Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 30
 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hvorki né Það er einkennilegur tími í pólitíkinni að mati Egils Helgasonar. „Annars vegar eru miklar breytingar. Við erum að horfa upp á banka og fyrirtæki sem eru orðin stærri en íslenska ríkið, ofboðs- lega auðsöfnun á stuttum tíma. Engan óraði til dæmis fyrir því að einkavæðing bankanna myndi breyta svo miklu, gera stjórnmálamennina svona áhrifalausa,“ segir hann í pistli á Vísi í gær. Agli finnst pólitíkin eins og veðrið þessa dagana - hvorki né. „Maður veltir því fyrir sér hvort stjórn- málamenn skipti kannski fjarskalega litlu máli á hinu nýja Íslandi. Þingið kom saman 1. október, það fór í jólafrí 9. desember, kemur aftur saman í byrjun febrúar og hættir örugglega snemma vegna sveitarstjórnakosninganna í vor. Það hefur verið algjör ládeyða í þinginu í vetur, ekkert gerist, flest bendir til þess að það verði eins eftir jól.“ Sammála um allt Hver getur skýringin verið? „Kannski er ein ástæðan sú,“ segir Egill, „að stjórnmálaflokkarnir eru ekki ósammála um nein meginatriði, ekkert sem snertir grunngerð samfélagsins. Það er sagt að öll stjórnmál séu að færast inn á miðjuna. Sjálfstæðisflokkurinn sækir inn á miðjuna, Samfylkingin segist ætla að verja miðjuna, en Framsókn telur sig vera hinn eiginlega miðjuflokk.“ Hann segir að það sé liðin tíð þegar Sjálfstæðisflokkurinn gat verið á móti vökulögunum eða barnaheimilum og jafnaðarmenn höfðu þjóðnýtingu á stefnuskrá sinni. „Gömul ágreiningsmál meika ekki lengur sens. Það er mjög breið samstaða um að takmarka hlut ríkisvaldsins, nýta einkaframtakið, en halda um leið uppi sterku velferðar- kerfi, jafnrétti og lýðræði.“ Holur tónn „Stundum er eins og það sé einfaldast að skipta stjórnmálaflokkum í Evrópu í þá flokka sem eru við völd og þá flokka sem eru ekki við völd,“ segir Egill. „Í Bretlandi og víða í Skandinavíu eru það sósíaldemókratar, hér vill svo til að það er flokkur sem er til hægri að nafninu til. Þetta er nokkurn veginn sama pólitíkin. Þess vegna er tónninn í stjórn- málamönnum sem rífast oft svo holur. Alls staðar er stjórnarandstöðuflokkum borin á brýn málefnafátækt, vegna þess einfaldlega að þeir eru að mestu leyti sammála þeim sem stjórna.“ gm@frettabladid.isGestir KB banka og forsetaembættisins á lokuðum boðs-hljómleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói á fimmtudag urðu víst vitni að stórkostlegum söng velska baritónsöngvarans Bryn Terfel. Hástemmd lýsingarorð hafa fallið um frammistöðu hans og sumir höfðu víst aldrei heyrt jafn fagran og góðan söng um ævina - og búast jafnvel ekki við að heyra annað eins það sem eftir lifir. Bryn Terfel er heitasta númerið á baritónsviðinu um þessar mundir og á aðdáendur um allan heim. Hann er eins og U2 í rokkinu. Margir eiga sér þann draum heitastan að komast á tón- leika með honum en hjá flestum verður sá draumur bara áfram draumur. Það voru því mikil tíðindi þegar spurðist að Terfel myndi syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Íslandi. Þau tíðindi breyttust hins vegar í martröð fyrir suma þegar í ljós kom að hann myndi aðeins syngja á einum tónleikum - og það á lokuðum boðstónleikum. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur á síðustu árum vakið athygli og eftirtekt í útlöndum. Hljómsveitin þykir góð og hefur hlotið lofsamlega dóma fyrir tónleika og hljómplötur hjá virtum tón- listarrýnum. Um leið hefur sveitin verið umdeild á Íslandi, eins og reyndar margar aðrar menningarstofnanir, og er það skoðun sumra að íslenska ríkið eigi ekki að starfrækja hljómsveit, hvorki sinfóníska né aðra. En hljómsveitin er til og eins og með annað sem heyrir undir hið opinbera ættu allir að eiga möguleika á að njóta þess sem sveitin býður upp á. En því er ekki að heilsa. Í það minnsta ekki á fimmtudaginn í síðustu viku þegar sjálfur Bryn Terfel tróð upp með henni. Það má í raun spyrja hvort þetta ætti ekki að vera öfugt. Lokaðir boðshljómleikar árið um kring en opna salinn upp á gátt þegar stórmenni á borð við Terfel koma í heimsók. Nú þegar er ljóst að Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur skaðast á hljómleikahaldi fimmtudagsins. Skuggi hefur fallið á ímynd hennar sem látlausrar og vinalegrar menningarstofnunar því þegar stórmenni fást á sviðið með henni er boðið upp í dans með KB banka og forsetaembættinu en skellt í lás á almúgann. Þetta láta aðdáendur Sinfóníuhljómsveitarinnar ekki yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust. Tvær konur skrifuðu í Morg- unblaðið í gær og lýstu skoðunum sínum. Önnur þeirra, Stein- unn Theodórsdóttir, hefur verið unnandi hljómsveitarinnar frá fyrstu tónleikum hennar í Austurbæjarbíói. Hún hefur sótt all- flesta tónleika hljómsveitarinnar og verið fastur áskrifandi um áratugaskeið. En nú segir hún sig úr vinafélaginu. „..hljómsveit- in okkar er notuð í fáfengileik og snobb,“ segir Steinunn í grein- inni í Morgunblaðinu. Ingibjörg Ásgeirsdóttir veltir meðal annars fyrir sér tilgangi og hlutverki ríkisstofnana í grein í sama blaði. Hún segist lengi hafa verið einlægur aðdáandi Bryn Terfel og látið sig dreyma um að komast á tónleika og heyra hann syngja í eigin persónu. Það hafi því verið skelfileg vonbrigði að hafa ekki einu sinni fengið tækifæri til að kaupa miða á tónleikana í síðustu viku. Stjórnendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ættu að hafa áhyggjur af orðum þessara tveggja kvenna og ákveða að halda aldrei aftur lokaða boðstónleika. Forseti Íslands hefur líka von- andi tekið þátt í slíku hljómleikahaldi í síðasta sinn. „Keppikefli Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að sem flestir komi og njóti tónleika sveitarinnar,“ segir meðal annars í stefnu- mörkun hennar. Það var sannarlega ekkert sérstakt keppikefli á fimmtudaginn í síðustu viku. SJÓNARMIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Sinfóníuhljómsveitin hefur ekki bitið úr nálinni vegna boðstónleikanna í síðustu viku. Falskur tónn Stundum hefur verið vikið að því hér í þessum dálkum hversu lýð- ræðinu hér á landi er í mörgu áfátt. Í manna minnum hefur það ekki gerst að ríkisstjórn leggi verk sín óhikað undir dóm kjósenda og óski eftir endurkosningu út á verk sín. Þvert á móti hafa flokkar stjórn- arsamsteypunnar lagt áherslu á að þeir gangi óbundnir til kosninga, afsakað flest sín verk með því að þau séu niðurstaða málamiðlunar og hrossakaupa en ekki árangur af stefnu flokksins; séu tilbúnir að vinna með hverjum sem er að kosningum loknum; biðja hæst- virta kjósendur þess eins að veita sér fylgi og traust til góðrar stöðu í hrossakaupum um stjórnarsetu og ráðherrastóla eftir kosningar. Stjórnarandstöðuflokkar hafa sama háttinn á; fjargviðrast í kosningabaráttu yfir ýmsum gerðum fráfarandi stjórnar, en eru tilbúnir til að slá striki yfir stóru orðin eftir kosningar og ganga til samstarfs við einhvern fyrri stjórnarflokka án teljandi stefnubreytingar. Komi til stjórn- arskipta er stundum engu líkara en stjórn og stjórnarandstaða skiptist á ræðum á þingi. Fyrrum stjórnarandstæðingar flytja nú sömu tuggurnar og fyrrverandi ráðherrar, sem fyrir sitt leyti fara að flytja gömlu tuggurnar stjórn- arandstöðunnar og finna þeirri stefnu allt til foráttu sem þeir studdu hvað ákafast meðan þeir voru innan veggja stjórnarráðs- ins. Ræður ráðherra eru auðvitað mestan part samdar af embætt- ismönnum, sem flestir voru ævi- ráðnir af fráfarandi stjórnum og