Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 16
16 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 26.900 kr. NOKIA 6230i SÍMI KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA 1960 Dómsmálaráðuneytið felur Valdimar Stefánssyni sakadóm- ara að gera áætlun um að koma fangelsismálum í nútímalegt horf. Hann leggur til að ríkisfangelsi rísi á Korpúlfsstöðum. 1961 Ný lög um ríkisfangelsi samþykkt þar sem ákveðið var að stofna deildaskipt fangelsi fyrir bæði kynin, afplánun, gæsluvarð- hald, öryggisgæslu og geðsjúka. 1965 Nefnd dómsmálaráðherra leggur til gæsluvarðhaldsdeild í Síðumúla, utan ríkisfangelsis. 1974 Reykjavíkurborg veitir vilyrði fyrir lóð undir fangelsi við Tungu- háls 6. 1976 Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir samþykkir að gerð verði áætlun um byggingu fangelsis við Tunguháls. 1978 Framkvæmdum við grunn og botnplötu lokið. Vegna fjárskorts varð ekki af frekari framkvæmdum. 1991 Dómsmálaráðherra skipar nefnd til að gera úttekt á fangelsis- málum og skila tillögum. 1992 Nefndin skilar skýrslu og vildi nýtt afplánunar- og gæslu- varðhaldsfangelsi í Reykjavík. Ný bygging var reist á Litla Hrauni og plássum fjölgað þar. Byggingarsaga nýs fangelsis: Á byrjunar- reit í 45 ár 1995 Dómsmálaráðherra skipar nefnd til að gera áætlun um bygg- ingu gæsluvarðhalds- og afplánun- arfangelsis á Tunguhálsi 6. Nefndin var leyst frá störfum ári síðar. 1996 Skipaður starfshópur til að hafa umsjón með frumathugun, áætlanagerð og framkvæmdum við nýtt Tunguhálsfangelsi. 1998 Nefndin skilaði tillögum sínum um móttöku-, gæsluvarð- halds-, og afplánunarfangelsi á Tunguhálsi 6. Ekki varð af fram- kvæmdum. 2001 Dómsmálaráðherra kallar saman hóp til að taka upp þráðinn við undirbúning nýs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu. 2001 Fangelsismálastofnun ríkisins falið að vinna að frekari undirbún- ingi verkefnisins. 2001 Reykjavíkurborg úthlutar lóð undir nýtt fangelsi á Hólmsheiði. 2004 Starfshópur Framkvæmda- sýslu skilar drögum fyrir alútboð fyrir byggingu gæslu- og afplánun- arfangelsis. 2004 Fangelsismálastofnun skilaði ítarlegri heildarlausn um uppbygg- ingu fangelsa til dómsmálaráð- herra. 2005 Fangelsismála- stofnun skilar fram- kvæmdaáætlun um uppbyggingu fangelsa til dómsmálaráð- herra. 2005 Áætlun fangels- ismála- stofnunar samþykkt í ríkisstjórn. Byggingarsaga nýs fang- elsis, framhald: FANGELSISMÁL „Ástandið er alvar- legt í fangelsinu í Kópavogi en aðstæðurnar í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg eru okkur ekki sæmandi,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir alþingismaður um stöðu fangelsismála. Hún segir að þurft hefði 266 milljónir á fjárlögum næsta árs til að fara í framkvæmdir sem aftur hefðu gert kleift að loka Hegning- arhúsinu og fangelsinu í Kópavogi. Það þjóni ekki tilgangi að setja nýja löggjöf um fangelsi og meðferð fanga séu aðstæður þannig að ekki sé nokkur leið að framfylgja henni. Umrædd fangelsi séu „geymslu- staðir“ sem ætti að vera búið að loka. „Ég held að ef ekki verður gerð bragarbót núna á aukafjárlögum eða með yfirlýsingu dómsmálaráð- herra komum við líka til með að tapa mjög góðu og hæfu starfsfólki sem við höfum í fangelsismálastofnun og fangelsunum. Starfsemin í fang- elsunum á Akureyri, Kópavogi og í Hegningarhúsinu gæti aldrei geng- ið nema af því að við höfum frá- bært starfsfólk. Það gleymist alltaf í umræðunni að tala um aðbúnað starfsfólks fangelsanna.“ - jss Gagnrýni Margrétar Frímannsdóttur alþingismanns: Aðstæður eru ekki sæmandi MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Margrét segir núverandi forstjóra Fangelsismálastofnunar hafa tekið upp breytta og betri stefnu og markmið í fangelsismálum. Ráðamenn eigi að sjá sóma sinn í því að hægt sé að framfylgja þeirri stefnu. SIGURDAGURINN UNDIRBÚINN Þann 16. desember halda Indverjar svonefndan sigur- dag hátíðlegan, meðal annars í Kalkútta. Þá verða liðin 34 ár síðan þeir sigruðu Austur- Pakistana í orrustu. Þeir síðarnefndu fengu raunar sjálfstæði skömmu síðar og nefndu land sitt þá Bangladess. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FANGELSISMÁL Nú vantar 28 pláss fyrir fanga til að hægt sé að leggja Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg og fangelsið í Kópavogi niður. Bæði þessi fangelsi eru talin ófullnægjandi, hið síðarnefnda til langtímavistunar kvenfanga. Öll starfsemi færi úr böndum ef mót- tökufangelsið á svæðinu færi. Þá er Kópavogur eina fangelsið sem hægt er að vista konur í. Þetta segir Valtýr Sigurðsson forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Það eru engir biðlistar í afplánun nú,“ segir Valtýr. „En það er fullt í öllum fangelsum. Ef við hefðum ekki Vernd, sem er orðinn annar stærsti afplánun- arstaður á Íslandi, þá væri þetta kerfi löngu sprungið.“ Að sögn Valtýs verður upp- byggingu Kvíabryggju lokið í september á næsta ári. Þar fjölg- ar um átta pláss. Þá verður lokið vinnu við hönnun og útboð fang- elsis á Akureyri, sem stækkað verður um tvö pláss vorið 2007, en ástand fangelsismála nyrðra er slæmt. Áfram verður unnið að gerð frumáætlunar varðandi fangelsið að Litla-Hrauni þannig að unnt verði að hefja vinnu við hönnun á næsta ári. Samkvæmt áætlun er stefnt að því að bjóða verkið út í lok næsta árs og að ljúka því fyrir árslok 2008. Áætl- aður kostnaður er 500 milljónir króna. Gerð frumáætlunar varðandi fangelsi á Hólmsheiði er ekki hafin en í það verður ráðist þegar í ársbyrjun 2006. Samkvæmt áætlun eiga framkvæmdir að hefjast í byrjun árs 2008 og ljúka fyrir árslok 2009. Áætlað er að þær kosti 1,2 milljarða króna. „Það er afar brýnt að þessi áætlun standist,“ segir Valtýr. „Rýma má Kópavogsfangelsið þegar framkvæmdum við Litla- Hraun lýkur. En Hegningarhúsið við Skólavörðustíg verður ekki rýmt fyrr en Hólmsheiðarfang- elsið er tilbúið.“ - jss Valtýr Sigurðsson forstjóri Fangelsismálastofnunar um stöðu fangelsismála: Vantar 28 pláss fyrir fanga FORSTJÓRI FANGELSISMÁLASTOFNUNAR Valtýr Sigurðsson segir nú afar mikilvægt að fyrirliggjandi áætlanir í fangelsismálum standist. FANGELSISMÁL Hegningarhúsið við Skólavörðustíg hefur um áratuga skeið verið rekið á undanþágum. Rekstrarleyfið rennur út í febrúar 2006. Að mati Fangelsismálastofn- unar á að taka húsið úr notkun sem fangelsi eins fljótt og mögulegt er. Þá er fangelsið á Kópavogsbraut 17 allsendis ófullnægjandi til að hýsa til langtíma kvenfanga og á auk þess að hverfa samkvæmt skipulagi bæjarins á næstu árum. Þetta kemur meðal annars fram í nýrri greinargerð Valtýs Sigurðssonar forstjóra Fangelsis- málastofnunar um stöðu fangels- ismála hér á landi. Þar fer hann meðal annars yfir byggingasögu nýs fangelsis á höfuðborgarsvæð- inu. Sú saga nær nú yfir 45 ár. Í greinargerðinni er vitnað í skýrslu Stefáns P. Eggertssonar verkfræðings sem ráðinn var af dómsmálaráðuneytinu til að gera frumathugun á uppbyggingu fang- elsa í landinu. Í skýrslunni sem hann skilaði af sér í september segir að 266 milljónir króna þyrfti til verksins á árinu 2006. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2006 er 50 milljónum veitt til uppbyggingar fangelsisins á Akureyri. Að auki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Kvíabryggju verði fjármagn- aðar með ónotuðum fjárheim- ildum frá fyrri árum. Þær heimildir nema 27 milljónum króna, samkvæmt upplýsing- um Valtýs. Í greinargerð Valtýs er jafn- framt vísað til bráðabirgða- skýrslu eftirlitsnefndar Evr- ópuráðsins, CPT-nefndar, sem heimsótti Hegningarhúsið sumarið 2004, þar sem segir að óásættanlegt sé að gæsluvarð- haldsfangar skuli vistaðir í Hegn- ingarhúsinu, enda standist það ekki nútímakröfur sem gerðar eru til slíkra fangelsa. CPT-nefndin ítrekar í skýrslu sinni kröfu frá árinu 1998 um að íslensk stjórn- völd setji byggingu nýs gæslu- varðhaldsfangelsis í Reykjavík í algeran forgang. Þá bendir forstjóri Fangelsis- málastofnunar á að vinna þurfi að markmiðum stofnunarinnar varð- andi afplánun fanga og þá eink- um meðferðaráætlun samkvæmt nýjum lögum um fullnustu refs- inga sem fer ekki af stað að neinu marki fyrr en flutt hefur verið í nýtt fangelsi á Hólmsheiði. jss@frettabladid.is Fangelsi á undan- þágum í áratugi Tvö fangelsi á höfuðborgarsvæðinu eru algerlega ófullnægjandi. Annað er fangelsið í Kópavogi. Hitt er Hegningarhúsið við Skólavörðustíg sem rekið hefur verið á undanþágum um áratuga skeið. HEGNINGARHÚSIÐ Hefur verið rekið á undanþágu svo árum skiptir. Nýjasta undanþágan rennur út í febrúar. KÓPAVOGSFANGELSI Eina fangelsið sem hýsir kvenfanga. Það er talið algjörlega ófullnægjandi. Fjöldi fanga í afplánun Fa ng el si LI TL A H R A U N 767 121012 FA N G EL SI Ð Á A K U R EY R I K V ÍA B RY G G JA FA N G EL SI Ð Í K Ó PA V O G I H EG N IN G A R H Ú SI Ð Í íslenskum fangelsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.