Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN8
F R É T T A S K Ý R I N G
Stjórnendur Deutsche Bank töluðu fyrir
því í Búlgaríu að Björgólfur Thor Björg-
ólfsson, stjórnarformaður Actavis og um-
svifamikill fjárfestir, fengi að kaupa þrjú
lyfjafyrirtæki sem voru í opinberri eigu
árið 1999. Vegna mikilvægra tengsla þýska
bankans og búlgarskra stjórnvalda, meðal
annars vegna erlendra skulda ríkisins,
náðust samningar um kaupin. Fyrirtækin
voru sameinuð undir nafni Balkanpharma,
sem síðar rann inn í Actavis Group. Þing-
nefnd sem fylgist með spillingu í Búlgaríu
vildi taka þessi viðskipti til skoðunar í
byrjun árs 2000. Af því varð ekki.
Þetta kemur meðal annars fram í
greinaflokki um Björgólf Thor sem birtist
fjóra útgáfudaga í dagblaðinu Standart
News í Búlgaríu nú í byrjun desember.
Samkvæmt upplýsingum Markaðarins frá
yfirmönnum blaðsins var búið að vinna að
úttektinni í nokkra mánuði áður en hún
birtist. Fóru blaðamenn víða til að afla sér
upplýsinga, meðal annars til Íslands og
Pétursborgar í Rússlandi. Þeir segja að
Björgólfur Thor hafi sjálfur ekki veitt
þeim viðtal. Afrakstur þeirrar vinnu var
birtur í byrjun desember í kjölfar þess að
fjárfestirinn frá Íslandi hafði tryggt sér
yfirráð yfir búlgarska símanum, sem ný-
lega var einkavæddur.
UPPGANGI BJÖRGÓLFS LÝST
Fyrir þá sem þekkja feril Björgólfs er
ekki mikið nýtt sem birtist í fyrstu grein-
unum. Sagt er frá því hvernig feðgarnir,
hann og Björgólfur Guðmundsson ásamt
Magnúsi Þorsteinssyni, fara til Péturs-
borgar og setja á laggirnar átöppunar-
verksmiðju. Það hafi meðal annars verið í
kjölfar Hafskipsmálsins og dregur blaða-
maðurinn þær ályktanir að Björgólfur
Thor hafi viljað endurheimta gott orðspor
fjölskyldunnar, sem margir sögðu að hefði
beðið hnekki. Bravo-bjórverksmiðju-
ævintýrið er rakið og átökin í rússnesku
athafnalífi.
Greint er frá því að að fyrirtæki þeirra
félaga hafi náð sautján prósenta markaðs-
hlutdeild í Pétursborg og níu prósentum í
Moskvu án þess að eyða eyri í auglýsingar.
Rifjuð er upp frásögn sem birtist í breska
blaðinu Guardian 16. júní í sumar um
meint fjárhagsleg tengsl verskmiðjunnar
við rússnesku mafíuna. Sagt er að breski
blaðamaðurinn sem skrifaði greinina, Ian
Griffiths, sé mikilsmetinn í sínu heima-
landi og hafi verið tilnefndur til verðlauna
sem viðskiptablaðamaður ársins 2005.
„Það er ekki möguleiki að Griffiths skrifi
tóma vitleysu,“ segir í búlgarska blaðinu.
Tekið skal fram að Björgólfur Thor hefur
vísað þessum skrifum á bug og í Standart
News er vitnað í viðtal við danska blaðið
Berlingske Tidende þar sem hann leiðréttir
það sem kom fram í grein Guardian.
NEMUR LAND Í BÚLGARÍU
Samhliða þessu er greint frá uppgangi
lyfjafyrirtækja sem Björgólfur Thor teng-
ist ásamt föður sínum. Í júní árið 1999 hafi
honum síðan verið boðið til Búlgaríu af
Deutsche Bank til að fjárfesta í lyfjaiðnað-
inum þar í landi. Gefið er í skyn að vegna
vinveittra tengsla við stjórnvöld hafi Ís-
lendingunum verið seld þrjú búlgörsk
lyfjafyrirtæki í Dupnitsa, Troyan og Razg-
ard langt undir markaðsverði. Úr þeim
hafi Balkanpharma verið búið til, sem
varð hryggjarstykkið í starfsemi Actavis
Group og gerði Björgólf Thor að millj-
arðamæringi.
