Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 4
ÁSTRALÍA, AP Lögreglan í Sydney í
Ástralíu hefur fengið aukin völd
til að berjast gegn óeirðaseggjum
sem hafa sett allt á annan end-
ann í kynþáttaóeirðum í suður-
hluta borgarinnar undanfarna tvo
daga.
Óeirðirnar hófust á sunnu-
daginn þegar um fimm þúsund
manns gerðu aðsúg að nokkrum
mönnum sem eiga ættir að rekja
til Mið-Austurlanda. Talið er að
ástæður átaka megi rekja til þess
að viku áður voru tveir lífverðir
á Cronulla-ströndinni í Sydney
barðir af mönnum sem var lýst af
vitnum sem arabískum í útliti.
Í gær slösuðust sjö manns í
áframhaldandi átökum og ellefu
óeirðaseggir voru settir í gæslu-
varðhald.
„Lögreglan verður kölluð á
neyðarfund á fimmtudaginn og
henni verður veitt aukið svig-
rúm til að fást við glæpamenn-
ina sem hafa valdið óeirðunum í
borginni,“ sagði Morris Iemma,
leiðtogi ríkisstjórnarinnar í Nýja
Suður-Wales í Ástralíu.
Einnig hefur verið ráðist á fjöl-
skyldur frá Mið-Austurlöndum í
Perth í vesturhluta Ástralíu og á
líbanskan leigubílstjóra í Adela-
ide í Suður-Ástralíu. Talið er að
rekja megi þær árásir til kynþátta-
óeirðanna í Sydney. - sk
Ástralska lögreglan grípur til aðgerða eftir uppþot og ólæti:
Hart tekið á kynþáttahöturum
HITI Í MÖNNUM Lögregla hefur ákveðið
að taka þá sem efnt hafa til óspekta að
undanförnu föstum tökum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Tveir menn, 21 og 22 ára,
hafa verið dæmdir til að borga
sektir vegna hass sem fannst falið
í farangri þeirra í Leifsstöð við
komuna frá Kaupmannahöfn 12.
ágúst síðastliðinn. Sá yngri var
með 42 grömm í farangri sínum
og þarf að greiða 154.000 krónur
í sekt, en hinn var með 66 grömm
í sínum farangri og var gert að
greiða 226.000 krónur. Menn-
irnir játuðu báðir brot sitt greið-
lega fyrir dómi. Sævar Lýðsson,
fulltrúi sýslumanns á Keflavík-
urflugvelli, sótti bæði málin, en í
þeim var dæmt á mánudag í Hér-
aðsdómi Reykjaness. Dómari var
Guðmundur L. Jóhannesson. - óká
Tveir þurfa að borga sektir:
Komu með
hass frá Köben
Átök á Vesturbakkanum Þrír
særðust þegar ísraelskir hermenn skutu
á hóp palestínskra mótmælenda í
borginni Nablus á Vesturbakkanum í
gærmorgun. Tveir mannanna eru sagðir
alvarlega særðir. Talsmaður Ísraelshers
neitaði að staðfesta skotárásina en sagði
hins vegar tvo hermenn hafa særst af
völdum sprengna sem kastað hafi verið
að þeim í átökunum í morgun.
PALESTÍNA
ÞÚSUNDASTI ÍBÚINN Alexandra Líf, þús-
undasti íbúi Voga, fékk glaðning frá hrepps-
nefndinni. MYND/VÍKURFRÉTTIR
Íbúatal Hreppsnefnd Vatnsleysu-
strandarhrepps afhenti þús-
undasta íbúa sveitarfélagsins
glaðning í tilefni tímamótanna.
Þúsundasti íbúinn fæddist 10.
nóvember síðastliðinn og heitir
Alexandra Líf Ingþórsdóttir.
Á heimasíðu sveitarfélagsins,
vogar.is, kemur fram að í kjölfar
átaksins „Vogar færast í vöxt“
hafi fólksfjölgun verið ör í sveit-
arfélaginu á síðustu árum.
Á vefsíðunni kemur einnig
fram að íbúum þar hafi fjölgað
um rúm 32 prósent á síðustu sjö
árum. - sk
Íbúarnir orðnir eitt þúsund:
Íbúum fjölgar
um þriðjung
STJÓRNMÁL Aðgerðir í byggðamál-
um frá árinu 2002 hafa ekki skilað
nægum árangri á nokkrum land-
svæðum, svo sem á Vestfjörðum,
Norðurlandi vestra, norðaustur-
horninu og sunnanverðum Aust-
fjörðum.
Þetta kemur fram í mati
Byggðastofnunar á framvindu
byggðaáætlunar árin 2002 til 2005,
sem Valgerður Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra lagði fram á Alþingi
fyrir helgina.
Í umsögn Byggðastofnunar
segir að við þessu þurfi að bregð-
ast, en það hafi verið gert að
nokkru leyti, svo sem með gerð
vaxtarsamnings fyrir Vestfirði.
Einnig sé unnið að slíkum samn-
ingum fyrir Suðurland og Vest-
mannaeyjar.
Stofnunin leitaði álits hjá
atvinnuþróunarfélögum og sveit-
arfélögum víða um land þegar
aflað var gagna um framvinduna
undanfarin ár.
