Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 90
 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR54 FÓTBOLTI Athygli vekur að Lúkas Kostic, þjálfari U-21 landsliðs Íslands í knattspyrnu, velur tvo leikmenn í æfingahóp U-21 lands- liðsins sem ennþá eru ekki leik- færir, en það eru Sverrir Garð- arsson hjá FH og Keflvíkingurinn Ingvi Rafn Guðmundsson. Þeir eru báðir að jafna sig eftir erfið meiðsli og geta því ekki beitt sér á æfingunum sem fara fram 17. og 18. desember, en þetta er fyrsti hópurinn sem Lúkas velur síðan hann tók við þjálfun U-21 lands- liðsins. Lúkas segist gera þetta vilj- andi þar sem hann telur þá þurfa á stuðningi hans að halda. „Ég hef fylgst vel með ungum leikmönnum á Íslandi undanfarin ár og þekki vel til þeirra flestra. Mér finnst mikilvægt að sýna efnilegum leikmönnum traust því það getur verið erfitt að lenda í slæmum meiðslum á þessum aldri. Ég valdi því Sverri og Ingva Rafn í hópinn vegna þess að ég tel þá mikilvæga leikmenn og á meðan þeir geta ekki leikið með liðinu mæta þeir á æfingar og fylgjast með þeim áherslum sem ég notast við inni á vellinum.“ Íslandsmeistarar FH eiga flesta fulltrúa en sex leikmenn félagsins eru í æfingahópnum. Breiðablik kemur næst með fimm fulltrúa en önnur félög eru með færri leikmenn. Lúkas segir unga leikmenn á Íslandi vera sambærilega jafn- öldrum sínum í Evrópu. „Og von- andi get ég komið saman góðu liði. Ég treysti öllum þeim leikmönn- um sem ég vel á æfingar hjá mér. Ég ætla að vinna samviskusam- lega með þeim leikmönnum sem ég boða á æfingar og vonandi nær liðið góðum árangri.“ - mh LÚKAS KOSTIC Lúkas tók við U-21 landsliði Íslands af Eyjólfi Sverrissyni, sem var ráðinn þjálfari A-landsliðs karla. Hann þjálfaði áður U-17 landslið Íslands. FRETTABLAÐIÐ/GVA ÆFINGAHÓPURINN: MARKVERÐIR: HRAFN DAVÍÐSSON ÍBV MAGNÚS ÞORMAR KEFLAVÍK AÐRIR LEIKMENN: ELLERT HREINSSON BREIÐABLIK GUÐMANN ÞÓRISSON BREIÐABLIK GUNNAR ÖRN JÓNSSON BREIÐABLIK KÁRI ÁRSÆLSSON BREIÐABLIK STEINÞÓR ÞORSTEINSSON BREIÐABLIK ATLI GUÐNASON FH DAVÍÐ VIÐARSSON FH HEIMIR GUÐMUNDSSON FH MATTHÍAS VILHJÁLMSSON FH SVERRIR GARÐARSSON FH TÓMAS LEIFSSON FH GUNNAR ÞÓR GUNNARSSON FRAM HEIÐAR GEIR JÚLÍUSSON FRAM KRISTJÁN HAUKSSON FRAM EYJÓLFUR HÉÐINSSON FYLKIR KJARTAN ÁGÚST BREIÐDAL FYLKIR RAGNAR SIGURÐSSON FYLKIR ÓSKAR ÖRN HAUKSSON GRINDAVÍK FINNUR ÓLAFSSON HK ANDRI JÚLÍUSSON ÍA HAFÞÓR VILHJÁLMSSON ÍA HELGI PÉTUR MAGNÚSSON ÍA ANDRI ÓLAFSSON ÍBV BJARNI HÓLM AÐALSTEINSSON ÍBV ARNALDUR SMÁRI STEFÁNSSON ÍR JÓN GUNNAR EYSTEINSSON KA BALDUR SIGURÐSSON KEFLAVÍK GUNNAR HILMAR KRISTINSSON KEFLAVÍK INGVI RAFN GUÐMUNDSSON KEFLAVÍK GUNNAR KRISTJÁNSSON KR KRISTINN MAGNÚSSON KR SÖLVI DAVÍÐSSON KR GUÐJÓN BALDVINSSON STJARNAN PÁLMI RAFN PÁLMASON VALUR Tveir meiddir í æfingahóp U-21 árs landsliðsins Lúkas Kostic, nýráðinn þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands, hefur boðað 36 leik- menn á fyrstu æfingar sínar. Athygli vekur að tveir leikmannana eru meiddir. FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var í hlutverki sáttasemjara á jólahlaðborði Chelsea sem fram fór á sunnudagskvöldið, að því er enska götublaðið The Sun greinir frá. Partíið fór gjörsamlega úr böndunum og mátti engu muna að upp úr syði á milli dyravarða og nokkurra