Uppbyggingu lyfjafyrirtækjanna er
svo lýst, sem og tengslum Björgólfs Thors
við íslenska hlutabréfamarkaðinn. Margt
gerist árin eftir að Björgólfur byrjar að
fjárfesta í Búlgaríu. Verðmæti skráðra
fyrirtækja á Íslandi lækkar mikið árið
2001, frekari sameiningar verða í lyfjaiðn-
aðinum hér á landi og erlend fyrirtæki eru
keypt, Bravo er selt í Rússlandi og Lands-
bankinn keyptur. Hækkun úrvalsvísitöl-
unnar aftur gerir Björgólf Thor, að sögn
Standart News, enn ríkari. Í kjölfarið hafi
hann fjárfest í fjarskiptafyrirtækjum í
Tékklandi, Finnlandi og Grikklandi.
MIKILVÆGI DEUTSCHE BANK
Blaðamaður Standart News segir að
Björgólfi Thor hafi alltaf tekist að hafa
rétta fólkið með sér til að tryggja pólitíska
hagsmuni, sem skipti miklu í viðskiptum í
landi eins og Búlgaríu. Vorið 1999 hafi
tuttugu manna hópur verið með Björgólfi í
höfuðborginni Sofíu. Mikilvægasti ein-
staklingurinn í þeim hópi hafi verið maður
að nafni Dominic Redfern, yfirmaður í
Deutsche Bank. Mælti bankinn sérstak-
lega með Björgólfi Thor sem kaupanda að
lyfjafyrirtækjum í Búlgaríu sem til stóð
að selja. Sagði Redfern Björgólf hafa pen-
inga sem hægt væri að nota til góðra
verka. Voru aðrir líklegir fjárfestar í
lyfjaiðnaðinum þar í landi látnir vita af
þessum stuðningi þýska bankans við Ís-
lendingana. Síðan segir í greininni að það
hafi verið spurning um heiður fyrir ríkis-
stjórn Ivan Kostov að selja lyfjafyrirtæk-
in til þess sem fulltrúar Deutsche Bank
mæltu með. Kostov hafi augljóslega lagt
blessun sína á það.
Standart News segir að þar sem miklar
erlendar skuldir hvíli á búlgarska ríkinu
hafi aðkoma Deutsche Bank opnað margar
dyr. Veiti bankinn ekki nauðsynlega
greiðslufresti á lánum ríkisins geti ríkis-
stjórnin komist í vanda með fjárlögin.
Deutsche Bank hafi svo keypt hlutabréfin
í lyfjafyrirtækjunum þremur 17. júní 1999
sem síðar varð Balkanpharma. Sagt er að
Björgólfur Thor hafi aldrei sjálfur skrifað
undir samninga. Í forsvari hafi verið aðil-
ar tengdir pólitískum öflum.
ÞINGNEFND VILL SKOÐA SPILLINGU
Snemma á árinu 2000 vildi þingnefnd um
spillingu taka söluna á lyfjafyrirtækjun-
um þremur til skoðunar. Úr því varð ekki
og kemur fram í greininni að stuðningur
Þýskalands við aðildarviðræður Búlgaríu
að Evrópusambandinu og aðkomu ríkisins
að Schengen-landamærasamstarfinu hafi
verið mikilvægur. Hagsmunir Björgólfs
og Deutsche Bank hafi því ekki skaðast.