Í samantekt Byggðastofnunar
kemur fram að meginmarkmið
byggðaáætlunar hafi verið skýrari
nú en í fyrri áætlunum enda gætti
þar langtímamarkmiða. „Hins
vegar kemur einnig fram það
sjónarmið að þrátt fyrir að mark-
mið byggðaáætlunar séu góð hafi
nokkuð skort á að þeim hafi verið
fylgt eftir með framkvæmdum.“
Efling byggðarlaga með mesta
aðdráttaraflið er sagt umdeilt
markmið og nokkur sveitarfélög
telja sig afskipt í byggðaaðgerð-
um.
Umsagnir af Vesturlandi bera
með sér að hlutur landshlutans í
byggðaáætlun hafi verið rýr. Vest-
firðingar benda á að aðgerðir hafi
ekki náð að stöðva fækkun íbúa og
starfa og árangur sé að því leyti
ekki viðunandi. Þó bindi þeir vonir
við nýjan vaxtarsamning.
Í umsögnum frá Norðurlandi
vestra segir að landshlutinn hafi
verið afskiptur í aðgerðum stjórn-
valda í byggðamálum. Markmið
byggðaáætlunar séu raunhæf en
skort hafi aðgerðir.
Umsögn er jákvæðari af Eyja-
fjarðarsvæðinu en þó eru stjórn-
völd gagnrýnd fyrir að hafa ekki
staðið sig sem skyldi við flutning
starfa í opinberri þjónustu til
svæðisins.
Samband sunnlenskra sveitar-
félaga taldi í umsögn sinni þörf á
að móta sérhæfða byggðastefnu
fyrir hvern landshluta.
Þótt umsagnir í skýrslu
ráðherra byggðamála séu að
þessu leyti neikvæðar er vakin
athygli á því að íbúaþróun hafi
verið hagstæðari undanfarin ár
en áður og atvinnuleysi minna.
Engu að síður hafi atvinnutekjur
ekki aukist á landsbyggðinni jafn
mikið og á höfuðborgarsvæðiðnu.
Sjá síðu 26
johannh@frettabladid.is
Óviðunandi árangur
í byggðapólitík
Árangur stjórnvalda er rýr og jafnvel óviðunandi í byggðamálum segir í um-
sögnum um framvindu byggðaáætlunar 2002 til 2005. Meginmarkmið í áætlun-
inni eru sögð skýrari nú en í fyrri áætlunum. Þó skorti á að þeim sé fylgt eftir.
VESTMANNAEYJAR Bæjaryfirvöld Vestmannaeyjabæjar gagnrýna stjórnvöld fyrir að nýta
ekki möguleika til að flytja opinber störf út á landsbyggðina og hefðu sjálf viljað fá Vakt-
stöð siglinga.
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR
Umsagnir bera
með sér að
byggðamarkmiðin
séu góð en talsvert
skorti á fram-
kvæmdir.
Mæðgur reka vændishús Mæðgur
í San Antonio í Texas hafa verið hand-
teknar fyrir að reka vændishús í íbúðar-
hverfi í borginni. Nágrannar kvennanna
tóku eftir tíðum mannaferðum og skynj-
uðu að ekki var allt með felldu. Þegar
lögreglan kom á svæðið báru þær af
sér allar sakir, þær starfræktu einungis
nuddstofu.
BANDARÍKIN
4 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 13.12.2005
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 62,88 63,18
Sterlingspund 111,16 111,7
Evra 74,94 75,36
Dönsk króna 10,057 10,115
Norsk króna 9,401 9,457
Sænsk króna 7,936 7,982
Japanskt jen 90,08 90,62
SDR 88,46 89,06
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
105,4811
LÖGREGLA Lögreglan á Selfossi
handtók í fyrrinótt mann á þrí-
tugsaldri sem liggur undir grun
um að hafa stolið fjallajeppa í
Breiðholti í síðustu viku.
Bíllinn, sem er af Nissan Patr-
ol-gerð, fannst við Rauðavatn og
eins og greint var frá í Fréttablað-
inu hafði allt laust sem fast verið
hirt úr bílnum.
Að sögn eiganda bílsins var
það glöggt auga vegfaranda sem
leiddi til handtöku hins grunaða,
hann hafði séð til ferða bílsins
eftir að sagt var frá þjófnaðinum.
- sk
Strípaði jeppinn við Rauðavatn:
Einn grunaður
um þjófnaðinn
FJALLABÍLLINN Bílilnn fannst við Rauðavatn
og allt nýtilegt hafði verið tekið úr honum.
BRETLAND Lögreglan í Lundúnum
hefur þrívegis komið í veg fyrir
hryðjuverkaárásir síðan tilraun
til slíkra árása var gerð þann 21.
júlí síðastliðinn. Hálfum mánuði
áður fórust 56 manns í árásum á
samgöngukerfi borgarinnar.
Þetta kom fram í máli Ians
Blair, lögreglustjóra Lundúna-
lögreglunnar, á blaðamannafundi
í fyrrakvöld. Hann varaði þó við
því að hættan væri vissulega enn
til staðar.
Fimmmenningarnir sem stóðu
fyrir árásunum misheppnuðu
hafa verið ákærðir og er búist við
að réttarhöld í máli þeirra hefjist
í september á næsta ári. ■
Lundúnalögreglan:
Kom í veg fyrir
þrjár árásir