Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 24
Kýs konu frekar
en bachelorinn
Jenný í úrslitum í
Bachelor á morgun
DV2x15 13.12.2005 19:31 Page 1
14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR24
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Góð spurning
„Getur KB banki keypt for-
gang á biðlistum spítalanna
fyrir viðskiptavini sína?“
INGIBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR
FORSTJÓRI Í GREIN Í MORGUN-
BLAÐINU UM EINKATÓNLEIKA
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITARINNAR
FYRIR KB BANKA OG FORSETA-
EMBÆTTIÐ.
Heyr heyr
„Framkoma sem þessi
við íslenska neytendur er
forkastanleg og ég óska eftir
að atvinnurekendur skili
aftur þessum peningum.“
JÓHANNES GUNNARSSON, FOR-
MAÐUR NEYTENDASAMTAKANNA,
UM ÞÁ STAÐREYND AÐ VÖRUVERÐ
LÆKKAR EKKI ÞRÁTT FYRIR HÁTT
GENGI KRÓNUNNAR. FRÉTTA-
BLAÐIÐ.
„Nú var einmitt verið að fagna því að menn hefðu náð
þeim árangri að vinna samanlagt eina milljón vinnu-
stundir við nýtt álver án þess að slys henti við fram-
kvæmdirnar,“ segir Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar
í Fjarðabyggð, og bætir við að nú vinna um þúsund
manns við álversframkvæmdir.
Hann segir íbúa Fjarðabyggðar komna í aðventuskap,
enda hús og garðar víða fagurlega skreytt. Sjálfur segist
Smári hvorki fá að baka né skreyta. Það finnist honum
slæmt því hann sé „annálað smekkmenni.“ En konan vill
sjá um þann undirbúning fyrir jólahátíðina.
Smári segir að mikil uppbygging sé í Fjarðabyggð og
mikið byggt af íbúðarhúsnæði. „Við höfum gert okkur
grein fyrir því að það verður ekki mikil fjölgun í sveitarfé-
lagi eins og þessu fyrr en verður farið að fastráða í störf,“
segir Smári. „Á uppbyggingartímanum er það ekki gert
heldur koma menn að þessum uppbyggingarverkum
á vegum ýmissa framkvæmdaaðila. Það verður fyrst á
næsta ári sem verður farið að fastráða í störf við álverið.“
Smári segist alinn upp við að það sem skiptir
máli fyrir samfélög eins og Fjarðabyggð er að
fólk hafi atvinnu og góða lífsafkomu.
„Ég er alinn upp í pólitík af Norðfjarðarkomm-
um,“ segir hann og leggur áherslu á hvert orð.
„Og þetta er það sem ég lærði fyrst og fremst.
Ég get alveg sagt þér að þetta er leiðarljósið.
Hér fyrir austan höfum við um langt skeið
verið í gríðarlegri varnarbaráttu. Störfum hefur
fækkað mjög, einkum í frumvinnslugreinun-
um. Það hefur leitt til þess að samfélögin hafa
veikst ár frá ári, íbúunum hefur fækkað og það
er auðvitað alveg ljóst að það varð að gerast
eitthvað mjög stórt hér á sviði efnahags- og
atvinnumála til að snúa þróuninni við. Nú hafa
menn náð árangri eftir að hafa reynt ýmislegt
sem sumt skilaði litlu og margt engu.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SMÁRI GEIRSSON FORSETI BÆJARSTJÓRNAR Í FJARÐABYGGÐ:
Ein milljón vinnustunda án slysa
Ætla má að þeir skipti
hundruðum - jafnvel þús-
undum - ökumennirnir sem
á degi hverjum tala í gsm
síma án handfrjáls búnað-
ar. Slíkt er lögbrot sem við
liggur fimm þúsund króna
sekt. Lögreglan hefur ekki
undan við að stöðva fólk og
benda því á að bannað sé að
tala í gsm síma undir stýri.
