Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 52
Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur eflst mikið á undanförn- um árum. Markaðsvirði fyrir- tækja er ríflega þrefalt hærra en fyrir þremur árum og er markaðurinn einn hinn stærsti í heimi í hlutfalli af stærð hag- kerfisins. Þau fyrirtæki sem nú setja mestan svip sinn á hluta- bréfamarkaðinn hafa vaxið með ævintýralegum hætti eins og sjá má af meðfylgjandi mynd, sem sýnir vöxt tíu stærstu fyrirtækjanna í Kauphöllinni frá árinu 1999. Það þótti sæta tíðindum þegar markaðsvirði Pharmaco (nú Actavis) fór yfir 1 milljarð Bandaríkjadala fyrir rúmlega tveimur árum. Nú hafa sjö fyrirtæki í Kauphöllinni náð því marki. Viðskipti með hluta- bréf hafa aukist enn meira en markaðsvirði félaganna, sem er til vitnis um aukinn seljanleika. Þetta má m.a. þakka vexti fyrir- tækjanna, virkari fjármála- fyrirtækjum í kjölfar einka- væðingar og hvötum sem felast í skilyrðum fyrir vali í Úrvals- vísitölu Kauphallarinnar. Þannig hefur óbeinn viðskipta- kostnaður mældur með mun á hagstæðustu kaup- og sölutil- boða, svokölluðu verðbili, farið hríðlækkandi. Við síðasta val í Úrvalsvísitöluna sl. föstudag gerðist það í fyrsta sinn að öll fimmtán fyrirtækin í vísitöl- unni stóðust skilyrði um að verðbil hlutabréfa þeirra væri að jafnaði undir 1,5 prósent. Kauphöllin hefur leikið stórt hlutverk í vexti skráðra fyrir- tækja, sem merkja má best af því mikla fjármagni sem fyrir- tækin hafa sótt á hlutabréfa- markað. Á síðasta ári sóttu skráð fyrirtæki um 170 millj- arða króna á markað, um sextán prósent af markaðsvirði fyrir- tækjanna í árslok. Hlutfallið var hvergi hærra í Evrópu og fjárhæðin í krónum var raunar hærri en í nokkurri annarri kauphöll á Norðurlöndum. Skráð félög hafa á þessu ári haldið áfram að virkja hluta- bréfamarkaðinn til vaxtar og hafa það sem af er ári gefið út nýtt hlutafé að markaðsvirði yfir 120 milljarðar. Þá má ekki gleyma að skráning liðkar fyrir annarri fjármögnun og hafa skráð félög nýverið gert samn- inga um mjög stórar lántökur á hagstæðum kjörum. Ekki leikur nokkur vafi á því að sá drifkraftur sem felst í svo öflugum hlutabréfamarkaði er mjög mikilvægur fyrir hagkerf- ið. Hingað til hafa það þó fyrst og fremst verið stærri fyrir- tæki sem nýtt hafa sér kosti skráningar á markað enda hefur í reynd vantað vettvang sem hentar smáum og miðl- ungsstórum fyrirtækjum. Úr þessu er Kauphöllin að bæta um þessar mundir því innan fárra vikna opnar hún nýjan hluta- bréfamarkað sem einkum er ætlaður smáum og meðalstór- um fyrirtækjum, ekki síst framsæknum fyrirtækjum í vexti. Markaðurinn hefur hlotið nafnið isec. isec tilheyrir nýrri tegund hlutabréfamarkaða, svokölluðu markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) sem skilgreint var með breytingum á kauphallalögum sl. vor. Lagaramminn er nokkuð rýmri en fyrir þá markaði sem fyrir eru og veitir nægt svig- rúm til að gera skráningu á markað raunhæfan kost fyrir smærri fyrirtæki og fyrirtæki þar sem eignarhald er enn til- tölulega þröngt. Allra mikil- vægustu frávikin frá Aðallista Kauphallarinnar eru þau að ekki eru gerðar kröfur um stærð, dreifingu hlutafjár og lengd rekstrarsögu og að ákvæði laga um yfirtökuskyldu eiga ekki við. Reglur laga um innherjaviðskipti og markaðs- misnotkun gilda hins vegar að fullu. Að sjálfsögðu gera reglur markaðarins einnig kröfu um tafarlausa birtingu verðmót- andi upplýsinga og margvíslega aðra skipulega upplýsingagjöf. Mikilvægt er að skapa traust og t.a.m. er fyrirtækjum gert að skila ítarlegu skráningarskjali við skráningu á markaðinn og tveimur uppgjörum hið minnsta á ári. Markaðurinn á mikið undir því að vel sé staðið að upplýsingagjöf og að viðskipta- hættir séu vandaðir. Allt eftirlit tekur því mið af þeim ferlum sem mótaðir hafa verið fyrir Aðallistann. Fyrirtækið 3-PLUS hefur þegar sótt um skráningu á isec, en fyrirtækið framleiðir og sel- ur leiktæki og leiki sem kallast DVD-kids. Allmörg önnur fyrir- tæki hafa sýnt markaðnum áhuga, bæði innlend og erlend, og væntir Kauphöllin nokkurra skráninga á fyrri hluta næsta árs. Í því