Í greininni kemur fram að Björgólfur
Thor og Dominic Redfern hafi verið það
ánægðir með árangurinn í fyrri viðskipt-
um sínum að þeir gerðu sig líklega til að
kaupa búlgarska tóbaksfyrirtækið Bulgar-
tabac árið 2002. Að þessu unnu Redfern og
maður að nafni Radenko Milacovich, sem
gaf til kynna að Deutsche Bank stæði á
bak við tilboðið með stuðningi pólitískra
afla. Reynt var að koma í veg fyrir að ann-
ar aðili, Michael Cherny, keppti um fyrir-
tækið. Sagt er að mikinn spillingarþef hafi
lagt frá málinu og Cherny myndi ekki fá
að kaupa tóbaksfyrirtækið þrátt fyrir að
bjóða hærra verð. Hætt var við söluna
eftir mikil átök og hótun um lögsókn. Þar
með mistókst tilraun Björgólfs Thors til
að kaupa Bulgartabac. Eftir það sneri
hann sér að búlgarska símanum í staðinn.
Í febrúar 2002 er tilkynnt um sölu á hlut
ríkisins í búlgarska símanum, BTC. Tveir
aðilar keppa um hlutinn, fjárfestar frá
Tyrklandi og Viva Ventures sem skráð var
í Austurríki. 23. október er svo tilkynnt að
Viva Ventures kaupi 65 prósent í fjar-
skiptafyrirtækinu. Áður en samningar
voru undirritaðir urðu málsaðilar ósam-
mála um efni samningsins og einkavæð-
ingarnefndin neitaði að skrifa undir. Var
meðal annars deilt um hvort verðið fyrir
símann væri of lágt. Rætt var aftur við
tyrknesku fjárfestana og Viva Ventures
kærði málið til stjórnlagadómstóls. 20.
febrúar 2004 er svo skrifað undir kaup-
samninginn við Viva Venture. Björgólfur
Thor átti þá stóran hlut í því félagi.
ÞÁTTUR EIBANK
Búlgarska ríkið ákveður í janúar 2005 að
selja þau 35 prósent sem það átti enn í
búlgarska símanum. Banki þar í landi,
EIBank, kaupir að minnsta kosti 25 pró-
sent að því er fram kemur í grein Standart
News. Samkvæmt bankanum er hluturinn
keyptur fyrir viðskiptavin. Ekki hafi þá
verið vitað að viðskiptavinurinn heitir
Björgólfur Thor. Nú ræður Björgólfur yfir
um 75 prósentum í símafyrirtækinu.
Sagt er að stjórnandi EIBank, Tsvetel-
ina Borislavova, og Björgólfur Thor hafi
orðið viðskiptafélagar. EIBank sé níundi
stærsti banki landsins. Björgólfur keypti
34 prósent í bankanum í september og
stefnir á að eignast stærri hlut.
„Yfirtakan á BTC en án efa perla í kór-
ónu Björgólfs Thors Björgólfssonar,“
segir svo í síðustu greininni.
Vildi kaupa tóbaksfyrirtæki í Búlgaríu
Umsvif Björgólfs Thors Björgólfssonar í Búlgaríu hafa eðlilega kallað á mikla fjölmiðlaathygli. Í byrjun
desember birtist ýtarleg fréttaskýring fjóra útgáfudaga í röð í einu stærsta dagblaði landsins um feril
Björgólfs og innkomu í búlgarskt viðskiptalíf. Þessi umfjöllun og önnur í þessum mánuði koma í kjölfar
þess að Björgólfur hefur tryggt sér yfirráð yfir búlgarska símanum. Björgvin Guðmundsson skoðaði málið.
STJÓRNENDUR ACTAVIS GROUP Á ÍSLANDI
Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Actavis,
hefur verið umsvifamikill í fjárfestingum í Búlgaríu.
Hefur það bæði verið í gegnum Actavis og hans eigin
félög. Umsvif hans þar hafa vakið athygli búlgarskra
fjölmiðla, sem segja Björgólf hafa réttu mennina með
sér sem tryggi þá pólitísku hagsmuni sem þurfi til að
eiga viðskipti þar í landi.
... dregur blaðamaðurinn þær ályktanir að Björgólfur Thor hafi
viljað endurheimta gott orðspor fjölskyldunnar, sem margir sögðu
að hefði beðið hnekki.
08_09_Markadur lesið 13.12.2005 15:07 Page 2