Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 88
 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR52 HANDBOLTI Ólafur Stefánsson og félagar hans í spænska liðinu Ciu- dad Real drógust gegn slóvensku meisturunum í Celje Lasko í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar í handbolta. Ljóst er að Ciudad á erfitt verkefni fyrir höndum en Celje er firnasterkt lið sem ein- mitt bar sigur úr býtum í meist- aradeildinni fyrir tveimur árum. Tveir „grannaslagir“ verða í 8-liða úrslitunum því að spænsku stórliðin Portland San Antonio og Barcelona, sem er ríkjandi meist- ari, drógust saman og þá munu þýsku liðin Kiel og Flensburg einnig mætast. „Þetta er hrika- legt, alveg hrikalegt,“ sagði Uwe Schwenker, þjálfari Flensburg, eftir dráttinn. „Þetta var eina liðið sem ég vildi ekki mæta í 8- liða úrslitunum. Nú á aðeins eitt þýskt lið möguleika á að komast í undanúrslitin og það segir sig sjálft að það er ekki gott fyrir þýskan handbolta,“ bætti hann við. Í fjórðu og síðustu viðureign 8-liða úrslita meistaradeildarinn- ar mætast síðan Montpellier frá Frakklandi og Fotéx Vesszprem frá Ungverjalandi. Einnig var dregið í hinar þrjár Evrópukeppnirnar í gær og af Íslendingaliðunum má nefna að Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson og félagar í Lemgo taka á máti Dynamo Astrachan frá Austurríki í EHF-keppninni og Gummerbach, þar sem er að finna Guðjón Val Sigurðsson og Róbert Gunnarsson, mætir Bidasoa frá Spáni. Bjarni Fritzson hjá Creit- el fer til Póllands og mætir KS Kielce og þá mætir danska Íslend- ingaliðið Skjern, þar sem er að finna þá Vigni Svarvarsson, Vil- hjálm Halldórrsson, Jón Fannar Þorbjörnsson og þjálfarann Aron Kristjánsson, Constanta frá Rúm- eníu í Evrópukeppni bikarhafa. - vig Margir Íslendingar eru á mála hjá liðum í Evrópukeppninni í handbolta: Ólafur og félagar fara til Slóveníu ÓLAFUR STEFÁNSSON Fer með liði sínu Ciudad Real til Slóveníu þar sem það tekur á móti Celje Lasko. Ciudad Real hefur sett sér það markmið að vinna Meistaradeildina í ár. FÓTBOLTI „Ég var í sjálfsmorðshug- leiðingum eftir leikinn gegn WBA. Ég hef aldrei sokkið dýpra en þá,“ sagði Kieron Dyer, hinn magnaði leikmaður Newcastle, við The Guardian í gær en meiðslasaga hans síðustu tvö ár hefur verið með hreinum ólíkindum. Dyer hefur þurft að kljást við hvert óhappið á fætur öðru og má í raun segja að hann hafi ekki spilað heil- an leik fullkomlega heill heilsu síðustu tvö tímabil. Dyer segir að sá tími komi að menn verði búnir að fá nóg af ástandinu. Í ár hafa það verið hinar og þessar tognanir í bland við þung- lyndi af verstu gerð sem hafa hrjáð Dyer. Hann kom þó við sögu í leik Newcastle gegn WBA í október og stóð sig frábærlega áður en meiðsli aftan í læri tóku sig upp á nýjan leik og hefur hann ekki spilað síðan. „Læknar félagsins, framkvæmdastjórinn og fjölskyldan mín tóku í taum- ana í tæka tíð og héldu áfram að styðja mig. Ég hefði ekki getað þetta án þeirra,“ segir Dyer, sem nú er á batavegi og vonast til að vera kominn aftur á fótboltavöll- inn fyrr en síðar. „Við spilum þetta eiginlega bara eftir eyranu. Ég er alveg hættur að gera mér neinar vonir,“ segir Dyer, en hann dvelur nú á læknasetri bresku ólympíu- akademíunnar og reynir að fá sig góðan. „Ég veit að ég get hjálpað liðinu þegar ég get spilað. Eins og allir vita núna hef ég átt við marg- vísleg vandamál að stríða sem stuðningsmenn Newcastle vissu ekki af fyrr en félagið sendi frá sér tilkynningu í síðasta mánuði. Það var strax mikill léttir fyrir mig og í dag er ég ekki undir eins mikilli pressu að ná mér,“ segir Dyer en nýjustu rannsóknir benda til þess að rekja megi meiðslasögu hans til hlaupastílsins. „Við erum að vinna í því að breyta hlaupastíl mínum því jafn- vægi þarf að vera á milli fótanna. Ég er byrjaður að styrkja mig í náranum og eftir að ég hef náð fullum styrk er ég klár. Það verð- ur vonandi fyrr en síðar.“ - vig Kieron Dyer viðurkennir sjálfsmorðshugleiðingar Hinn einstaklega óheppni miðjumaður Newcastle, Kieron Dyer, greindi frá því í gær að hann hefði hugleitt að fremja sjálfsmorð eftir að hafa meiðst enn og aftur í eina leiknum sem hann hefur spilað í ár. KIERON DYER Er líklega með óheppnustu knattspyrnumönnum Bretlandseyja en vonast til að geta beitt sér að fullu fyrr frekar en síðar. FÓTBOLTI Hinn brasilíski Pele, sem flestir telja besta knattspyrnu- mann sem uppi hefur verið, segir að úrslit heimsmeistarakeppn- innar í Þýskalandi næsta sumar geti ráðist allt að mánuði áður en keppnin sjálf hefst. Pele á við að ef landsliðin lenda í því að missa lykilmenn í meiðsli geti skarðið orðið svo stórt að það verði ein- faldlega ekki fyllt. „Þetta snýst að miklu leyti um heppni. Sjáið bara Frakkland í síðustu heimsmeistarakeppni. Þá meiddust 2-3 frábærir leikmenn rétt fyrir mótið og voru fyrir vikið aðeins á hálfum hraða,“ segir Pele en FIFA hefur gefið það út að öll lið fái meiri tíma til að undirbúa sig fyrir þetta mót en áður hefur þekkst. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjálf- ara að fá allt að fjórar vikur til undirbúa sitt lið. Þann tíma verð- ur að nýta vel,“ segir Pele. Sá brasilíski, sem er í guðatölu í heimalandi sínu og gríðarlega virtur, er þegar farinn að spá í spilin fyrir keppnina og segir hann Brasilíu vera liðið með sterkasta hópinn. „Þar eru marg- ir stórkostlegir sóknarmenn en ef allir eru heilir tel ég að Carlos Alberto Perreira þjálfari muni leika með Ronaldo og Ronaldinho í fremstu víglínu,“ segir Pele sem jafnframt telur að Wayne Rooney geti orðið ein helsta stjarna keppninar. „Það er ekki hægt að finna marga galla á hans alhliða leikstíl og hann er stöðugt að bæta sig. Fyrir nokkrum árum sagði ég að hann gæti vel slegið í gegn á EM og það gerði hann. Í dag er hann betri leikmaður en hann var þá,“ segir Pele. - vig Brasilíska knattspyrnugoðið Pele er farinn að spá í spilin fyrir HM: HM gæti ráðist á meiðslum PELE Segir að meiðsli leikmanna muni ráða miklu um gengi þjóðar þeirra á HM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.