Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 45
Áætlað er að japanskur banki muni tapa um 1.400 milljónum vegna mistaka sem kölluð eru „Sverfingraheilkennið“ (fat finger syndrome). Þetta kemur fram á fréttavefnum timeson- line. Ónefndur verðbréfasali hjá verðbréfafyritækinu Mizhuo ætlaði að selja einn hlut í fjar- skiptafyrirtækinu J.com á 600 þúsund jen, jafnvirði 324 þúsund íslenskra króna, en seldi vegna mistaka 600 þúsund hluti á 50 aura hvern. Mistökin ollu keðju- verkun á markaðinum sem leiddi til tveggja prósenta lækk- unar á Nikkei-vísitölunni þar sem verðbréfasalar seldu bréf í öllum japönskum verðbréfa- fyrirtækjum því enginn vissi hjá hvaða fyrirtæki mistökin voru gerð. Það verður væntanlega enginn jólabónus í ár hjá Mizhuo. Í nóvember 1999 rak einn seinheppinn sig í lyklaborðið með olnboganum og seldi sex hundruð hluti Premier oil fyrir tuttugu krónur hvern þegar hlutirnir hefðu farið á meira en tvöhundruð milljónir íslenskra króna. Í desember 2001 tapaði miðl- ari hjá svissneska fjárfestingar- bankanum andvirði átta millj- arða íslenskra króna á nokkrum sekúndum. Miðlarinn hafði ætlað að selja sextán hluti í japanska auglýsingarisanum Dentsu á 600 þúsund jen hvern en seldi þess í stað 610 þúsund hluti fyrirtæk- inu á sex yen á hlut. Í febrúar 2005 ætlaði miðlari að selja 15 þúsund hluti í EMI tónlistarútgefandanum á um 300 krónur á hlut en setti þess í stað inn pöntun á 15 milljón hluti á verði sem hljóðaði upp á rúm- lega fjóra milljarða. - áa                                  !!" #     "     $       %  &        !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ +              Hinn 14. desember árið 1911 steig Roald Amund- sen fyrstur manna á suðurpólinn. Hann hafði náð takmarki sem marga hafði dreymt um, að rjúfa kyrrð syðsta odda hnattarins. Afrekið átti eftir að gera Amundsen og sam- ferðamenn hans heimsfræga, en í bréfi þar sem hann lýsir tilfinningunni sem fylgdi því að komast á syðsta punkt jarðar skrifar hann: „Enginn maður hefur verið eins langt frá takmarki sínu landfræðilega og ég var þá“. Takmark hans hafði nefnilega alltaf verið að komast á norðurpólinn. Amundsen var fæddur í litlu þorpi nálægt Osló og ólst upp við afrek landa síns Fridtjov Nansen, sem var heimsfrægur landkönnuður. Amundsen var því ekki hár í loftinu þegar hann hafði skipulagt framtíð sína. Hann lét hins vegar undan vilja móður sinnar, sem vildi að hann lærði læknis- fræði. Þegar Amundsen var 21 árs lést móðir hans og þá beið hann ekki lengur með að láta draum sinn um að gerast landkönnuður rætast. Hann seldi skólabækur sínar og tilkynnti öllum sem hann þekkti þá áætlun sína að kanna framandi staði. Eftir mikinn undirbúning fékk Amundsen „Fram“ skip Fridtjovs Nansen lánað og lagði af stað í leiðangur á Norðurpólinn, en þær áætlaninr fóru fyrir lítið þegar fréttir bárust að Bandaríkjamað- urinn Robert Peary hefði náð Pólnum. Amundsen var ekki lengi að jafna sig af þessum ótíðindum heldur breytti áætlunum sínum, nú skyldi hann verða fyrstur til að stíga fæti á Suður- pólinn. Það var vitað að Englendingurinn Robert Scott, sem hafði misheppnast einu sinni áður, var að leggja í sína aðra ferð til að sigra pólinn. Kapphlaupið var hafið, í janúar 1911 lagðist Fram við akkeri í Hvalaflóa á Suðurskautslandinu en sextíu mílum fjær pólnum sjálfum lagðist skip Roberts Scott við akkeri. Hinn 19. október hófst hin eiginlega ferð á pólinn eftir að Amundsen hafði komið sér upp matarbirgðum á nokkrum stöðum á leiðinni. Amundsen lagði af stað ásamt fjórum fé- l ö g - um á hunda- sleðum. Í fyrstu gekk ferð- in mjög vel og það var ekki fyrr en þeir komu á Axel Heiberg-jökulinn með sínum botnlausu sprungum og hrikalegu landslagi að ferðin fór að sækjast hægar. En mennirnir voru vel þjálfaðir og sigruð- ust á jöklinum. Eftir það sóttist þeim ferðin vel. Ótti þeirra að leiðangursmenn Scotts yrðu fyrri til á pólinn reyndist ástæðulaus og hinn 14. desember 1911 náðu Amundsen og samferðamenn hans áfangastað. Scott og hans menn náðu seinna póln- um en létust allir á leið sinni til baka. - áa S Ö G U H O R N I Ð Roald Amundsen fyrstur á Suðurpólinn MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 7 Ú T L Ö N D Villa veldur milljarðatapi ÁHYGGJUFULLUR VARÐBRÉFAMIÐLARI Áætlað er að japanskur banki muni tapa 1.400 milljónum vegna innsláttarvillu. 06_07_Markadur lesið 13.12.2005 15:03 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.