Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 86
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? DESEMBER 11 12 13 14 15 16 17 Miðvikudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 ÍR og Haukar mætast í DHL deild karla í handbolta í Austurbergi. ■ ■ SJÓNVARP  10.10 Heimsmeistaramót félags- liða á Sýn. Bein útsending fr´´a leik á mótinu.  16.20 Heimsmeistaramót félags- liða á Sýn.  18.00 Íþróttaspjallið á Sýn. Þorsteinn Gunnarsson fær til sín góða gesti.  18.12 Sportið á Sýn. Farið verður yfir allar helstu fréttir dagsins.  18.30 Sharapova á Sýn. Þáttur um þessa ungu tennisdrottningu.  19.00 Bikarmótið í fitness á Sýn. Endursýning.  19.25 Bestu bikarmörkin á Sýn. Sýnd verða mörk Man. Utd.  20.20 Best á Sýn. Þáttur um þessa knattspyrnugoðsögn.  23.45 Strákarnir í Celtic á Sýn. Endursýndur þáttur. Baldur Ingimar Aðalsteinsson, sem í haust sagði upp samningi sínum við Val, ætlar sér að leika hér á landi næsta sumar en hann er þessa dagana í samn- ingaviðræðum við knattspyrnudeild Vals. „Það eru nú margar ástæður fyrir því að ég ætla mér að leika hér á landi. Ég og kærasta mín erum nýlega búin að eignast dóttur og það vegur þungt. Þar að auki er ég í áhugaverðu starfi hjá Vinnumálastofnun. Ég er að ræða við Val og reikna með því að ég semji við félagið aftur á næstunni.“ Baldur var einn af bestu leikmönnum Vals síðastliðið sumar og skoraði meðal annars sigurmark Vals í úrslitaleik VISA- bikarkeppninnar, þegar Valur lagði Fram að velli með einu marki gegn engu. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals- manna, segir það vera ánægjulegt að Baldur Ingimar verði í leikmannahópi Vals, en mikil óvissa hefur ríkt um nokkra leikmenn hjá félaginu, auk þess sem tveir leikmenn hafa nýlega yfirgefið her- búðir liðsins. „Ég er búinn að vera frekar rólegur yfir þessari stöðu. Það er ánægjulegt að nú sé útlit fyrir að Baldur verði í leikmannahópn- um. Hann var lykilmaður liðsins á síðastliðnu sumri og þess vegna er mikilvægt að halda honum áfram, sérstaklega í ljósi þess að við höfum verið að missa leikmenn að undanförnu. Grétar Sigurðsson er farinn í Víking og Garðar Gunnlaugsson til Skotlands. Það er líka óljóst með Stefán Helga Jónsson, Sigurð Sæberg Þorsteinsson og Kristin Lárusson, og það munar um minna. Þetta eru reynslumiklir leikmenn sem hafa staðið sig vel og þeir hafa gegnt lykilhlutverki utan vallar að auki. Ég reikna með því að við þurfum að leita út fyrir landsteinana eftir leikmönnum þar sem það er ekki hægt að finna leikmenn hér á landi sem geta fyllt þeirra skarð.“ BALDUR INGIMAR AÐALSTEINSSON: ÆTLAR AÐ LEIKA HÉR Á LANDI NÆSTA SUMAR Stendur í samningaviðræðum við Val FÓTBOLTI Þórður Einarsson fer hörðum orðum um úthlutun styrkja frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, til knattspyrnu- félaga í Landsbankadeildinni á heimasíðu félagsins, en tæplega fimmtíu milljónum króna var nýlega úthlutað til þeirra. Sérstaklega gagnrýnir Þórður um 1,33 milljóna króna greiðslu sem öll félögin í Landsbankadeild fá. „Það er undarlegt að félögin í Landsbankadeildinni skuli fá allan þennan pening, því öll félög í landinu sem eru með uppeldisá- ætlun um unglingastarfið, og upp- fylla þannig þau lágmarksskilyrði sem sett eru, geta í raun fengið hluta af þessum styrk. Það er ekk- ert sem segir að félögin í Lands- bankadeildinni verði að fá allan þennan pening. Ég held, þvert á móti, að það sé mikilvægt fyrir öll íþróttafélög í landinu sem eru með metnaðarfullt unglingastarf, að fá hluta af þessum styrk. Þó að meistaraflokkur félags sé í efstu deild þá þarf það alls ekki að þýða að yngri flokka starfið sé ekki nógu metnaðarfullt. Það er ein- kennilegt að peningar frá UEFA sem eiga að fara í að efla knatt- spyrnustarf ungmenna í landinu, skuli allir fara til þeirra tíu félaga sem eru í efstu deild.“ Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands Íslands, segir skilyrði UEFA ekki gefa tilefni til annars en að félögin í efstu deild fái alla greiðsluna. „Það er einfaldlega þannig að félögin í efstu deild eru þau einu sem eru búin að taka upp leyfiskerfi sem UEFA er að innleiða um alla Evrópu, en við erum ekki komin lengra en svo að aðeins félögin í efstu deild uppfylla þau skilyrði sem UEFA setur. Þannig að það kemur því miður ekki annað til greina en að einungis félögin í efstu deild fái þessa greiðslu.“ Þórður segir skilyrðin hins vegar ekki gefa tilefni til þess, að aðeins félögin í Landsbankadeild- inni geti fengið greiðslu. „Mér finnst það þröngsýni í forsvars- mönnum KSÍ að túlka skilyrðin þannig að aðeins félögin í Lands- bankadeildinni hafi möguleika á því að fá greiðslu. Þau gefa að mínu mati ekki tilefni til þess að greiðslan fari einungis til félaga í efstu deild.“ magnush@frettabladid.is Umdeildir styrkir frá KSÍ til knattspyrnufélaga Þórður Einarsson, starfsmaður íþróttafélagsins Leiknis í Reykjavík, segir það óskiljanlegt að aðeins félög í Landsbankadeildinni fái greiðslu frá UEFA. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ekkert annað koma til greina. FÓTBOLTI Forráðamenn norska liðsins Stabæk, sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni í haust eftir árs- langa dvöl í 1. deildinni, bíða nú og vona að Christian Wilhelmsson, sænski landsliðsmaðurinn hjá Anderlecht, nái samkomulagi við forráðamenn Fiorentina um kaup og kjör en belgíska liðið sam- þykkti tilboð ítalska liðsins upp á 300 milljónir króna í gær. Ástæð- an er sú að Wilhelmsson er fyrr- verandi leikmaður Stabæk en var seldur þaðan til Anderlecht fyrir tveimur árum. Og í þeim samn- ingi er að finna klásúlu þess efnis að Stabæk fái 12,5% kaupverðsins fari svo að hann verði seldur frá Anderlecht. Talið er að Fiorentina muni bjóða um 300 milljónir króna í Wilhelmsson á næstu dögum, en hann hefur staðið sig frábærlega í Belgíu frá því hann kom þang- að. Ef Anderlecht tekur tilboðinu þýðir það að Stabæk fær tæpar 40 milljónir króna, sem er sannkall- aður happdrættisvinningur fyrir félag sem er nýkomið í úrvals- deildina. „Þegar við létum hann fara reiknuðum við með því að hann yrði seldur fyrr en síðar. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að fá þessa klásúlu í gegn,“ segir Tom Schelvan, framkvæmda- stjóri Stabæk, en hjá liðinu leikur íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson. „Þessi peningur mun koma félaginu mjög vel og verða til þess að við getum styrkt liðið fyrir átökin í úrvalsdeildinni á næsta ári.