Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 10
14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR
SAMGÖNGUR Allar líkur eru á
því að strætó byrji að keyra milli
Reykjavíkur og Akraness 1. jan-
úar 2006. Við þetta rúmlega tvö-
faldast ferðatíðnin þarna á milli,
jafnvel þrefaldast.
Guðmundur Páll Jónsson,
bæjarstjóri á Akranesi, segir að
samningaviðræður séu á lokastigi
og gert sé ráð fyrir að samningur
verði undirritaður nú í vikunni.
„Við erum að ganga frá samn-
ingsdrögum við Strætó bs. um að
Strætó þjónusti leiðina og að Akra-
nes falli inn í leiðakerfi Strætós,“
segir hann.
Farnar verða rúmlega 80 ferð-
ir á viku, 13 ferðir fram og til
baka á virkum dögum, níu ferðir
á laugardögum og sjö á helgidög-
um. Strætisvagnarnir keyra milli
Akraness og Háholts í Mosfellsbæ
en þar verður skiptistöð.
Strætisvagnarnir hefja akst-
ur til og frá Akranesi vel fyrir
klukkan sjö á morgnana á virkum
dögum en þjónustustigið er miðað
við að farþegarnir komist til vinnu
eða náms frá Akranesi og Reykja-
vík. Farþegar frá Akranesi eiga
því að vera komnir á áfangastað
vel fyrir átta á flestum stöðum í
Reykjavík og farþegar frá Reykja-
vík eru komnir á áfangastað um
hálfátta. Síðasti vagn fer af stað
um hálfellefu á kvöldin á virkum
dögum.
Sama gjald verður milli Akra-
ness og Reykjavíkur og í innan-
bæjarvagnana á höfuðborgar-
svæðinu og gilda sömu reglur um
skiptimiða og á höfuðborgarsvæð-
inu. Kostnaðurinn við þjónustuna
milli Reykjavíkur og Akraness
nemur 22 milljónum króna á ári.
Guðmundur Páll segir að Strætó
bs. beri engan kostnað, Akranes-
kaupstaður greiði 16 milljónir og
sex milljónir fáist frá samgöngu-
ráðuneytinu.
„Þetta er samstarfsverkefni
Strætó, Akraness og samgönguyf-
irvalda. Sérleyfinu, sem hefur gilt
á þessari leið, hefur verið breytt.
Við förum inn í sérleyfið og breyt-
um þessu svona. Ástæðan er sú að
Akranes, Reykjavík og Grundar-
tangasvæðið er eitt þjónustu- og
atvinnusvæði. Það er mjög mikil-
vægt að samgöngur séu með skil-
virkum hætti á slíku svæði,“ segir
hann.
Um tíu prósent Akurnesinga
fara daglega milli Reykjavíkur og
Akraness.
ghs@frettabladid.is
Strætó byrjar að
ganga upp á Skaga
Strætó byrjar áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Akraness á fyrsta degi nýs árs.
Farnar verða yfir 80 ferðir á viku milli Akraness og Mosfellsbæjar en í Háholtinu
verður skiptistöð sem tengir ferðirnar við leiðakerfi höfuðborgarsvæðisins.
STRÆTÓFERÐIR UPP Á SKAGA TVÖFALDAST „Ástæðan er sú að Akranes, Reykjavík og Grundartangasvæðið er eitt þjónustu- og atvinnu-
svæði. Það er mjög mikilvægt að samgöngur séu skilvirkar á slíku svæði,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, bæjarstjóri á Akranesi. Strætó
byrjar að keyra upp á Skaga í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FASTEIGNAMARKAÐUR Meðal íbúða-
verð á Íslandi hefur hækkað um
2,6 prósent á tímabilinu 1995-2002
á meðan meðalhækkun íbúða-
verðs hefur verið fjögur prósent
hjá ríkjum innan OECD. Raun-
verð íbúðarhúsnæðis hér hefur
hins vegar hækkað um 1,1 prósent
árlega frá 1960 til 2004.
Frá 1990 til 2004 hefur raun-
hækkunin mest verið á Vestur-
landi, eða um 63 prósent, 52 pró-
sent á höfuðborgarsvæðinu en
næstminnst á Norð-Vesturlandi,
eða eitt prósent, og minnst á Vest-
fjörðum. Þar hefur húsnæðisverð-
ið lækkað um 28 prósent að raun-
gildi.
Í nýrri skýrslu um þróun
fasteignaverðs á Íslandi kemur
fram að hagvöxtur, tekjur og
mannfjöldi séu lykilþættir í þróun
íbúðaverðs. þá hafi fjarlægð frá
þéttbýli einnig áhrif en þéttbýli
þrýsti gjarnan upp verðinu.
Sveiflur í íbúðaverði hér eru
með því mesta sem gerist innan
OECD eða um 10 prósent. Ástæð-
urnar má rekja til hagsveiflna,
verðlags- og gengismála og smæð-
ar hag- og gjaldeyriskerfisins.
Húsnæðisskuldir Íslendinga
hafa vaxið á þessu tímabili og telj-
ast nú með því mesta innan OECD
en á móti kemur að verð á eignun-
um hefur hækkað. - ghs
Íbúðaverð hækkaði verulega um mestallt land á árunum1990 til 2004:
Mikil verðlækkun á Vestfjörðum
ÍSAFJÖRÐUR Verð á íbúðum hækkaði
minna á Íslandi en í ríkjum innan OECD frá
1995 til 2002.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Í Umhverf-
isráði Reykjavíkur er til umfjöllunar
tillaga sem felur í sér að borgin efni
til viðræðna við olíufélögin um að
minnka vægi olíubirgðastöðvarinn-
ar í Örfirisey.
Kjartan Magnús-
son, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks,
lagði fram tillög-
una 21. nóvember
síðastliðinn en
segir afgreiðslu
hennar hafa verið
frestað að ósk full-
trúa Reykjavíkurlistans. Hann vill
hefja uppskipun og geymslu þotu-
eldsneytis í olíutönkum í Helguvík,
sem Íslendingum hafi verið boðin
afnot af. „Samþykkt slíkrar tillögu
yrði mikilvægt skref í þá átt að
minnka vægi olíubirgðastöðvarinn-
ar í Örfirisey og um leið að draga
úr hættu á alvarlegum afleiðing-
um, fari þar allt á versta veg vegna
slyss,“ segir hann og bætir við
að vægi olíubirgðastöðvarinnar í
Örfirisey hafi verið aukið verulega
án nokkurs samráðs við borgaryfir-
völd. „Við sjálfstæðismenn áteljum
þennan skort á samráði og höfum
óskað eftir frekari upplýsingum um
málið,“ segir Kjartan. - óká
Tillaga um minni olíugeymslu í Örfirisey bíður afgreiðslu í Umhverfisráði:
Þotueldsneytið fari í Helguvík
SÉÐ YFIR HÖFNINA TIL ÖRFIRISEYJAR
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi segir olíu-
félögin hafa aukið vægi birgðastöðvarinnar
í Örfirisey án samráðs við borgaryfirvöld.
KJARTAN MAGN-
ÚSSON
Kjartan er borgar-
fulltrúi í Reykjavík.