
Smáratorgi og þá var ódýrasti
kosturinn valinn.
Tekið skal fram að ekki er tekið
tillit til gæða eða þjónustu, ein-
ungis er um beinan verðsamanburð
að ræða.
VERÐKÖNNUN | Morgunblaðið kannar verð í lágvöruverðsverslununum Bónus og Krónunni
Breytt verð
eftir tvær
klukkustundir
C % )
R ./1!
R #$ )
R
#$ )
R
!"#
"$%%&
9) - $ C$'-
>$! - - '8
& D
-'-!F
! :%6 -! !
& -$ !8
9--$ '? 1 :!
"?/2:
"? 0/2:
,- ) 2:/ /
*- $ < !
"? ! !!
- /:<%% C !
#- / ') -
.: 2$8!') @)'
!
3//'
* ,;M- - !
* ,!$%!! 1 * 1 !
.: '-2 9 '-$
9- ,;
A
A
; - $$
5 ) )$ :/ #$ !
@$ '$ L !
9 !
@$/- C S- $
,28C 1 *2C /: 8 )
*: ' 1 =
92:/ 8 ) 1 .CC !
<-$ 5- !
"
Morgunblaðið/Júlíus