Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 26
 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR26 fréttir og fróðleikur Heimild: Hagstofa Íslands Svona erum við Loðhúfur Hafnarstræti 19 Sími 551 1122 ný sending Verð frá 9.990 kr. Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 16.900 kr. MOTOROLA V360v SÍMI Verkefnastýr- ur baráttuárs kvenna 2005 mótmæltu heillaóskaskeyti Halldórs Ásgríms- sonar til Unnar Birnu Vilhjálms- dóttur þegar hún var kjörin ungfrú heimur. Edda Jónsdóttir er ein verkefnastýran sem undirritaði yfirlýsinguna. Af hverju senduð þið mótmæli við skeyti forsætisráðherra? Vegna þess að okkur finnst ekki réttlætanleg að senda þetta í nafni þjóðarinnar, það sem skiptar skoðanir eru um fegurðarsamkeppnir. Af hverju ertu mótfallin fegurðar- samkeppnum? Mér finnast fegurðarsamkeppnir vera hlutgerving á konum. Verið er að ýta undir að þær séu fallegar en ekki eitthvað annað. Hvaða áhrif hefur krýning Unnar Birnu sem Ungfrú heimur? Ég held að þetta sé ákveðin afturför. Í mínum draumaheimi myndu konur ekki vilja taka þátt í fegurðarsam- keppni og því væru slíkar keppnir ekki til. Þetta eru slæm skilaboð til ungra kvenna og karla um að meta konur út frá fegurð en ekki út frá því fyrir hvað þær standa að öðru leyti. SPURT & SVARAÐ FEGURÐARSAMKEPPNIR Hlutgerving á konum EDDA JÓNSDÓTTR Verkefnastýra U pp fæ rs lu r 10 7 2003/04 2001/02 2002/032000/01 1999/00 96 858669 Uppfærslur áhugaleikfélaga Einhver stærsta og mikilsverðasta aðgerð í byggðamálum á síðari tímum, stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi, draga með ákveðn- um hætti máttinn úr byggðarlög- um frá norðanverðu Snæfellsnesi um Vestfirði og yfir allt Norður- land. Tilraunum Seðlabankans til þess að slá á þenslu og verðbólgu með hávaxtastefnu og ofurgengi krónunnar hefur Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, lýst þannig að þegar hóstahryglurnar hætta og lífsandinn hverfur úr vitum þess- ara byggðarlaga, hverfi einnig sjúkdómseinkennin. Í raun má orða það svo að mót- vægisaðgerðir stjórnvalda gegn þenslunni valdi nú uppdráttar- sýki í nær gervallri sjávarbyggð landsins. Órólegir stjórnendur En hver eru þessi einkenni? Krist- inn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ómyrk- ur í máli og segir að þörf sé á sérstakri byggðastefnu fyrir allt norðanvert landið í það minnsta. „Forsvarsmenn fyrirtækjanna velta ekki aðeins fyrir sér þeim möguleika að auka hagkvæmni og arðsemi með því að flytja fyrirtækin á suðvesturhorn lands- ins heldur einnig úr landi. Hvers vegna ætti rækjufyrirtæki, sem fær hráefnið frá Noregi ekki að setjast að í Skotlandi, steinsnar frá mikilvægasta markaðnum í Englandi? Ég veit að menn hafa verið að skoða Skotland og Eystra- saltslöndin,“ segir Kristinn. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri-grænna, segir að fyrirtæki á borð við Sæplast hf. á Dalvík geti velt fyrir sér leiðum til að auka arðsemina. „Það er háð dýrum flutningum á aðföngum og á fullunnum framleiðsluvörum sem þurfa að komast á markað. Það gæti hæglega verið hagkvæm- ara fyrir það að óbreyttu að koma sér fyrir í Hafnarfirði.“ Steingrímur telur að rótina að samruna málningarframleiðend- anna Hörpu og Sjafnar hafi mátt rekja til hagræðis sem fengist með minni flutningum. „Menn hafi ákveðið að hafa aðeins þá framleiðslu á Akureyri sem síður væri háð flutningum og þyldi háan flutningskostnað. Fyrir þremur árum var ætlunin að kanna möguleikana á jöfnun flutningskostnaðar sem hefur farið sífellt hækkandi með aukn- um flutningum á landi og hækk- andi eldsneytisverði. Ekkert hefur gerst í því máli enn,“ segir Steingrímur og telur að ósam- komulag stjórnarflokkanna og tómlæti ríkisstjórnarinnar ráði þar mestu um. 20.000 tonna byggðakvóti Kristinn H. Gunnarsson segir að rót vandans megi rekja til kvóta- kerfisins. „Fyrirtæki sem eru að byggja sig upp með kvótakaup- um, til dæmis í Bolungarvík, eru í rauninni að vinna fyrir aðra kvótaeigendur. Þau taka lán til kvótakaupa og borga skuldir en kvótaeigandinn, sem telur seðl- ana, er annars staðar.