leikmanna Chelsea. „Þegar speglarnir í salnum voru brotnir héldu veisluhald- arar að þeir hefðu misst stjórn á hlutunum. Leikmönnum var sagt að róa sig niður og Eiður Smári Guðjohnsen gekk á milli manna og reyndi að koma vitinu fyrir þá auk þess sem hann bað starfs- fólkið um að henda engum út úr veislunni,“ sagði sjónarvottur að uppákomunni við The Sun, en hann vildi ekki koma fram undir nafni. Fyrirliðinn John Terry fór mikinn í boðinu eftir að hafa unnið rúmar 20 milljónir króna í spilavíti skömmu fyrir hlaðborðið og segist The Sun hafa heimild- ir fyrir því að Terry hafi borg- að alla drykki í hófinu. Hljóðaði reikningur hans á barnum upp á 1,8 milljónir króna, sem er rétt rúmlega þau dagslaun sem hann hefur hjá Chelsea. „John skemmti sér augljóslega mjög vel og sagði dyravörðum að hleypa öllum fal- legum stúlkum inn í partíið,“ sagði heimildarmaðurinn. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho var ekki í veislunni og kaus þess í stað að taka á móti verð- launum frá BBC sem persónuleiki ársins í íþróttaheiminum á Eng- landi. „Ég fór ekki vegna þess að þetta var þeirra partí. Leikmenn- irnir hafa verið frábærir í ár og áttu þetta skilið. Ég gaf þeim frí á mánudeginum til að jafna sig,“ sagði Mourinho sem hefði líklega betur átt að láta sjá sig til að hafa hemil á lærisveinum sínum. „Þetta eru ungir drengir sem verða stundum að gera það sem þeim líkar að gera. Ég vill ekkert hafa með slíka hluti að gera. Þeir mega ekki halda að ég sé þarna að fylgjast með þeim,“ segir Mourinho. - vig Jólahlaðborð Chelsea var haldið á sunnudaginn og fór úr böndunum: Eiður Smári reyndi að róa niður mannskapinn FÓTBOLTI Rio Ferdinand, varnar- maður Manchester United, segir að vandi félagsins þessa dagana sé fyrst og fremst slæmt and- rúmsloft í leikmannahópnum, en leikmenn liðsins hafa verið nið- urlútir eftir að liðið féll út úr Evr- ópukeppninni. „Við vitum allir að það er ekki ásættanlegt fyrir Man. Utd. að komast ekki áfram í Meistaradeild Evrópu. Síðustu dagar hafa verið erfiðir en við leikmenn erum samt staðráðnir í því að komast í gegn- um þetta skeið. Við finnum fyrir pressunni og það reynir á okkur. Við þurfum að koma félaginu á sigurbraut á ný,“ sagði Ferdinand. Miklar vangaveltur hafa verið um hvort Alex Ferguson eigi að halda áfram sem knattspyrnu- stjóri liðsins en Rio Ferdinand er ekki í nokkrum vafa um að hann sé rétti maðurinn til þess að halda áfram með liðið. „Það er enginn betri en Ferguson þegar kemur að því að rífa menn upp úr lægð. Hann mun vonandi halda áfram starfi sínu hér og á eflaust eftir að ná góðum árangri á nýjan leik.“ Rio Ferdinand óánægður með lífið þessa dagana: Slæmt andrúmsloft upp á síðkastið RIO FERDINAND Ferdinand segir lífið erfitt þessa dagana en reynir að horfa á björtu hliðarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÉLAGAR John Terry héldu engin bönd á barnum á jólahlaðborðinu hjá Chelsea um helg- ina en Eiður Smári var í því að koma reglu á svæðið. FÓTBOLTI Jay Bothroyd, liðsfélagi Hermanns Hreiðarssonar hjá Charlton Athletic, lenti í óvenju- legu bílslysi fyrir skemmstu en hann féll í yfirlið meðan hann var að keyra bíl og endaði ökuferðina á rafmagnsstaur. Peter Varney, talsmaður Charlton, var þó vongóður um að Boythroyd