Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI > Markaðurinn Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG Umsvif Björgólfs Thors Vildi í tóbakið Sveiflur á ávöxtun aukast Lífeyrissjóðir glíma við framtíðina Halli hátíðanna Allir tapa á jólunum Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 14. desember 2005 – 37. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kögun kaupir | Kögun hf. hefur skrifað undir samning um kaup á bandarísku hugbúnaðarfyrirtæki sérhæfðu í sölu og innleiðingu á viðskiptahugbúnaði Microsoft. Síminn í raforku | Forstjóri Orkuveitunnar telur Símann undirbúa sölu á raforku. Stjórn- endur Símans staðfesta ekkert en ætla að auka hlutafé og fara inn á nýja markaði. OM nær Skandia | Talið er að Old Mutual hafi tryggt sér um 70 prósenta hlut í Skandia og muni hækka tilboðið til að fá það sem eftir stendur. Stofa verður banki | Verðbréfa- stofa hefur sótt um leyfi til að stunda fjárfestingarbankastarf- semi. Búist er við að leyfið gangi í gegn fljótlega. Vísar á bug | Forstjóri KB banka vísar á bug aðdróttunum Íbúða- lánasjóðs um að KB banki hafi reynt að hafa áhrif á verð skulda- bréfa með viðskiptum sínum 22. nóvember. Sátt um Norse | Norskir fjárfest- ar hafa fallið frá kröfu um lög- bann á sölu Norse Securities til Ís- landsbanka. Búist er við að endan- leg kaup geti gengið fljótt fyrir sig. Umfram spár | Neysluverðsvísi- talan hækkaði um 0,36 prósent í milli nóvember og desember en spár bentu til þess að verðlag myndi standa í stað milli mánað- ana. Lánar meira | Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í nóvember námu tæpum 5,9 milljörðum króna. Það er 48 prósenta aukning miðað við sama tíma í fyrra. Hefja yfirtöku Whittard Allar líkur eru á því að yfir- tökutilboð verði lagt fram í versl- unarkeðjuna Whittard of Chelsea í dag. Samkvæmdt heimildum er það félag í eigu verslunarkeðj- unnar Julan Graves sem leggja mun tilboðið fram. Julan Graves selur sælkera- vörur svo sem hnetur og þurrk- aða ávexti og á Baugur sextíu prósenta hlut í því. Aðrir eigend- ur eru Nick Shutt, forstjóri Juli- an Graves, Arev sem er í eigu Jóns Scheving Thorstensonar og Pálmi Haraldsson sem er stjórn- arformaður. Unnið hefur verið að gerð yfirtökutilboðs að undanförnu. Stjórn Whittard mun samþykk tilboði Julian Graves og góður stuðningur við yfirtökuna í hópi stórra hluthafa. -hh Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Stærstu stofnfjáreigendurnir í SPRON hafa verið að auka hlut sinn undanfarna mánuði samfara mikilli útgáfu nýs stofnfjár sem gefið var út í tveimur útboðum. Þannig eiga fimm stofnfjáreig- endur hver um sig yfir fimm prósent af stofnfé SPRON eftir síðasta stofnfjárútboð, sem fór fram í síðasta mánuði. Þetta eru: Holt Investment Group, sem er í eigu Skúla Þorvaldssonar, Föroya Spari- kassi, Exista, Sundagarðar, sem eru í eigu Gunnars Þórs Gíslasonar, og VÍS. Eignarhlutur KB banka er svo rétt undir fimm prósentum. Aðeins Holt átti yfir fimm prósent stofnfjár í apríl þegar stofnfé var aukið í fyrra skiptið. Hámarksatkvæðisréttur aðila í sparisjóði miðast við fimm prósent, hvort sem um er að ræða beinan eða óbeinan eignarhlut, þannig að það er ljóst að umræddir stofnfjáreigendur, fyrir utan KB banka, gætu ekki nýtt sér eignarhlut sinn að fullu ef til þess kæmi. Stjórnendur í SPRON eru einnig meðal stærstu eigenda stofnfjár. Guðmundur Hauksson sparisjóðs- stjóri á 1.298 stofnfjárhluti, sem samsvarar 1,5 pró- sentum, og eignarhaldsfélög