Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 91
MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2005 55
Á DVD
Góða skemmtun
Komnar í næstu verslun
Frábært íslenskt efni í jólapakkann
Strákarnir Í takt við tímann Eld snöggt með Jóa Fel 1 Svínasúpan
Nýtt líf Dalalíf Löggulíf Jón Oddur og Jón Bjarn
Rick Parry hjá Liverpool segir
að markmið Liverpool um að
blanda sér í slaginn um toppsæt-
ið í úrvalsdeildinni sé raunhæft
og segir Rafa Benitez vera rétta
manninn til að stýra liðinu á sig-
urbraut.
„Við erum mjög ánægðir með
störf Benitez og árangurinn sem
hann hefur náð kemur okkur ekk-
ert á óvart. Það er gaman að sjá
hve vel leikmennirnir bregðast
við kröfum hans og það er hungur
og metnaður í hópnum. Við erum
ánægðir með árangurinn í fyrra,
en það eina sem vantar núna er að
bæta við deildarmeistaratitlum.
Liðið er óðum að verða sterkara
og næstu ár verða mjög spennandi
fyrir Liverpool,“ sagði Parry.
Rick Parry hjá Liverpool:
Verðum með í
baráttunni
FORMÚLA Fyrrum margfaldur
heimsmeistari í Formúlu 1, Þjóð-
verjinn Michael Schumacher,
sleppti því að taka sitt venju-
bundna vetrarfrí í ár eins og hann
hefur gert undanfarið og hefur
þess í stað fylgst náið með prófun-
um á Ferrari-bílnum og segist ekki
geta beðið eftir að byrja að keyra
á ný.
Schumacher vann fimm titla í röð
þar til hinn ungi Fernando Alonso
hirti af honum titilinn í haust og nú
er útlit fyrir að Schumacher ætli
ekki að láta það endurtaka sig. „Ég
þurfti ekki á neinu fríi að halda og
langaði heldur ekki að fara í frí, svo
að undirbúningur minn fyrir 2006
tímabilið er þegar hafinn,“ sagði
Schumacher ákveðinn. „Mig lang-
aði að fara strax aftur að keyra og
ég hlakka til að byrja,“ bætti hinn
36 ára gamli ökumaður við.
Formúla 1:
Ekkert frí hjá
Schumacher
MICHAEL SCUMACHER Ætlar að endur-
heimta heimsmeistaratitil ökumanna á
næsta tímabili.
Sænski kylfingurinn Annika Sör-
enstam varð í dag fyrsta konan
til að hljóta hina virtu nafnbót
kylfingur ársins hjá íþróttafrétta-
mönnum tvisvar á ferlinum, en
það hefur ekki gerst áður í 55 ára
sögu verðlauna þessara. Sören-
stam hefur fyrir löngu sannað sig
sem langbesti kvenkyns kylfingur
heims og hafði mikla yfirburði í
ár.
Sörenstam vann verðlaunin
síðast fyrir tveimur árum, en hún
hlaut þau í ár eftir harða sam-
keppni við Colin Montgomerie og
Michael Campbell.
Annika Sörenstam:
Komin í sögu-
bækurnar
ANNIKA SÖRENSTAM Hefur verið valin
kylfingur ársins.
HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn
Einar Hólmgeirsson hefur ákveð-
ið að framlengja samning sinn við
þýska úrvalsdeildarfélagið Gross-
wallstad og mun hann skrifa undir
tveggja ára samning á næstum
dögum. Í samningnum er að finna
ákvæði sem segir að Einar geti
verið keyptur frá félaginu frá
og með næstu jólum en mörg af
stærstu liðum Þýskalands höfðu
verið að bera víurnar í Einar.
„Þessi lið gerðu aldrei neitt
meira en að lýsa yfir áhuga. Ég
fékk aldrei formlegt tilboð og
þau voru greinilega ekki tilbúin
að bjóða í mig. Og ég vildi ekkert
vera að láta hafa mig að fífli þrátt
fyrir að einhver stórlið væru að
bíða eftir mér og vildi ekki missa
af þessum samning við Gross-
wallstad,“ sagði Einar við Frétta-
blaðið í gær og bætti því að um
mjög viðunandi samning væri
að ræða. Flensburg, Magdeburg,
Hamburg og Gummersbach eru á
meðal þeirra liða sem höfðu litið
til Einars en hann hefur vaxið
mjög á þeim tveimur árum sem
hann hefur spilað fyrir Gross-
wallstad.
Einar lenti upp á kant við þjálf-
ara sinn fyrir skemmstu og þurfti
að dúsa stærstan hluta nokkurra
leikja á bekknum. Hann er nú hins
vegar byrjaður að spila á fullu á
ný og segir þau mál úr sögunni.
„Ég og þjálfarinn höfum rætt
saman og það er allt í góðu. Ég er
mjög ánægður með að vera búinn
að ganga frá þessu og þetta er nið-
urstaða sem allir eru sáttir við.“
Handknattleiksmaðurinn Einar Hólmgeirsson:
Framlengir við Grosswallstad
EINAR HÓLMGEIRSSON Ætlar að framlengja
samning sinn við Grosswallstad um tvö
ár en hefur þó ekki gefið upp bátinn á að
ganga til liðs við stærra félag.