myndi ná sér fljótt. „Ég hef rætt við Boythroyd og umboðsmann hans. Við höfum áhyggjur af honum vegna þess að það hefur liðið yfir hann áður. Hann mun fara í frekari rann- sóknir á næstunni og við munum fylgjast vel með þeim,” sagði Var- ney en jafnvel er talið að Bothroyd þjáist af einhverskonar mígreni. Bothroyd, sem meðal annars hefur leikið með Blackburn Rov- ers og Perugia, hefur leikið ágæt- lega með Charlton á tímabilinu en hann hefur þó verið töluvert á varamannabekknum. - mh Jay Boythroyd hjá Charlton: Féll í yfirlið og klessti á staur JAY BOTHOROYD Bothroyd fer í frekari rannsóknir vegna yfirliða á næstunni. FRETTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Paul Jewell, knattspyrnu- stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Wigan, segist ekki hafa trú á því að Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, hafi verið að gagn- rýna leikstíl Wigan þegar hann sakaði leikmann Wigan um leik- araskap í viðureign liðanna fyrir skömmu sem endaði með 1-0 sigri meistaranna. „Ég skil Mourinho alveg. Það er ekki hægt að sætta sig við leikaraskap. Hann á ekki að vera hluti af leiknum,“ sagði Jewell en Mourinho er vanur að láta leik- menn sem hann telur sýna leik- araskap heyra það. „Ég veit hins vegar að Lee McCulloch, sem Mourinho sakaði um leikaraskap, myndi aldrei gera slíkt. Þess vegna tek ég þessum ásökunum Mourinho ekki alvar- lega. Ég held að hann hafi misskil- ið þetta eitthvað,“ sagði Jewell. - mh Paul Jewell um Mourinho: Hann misskildi McCulloch PAUL JEWELL Jewell er ekki hrifinn af leik- araskap. FRETTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Enski landsliðsmiðherj- inn Michael Owen vonast til þess að lið hans Newcastle United kom- ist á sigurbraut eftir að liðið lagði Arsenal, 1-0. „Mér hefur ekki liðið jafn vel eftir sigur í langan tíma. Það skiptir mig miklu máli að vera í sigursælu liði og auðvitað vil ég að Newcastle vinni sem flesta leiki. Það er undir okkur komið að ná góðum árangri.“ Owen hefur verið óheppinn með meiðsli síðan hann kom til Newcastle en hann vonast nú til þess að þau séu að baki. „Núna er ég að komast í mitt besta form. Ég verð að skora mörk í næstu leikj- um til þess að öðlast meira sjálfs- öryggi.“ - mh Michael Owen: Þurfum á sigr- um að halda MICHAEL OWEN Owen hefur staðið sig ágætlega með liði Newcastle síðan hann kom til liðsins frá Real Madrid. FRETTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Forráðamenn og stuðnings- menn sænsku meistaranna í Djurg- ården hoppuðu hæð sína af gleði í gær þegar sænski vængmaðurinn Tobias Hysén skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Hysén var langbesti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð og voru fjölmörg erlend lið á eftir hinum 23 ára gamla leikmanni, sem hefur verið að brjóta sér leið inn í sænska landsliðið að undanförnu. „Mér hefur liðið mjög vel allan minn tíma hjá félaginu og ég trúi því að liðið geti gert það gott í Evr- ópukeppninni á næstu árum. Þess vegna ákvað ég að vera áfram,“ segir Hysén en sem kunnugt er leika íslensku landsliðsmennirnir Kári Árnason og Sölvi Geir Otte- sen með Djurgarden. - vig Gleðifréttir fyrir Djurgården: Hysén ætlar ekki að fara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.