Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 55
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 17
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Vorum að fá í sölu 138,4 fm iðnaðarhúsnæði
auk 120 fm millilofts. Snyrtilegt pláss sem getur
losnað fljótlega. Verð 17,5 milljónir.
Glæsilegt fullbúið 215,9 fm verslunarhúsnæði á
þessum eftirsótta stað. Stefnt er að sölu á eigninni,
en leiga kemur til greina. Verð 43 milljónir.
Heil rishæð í þessu vandaða húsi í miðbænum.
Eignin er tveir eignahlutar en selst sem einn.
Var innréttað sem tannlæknastofur,
en er nú nýtt sem íbúðir. Verð 21,5 milljónir.
Glæsilegt nýtt 546 fm atvinnuhúsnæði til
sölu/leigu. Laus strax. Verð: Tilboð.
Runólfur Gunnlaugsson
lögg. Fasteignasali
Skrifstofur okkar eru opnar
alla virka daga frá kl. 9-17
Sími: 565 8000 Netfang: hofdi@hofdi.is
Vegna miki l lar sölu undanfar ið vantar okkur e ignir á skrá strax - skoðum og metum atvinnuhúsnæði samdægurs.
Trönuhraun 3 Fjarðargata 13-15 Barónsstígur 5 Flatahraun 3
Lykla-Pétur
skiptir um nafn
Veiruvarnarforrit Friðriks
Skúlasonar ehf., sem þekkt er á
Íslandi undir nafninu Lykla-Pét-
ur, hefur í meira en fimmtán ár
verið selt á heimsmarkaði undir
vörumerkinu F-PROT Antivirus.
Til að samræma markaðssetn-
ingu fyrirtækisins innanlands
sem utan hefur fyrirtækið tekið
ákvörðun um að Lykla-Pétur
verði framvegis seldur á Íslandi
undir nafninu F-PROT Antivirus.
Þótt nafni forritsins sé breytt nú
mun Windows-útgáfa þess áfram
koma út í íslenskri útgáfu. Allur
stuðningur og þjónusta verða
jafnframt áfram veitt íslenskum
viðskiptavinum á íslensku.
Tryggingamiðstöðin hlaut á dögunum vottun Sjá
ehf. og Öryrkjabandalags Íslands um að nýr vefur
fyrirtækisins www.tryggingamidstodin.is stæðist
kröfur um aðgengi fyrir fatlaða. Dæmi um breyt-
ingar sem orðið hafa á vef TM eru að blindir og
sjónskertir geti notað talgervla og sérhönnuð lykla-
borð með síðunni eða stækkað letrið. Lesblindir
geta breytt um bakgrunnslit og hreyfihamlaðir geta
vafrað án þess að nota músina. Til viðbótar þessu
hafa verið settar inn útskýringar á allar myndir,
tenglaheiti hafa verið gerð skýrari og stærð og teg-
und viðhengja kemur vel fram. Skammstafanir
hafa jafnframt verið teknar út eða eru með útskýr-
ingu. Engar reglur eru í gildi hérlendis um aðgengi
að heimasíðum en í nágrannalöndunum er komið í
lög að heimasíður opinberra stofnana sem og
flestra fyrirtækja eigi að vera aðgengilegar öllum
notendum, óháð fötlun eða getu.
TM stenst kröfur fatlaðra
ÍSLANDSBANKI EFNDI TIL KVÖLDVERÐAR-
BOÐS Í SANTIAGO Á myndinni eru Fernando
Ramos frá Skretting Chile, Bjarni Ármannsson,
Einar K. Guðfinnsson og Andrés Daroch frá
Foodcorp. Íslandsbanki hóf nýlega samvinnu við
Fjord Seafood Chile (FSC) og er bankinn þar með
orðinn einn af mikilvægustu lánveitendum FSC,
en fyrirtækið er í eigu Norðmanna og er fimmta
stærsta laxeldisfyrirtækja heims. FSC rekur einnig
reykhús í Bandaríkjunum. Nokkrir af íslenskum
viðskiptavinum bankans eru með vaxandi starf-
semi á þessum slóðum og má þar nefna Atlantis,
Fram Foods, Marel, Maritech og Vaka, en þessi
fyrirtæki eru með starfsstöðvar í Chile. Þá er HB
Grandi hluthafi í chilesku sjávarútvegsfyrirtæki,
Friosur, sem sérhæfir sig í bolfiskveiðum og
vinnslu, auk vaxandi starfsemi í fiskeldi.
FORSVARSMENN ÍSLANDSBANKA VORU Í VIKUFERÐALAGI Í PERÚ OG CHILE Í NÓVEMBER OG MEÐ Í FÖR VORU VILHJÁLMUR EGILSSON RÁÐUNEYTISSTJÓRI
OG EINAR K. GUÐFINNSSON SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA Tilgangur ferðarinnar var að skoða og kynna sér starfsemi nokkurra fyrirtækja sem bankinn starfar með á svæðinu.
Hópurinn skoðaði meðal annars líka sjávarútvegsráðuneytin í Perú og Chile. Íslandsbanki hefur á síðustu árum unnið náið með fyrirtækjum sem starfa á sviði sjávarútvegs og fisk-
eldis á þessum mörkuðum.
ALVARO VARELA, AQUACHILE, JÓN GARÐAR
GUÐMUNDSSON, ÍSLANDSBANKA, JORGE
CASSIGOLI, VAKI CHILE, OG CHARLES
NAYLOR, CAMANCHACA. Íslandsbanki vinnur
með fimm fyrirtækjum í Chile. Aðaláherslan hefur
verið lögð á fiskeldisfyrirtæki, en Chile er ásamt
Noregi fremst í flokki landa heims í eldi á laxfisk-
um. Perú er mikilvægasta framleiðsluland fiski-
mjöls í heiminum í dag, með um 30% af heims-
framleiðslu fiskimjöls. Perú er einnig önnur mikil-
vægasta fiskveiðiþjóð veraldar, einungis Kínverjar
veiða meira. Íslandsbanki hefur lagt áherslu á ráð-
gjöf við kaup og sölu á fyrirtækjum í starfsemi
sinni í Suður-Ameríku, auk þess sem bankinn
veitir fyrirtækjum í fiskeldi og sjávarútvegi víðtæk-
ari þjónustu á sviði alhliða fjármögnunar.
16_17_Markadur lesið 13.12.2005 15:18 Page 3