Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 84
Pabbi leikkonunnar Sienna Mill-
er er sagður hafa hótað að drepa
Jude Law ef hann heldur aftur
framhjá Siennu.
Parið var statt í New York þar
sem öll fjölskyldan koma saman
til að fagna frumsýningu mynd-
ar Siennu, Casanova. „Hann lagði
mikið á sig til að reyna að átta sig á
því hvers konar maður hann væri.
Ég sagði honum að ef hann gerði
eitthvað þessu líkt aftur myndi ég
drepa hann,“ sagði pabbinn.
Sienna ku vera mjög sátt við
að vera byrjuð aftur með Law
því hann sé besti vinur henn-
ar sem hún gat einfaldlega ekki
útilokað úr lífi sínu. Áður hafði
Law viðurkennt að hafa haldið
framhjá henni með barnfóstru
þeirra, Daisy Wright, í júlí. „Ég er
aðeins hluti af miklum meirihluta
fólks sem hefur gengið í gegnum
ótryggð í samböndum. Ég er ekki
fyrsta manneskjan og verð ekki
sú síðasta,“ sagði Sienna.
Pabbinn hótar Law
MILLER OG LAW Pabbi Siennu Miller hótar
Law öllu illu ef hann heldur framhjá dóttur
sinni aftur.
Reggísveitin Hjálmar verður á far-
aldsfæti fram að jólum. Á fimmtu-
dag mun sveitin spila á Litla-Hrauni
og síðar sama dag spilar hún á Ránni
í Keflavík.
Á föstudag spila Hjálmar ásamt
Mugison og Trabant á Nasa og dag-
inn eftir verður sveitin á Grand
Rokk. Hljómsveitin Mammút sér
um upphitun. Hjálmar eru að fylgja
eftir nýjustu plötu sinni, sem er
samnefnd sveitinni. Styttist óðum
í að hún nái gullsölu, eða 5.000 ein-
tökum.
Hjálmar á
Litla-Hrauni
HJÁLMAR Reggísveitin Hjálmar mun hafa í
nógu að snúast fram að jólum.
Fjöldi hljómsveita kemur fram á
tónleikum á Gauki á Stöng í kvöld
til stuðnings 11. september-hreyf-
ingunni. Yfirskrift tónleikanna er
„Hvar eru sannanirnar?“
„Við erum að setja þrýsting á
íslensk stjórnvöld að birta sönnun-
argögn fyrir því að al-Kaída stóð
fyrir ellefta september,“ segir
Stefán Þorgrímsson. „Bandarísk
stjórnvöld hafa aldrei sýnt nein
sönnunargögn um að Osama bin
Laden og félagar hafi staðið á bak
við árásina. Út frá þessum sönn-
unargögnum var farið í stríð við
Afganistan og stríðið í Írak er í
raun og veru afleiðing þess.“
11. september-hreyfingin var
stofnuð 11. september á þessu ári
en tilgangur hennar er að rann-
saka hryðjuverkin 11. september
og standa fyrir vitrænni umræðu
um hryðjuverkin og afleiðingarnar
sem þau hafa haft fyrir heiminn.
Hljómsveitirnar sem troða upp
á Gauknum í kvöld eru Megasukk,
Noise, Mammút, Touch, Lokbrá,
Palindrome, Bent og 7berg, Bob,
We painted the walls og Brylli.
Aðgangseyrir er 500 krónur.
Tónleikar vegna
11. september
MEGASUKK Hljómsveitin Megasukk kemur fram á Gauki á Stöng í kvöld.
KVIKMYNDIR
[UMFJÖLLUN]
Lögfræðingar í bandarískum kvik-
myndum eru yfirleitt ógeð og ill-
menni. Í kvikmyndinni The Ice
Harvest er Charlie Arglist engin
undantekning á þeirri reglu. Hann
er verjandi glæpaforingjans Bill
Gerard sem svífst einskis í viðskipt-
um sínum en kauði rekur nektarbúll-
ur og framleiðir klámmyndir milli
þess sem hann limlestir fólk hér og
þar. Charlie sér um að hreinsa upp
skítinn eftir hann og nýtur fyrir það
virðingar í smábænum Wichita.
Á einum eða öðrum tímapunkti
ákveður lögfræðingaskömmin hins
vegar, í samvinnu við aðstoðar-
mann Bill, að ræna yfirmann sinn.
Þetta eru engir smáaurar heldur
rúmar tvær milljónir dollara auk
skiptimyntar. Það er þó enginn ann-
ars bróðir í leik og Charlie þarf að
beita öllum hugsanlegum klækj-
um til að komast lífs af úr þessari
svikamyllu.
Það er „film noir“ stíll yfir
myndinni; lánlausa söguhetjan,
tálkvendið, afmarkaðar aðstæður
og draumurinn um að komast burt.
Látlaus rigning og rauð jól gera
umhverfið allt frekar dökkt. Mynd-
in byggist á leik Johns Cusack og ef
svo ólíklega vill til að kvikmynda-
húsagestum líki ekki við þann
ágæta leikara þá er The Ice Har-
vest ekki rétta myndin. Smásagan
um fjölskyldu Charlie er bráðfynd-
in en hann missti konuna sína í
hendur besta vinar síns sem nú er
fyllibytta, þjakaður af samviskubiti
og kynkaldri eiginkonu.
Handritið er oftast mjög gott en
myndin missir aðeins dampinn á
köflum. Það kemur þó ekki að sök
því áðurnefndur Cusack og Billy Bob
Thornton eru einfaldlega traustir
leikarar. Helsti veikleiki myndar-
innar er Connie Nielsen í hlutverki
nektarbúllueigandans Renötu en
hún nær að bjarga sér fyrir horn.
Randy Quaid er skemmtilegur í
hlutverki illmennisins en hefði að
ósekju mátt vera fyrirferðarmeiri.
The Ice Harvest kemur skemmti-
lega óvart. Kvikmyndin leit í fljótu
bragði út fyrir að vera léleg jóla-
mynd um tvo misheppnaða glæpona
með Billy Bob Thornton (man ein-
hver eftir Bandits?). Þegar á hólm-
inn er komið reynist hún hins vegar
vera prýðileg skemmtun með góðu
plotti þar sem hnífstunga í bakið er
ekki óalgeng.
Freyr Gígja Gunnarsson
Stunginn í bakið
THE ICE HARVEST
LEIKSTJÓRN: HAROLD RAMIS
Aðalhlutverk: John Cusack, Billy Bob Thorn-
ton og Connie Nielsen
Niðurstaða: The Ice Harvest er svört kóm-
edía sem gerist í smábæ um jólin. Í fyrstu
virtist ekki um merkilegan pappír að ræða
en myndin vinnur á og reynist vera hin besta
skemmtun þegar allt kemur til alls.
Rockstar Games fyrirtækið hefur
gefið út leikinn Grand Theft Auto
Liberty City Stories fyrir PSP-
leikjatölvuna.
Núna er í fyrsta skipti er hægt að
spila Grand Theft Auto í „multi-
player,“ en allt að sex geta spilað
saman í leiknum í sex mismun-
andi „multiplayer“ möguleikum.
Leikarinn Michael Madsen talar
fyrir aðalpersónu leiksins, en þar
að auki er leikurinn stútfullur af
góðri tónlist. Einnig geta leikmenn
sett sín eigin lög í leikinn. Leikur-
inn er bannaður innan 18 ára.
Sex geta
spilað í einu
GRAND THEFT AUTO
Leikurinn er gefinn út fyrir PSP-leikjatölv-
una.
Írski leikarinn Colin Farrell er
algjörlega örmagna og jafnframt
háður verkjatöflum. Hefur hann
skráð sig inn á meðferðarheimili
til að ráða bót á vandanum.
Farrell fékk verkjatöflurnar
eftir að hann meiddist í baki.
Næsta mynd hins 29 ára Farrell er
ævintýramyndin The New World.
Hann hefur áður leikið í myndum
á borð við Alexander og Phone
Booth.
Farrell í meðferð
COLIN FARRELL Írski hjartaknúsarinn hefur skráð sig inn á meðferðarheimili.
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Sýnd kl. 5.20 B.i. 12 ára
���
-MMJ Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.20
���
- HJ MBL
���
-L.I.B. Topp5.is
Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára
���
- SK DV
���
- topp5.is
���
- SV MBL
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
Jólamynd í anda Bad Santa
Frá leikstjóra Groundhog Day og
Analyze This
Það gerðist á aðfangadagskvöld
Hættulegir þjófar á hálum ís!
Kolsvartur húmor!
Missið ekki af þessari!
����
- ÓÖV DV
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
Sýnd í Lúxus kl. 5.40, 8 og 10.20
Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna
Jólamyndin 2005
Hún er að fara að hitta foreldra hans
...hitta bróður hans
...og hitta jafnoka sinn
Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára
SÍMI 551 9000
400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára
Jólamynd í anda Bad Santa
Frá leikstjóra Groundhog Day og
Analyze This
Það gerðist á aðfangadagskvöld
Hættulegir þjófar á hálum ís!
Kolsvartur húmor!
Missið ekki af þessari!
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
����
- ÓÖV DV
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY
ROSE ER ÓHUGNANLEGRA
EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR
ÍMYNDAÐ ÞÉR
���
- SK DV
���
- topp5.is
���
- SV MBL
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna
Jólamyndin 2005
Hún er að fara að hitta foreldra hans
...hitta bróður hans
...og hitta jafnoka sinn