“ Kristinn segir að í þenslunni hafi stjórnvöld tekið sjávar- útvegsmálin út fyrir sviga og sagt að ekki mætti hreyfa þar við neinu. „Samt hafa skýrslur, meðal annars á vegum Byggðastofnunar, sýnt samspilið á milli fiskveiði- stjórnunarinnar og afkomu mikil- vægustu atvinnufyrirtækjanna á þessum landsvæðum. Það sem þar var sagt hefur í raun allt gengið eftir. Það hefur ekki verið pólít- ískur vilji til þess að breyta kerf- inu. Hagsmunir fárra eru teknir fram yfir hagsmuni margra. Til að snúa þessu að einhverju leyti við þarf afgerandi aðgerð eins og tuttugu þúsund tonna byggðakvóta í stað þrjú þúsund tonna. Vandinn mun gjósa upp þangað til tekið verður á honum,“ segir Kristinn. Auglýst eftir byggðastefnu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, benti á það í Fréttablað- inu í gær að á suðvesturhorninu búi sveitarfélög við skilyrði sem færir þeim auknar tekjur. „Þegar komið er norður fyrir Snæfellsnes og allt austur á land eru sveitar- félög með allt að fjögur þúsund íbúa í kröggum vegna minnkandi útsvarstekna.“ „Mér finnst hafa ríkt ákveðinn doði og engin stór skref stigin nema á Austurlandi.“ Útsvarstekjur eru lang mik- ilvægustu tekjur sveitarfélaga og eru algerlega háðar atvinnu- ástandi, fjölda starfa og tekjum einstaklinga. Minnkandi tekjur þeirra endurspegla þannig fækk- un starfa og minnkandi tekjur. „Sjávarbyggðir standa veikar en oft áður. Framleiðslu- og sam- keppnisiðnaður hefðu ekki getað hækkað sín laun og það kemur niður á tekjum þessara sveitar- félaga. Þetta er svo aftur tengt vaxtahækkunum Seðlabankans,“ segir Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Í þessum byggðarlögum er afturför í atvinnumálum og fækk- un starfa í sjávarútvegi,“ segir Kristinn H. Gunnarsson. „Það hafa ekki verið möguleikar til að bregðast við framsalinu því brottflutningur veiðiheimilda veldur fækkun starfa og atvinnu- uppbyggingin hefur ekki verið í öðrum greinum, hvorki í opin- berri þjónustu né á öðrum svið- um. Mikið óöryggi fylgir kvóta- tilflutningunum. Framtakið hefur verið sáralítið. Eina umtalsverða átakið eru álversframkvæmdirn- ar á Austurlandi og svo nokkur viðleitni í Eyjafirði í kringum menntastofnanir og hugsanlega stóriðju þar. Að öðru leyti skila stjórnvöld nánast auðu. Átak stjórnvalda er sundurlaust og ómarkvisst og stefna eiginlega ekki til,“ segir Kristinn. Hallæri í góðærinu Grundvöllur búsetu verður æ ótraustari í sjávarbyggðum á öllu norðanverðu landinu, frá Snæfellsnesi að Vopnafirði. Þingmenn úr röðum stjórnarliða og stjórnarandstöðu tala um ómarkvissa byggðastefnu og áhugaleysi stjórnvalda. SIGLUFJÖRÐUR Kvótinn fer, Síminn fer, lögreglan fer og allir í leit að hagkvæmni. Lifir sjávarbyggðin þensluna af? KRISTINN H. GUNNARSSON „Átak stjórnvalda er sundurlaust og ómarkvisst og stefna eiginlega ekki til.“ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON „Það gæti hæglega verið hagkvæmara fyrir það [Sæplast] að óbreyttu að koma sér fyrir í Hafnarfirði.“ EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON „Sjávarbyggðir standa veikar en oft áður. Framleiðslu- og samkeppnisiðnaður hefðu ekki getað hækkað sín laun.“ FRÉTTASKÝRING JÓHANN HAUKSSON johannh@frettabladid.is Þing- og forsetakosningar voru haldnar í Chile um helgina. Í forsetakosningunum hlutu þau Michelle Bachelet og Sebastian Pinera flest atkvæði og verður því kosið á milli þeirra tveggja 15. janúar næstkomandi. Aðeins einu sinni hefur kona verið kjörinn þjóðarleiðtogi í Suður-Ameríku þannig að ef Bachelet verður forseti er sannarlega um tímamót að ræða. Hvað mótaði pólitískar skoðanir hennar? Michelle Bachelet fæddist árið 1951 í Santíagó inn í rótgróna félagshyggjufjölskyldu. Þegar Sal- vador Allende komst til valda var faðir hennar settur yfir matvælastofnun þjóðarinnar en við herforingjabyltinguna haustið 1973 lést hann í haldi lögreglu eftir pyntingar. Hún sætti sjálf pyntingum ásamt móður sinni en árið 1975 voru þær reknar úr landi. Þaðan héldu þær til Austur- Þýskalands þar sem hún hélt áfram læknanámi. Bachelet sneri svo aftur til Chile 1979 og lauk hún námi í barnalækningum nokkrum árum síðar. Á tíunda áratugnum settist hún enn á skólabekk og tók þá að nema varnar- og öryggismál. Hver er stjórnmálalegur bakgrunnur hennar? Bachelet skráði sig í Sósíalistaflokk Chile árið 1970 og hefur alla tíð síðan verði virk í starfi hans. Vorið 2000 kom hins vegar fyrsta stóra tækifærið þegar Ricardo Lagos forseti skipaði hana heilbrigðisráðherra. Tveimur árum síðar varð hún varnarmálaráðherra landsins, fyrst kvenna í álfunni til að gegna slíkri stöðu. Eftir að vinsældir hennar komu ítrekað fram í skoðana- könnunum ákvað hún hins vegar að segja af sér á síðasta ári til að geta helgað sig baráttunni fyrir sjálfu forsetaembættinu. Bachelet hlýtur að teljast sigurstrangleg því hún hlaut 46 prósent atkvæða á sunnudaginn. FBL-GREINING: MICHELLE BACHELET, FORSETAFRAMBJÓÐANDI Í CHILE Barnalæknir með bein í nefinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.