Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 65

Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 65
handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið, íslenskt bókband. Sýnt er íslenskt bók- band gert með gamla laginu, jafnframt nútímabókband og nokkur verk frá nýaf- staðinni alþjóðlegri bókbandskeppni. Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa. Veitingastofan Matur og menning býður alhliða hádegis- og kaffimatseðil. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands eru fjölbreyttar og vandaðar sýn- ingar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11– 17. Skemmtanir Café Aroma | Menn ársins skemmta í kvöld. Aðgangur ókeypis. Classic Rock | Fótboltinn í beinni alla helgina. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin KUNGFÚ í kvöld, miðnæturdansleikur. Kringlukráin | Hljómsveitin Fimm á Richt- er í kvöld kl. 23. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður í Vinabæ, Skipholti 33 kl. 20 og dans að henni lokinn til kl. 01. Fjölmenn- um og tökum með okkur gesti. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Úlf- arnir í kvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt til miðnættis. Kvikmyndir Kvikmyndasafn Íslands | Kl. 16 er komið að seinni sýningu á leiknum myndum kvikmyndagerðarmannsins Ásgeirs Long. Sýndar verða kvikmyndirnar Gilitrutt (1957), eftirsamnefndri þjóðsögu og Tunglið, tunglið taktu mig (1955), æv- intýramynd um Nonna litla og karlinn í tunglinu. Sýningar fara fram í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Norræna húsið | Criss Cross Flilm on Film. Sýndar eru 9 myndir sem hafa mis- munandi sjónarhorn á það hvernig við upplifum og hugsum um ímyndir og sögu þeirra. Aðgangur ókeypis. Mannfagnaður Salurinn | Menningarhátíð Lions kl. 13.30–15. Allir velkomnir. Gróa Margrét Valdimarsdóttir og Joachin Páll Palom- ares fiðluleikarar koma fram. Fulltrúi Lions á Tónlistarkeppni Lions Europa For- um Bournmouth kynntur. Fréttir Dagvist og endurhæfing MS | Jólabasar. Kl. 13–16 verður opið hús hjá d&e MS, Sléttuvegi 5. Boðið er upp á súkkulaði og rjómavöfflur gegn vægu verði. Fallegir munir sem unnir eru í dagvistinni verða til sölu. Allur ágóði af sölunni er notaður í þágu dagvistarfólksins. Félagsstarf eldri borgara, Mosfellsbæ | Basar og kaffisala á Hlaðhömrum kl. 13.30–16. Meðal annars rennur ágóði af sölu til Hjálparstarfs kirkjunnar. Samtök sykursjúkra | Kl. 12–17 verða Samtök sykursjúkra í Smáralind ásamt samstarfsaðilum sínum. Boðið verður upp á blóðsykursmælingar og ráðgjöf varðandi fótabúnað og umhirðu fóta. Skriðuklaustur | Hinn 21. nóv. verða 30 ár liðin frá því Gunnar Gunnarsson skáld lést. Til að minnast skáldsins stendur Gunnarsstofnun fyrir Gunnarsvöku á Skriðuklaustri í dag með blandaðri dag- skrá sem hefst kl. 16. Fjallað verður um skáldið í máli og myndum. Aðgangur ókeypis. Sjá: skriduklaustur.is. Fundir Vinstrihreyfingin – grænt framboð | Kl. 14–16: Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður SFR, talar um kjaramál félagsmanna. Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB, talar um réttindamál. Þórdís Eygló Sigurðardóttir sundlaugarvörður talar um starfsmat hjá Reykjavíkurborg. Fundarstjóri: Sigríður Kristinsdóttir. Kvenfélagið Aldan | Jólafundur haldinn á Hótel Valhöll sunnudaginn 20. nóv. Rútu- ferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12. Fyrirlestrar Kennaraháskóli Íslands | Guðrún Krist- insdóttir prófessor og Ingibjörg H. Harð- ardóttir lektor halda fyrirlestur 23. nóv. kl. 16.15–17.15, í Kennaraháskóla Íslands. Greint verður frá verkefni sem miðast að því að skoða hvernig börn almennt skilja og skynja ofbeldi á heimilum, áhrif þess á börn og álit þeirra á vænlegum við- brögðum. Málþing Ráðhús Reykjavíkur | Friðar- og mann- réttindaráðstefna fyrir ungt fólk verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 14. Að- gangur er ókeypis. Yfirskrift ráðstefn- unnar er „Hvað getur ungt fólk lagt af mörkum til friðar og