Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 22
22 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR BANGLADESH Framundan er gósentíð í niðurrifsbransanum. Innan fimm ára verður olíuskipum sem ekki eru með tvöfalt eða þrefalt ytra byrði meinað að landa olíu í Evrópu en meirihluti þeirra sem flytja olíu til álfunnar í dag eru aðeins með eitt ytra byrði. Olíuleki er þannig nánast óhjákvæmilegur komi gat á skipið eða það strandi. En meðan enginn hörgull er á skipasmíðastöðvum í Evrópu þá fækkar þeim óðum sem taka að sér niðurrif stærri skipa á borð við olíuskip. Ástæðurnar eru marg- víslegar en helstar að af því stafar mikil mengunarhætta auk þess sem kostnaður við slíkt er svo mikill að ríkisstjórnum bregður við. Þannig hefur til að mynda franska ríkið tví- vegis hætt við niðurrif eins stærsta flugmóðurskips franska flotans, Clemenceau, vegna kostnaðar. Vandamálið er að í öllum eldri skipum finnst mikið magn meng- unarvaldandi efna, þ. á m. asbest, PCB og þungmálmar ýmsir. Þessi efni þarf að rífa úr áður en niður- rifið sjálft getur hafist eða skipinu er sökkt á hafi úti eins og tíðkast enn með smærri skip. Þá er í fá önnur skjól að venda en senda skipin til niðurrifs til Bangladess, Pakistans, Kína eða Indlands þar sem þúsundir atvinnulausra bíða þess í röðum að fá hamar og meitil í hönd og hefja þá vinnu sem fáir vilja á megin- landi Evrópu. Störfin eru unnin án þeirrar tækni og aðstöðu sem auðveldar fólki störfin á Vestur- löndum og án þeirra mengunar- varna sem gerðar eru kröfur um þar. Lög og reglur eru engar, eða þeim ekki framfylgt, og afleið- ingarnar eru að eiturefni berast auðveldlega í allan jarðveg auk þess sem einn af hverjum fjórum verkamönnum fær krabbamein sem rekja má til vinnu þeirra við niðurrifin. Önnur meiðsl, örkuml og brunar eru einnig algengir en réttindi launafólks eru lítil og verði menn fyrir alvarlegu slysi er starfsferlinum lokið. Nát t ú r uver nd a r s a mtök i n Greenpeace og fleiri slík hafa bent á nauðsyn þess að úrbætur eigi sér stað og verið er að vinna að hönnun niðurrifsverksmiðju þar sem hægt verður að vinna fljótt og örugglega og um leið uppfylla öll skilyrði um umhverfisvernd. Enn eru þó mörg ár í að hún taki til starfa og í millitíðinni munu vestrænir eigendur áfram senda skip sín til niðurrifs í fátækustu ríkjum heims. albert@frettabladid.is STRITAÐ UNDIR BRENNANDI SÓLINNI Dæmi eru um að vestrænir aðilar hafi vísvitandi strandað úreldum skipum sínum við strendur fátæk- ari landa þar sem íbúar eru fljótir að grípa gæsina án mikils kostnaðar fyrir eigendur skipsins. Fyrir vikið er mengun alvarlegt vandamál og rusl víða við strendur Pakistans, Indlands, Bangladess og Kína. NORDICPHOTOS/AFP Ruslahaugur Vestur- landa er í Asíu Fá lönd í Evrópu taka að sér niðurrif stærri skipa vegna umhverfissjónarmiða. Skipin eru því gjarnan send til fátækustu landa heims þar sem menn strita undir brennandi sólinni á lágum launum og með frumstæð verkfæri. SAMGÖNGUMÁL Íbúar sem búa nálægt gróðrarstöðinni Lundi við Vesturlandsveg njóta ekki þjónustu Strætó eftir að nýjar brýr yfir Úlf- arsá voru teknar í notkun. Áður en umferð var hleypt um brýrnar og skipulagi á akandi umferð breytt, var stoppistöð nálægt Lundi þar sem farþegar gátu komist í stræt- isvagninn. „Þeir hjá Vegagerðinni segja að forsvarsmenn Strætó hafi ekki vilj- að setja upp stoppistöð, en þeir hjá Strætó segja að Vegagerðin hafi gleymt að setja upp stöðina,“ segir Einar Símonarson, íbúi á svæðinu. „Vegagerðin virðist hafa nóg að gera við að koma upp reiðvegi í hverfinu en það er ekkert hugsað um fólkið. Ég skrifaði Stefáni Jóni Hafstein borgarfulltrúa bréf en hef ekki fengið neitt svar,“ segir Einar. Ásgeir Eiríksson, framkvæmd- arstjóri Strætó, segir að það sé við Vegagerðina að eiga. „Okkur er ekk- ert að vanbúnaði að stoppa þarna,“ segir hann. Vegagerðin á þennan veg og þetta mál er í vinnslu þar. Þeir eru að skoða hvernig best er að útfæra þetta þannig að umferð- aröryggi gangandi vegfarenda, fyrst og fremst, sé tryggt.“ - sk Íbúar við Vesturlandsveg geta ekki tekið strætó: Strætó neitar að stoppa EINAR SÍMONARSON Strætó stoppar ekki lengur fyrir íbúum sem búa nálægt gróðr- arstöðinni Lundi við Vesturlandsveg. Einar Símonarson er íbúi á svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.