Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 68
 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR T-Lite III Fisléttur og mjúkur leðurskór Hentar úti sem inni Leiðb.verð kr. 5.990.- Tengu III GTX Sterkur og léttur gönguskór Mjúk phylon dempun Stöðugleikaplata í millisóla Leiðb.verð kr. 9.990.- Air Trail Exposure WS Mjúk og létt phylon dempun TPU stöðugleikaplata í millisóla Sterkur útiskór með góðri dempun Leiðb.verð kr. 7.490.- Air Trail Exposure WS Mjúk og létt phylon dempun TPU stöðugleikaplata í millisóla Byggður á kvensóla Leiðb.verð kr. 7.490.- Sportver - Ozone Útilíf - Sportver - Ozone Vatnsheldur Loftpúði í hæl Hámarksgrip og ending Útilíf - K-sport - Fjölsport - Íþróttabúðin Útilíf - Sportver - Ozone Vatnsheldur Loftpúði í hæl Hámarksgrip og ending Hámarksgrip og ending Vatnsheldur með öndun Það var fróðlegt fyrir landslýð að fylgjast með Kastljósi allra lands- manna í vikunni þar sem talsmað- ur hátæknisjúkrahúss vissi ekki fyrir hvað orðið hátæknisjúkra- hús stendur en taldi loks upp sal- ernisaðstöðu. Hugurinn leitar til salernisaðstöðu elliheimilanna þar sem fólki er hrúgað saman í 4ra manna herbergjum, hvernig ætli hún sé þar? Sem fyrrum innanhúsmaður fyrirliggjandi hátæknisjúkrahúss veit ég að salernisaðstöðuna og aðra plásseklu er auðvelt að bæta með því einu að moka út stjórn- sýslunni, bara það myndi rýma verulega til. Í einkarekstri gerðist slíkt sjálfkrafa og nefni ég hann sem annan valkost, láta einstakl- ingsframtakinu pakkann eftir, þ.m.t. salernisaðstöðuna. Við eldri borgara vil ég segja þetta: Þegar ungt, fullfrískt fólk fer í fæðingarorlof er greiðslan algerlega óháð launum maka. Þið megið hinsvegar ekki vinna, makinn ekki heldur, þá skerðist allt. Hvers vegna eru ellilífeyris- þegar ekki skattfrjálsir og hvers vegna geta ellilífeyrisþegar ekki unnið óháð launum maka, fengið fría læknishjálp og frí lyf? Þetta myndi skipta sköpum fyrir þenn- an aldurshóp sem búinn er að skila sínu. Og að forgangsraða óþarfa hátæknisjúkrahúsi fram fyrir raunverulega þörf og ljúga svo framan í þjóðina umhyggju fyrir öldruðum er algjörlega ósæm- andi. En eldri borgarar halda þó enn sínum kosningarétti og ættu að nýta hann skilmerkilega meðan kostur er. Við alþingismenn segi ég þetta: Vandi heilbrigðisþjónustunnar er ekki sá að við séum að deyja úr flóknum sjúkdómum. Vandinn er sprungin heilsugæsla, skortur á boðlegu legurými til langframa, léleg laun aðhlynningarfólks, ofmönnun stjórnenda, ofhlaðið fyrirliggjandi hátæknisjúkrahús og þið sjálfir sem gerið ekkert sem stefnir metorðaklifrinu í tvísýnu. Þingmenn þurfa heldur ekki að hafa áhyggjur af ellinni, tryggðir í bak og fyrir. En bygging og for- gangur hátæknisjúkrahúss jafn- gildir fratyfirlýsingu í garð eldri borgara, undan því hlaupist þið aldrei. Höfundur er heilbrigðisstarfs- maður í Önundarfirði. Aðför að eldri borgurum UMRÆÐAN KJÖR ELDRI BORGARA LÝÐUR ÁRNASON Þingmenn þurfa heldur ekki að hafa áhyggjur af ellinni, tryggðir í bak og fyrir. En bygging og forgangur hátækni- sjúkrahúss jafngildir fratyfir- lýsingu í garð eldri borgara, undan því hlaupist þið aldrei. Embættismenn fjármálaráðherra gagnrýna harðlega skrif Stefáns Ólafssonar prófessors um kjör öryrkja, en þessi grein fjallar ekki beint um það. En með svörum sínum eru embættismenn í raun og veru að gagnrýna sín eigin skrif undanfarinna ára. Þeir hafa samkvæmt fyrirmælum ráðherra, húsbónda síns, margoft sagt aðeins hálfan sannleikann í þeim tilgangi að fegra málstað yfirboð- arans og gera það enn. Þeir eru í reynd farnir að trúa því að allir aðrir geri eins og þeir, og í ljósi þess verður að skoða þeirra gagn- rýni á skrif annarra. Það er staðreynd að allur sannleikurinn lítur ekki eins vel út og hluti af honum, og það vita þessir menn og konur mætavel, en kjósa að þegja um það. Skatt- ar eru til dæmis aldrei nefndir á nafn. Það væri ef til vel til fundið að ráðherra segði sínum mönnum að leita alls sannleikans í hverju máli. Það nýjasta er að finna á vefriti fjármálaráðuneytisins, þar sem er sýndur samanburður á