í eigu lykilstjórnenda eiga samanlagt yfir fimm prósent stofnfjár. Síðustu viðskipti á stofnfjármarkaði SPRON fóru fram á genginu 4,5 og hafa bréfin hækkað um 214 prósent frá áramótum að því gefnu að stofn- fjáreigendur hafi nýtt sér rétt sinn í útboðunum og keypt nýja hluti á genginu einum. Stofnfé SPRON hefur verið sexfaldað á árinu og nemur nú fjórum milljörðum að nafnvirði, sem gefur markaðsvirðið átján milljarða króna. Til samanburðar var eigið fé sparisjóðsins ellefu milljarðar eftir síðustu aukn- ingu. Talið er að gengishækkunina megi rekja til nokk- urra þátta, til dæmis góðrar afkomu SPRON á fyrstu níu mánuðum ársins og aukningar stofnfjár sem geri sjóðnum kleift að greiða út háan arð. Þá er bent á að með frekari aukningu stofnfjár skapist forsendur fyrir því að breyta SPRON í hlutafélag. F R É T T I R V I K U N N A R 6 10-12 18 Feðginin Jón Helgi Guðmunds- son og Steinunn Jónsdóttir hafa keypt nýtt hlutafé í fjárfesting- arfélaginu Eyri Invest. Eyrir, sem er að stærstum hluta í eigu feðganna Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar, jók hlutafé sitt og fjölgaði í hluthafahópnum. „Við sjáum þetta sem fyrsta skrefið í að breikka hluthafahóp Eyris,“ segir Árni Oddur, sem er fram- kvæmdastjóri félagsins. Eftir hlutafjáraukninguna er eigið fé Eyris 9,5 milljarðar króna, en heildareignir nema um sextán milljörðum króna. Eigin- fjárhlutfall félagsins er því hátt og möguleikar til frekari land- vinninga, auk þess sem eigendur eru vel fjáðir. Umfang félagsins myndi duga því til að komast í úrvalsvísitölu Kauphallar ef það væri skráð félag Að sögn Árna Odds er félagið betur í stakk búið eftir hluta- fjáraukninguna til þess að takast á við ný verkefni og styðja þau fyrtæki til uppbyggingar sem þegar hefur verið fjárfest í. Eyrir hefur markað sér þá stefnu að fjárfesta í félögum sem eru leiðandi á sínu sviði í heiminum og falla tveir þriðju fjárfestinga félagsins í Össuri og Marel undir þá skilgreiningu. Eyrir á þrjátíu prósenta hlut í Marel og fimmtán prósent í Öss- uri. Þriðjungur fjárfestinganna er í nokkrum skráðum félögum á Norðurlöndunum. -hh Rólegt Express Ekki er von á því að nein niður- staða fáist í sölu Iceland Express í gær. Félagið er í söluferli, en ekk- ert hefur hreyfst í málinu í bili. Samkvæmt heimildum gengur reksturinn vel og núverandi eig- endum liggur ekki á að selja fé- lagið. Þar við bætist að menn telja að betra sé að láta upp- gjörsárið líða áður en tekið er til við sölu af fullum krafti, þannig að ársreikningur liggi fyrir. Ýmsira hafa lýst áhuga sínum á kaupum en enn sem komið er hefur engum verið hleypt inn í reikninga félagisins. -hh Fimm með yfir fimm prósent í SPRON Stærstu stofnfjáreigendurnir auka hlut sinn. Stofnfé metið á tæpa átján milljarða eftir útboð. Bykófjölskyldan til liðs við Eyri Eyrir eflist og forsvarsmenn þess telja félagið betur fallið til að styðja við bakið á núverandi fjárfestingum og takast á við ný verkefni. T Í U S T Æ R S T U S T O F N F J Á R E I G E N D U R Í S P R O N : Nafn % Holt Investment Group 9,94 Föroya Sparikassi 8,06 Exista ehf. 7,92 Sundagarðar hf 5,03 Vátryggingafélag Íslands 5,02 Kaupþing banki 4,93 Veifa ehf 4,01 SGP Fjárfestingar ehf 2,32 Birkir Baldvinsson ehf 2,22 JP Fjárfestingar ehf 2,19 PÁLMI HARALDSSON 01_20_Markadur 13.12.2005 16:05 Page 3 Sími: 550 5000 MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2005 — 338. tölublað — 5. árgangur 10 DAGAR TIL JÓLA SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Marsipansamkeppni á aðventunni jólin koma • bílar • ferðir Í MIÐJU BLAÐSINS FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Að kjósa sér ríkisstjórn Ólafur Hannibalsson segir að þorri landsmanna hafi lengi skynjað að Framsóknarflokkurinn eigi ekkert erindi við kjósendur í dag. Í DAG 30 FANGELSISMÁL Tólf fangar sitja nú í Hegningarhúsinu á Skóla- vörðustíg, sem rekið hefur verið á undanþágum um áratuga skeið. Í bráðabirgðaskýrslu eftirlitsnefnd- ar Evrópuráðsins segir það óásætt- anlegt að gæsluvarðhaldsfangar skuli vistaðir þar, enda standist það engan veginn þær kröfur sem nú séu gerðar til slíkra fangelsa. Þetta kemur fram í nýrri grein- argerð um stöðu fangelsismála hér á landi, sem forstjóri Fangels- ismálastofnunar, Valtýr Sigurðs- son, hefur tekið saman. Þar kemur einnig fram að fangelsið í Kópavogi sé allsendis ófullnægjandi til að hýsa kvenfanga í langri afplánun. Að auki eigi það að hverfa á næstu árum samkvæmt skipulagi Kópa- vogsbæjar. Í því fangelsi dvelja nú tíu fangar. Forstjóri Fangelsismála- stofnunar bendir á að í ítarlegri skýrslu Stefáns P. Eggertssonar verkfræðings um uppbyggingu fangelsanna, sem hann vann fyrir dómsmálaráðuneytið, hafi verið talið að 266 milljónir króna þyrfti á árinu 2006 til fangelsismála. Í nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi séu taldar fram 50 milljónir króna til að hefja framkvæmdir á Akur- eyri, auk þess sem gert sé ráð fyrir að framkvæmdir við Kvía- bryggju verði fjármagnaðar með ónotuðum fjárheimildum frá fyrri árum. Þær upphæðir nema 27 milljónum króna, samkvæmt upp- lýsingum forstjórans. Hann segir enn fremur að ekki sé hægt að leggja Hegningarhúsið niður fyrr en fangelsið fyrirhugaða á Hólms- heiði verði tilbúið. Áætlanir gera ráð fyrir að það verði fyrir árslok 2009. Undanþága fyrir Hegning- arhúsið rennur hins vegar út í febrúar 2006. - jss Fimmtíu milljónir til uppbyggingar fangelsa á fjárlögum 2006: Tólf fangar í ónýtu fangelsi VÍÐAST VÆTA en þó ekki fyrir aust- an þar sem búast má við björtu veðri með köflum. Lægir með kvöldinu. Hiti 3-8 stig á láglendi. VEÐRIÐ Í DAG Jólablóm og túlipanar Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur er kominn í jólaskapið og opnar sýningu á vinnu- stofu sinni næsta laugardag. MENNING 41 KJÖTFRAMLEIÐSLA Skortur er á íslensku nautakjöti og þá sérstaklega kjöti í hakk. Auka þyrfti framboð um þrjú til fjögur prósent til að mæta eftirspurninni. Leifur Þórsson, framkvæmda- stjóri Ferskra kjötvara, segir að hann eigi ekki til eitt einasta kíló til að selja stórviðskiptavinum á borð við Hagkaup og Bónus. Undir þetta tekur Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. Leifur segir ástandið óvenjuslæmt. „Ástandið hefur verið slæmt á köfl- um en nú hefur keyrt um þverbak,“ segir hann. Nautakjötsskorturinn hefur verið viðvarandi í að minnsta kosti eitt ár og virðist einkum eiga við um Suð- urland þar sem tvær kjötvinnslur eru á sama svæðinu í samkeppni við Mjólkurbú Flóamanna sem hefur slegið í gegn og náð góðum árangri í sölu á skyri og skyrdrykkjum. Búast má við að eftirspurn eftir innlendu nautakjöti tvöfaldist milli jóla og nýárs því að neytendur leita gjarnan í ferska kjötið um nýárið, en í ár verður lítið nautakjöt á mark- aðnum þó að innflutningur á nauta- lundum geti mætt eftirspurninni að mestu þar. Innflutningur var nýlega leyfður á 35 tonnum af nautahakki en Leifur telur að það sé bara „dropi í hafið“ auk þess sem sá innflutningur sé ekki enn hafinn. „Ráðuneytið vill sjá hvað þessi 35 tonn gera fyrir markað- inn. Það er enginn skilningur á því að markaðinn vantar hakkefni, kjöt til að hakka og búa til hakk, hamborg- ara og þess háttar,“ segir Leifur. Steinþór segir að ástæðurnar fyrir skortinum séu einkum tvær. Offramboð á nautakjöti fyrir tveim- ur til þremur árum hafi orðið til þess að bændur drógu úr nauta- kjötsframleiðslu. Sá samdráttur sé að koma fram núna. Þá hafi nytin aukist verulega þannig að færri kýr þurfi til að anna eftirspurn eftir mjólk. Bændur haldi kúnum í mjólkurframleiðsu, kálfum fækki og framboðið á kýrkjöti og ung- nautakjöti hafi minnkað. Þá jaðri við að vera skortur á mjólk en góður árangur hafi náðst í sölu á skyri og skyrdrykkjum. Sigmundur Ófeigsson, fram- kvæmdastjóri Norðlenska, segir að framboð og eftirspurn eftir nauta- kjöti sé í jafnvægi hjá Norðlenska. - ghs Skyrdrykkja veldur skorti á nautakjöti Svo mikill skortur er á innlendu nautakjöti að Sláturfélag Suðurlands og Ferskar kjötvörur eiga ekki nautakjöt í hakk og hamborgara. Ástæðurnar eru tvær, offramboð nautakjöts fyrir tveimur árum og vinsældir skyrdrykkja. KIND HÖNNUÐIRNIR SUNNEVA VIGFÚS- DÓTTIR OG MARÍA ÓLAFSDÓTTIR Hanna mokkajakka undir nafninu Kind FÓLK 58 SÓTSVARTUR SJÓNDEILDARHRINGUR Slökkt var í leifum síðasta olíugeymisins síðdegis í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEMEL HEMPSTEAD, AP Slökkviliðs- mönnum tókst í gær að slökkva síðustu eldana sem loguðu í tönk- um Buncefield-olíubirgðastöðvar- innar norður af Lundúnum. Talið er að rífa þurfi á annan tug húsa í nágrenninu sem stór- skemmdust í mikilli sprengingu sem varð í stöðinni á sunnudags- morguninn. Talið er að óhapp hafi valdið sprengingunni og eldunum í kjölfarið en öllum möguleikum er þó haldið opnum. 43 slösuð- ust, þar af tveir alvarlega. Rýma þurfti fjölmörg íbúðarhús skammt frá stöðinni en íbúar þeirra fengu að snúa til síns heima í gær. ■ Buncefield-olíubirgðastöðin: Slökkvistarfi loksins lokið GLUGGAÞVOTTUR Á AÐVENTUNNI Það eru ekki bara jólasveinarnir sem þurfa að klifra upp í húsglugga landsins þessa dagana. Sigvaldi Snær Kaldalóns hefur þvegið glugga í rúm 40 ár og var í gær í óða önn að gera glugga Landsbankans á Laugavegi fína fyrir jólahátíðina. Sigvaldi raular jafnan lagstúf fyrir munni sér við iðju sína enda barnabarn nafna síns tónskáldsins. Vel viðraði til gluggaþvotta í Reykjavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Úrvalsdeildarliðin fá allan pakkann Forráðamenn neðri deildarfélaga í íslenskri knattspyrnu eru ekki sáttir við þá ákvörðun KSÍ að skipta 50 milljón króna styrk frá UEFA aðeins á milli félaga í efstu deild. ÍÞRÓTTIR 50 Diddú og drengirnir í níu ár hefur Sigrún Hjálmtýsdóttir komið fram á tónleikum skömmu fyrir jól með Blásarasextett Mosfellsbæjar. MENNING 40 VERÐKÖNNUN Allt að 100 prósent verðmunur var á jólabókum í gær að því er fram kemur á fréttavef ASÍ. Þetta eru niðurstöður verð- lagseftirlits ASÍ í fjórtán versl- unum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Bónus var oftast með lægsta verðið á 26 titlum af 36 en oft var lítill verðmunur milli Bónuss og Nettós eða innan við 10 krónu munur á 20 af þeim 29 titlum sem til voru í báðum verslununum í Reykjavík. Mesti verðmunurinn var 65 krónur. Griffill var oftast með hæsta verðið. Ekki er tekið tillit til þess að í Griffli er tilboð á bókum. - ghs Jólabækurnar í sölu: 100 prósent verðmunur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.