mannréttinda á 21. öldinni“. Skriðuklaustur | Í ár eru liðnar fjórar ald- ir frá fæðingu Brynjólfs Sveinssonar, bisk- ups í Skálholti. Sýning verður um Brynjólf og 17. öldina fram í desember í Skriðu- klaustri. Gunnarsstofnun býður til lítils málþings um Brynjólf við opnun sýning- arinnar sunnudaginn 20. nóv. kl. 14. Að- gangur er ókeypis. Námskeið Maður lifandi | Námskeið í hláturjóga byggt á kenningum og aðferðum ind- verska læknisins dr. Madan Kataria. Kenndar verða hláturjógaæfingar og að- ferð til að nota þær til að rækta líkama og sál í daglegu lífi. Kennari er Ásta Valdi- marsdóttir. Skráning og uppl. hjá Maður lifandi og í síma 899 0223. Ráðstefnur Lögberg stofa 101 | „Hvað virkar í for- vörnum? Ráðstefna laugardaginn 19. nóv. kl. 13. Að henni standa FSS (félag STK stúdenta) og AIESEC (alþjóðlegt félag há- skólanema). Markmiðið er að efla grasrót- arstarf í forvörnum. Jakobína H. Árna- dóttir, Lýðheilsustöð Wilhelm Norðfjörð, Þjóð gegn þunglyndi. Ástráður, forvarna- félag læknanema. Aðgangur ókeypis. Útivist Ferðafélagið Útivist | Aðventuferð í Bása 25.–27. nóv. Brottför frá BSÍ kl. 20. Að- ventu- og jólastemning í Básum. Göngu- ferðir, jólaföndur, jólahlaðborð, kvöldvaka. Kjörin fjölskylduferð. Fararstjórar Marrit Meintema og Emilía Magnúsdóttir. Verð 10.500/12.000 kr. Sýningar Minjasafnið á Akureyri | Sýningarnar Eyjafjörður frá öndverðu, Akureyri bærinn við Pollinn og Af norskum rótum. Sýning um gömul timburhús í Noregi og á Íslandi. www.akmus.is. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 65 DAGBÓK Undanfarin átta ár hefur verið starf-rækt námskeið og þjálfun fyrir fatl-aða hjá Reiðskólanum Þyrli semBjarni Eiríkur Sigurðsson rak í C- tröð í Víðidal; þessi námskeið voru þrisvar til fjórum sinnum í viku. „Vegna veikinda Bjarna hætti starfsemin hjá Þyrli. Þessi námskeið voru og eru styrkt með fjárframlögum frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, Rotaryklúbbsins Reykjavík- Breiðholt og jafnframt var ég lánaður í þetta verkefni frá ÍTR,“ segir Sigurður Már Helga- son, starfsmaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. „En þar sem þörfin fyrir þessa þjálfun er fyrir hendi stofnaði Birgir Helgason Hestamið- stöð Reykjavíkur, C-tröð 2, til námskeiða núna í haust. Hann var á árum áður starfsmaður Reiðskólans Þyrils. Við þá starfsemi fór þetta fólk að höfða til hans og þörf þess fyrir þessa starfsemi. Núna í haust voru um 30 manns á námskeiði. Þar sem óvissa var um framhaldið var þátt- takan ekki meiri en þetta. En nú er blásið til sóknar á ný og námskeið farin á stað sem eru á miðvikudögum kl. 14 til 18 og 14 til 16 á fimmtudögum. Lausir tímar eru á þessi nám- skeið og bætt verður við tímum ef aðsókn eykst. Raunar hef ég verið við þetta á miðviku- dags- og fimmtudagsmorgnum, þá hafa komið til okkar nemendur úr Brúarskóla. Gert er ráð fyrir að fólk sé í kringum hest- ana og á baki í um 40 mínútur og upp í klukku- tíma. Allt fer þetta þó eftir getu viðkomandi. Þeir sem eru að koma í fyrsta skipti og hafa ekki þrek eru ekki á baki nema svona liðlega tíu mínútur. Við hverja hreyfingu hestsins myndast 30 hreyfingar í mannslíkamanum. Ef við teymum undir einstaklingi í hálftíma þá er talið að líkami hans skapi 3.000 hreyfingar. Þetta er því mikil þjálfun fyrir fólk sem bundið er í hjólastól. Ef nemendur hafa setuvandamál höfum við haft þann hátt á að leggja teppi yfir hestinn og láta viðkomandi leggjast á grúfu á bak hestsins. Við það fær hann mikinn yl frá hestinum og hreyfingar hestsins ýta við allri starfsemi lík- amans. Þeir sem eru með takmarkað jafnvægi eru settir í hnakk sem er með baki og styður við það. Eins og fram kom áður styrkir Reykjavíkurborg þetta fjárhagslega og fleiri aðilar en einstaklingurinn borgar 1.000 kr. fyr- ir hvert skipti. Við höfum starfsemina innan dyra, í Reiðskemmu Sigurbjörns Bárðarsonar í Víðidal. Ástæða þess að við höfum þetta svona er að fatlaðir einstaklingar hafa ekki getu til að svara óvæntum uppákomum sem geta