“ - vig Christian Wilhelmsson er að öllum líkindum á leið til Fiorentina: Algjör gullnáma fyrir Stabæk CHRISTIAN WILHELMSSON Ætlar að reynast sínum gömlu vinnuveitendum í Stabæk einstaklega vel. FÓTBOLTI Þeim Freddie Ljungberg og Kole Toure, samherjunum hjá Arsenal, lenti saman undir lok leiksins gegn Newcastle um síð- ustu helgi og þurfti Shola Ameobi hjá Newcastle og Philip Senderos hjá Arsenal til að skilja þá að. Sænskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um málið í gær en á myndbands- upptökum sést greinilega hvernig Ljungberg storkar Toure með því að ota höfðinu að höfði Toure sem svarar með því að ýta Svíanum knáa kröftuglega frá sér. Ekki er vitað hvort forráða- menn Arsenal ætla að grípa til einhverra aðgerða vegna málsins en þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Ljungberg lendir upp á kant við samherja sinn því á HM í Japan og S-Kóreu árið 2002 slóst hann við Olaf Mellberg á einni æfingu sænska landsliðsins. - vig Freddie Ljungberg og Kolo Toure: Lenti saman gegn Newcastle FREDDIE LJUNGBERG Er greinilega ekki ánægður með gengi Arsenal þessa dagana. Hann fær útrás fyrir reiði sinni með því að níðast á samherjum sínum. SKILYRÐI UEFA FYRIR GREIÐSLU TIL FÉLAGA: 1. GREIÐSLAN FER Í GEGNUM VIÐKOMANDI KNATTSPYRNUSAMBAND. 2. AÐEINS FÉLÖG SEM HAFA UPPELDISÁÆTLUN SEM UPPFYLLIR LÁGMARKSKRÖFUR LEYF- ISKERFIS VIÐKOMANDI KNATTSPYRNUSAMBANDS VARÐANDI BARNA- OG UNGLINGASTARF GETA FENGIÐ GREIÐSLU. 3. FJÁRHÆÐIN SKIPTIST MILLI FÉLAGANNA SAMKVÆMT ÁKVÖRÐUN VIÐKOMANDI STJÓRNAR. 4. FÉLÖG SEM TÓKU ÞÁTT Í MEISTARADEILD EVRÓPU 2004/2005 FÁ EKKI HLUTDEILD Í ÞESSARI GREIÐSLU. GEIR ÞORSTEINSSON OG ÞÓRÐUR EINARSSON Deila um hvort réttmætt sé að lið utan efstu deildar fái ekki krónu af þeim 50 milljónum sem KSÍ var nýlega úthlutað frá UEFA. FÓTBOLTI Dave Bassett, sem nú stýrir liði Southampton í ensku 1. deildinni, segir það ekki koma til greina að selja ungstirnið Theo Walcott sem er aðeins sextán ára gamall, en er samt farinn að láta mikið að sér kveða með aðalliðinu. Hann hefur skorað nokkur mörk í vetur og eru öll stærstu liðin í úrvalsdeildinni farin að líta hýrum augum til pilts. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að halda Theo í okkar röðum en hann hefur staðið sig feikilega vel að undanförnu. Ég skil vel að stærstu félög landsins séu að fylgjast með honum því hann hefur ótrúlega hæfileika. En ef ég fær einhverju ráðið, þá mun hann ekki fara frá Southampton fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú ár,“ sagði Bassett. - mh Dave Bassett: Theo Walcott er ekki á förum THEO WALCOTT Er gríðarlega mikið efni. > Logi útilokar EM Handboltamaðurinn Logi Geirsson hjá Lemgo þarf að taka sér hvíld frá handbolta til 16. janúar og hefur útilokað þátttöku með íslenska landsliðinu á EM í Sviss sem hefst í lok næsta mánaðar. Þetta varð ljóst eftir að myndataka leiddi í ljós að smávegis bakslag hefði átt sér stað í langri baráttu Loga um að ná sér góðum af þrálátum bakmeiðslum. „Ég hef þegar hringt í Viggó þjálfara og tjáð honum að ég muni ekki gefa kost á mér,“ sagði Logi við Fréttablaðið í gær en bætti því við að eftir að þessari hvíld væri lokið ætti hann að vera búinn að ná sér fullkomlega fyrir fullt og allt. 50 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Kári skoraði Kári Árnason var á skotskónum fyrir lið sitt Djurgarden í Skandinavíu-deild- inni í fótbolta í gærkvöldi. Kári skoraði síðara mark síns liðs í 2-1 sigri danska liðinu Álaborg en með sigrinum náði Djurgarden toppsæti 3. riðils keppninnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.