Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 12
ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 3 03 96 12 /0 5 Olíuskip á skeri Sænskt olíuskip steytti á skeri fyrir utan Helsinki um helgina. Skipið hefur tvöfaldan botn og lak því engin olía í hafið. Skipið hafði lóðs um borð og fimmtán manna áhöfn og var á leið til Turku. Fljótlega tókst að losa skipið og var það lóðsað til hafnar. FINNLAND Nýtt nafn Stjórnendur Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur telja nafn félagsins barn síns tíma og hafa boðað til samkeppni um nýtt nafn. Öllum er frjálst að senda inn tillögu og fær höf- undur uppástungunnar sem verður fyrir valinu 300 þúsund krónur í verðlaun. Skilafrestur er til 15. janúar. SAMKEPPNI KÍNA Kínverjar minntust þess í gær með athöfnum víða um land að 68 ár eru liðin frá einhverju skelfi- legasta blóðbaði sem þjóðin hefur orðið fyrir. Þá réðust japanskar hersveitir inn í borgina Nanking og drápu milli 300 og 400 þúsund sak- lausa borgara á skömmum tíma. Er atburðurinn enn greyptur í hina kínversku þjóðarsál sem „nauðgunin í Nanking“. Stjórn- völd í landinu notuðu harmleikinn lengi í áróðursskyni gegn Japönum lengi vel á eftir og enn eimir af andúð milli þjóðanna tveggja sem að mörgu leyti má rekja til atburð- anna í Nanking 13. desember árið 1937. Þá höfðu japanskar hersveitir náð Shanghai á sitt vald og héldu rakleiðis norður áleiðis til Nank- ing. Engir hermenn voru í borginni heldur aðeins almennir borgarar en það kom ekki í veg fyrir að jap- anskir hermenn gengu milli bols og höfuðs á hverjum einasta manni sem á vegi þeirra varð. Ekkert lífsmark var í borginni þegar þeir hurfu brott. - aöe MINNINGARATHÖFN Í PEKING Milli 300 og 400 þúsund íbúar Nanking létu lífið fyrir 68 árum þegar innrásarherir japanska keisarans fóru um borgina. NORDICPHOTOS/AFP Kínverjar minnast fallinna í einu mesta blóðbaði seinni tíma: Nauðgunarinnar í Nanking minnst DÓMSMÁL Dæmd voru ómerk í Hér- aðdómi Reykjavíkur í gær tvenn ummæli sem birtust um Ástþór Magnússon athafnamann í DV í maí og september síðasta ár. Ann- ars vegar fyrirsögnin „Börn látin skrifa undir vafasamt plagg - Ást- þór notar börn til að ná völdum“ sem var birt 21. maí 2004 og svo setningin „Ástþór mun vera fast- akúnni á barnum“ sem birtist 25. september sama ár. Illugi Jökulsson, sem gegndi starfi ritstjóra DV á þeim tíma, og Mikael Torfason voru hvor um sig dæmdir til að greiða 50.000 krón- ur í sekt. Útgáfufélag blaðsins, 365 prentmiðlar, og blaðamaður- inn, sem einnig var kærður, voru sýknuð. Ekki var fallist á fimm milljón króna miskabótakröfu Ást- þórs. Mikael Torfason, ritstjóri DV, segir umfjöllun blaðsins um Ástþór Magnússon standa eftir dóminn, enda sé dæmt fyrir smá- vægilega framsetningu, ekki meginatriði. „Við vorum að fjalla um alvarlega hluti, eins og þessa tombólu hans, sem erindi áttu við allan almenning. En hvort hann er fastakúnni á einhverjum bar skiptir náttúrulega minna máli. Af tuttugu atriðum sem hann kærir eru tvö ómerkt,“ segir hann, en það eru 90 prósent. „Þetta virðist vera óttalegur tittlingaskítur sem eftir stendur.“ Mikael segir ekki búið að taka ákvörðun um mögu- lega áfrýjun dómsins. Vísað var frá dómi kröfum Ást- þórs vegna þriggja ummæla, en sýknað vegna þeirra fimmtán sem eftir stóðu í kærunni. - óká Dæmt í meiðyrðamáli Ástþórs Magnússonar vegna skrifa í DV í fyrra: 90 prósent skrifa DV standa Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Hilmar Ingi- mundarson, lögmaður Ástþórs Magnússon- ar, mætti við uppkvaðningu dóms gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Framlengt til fimm ára Kristján Skarphéðinsson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu frá áramótum til næstu fimm ára. Kristján hefur verið skrifstofustjóri í iðnaðar- ráðuneytinu síðustu sjö árin og settur ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytum frá 1. janúar 2003. IÐNAÐARRÁÐUNEYTI KÚALA LÚMPÚR, AP Ráðherrar Suð- austur-Asíuríkja kröfðust þess á fundi sínum í Kúala Lúmpúr, höf- uðborg Malasíu, í síðustu viku að herforingjastjórnin í Mjanmar hrinti í framkvæmd lýðræðis- umbótum. Einnig að stjórnin léti Aung San Suu Kyi, friðar- verðlaunahafa Nóbels, lausa úr stofufangelsi. Ályktunin er skýrasta merk- ið til þessa um vaxandi gremju stjórnmálaleiðtoga í heimshlutan- um með stífni og mannréttinda- brot herforingjastjórnarinnar. ■ Suðaustur-Asíuleiðtogar: Vilja umbætur í Mjanmar RÁÐHERRAFUNDUR ASEAN Malasískur hermaður stendur vörð við ráðstefnumið- stöðina í Kúala Lúmpúr þar sem ráðherrar SA-Asíuríkja koma saman. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 12 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLAN TIL VARNAR Sjúklingar, hermenn og fangar hófu að kjósa í þingkosningum í Írak í gær. Einnig þeir Írakar sem búa erlendis. MYND/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.