skap- ast af annarri umferð. Hægt er að fá í rafpósti nánari lýsingu á námskeiðinu. Upplýsingar eru í síma 695-5118 og 860-0212. Námskeið | Þjálfun fatlaðra á hestum hjá Reiðskólanum Þyrli Fleiri fatlaðir komast á hestbak  Sigurður Már Helga- son er verkefnastjóri hjá Íþrótta- og tóm- stundaráði. Hann fæddist í Reykjavík 1940 og lærði hús- gagnabólstrun. Auk þess hefur hann feng- ist við þjálfun í körfu- bolta í mörg ár og hef- ur verið um tíu ár í snertingu við þjálfun fatlaðra. Sigurður er kvæntur og á þrjú börn og sjö barnabörn. Gullbrúðkaup | Í dag, 19. nóvember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Rann- veig Snorradóttir og Jón Valgeir Guðmundsson frá Bolungarvík.60 ÁRA afmæli. Í gær, 18. nóv- ember, varð sextugur Georg Viðar, stofnandi og fyrrum for- stöðumaður Samhjálpar, nú ráðgjafi á áfangaheimilinu Krossgötum. Georg Viðar tekur á móti gestum í dag, laug- ardag, í húsi Fíladelfíusafnaðarins, Há- túni 2, Reykjavík, frá kl. 14–17. Allir velkomnir að kíkja inn og þiggja kaffi- sopa og meðlæti. Gjafir afþakkaðar en þeir sem vilja gleðja hann láti eitthvað af hendi rakna til Samhjálpar. Brúðkaup | Gefin voru saman 9. sept sl. í Kópavogskirkju af sr. Miyako Þórðarson þau Arnar Ægisson og Heiðdís Dögg Eiríksdóttir. Ljósmyndaver Hörpu Hrundar Brúðkaup | Gefin voru saman 27. ágúst sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík af sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur þau Ástrós Hjálmtýsdóttir og Björn Daníelsson. Ljósmyndaver Hörpu Hrundar Menningarhátíð Lions, í dag, í Salnum Kópavogi kl. 13.30-15.00. Gróa Margrét Valdimarsdóttir og Joachin Páll Palomares, fiðluleikarar, koma fram. Menningarhátíð Lions Nánari upplýsingar á www.lions.is. Aðgangur ókeypis • Allir velkomnir. Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Badminton kl. 13.10 í Mýri og búta- saumur kl. 13.30 í Kirkjuhvoli. Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 13–16 er opin myndlistarsýning Sólveigar Eggerz, listakonan verður á staðn- um. Mánud. 21. nóv. kl 14 „Undir dalanna sól“, Björgvin Þ. Valdi- marsson kynnir eigin lög, allir vel- komnir. Fimmtudaginn 25. nóv. „Kynslóðir saman í Breiðholti“, fé- lagsvist í samstarfi við Hólabrekku- skóla. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Skráningu á Vín- arhljómleika 6. nóv. að ljúka. Jóla- markaður Jennýjar mánudag. Tungubrjótar koma í heimsókn á þriðjudag kl. 15. Halldór í Holly- wood fimmtudag kl. 20. Kíkið við í kaffi og lítið í blöðin. Sími 568 3132. Kirkjustarf Áskirkja | Kökubasar safn- aðarfélagsins í Áskirkju verður eftir guðsþjónustu 20. nóvember kl. 15. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Námskeið frá kl. 10.30–14.30. Ljós- brot heldur videocameru-námskeið. Það kostar 1000 kr. Innif. öll kennslugögn ásamt pitsuveislu í hádeginu. Það verða fimm kenn- arar. Allir velkomnir að taka þátt. Skráning á safnaðarskrifstofu í 5354 700 eða filadelfia@gospel.is. Kl. 20 er bænastund. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Gullbrúðkaup | Í dag, 19. nóvember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún Kr. Jörgensen húsfrú og Bent Bjarni Jörgensen, bifvélavirkjameistari og fyrrv. rekstrarstjóri. Þau verja kvöldinu með nánustu ættingjum og vinum. BÓKAFORLAGIÐ Salka mun í dag kynna nokkrar af nýútkomnum bókum ársins í bókabúðinni Iðu. Klukkan 14.00 verður lesið upp úr barnabókinni Hænur eru hermi- krákur, sem er á lista yfir 10 bestu myndabækur í Bandaríkjunum 2005. Gunnella er fyrsti íslenski listamaðurinn sem hlýtur þennan eftirsótta heiður. Klukkan 15.15 mun Þórhallur Heimisson kynna bók sína, Hin mörgu andlit trúarbragðanna, og svara spurningum á eftir og árita. Klukkan 16.00 mun Salka svo fagna útkomu myndasögubók- arinnar Krassandi samvera eftir Bjarna Hinriksson og Dönu Jóns- son. Persónur bókarinnar Mímí og Máni eru Íslendingum að góðu kunnar enda daglegir gestir á myndasögusíðu Morgunblaðsins. Bókakynning Sölku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.