meðal- tekjum aldraðra miðað við aðra skattgreiðendur, og tilgangurinn er auðsær, það er að sýna að það allt sé í góðu lagi með kjör aldr- aðra. Meðaltöl sýna nákvæmlega ekki neitt um raunveruleg kjör illra staddra aldraðra. Embættis- menn og aðrir vita það mætavel að 20 prósent aldraðra búa við mjög góð kjör og að þeirra tekj- ur lyfta meðaltali mjög hátt upp. Þrátt fyrir það virðst það ekkert vefjst fyrir embættismönnum að nota öll meðul í þágu húsbóndans, og blanda kjörum hæstlaunuðu eldri borgara inn í umræðuna um fátækt aldraðra, til þess að fegra sinn málstað. Kjör þeirra ríku eru ekki á dagskrá, og það á alls ekki að blanda þeim á þennan hátt inn í umræðuna um kjör hinna lægst- launuðu. Embættismenn ættu að sjá sóma sinn í því að gera það ekki. Til fróðleiks skal ég nefna það að Landssamband eldri borgara hefur líka undir höndum upplýs- ingar frá Ríkisskattstjóra. Þar má sjá að allir einstaklingar 67 ára og eldri höfðu að meðtali 167.520 krónur í tekjur á mánuði árið 2004, og að 38,5 prósent af 14.362 ein- staklingum, eða 5530 höfðu minna en 125 þúsund krónur á mánuði í brúttótekjur, að fjármagnstekjum meðtöldum. Samskattaðir í þeim hópi eru 7676 þannig að það eru samtals 12.206 manns, eða hart- nær helmingur lífeyrisþega, sem lifir nálægt sultarmörkum. Þetta eru staðreyndir, sem ekki verða hraktar hvort sem stjórnmála- mönnum líkar betur eða verr, og væri verðugra umræðuefni. Þessum staðreyndum er ekki haldið á lofti hjá embættismönn- um og ráðamönnum okkar þjóð- félags, enda auðskiljanlegt að þeir vilji ekkert við þær kannast. Ríkisvaldið hefur auðvitað vinnu- kraft, fjármagn og tækifæri langt umfram getu Landssambands eldri borgara (LEB) til þess að koma sínum sjónarmiðum á fram- færi, og sá aflsmunur er óspart notaður til þess að fegra ríkis- valdið. Samkeppnisyfirvöld eru víst óvirk í þessu sambandi, þó að þessi aðstöðumismunur sé óspart notaður til þess að villa kjósend- um sýn. En það er deginum ljósara að færi stjórnvöld ekki öldruðum verulegar kjarabætur þegar á næsta ári, þá hafa þeir yfir höfði sér stóran hluta af reiðum göml- um kjósendum í næstu kosning- um. Kosningarértturinn er það einasta eina sem gamlir eiga eftir sér til varnar. Þeir verða 17 pró- sent af kjósendum í næstu sveit- arstjórnar- og alþingiskosningum, og það samsvarar 10 þingsætum á Alþingi. Það er of seint að iðrast á kosn- ingaári. Höfundur situr í stjórn Félags eldri borgara. Maður, líttu þér nær UMRÆÐAN KJÖR ELDRI BORGARA PÉTUR GUÐMUNDSSON Þrátt fyrir það virðst það ekkert vefjast fyrir embættis- mönnum að nota öll meðul í þágu húsbóndans, og blanda kjörum hæstlaunuðu eldri borgara inn í umræðuna um fátækt aldraðra, til þess að fegra sinn málstað. FRÁ HRAFNISTU Greinarhöfundur segir að samkvæmt tölum frá Ríkisskattstjóra lifir hartnær helmingur ellilífeyrisþega við sultarmörk. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Öruggur staður til að vera á Ég vil koma á framfæri þakklæti til Egils Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Brim- borgar, fyrir góða þjónustu sem umboðs- aðili fyrir HIAB krana. Það reyndi á það að vera á öruggum stað með viðskipti sín þegar ég varð fyrir tjóni með HIAB kranann. Egill gekk staðfastlega fram í málinu fyrir mína hönd gagnvart fram- leiðandanum og lenti málinu örugglega. Það er öruggt að ég held áfram í viðskipt- um við örugga menn! Sveinn Jóhann Sveinsson vörubílstjóri. Silja skrifar: Óskaplegt er að heyra hinn annars geð- þekka sjónvarpsmann Egil Helgason fjargviðrast yfir því hvernig ríkara fólk kýs að eyða peningunum sínum. Látum vera ef hinir „nýríku“, eins og hann kallar þetta fólk, væru að spreða í skart með það eitt að í huga að berast á. Ég held hins vegar að sá sem ver 20 milljónum króna til Unicef eigi hrós skilið, þótt hann fái málverk eftir Hallgrím Helgason í kaupbæti. Virðum það sem gott er gert, hvaðan sem það kemur. SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir. is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. BRÉF TIL BLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.