þær taka því litlum breytingum þótt nýir og óvanir menn komi í bestikkið. Kosningafyrirkomulagið og kjördæmaskipunin gera það svo að verkum að kjósendur geta harla litlu áorkað til að refsa eða umbuna þingmönnum eftir frammistöðu þeirra. Kjördæmaskipunin lög- festir verulegt misvægi atkvæða eftir búsetu og flokkum. En þar að auki gerir listafyrirkomulagið í tiltölulega stórum kjördæmum það að verkum að í raun er ekki kosið um nema örfáa þingmenn í hinum almennu lögbundnu kosn- ingum; úrslit þeirra gefa aðens til kynna hlutföllin milli flokkanna, sem þeir geta notfært sér til fyrr- greindra hrossakaupa um aðild að stjórn landsins. Hinar raunveru- legu kosningar fara fram innan flokkanna í prófkjörum eða með ákvörðunum fulltrúaráða, þar sem fáar reglur gilda og þessar fáu eru mjög sveigjanlegar. Og þeir sem telja sig órétti beitta hafa fá - eða engin - úrræði til að fá leiðréttingu sinna mála. Þarna er í raun úthlutað í hin „öruggu sæti“. Sennilega eru þau þingsæti sem ráðast í almennum kosn- ingum ekki fleiri en 6 til 7, oft- ast færri. Harkan sem oft fylgir stjórnmálum er nú fremur milli pólitískra samflokksmanna en andstæðinga. Sagt er að kosningabarátta snú- ist um atkvæði þeirra sem stað- setja sig á miðjunni milli hægri og vinstri sjónarmiða. Þessir kjós- endur eru taldir svo vandfýsnir að þá verði að nálgast af stökustu varkárni. Því verður æ algengara að kosningabarátta flokkanna er fengin í hendur auglýsingastofum í einskonar alútboði: þær hanna bæði stefnumálin, sem sett eru fram og framvindu kosningabar- áttunnar sjálfrar, láta litgreina frambjóðendur og klæða þá í sam- ræmi við það, ákveða markhópa á grunni neytendakannana, svo og kjörorð til brúks í baráttunni. Þannig hefur verið fullyrt að aug- lýsingastofa nokkur hafi unnið nokkrar síðustu kosningar fyrir Framsókn, urgað upp fylgið úr ca. 7 prósentum í upphafi kosn- ingabaráttu í ca. 17 prósent, sem nægði sem aðgöngumiði að kjöt- kötlum valdsins. Það er til mikils að vinna fyrir Framsókn því að þorri lands- manna hefur skynjað allt frá falli SÍS fyrir meira en áratug að sá flokkur á ekkert erindi við kjós- endur dagsins í dag. Hins vegar var flokknum nauðsyn að ná því að verða „skiptaráðendur“ í þrota- búi SÍS og koma eignum þess á hendur réttra arftaka forkólfa kaupfélaganna. Verður ekki annað séð en að þessu meginmarkmiði hafi verið náð í góðri samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn með þeim hætti að varla ætti flokkinn að skorta fé til reksturs umsvifamik- illar kosningabaráttu í fyrirsjáan- legri framtíð. Eina leiðin til þess að komast út úr þessari eilífðarvél, sem trygg- ir Sjálfstæðisflokknum undirtök í öllum ríkisstjórnum með aðstoð smáflokka á vinstri væng á víxl, er sú að Samfylkingin taki af skarið og bjóði upp á trúverðuga stjórn- arstefnu undir sinni forystu og gefi þannig kjósendum kost á því í fyrsta sinn um áratugi að kjósa yfir sig ríkisstjórn líkt og Verka- mannaflokkurinn norski gerði í nýafstöðnum kosningum þar í landi og Reykvíkingar hafa raun- ar getað í undanförnum þrennum borgarstjórnarkosningum. Það er í þessu ljósi, sem verður að skoða ákaft ákall Morgunblaðs- ins undanfarið um að eðalkratar kljúfi nú Samfylkinguna og myndi hækjulið, sem verði til taks, ef og þegar framsóknarhækjan bregst. Það væri mikið óþurftarverk í íslenskum stjórnmálum, ef þessi draumur Morgunblaðsins gengi eftir. Að kjósa sér ríkisstjórn Í DAG VALD KJÓSENDA ÓLAFUR HANNI- BALSSON Þorri landsmanna hefur skynj- að allt frá falli SÍS að Fram- sóknarflokkurinn á ekkert erindi við kjósendur dagsins í dag. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un fy rir 3 65 p re nt m i› la m aí 2 00 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.