„Þetta er endalaust,“ svarar Geir
Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn
í Reykjavík, spurður hversu
algengt sé að fólk tali í gsm síma
um leið og það ekur eftir götum
höfuðborgarinnar. Hann segir að
þó öllum kröftum lögreglu yrði
varið í eftirlit með öku-
mönnum myndi það
ekki duga til.
„Þessu mun
aldrei linna,“
segir Geir
Jón. Og ástæðan
er einföld; fólk
skilur þetta ekki. „Það verður svo
undrandi þegar lögreglumenn
stoppa það og
finnst ótrú-
legt að sekt-
að sé fyrir
þetta. Menn
eiga nánast
ekki til orð yfir
það.“
Á síðasta
ári greiddu lög-
brjótar sam-
tals um
þrjá r
millj-
ó n i r
króna í sektir fyrir að tala í gsm
síma undir stýri en sem kunnugt
er má fá ágætan jeppling fyrir
þá upphæð. Það sem af er þessu
ári hefur verið sektað fyrir tæpa
tvær og hálfa milljón króna eða
sem svarar til andvirðis góðrar
fólksbifreiðar.
Einar Magnús Magnússon, upp-
lýsingafulltrúi Umferðarstofu,
segist þess fullviss að rekja megi
fjölda óhappa og jafnvel slysa
í umferðinni til gsm notkunar
ökumanna. „Það má leiða getum
að því að þetta sé ein algengasta
orsök athyglisbrests í umferð-
inni,“ segir hann.
Þegar bannað var með lögum að
tala í síma undir stýri án þess að
notast við handfrjálsan búnað var
stífur áróður rekinn fyrir notk-
un slíks búnaðar. Nú, nokkrum
misserum síðar, virðist
sem áróður- inn
hafi gleymst.
„Það er eins
og mönn-
um finnist
þetta allt í
lagi,“ segir
Einar Magnús
og ítrekar um
leið áhættuna
sem því fylg-
ir að tala
í síma
u n d i r
stýri.
TALAÐ Í FARSÍMA UNDIR STÝRI
Sektir vegna gsm nema
andvirði nýs jepplings
ALLT Á KAFI Bobbi Benedict, sem býr í bænum Concord í New Hampshire í Bandaríkjun-
um, þótti vissara að skafa fyrst frá númeraplötunni og ganga úr skugga um að þetta væri
hennar bíll áður en hún hóf að moka frá rúðunum. Gríðarlegt fannfergi var í Concord á
þriðjudag, svo mikið raunar að elstu menn muna vart annað eins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
„Ýsan er alltaf vinsælust en þorsk-
urinn sækir mjög á,“ segir Þóra
Egilsdóttir, fisksali í Fiskbúð-
inni Freyjugötu, um vinsælustu
tegundirnar þessi dægrin. Hún
segir greinilegt að margir kjósi
að borða fisk á aðventunni. „Það
hefur verið gott að gera að undan-
förnu. Reyndar er alltaf meira að
gera fyrripart viku og svo hægist
um þegar líður á vikuna.“
Sjálfri finnst Þóru fiskur
góður. „Ég borða mikinn fisk,
mjög mikinn reyndar. Það er svo
þægilegt að grípa þetta heim með
sér.“ Henni og eiginmanni henn-
ar og samstarfsmanni í fiskbúð-
inni, Einari Steindórssyni, finnst
fiskur reyndar svo góður að þau
gætu borðað hann sjö daga vik-
unnar. „Við myndum gera það ef
ekki væri unglingur á heimilinu
sem tekur fyrir það,“ segir hún og
hlær.
Þóra er frá Eyrarbakka og
Einar frá Stokkseyri og eru þau
því alin upp við sjávarsíðuna og
fiskinn. Þau hafa rekið Fiskbúðina
við Freyjugötu í tæp fimmtán ár.
ÚR MATARKISTU HAFSINS Þóra Egilsdóttir í Fiskbúðinni á Freyjugötu gæti borðað fisk sjö
daga vikunnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þorskurinn sækir mjög á
GEIR JÓN ÞÓRISSON EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON