Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 73
MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2005 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.306 +1,15% Fjöldi viðskipta: 380 VELTA: 6.865 MILLJÓNIR HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:ACTAVIS 50,30 +1,40% ... Bakkavör 51,70 -0,60% ... FL Group 17,50 +2,30% ... Flaga 4,92 +0,00% ... HB Grandi 9,50 +0,50% ... Íslandsbanki 17,30 +1,20% ... Jarðboranir 24,20 +0,80% ... KB banki 682,00 +1,50% ... Kögun 59,60 -0,30% ... Landsbankinn 24,50 +2,10% ... Marel 64,20 +0,00% ... SÍF 4,18 +0,20% ... Straumur-Burðarás 15,60 -0,60% ... Össur 117,00 -0,90% MESTA HÆKKUN FL Group +2,34% Landsbankinn +2,08% KB banki +1,49% MESTA LÆKKUN Mosaic Fashions -1,12% Össur -0,85% Straumur -0,64% Sex evrópskir bankar, auk KB banka hafa lánað Lýsingu 75 milljónir evra, eða sex milljarða íslenskra króna. Gunnar Kr. Sigurðsson segir útboðið hafa gengið vel og Lýsing sátt við þau kjör sem buðust. Hann segir lántökuna fyrst og fremst til að mæta vexti útlána á þessu ári. „Við þurfum að öllum líkindum að taka annað lán á næsta ári til þess að fjármagna vöxt, bæði í fyrir- tækja- og einstaklingsþjónustu. Gunnar segir búist við áfram- haldandi vexti í eignaleigu, enda þótt eitthvað kunni að fara að hægja á vextinum eftir því sem nær dregur hámarki hagsveifl- unnar. „Við búumst við að gott ár sé framundan og að fjárfesting í atvinnutækjum verði töluverð.“ Hann segir það markmið Lýs- ingar að auka umsvif sín í fjár- mögnun atvinnuhúsnæðis. „Menn nýta sér þá kosti leigu og gjald- færa kostnað, en eiga um leið þann kost að eignast húsnæðið.“ Gunnar segir skilyrðum nýlega hafa verið breytt þannig að nú sé slík eigna- leiga fýsilegri fyrir stærri hóp fyrirtækja. „Við bjóðum nú fyr- irtækjum allt að níutíu prósenta fjármögnun og getum gert samn- inga til allt að tuttugu ára.“ Lýsing er stærsta fyrirtækið á sviði eignaleigu og nema útlánin 36 milljörðum króna. Hann segir lánasamninginn nú gefa fyrirtæk- inu kost á að bjóða viðskiptavinum sífellt betri kjör. Lýsing fær sex milljarða að láni hjá sjö bönkum Eignaleigufyrirtækið Lýsing hefur tekið sex milljarða króna sambankalán. Fyrirtækið hyggst sækja fram í eignaleigu íbúðarhúsnæðis. EKKI BARA VÉLAR OG TÆKI Gunnar Kr. Sigurðsson segir Lýsingu ætla að sækja fram í eigna- leigu á atvinnuhúsnæði. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið í eignaleigu á atvinnutækjum og bifreiðum. Tryggingamiðstöðin hefur selt hlutabréf í Landsbanka Íslands fyrir 765 milljónir króna að markaðsvirði. Fyrir skömmu seldi félagið einnig bréf í Landsbankan- um fyrir tæpan hálfan milljarð króna. Samkvæmt síðasta hluthafalista frá Landsbank- anum er TM fjórði stærsti eigandinn með um þriggja prósenta hlut. - eþa TM selur í LÍ TM SELUR Í LÍ hefur selt hlutabréf í Landsbankanum fyrir um 1.260 milljónir í desember. Fjárfesting jókst hér á landi um rúm 42 prósent sem er mikið sé litið aft- ur til ársins 2002. Landsframleiðsla á þriðja árs- fjórðungi jókst aðeins um fjögur prósent frá sama tíma í fyrra. Samkvæmt frétt Hagstofu Íslands stafar það af samdrætti í útflutn- ingi og mikils innflutnings. Inn- flutningur jókst um rúm 32 pró- sent en útflutningur dróst saman um rúm 3 prósent. Þjóðarútgjöld, sem er samtala einkaneyslu, ríkisútgjalda og fjár- festinga, uxu á þriðja ársfjórðungi um rúm 18 prósent. Þjóðarútgjöld hafa ekki vaxið hraðar á einum ársfjórðungi síðan fyrstu þrjá mánuði ársins 1998. Samkvæmt mælingu Hagstof- unnar er talið að einkaneyslan hafi vaxið um 12,5 prósent og er það litlu minni aukning en á öðrum ársfjórðungi. Þá óx einka- neyslan um 14,7 prósent og hefur ekki aukist meira frá því að mæl- ingar hófust árið 1997. Sem fyrr má rekja meginhluta þessa vaxtar til kaupa á innfluttum vörum og þjónustu. Fjárfesting óx um 42,3 prósent á þriðja ársfjórðungi frá sama tíma árið áður eftir að hafa vaxið um fjórðung á fyrsta og öðrum árs- fjórðungi. Er þetta mesta aukning á einum ársfjórðungi sé litið aftur til ársins 2002. Vega stóriðjufram- kvæmdir þungt í þessum tölum ásamt byggingaframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu. Samneyslan óx um 3,7 prósent og er það nokkru meiri vöxtur en verið hefur á undanförnum árs- fjórðungum. -bg Stórauknar fjárfestingar FJÁRFESTING Í SKÝJUNUM. Byggingaframkvæmdir hafa stóraukið fjárfestingar hér á landi á þriðja ársfjórðungi. Netfyrirtækið dohop.com hefur opnað nýja flugleitarvél sem inni- heldur alls 650 flugfélög, þar með talin 80 lággjaldafélög. Að því er haft er eftir Frosta Sigurjónssyni, stofnanda og framkvæmdastjóra dohop, er þetta í fyrsta sinn sem fólk getur leitað samtímis hjá lág- gjalda- og hefðbundnum flugfé- lögum til að finna bestu flugáætl- un. Leitarvélin býður notendum að raða og sía leitarniðurstöður til að finna bestu ferðaáætlunina og sækir verðupplýsingar frá þeim söluaðilum sem bjóða viðkomandi flug. Notandi heimsækir vefsíðu söluaðila til að bóka flugmiða. Dohop.com er íslenskt fyrirtæki en hefur söluskrifstofu í Frakk- landi. Nýjung hjá dohop NÝJUNG VIÐ FLUGLEIT Íslenska netfyrirtækið dohop.com opnar nýja leitarvél.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.