Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 10
 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR SAMGÖNGUR Allar líkur eru á því að strætó byrji að keyra milli Reykjavíkur og Akraness 1. jan- úar 2006. Við þetta rúmlega tvö- faldast ferðatíðnin þarna á milli, jafnvel þrefaldast. Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að samningaviðræður séu á lokastigi og gert sé ráð fyrir að samningur verði undirritaður nú í vikunni. „Við erum að ganga frá samn- ingsdrögum við Strætó bs. um að Strætó þjónusti leiðina og að Akra- nes falli inn í leiðakerfi Strætós,“ segir hann. Farnar verða rúmlega 80 ferð- ir á viku, 13 ferðir fram og til baka á virkum dögum, níu ferðir á laugardögum og sjö á helgidög- um. Strætisvagnarnir keyra milli Akraness og Háholts í Mosfellsbæ en þar verður skiptistöð. Strætisvagnarnir hefja akst- ur til og frá Akranesi vel fyrir klukkan sjö á morgnana á virkum dögum en þjónustustigið er miðað við að farþegarnir komist til vinnu eða náms frá Akranesi og Reykja- vík. Farþegar frá Akranesi eiga því að vera komnir á áfangastað vel fyrir átta á flestum stöðum í Reykjavík og farþegar frá Reykja- vík eru komnir á áfangastað um hálfátta. Síðasti vagn fer af stað um hálfellefu á kvöldin á virkum dögum. Sama gjald verður milli Akra- ness og Reykjavíkur og í innan- bæjarvagnana á höfuðborgar- svæðinu og gilda sömu reglur um skiptimiða og á höfuðborgarsvæð- inu. Kostnaðurinn við þjónustuna milli Reykjavíkur og Akraness nemur 22 milljónum króna á ári. Guðmundur Páll segir að Strætó bs. beri engan kostnað, Akranes- kaupstaður greiði 16 milljónir og sex milljónir fáist frá samgöngu- ráðuneytinu. „Þetta er samstarfsverkefni Strætó, Akraness og samgönguyf- irvalda. Sérleyfinu, sem hefur gilt á þessari leið, hefur verið breytt. Við förum inn í sérleyfið og breyt- um þessu svona. Ástæðan er sú að Akranes, Reykjavík og Grundar- tangasvæðið er eitt þjónustu- og atvinnusvæði. Það er mjög mikil- vægt að samgöngur séu með skil- virkum hætti á slíku svæði,“ segir hann. Um tíu prósent Akurnesinga fara daglega milli Reykjavíkur og Akraness. ghs@frettabladid.is Strætó byrjar að ganga upp á Skaga Strætó byrjar áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Akraness á fyrsta degi nýs árs. Farnar verða yfir 80 ferðir á viku milli Akraness og Mosfellsbæjar en í Háholtinu verður skiptistöð sem tengir ferðirnar við leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins. STRÆTÓFERÐIR UPP Á SKAGA TVÖFALDAST „Ástæðan er sú að Akranes, Reykjavík og Grundartangasvæðið er eitt þjónustu- og atvinnu- svæði. Það er mjög mikilvægt að samgöngur séu skilvirkar á slíku svæði,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi. Strætó byrjar að keyra upp á Skaga í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FASTEIGNAMARKAÐUR Meðal íbúða- verð á Íslandi hefur hækkað um 2,6 prósent á tímabilinu 1995-2002 á meðan meðalhækkun íbúða- verðs hefur verið fjögur prósent hjá ríkjum innan OECD. Raun- verð íbúðarhúsnæðis hér hefur hins vegar hækkað um 1,1 prósent árlega frá 1960 til 2004. Frá 1990 til 2004 hefur raun- hækkunin mest verið á Vestur- landi, eða um 63 prósent, 52 pró- sent á höfuðborgarsvæðinu en næstminnst á Norð-Vesturlandi, eða eitt prósent, og minnst á Vest- fjörðum. Þar hefur húsnæðisverð- ið lækkað um 28 prósent að raun- gildi. Í nýrri skýrslu um þróun fasteignaverðs á Íslandi kemur fram að hagvöxtur, tekjur og mannfjöldi séu lykilþættir í þróun íbúðaverðs. þá hafi fjarlægð frá þéttbýli einnig áhrif en þéttbýli þrýsti gjarnan upp verðinu. Sveiflur í íbúðaverði hér eru með því mesta sem gerist innan OECD eða um 10 prósent. Ástæð- urnar má rekja til hagsveiflna, verðlags- og gengismála og smæð- ar hag- og gjaldeyriskerfisins. Húsnæðisskuldir Íslendinga hafa vaxið á þessu tímabili og telj- ast nú með því mesta innan OECD en á móti kemur að verð á eignun- um hefur hækkað. - ghs Íbúðaverð hækkaði verulega um mestallt land á árunum1990 til 2004: Mikil verðlækkun á Vestfjörðum ÍSAFJÖRÐUR Verð á íbúðum hækkaði minna á Íslandi en í ríkjum innan OECD frá 1995 til 2002. SVEITARSTJÓRNARMÁL Í Umhverf- isráði Reykjavíkur er til umfjöllunar tillaga sem felur í sér að borgin efni til viðræðna við olíufélögin um að minnka vægi olíubirgðastöðvarinn- ar í Örfirisey. Kjartan Magnús- son, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lagði fram tillög- una 21. nóvember síðastliðinn en segir afgreiðslu hennar hafa verið frestað að ósk full- trúa Reykjavíkurlistans. Hann vill hefja uppskipun og geymslu þotu- eldsneytis í olíutönkum í Helguvík, sem Íslendingum hafi verið boðin afnot af. „Samþykkt slíkrar tillögu yrði mikilvægt skref í þá átt að minnka vægi olíubirgðastöðvarinn- ar í Örfirisey og um leið að draga úr hættu á alvarlegum afleiðing- um, fari þar allt á versta veg vegna slyss,“ segir hann og bætir við að vægi olíubirgðastöðvarinnar í Örfirisey hafi verið aukið verulega án nokkurs samráðs við borgaryfir- völd. „Við sjálfstæðismenn áteljum þennan skort á samráði og höfum óskað eftir frekari upplýsingum um málið,“ segir Kjartan. - óká Tillaga um minni olíugeymslu í Örfirisey bíður afgreiðslu í Umhverfisráði: Þotueldsneytið fari í Helguvík SÉÐ YFIR HÖFNINA TIL ÖRFIRISEYJAR Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segir olíu- félögin hafa aukið vægi birgðastöðvarinnar í Örfirisey án samráðs við borgaryfirvöld. KJARTAN MAGN- ÚSSON Kjartan er borgar- fulltrúi í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.