sambandi má nefna að Kauphöllin hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf við Seed Forum International Foundation um gagnkvæma kynningu, m.a. til þess að auka áhuga erlendra fyrirtækja á markaðnum. MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 MARKAÐURINN14 S K O Ð U N Lífeyrissjóðir ganga vel nú um stundir. Ekkert er til eilífðar Hafliði Helgason Eftirlaun og eftirlaunaskuldbindingar eru eitt megináhyggjuefni vestrænna ríkja dagsins í dag. Íslendingar eiga því láni að fagna að hafa tiltölulega snemma byrjað að huga að lífeyrismálum, enda eins gott þar sem frjáls sparnaður er óverulegur hér á landi. Í dag á þjóðin yfir þúsund milljarða í lífeyrissjóðum, sem er nokkru meira en landsframleiðsla þjóðarinnar. Til samanburðar eiga Norðmenn, sem eru öfundaðir af olíuauð sínum, sinn olíusjóð sem nemur um sextíu prósentum af landsframleiðslu þeirra. Í Peningamálum Seðlabankans er að finna ítarlega grein um líf- eyrissjóði landsmanna eftir þau Guðmund Guðmundsson og Krist- jönu Baldursdóttur um framtíðarhorfur og óvissuþætti íslenskra lífeyrissjóða. Greinin er athyglisverð og þar er bent á að eignir líf- eyrissjóðanna eigi eftir að tvöfaldast á næstu tíu árum ef heldur fram sem horfir. Það er ekki nóg með að Íslendingar hafi greitt mikið í lífeyrissjóði undan- farin ár. Ávöxtun þeirra hefur verið afar góð upp á síðkastið. Fjárfestingar á innlendum hlutabréfamarkaði hafa gefið mikið í aðra hönd síðustu þrjú ár og innlendir langtímavextir skulda- bréfa verið háir í alþjóðlegu samhengi. Ekki er að vænta slíkrar ávöxtunar til allrar framtíðar. Ávöxtun af slíkum sjóðum ræðst af nokkrum þáttum. Framboð á peningum í heiminum ræður þeim kjörum sem eru í boði á alþjóðlegum mörkuðum. Slíkt framboð er verulegt nú um stund- ir. Fyrr eða síðar munu innlendir vext- ir færast nær vöxtum á alþjóðamörkuð- um og því líklegt að áhættulausir vext- ir lækki hér á landi. Lífeyrissjóðirnir eru líka farnir að reka sig upp undir í fjárfestingum á innanlandsmarkaði samkvæmt lögbundinni fjárfestingar- stefnu þeirra. Hinn þátturinn sem einnig hefur áhrif á framtíðarlífeyri landsmanna er hagkvæmni í rekstri þjóðanna. Við get- um litið gert að alþjóðlegri þróun á mörkuðum. Ýmsir lífeyrissjóðir máttu þola mikla og oft ósanngjarna gagnrýni þegar landsmenn, eins og fjárfestar um allan heim, stóðu frammi fyrir nei- kvæðri ávöxtun árin 2000 til 2003. Lækkun á hlutabréfamörkuðum setti þá söguleg met og ekki hægt að ætlast til að nokkur sigraði þá óáran á mörkuðum. Hins vegar geta menn enn beitt sér til að skila betri afkomu sjóð- anna. Umtalsverðir hagræðingarmöguleikar eru enn í lífeyriskerfi landsmanna. Þeir liggja í færri og stærri sjóðum. Smáir sjóðir bera of mikinn rekstrarkostnað og geta ekki beitt sér á sama hátt í fjár- festingum og stórir sjóðir. Á erlendum vettvangi geta þeir fátt ann- að en keypt sig inn í sjóðasjóði. Stærri sjóðir hafa hins vegar mögu- leika á að stýra eignum sínum með mun skilvirkari hætti. Þessi þró- un er þegar hafin og henni ber að flýta sem kostur er. Góð ávöxtun lífeyrissjóða nú um stundir má ekki tefja slíka þróun. Ávöxtunin nú og mikil eignaaukning sjóðanna er ekki vísir á að svo verði til langs tíma enn.                   !"! #$ !"!  ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ágúst Agnarsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Bandaríkjamenn umhverfissóðar New York Times | Það skásta sem hægt er að segja um nýafstaðna ráðstefnu um loftslagsbreytingar sem haldin var í Montreal er að þeim ríkjum sem stendur ekki á sama tókst að koma í veg fyrir að Bandaríkja- menn blésu öllum áætlunum um að draga úr meng- un út af borðinu. Bretar og Kanadamenn eiga skilið lof því það get- ur ekki verið auðvelt fyrir ríki að fara í kostnaðar- samar aðgerðir þegar Bandaríkjamenn draga lapp- irnar, segir í leiðara NY Times. Enginn bjóst við stefnubreytingu Bush-stjórnarinnar en þegar sífellt fleiri ábendingar birtast um hlýnun loftslags eins og bráðnun jökla, bráðnun á pólunum og sífellt stærri fellibylji mætti ætla að Bandaríkjkamenn væru í það minnsta til viðræðu um lausnir. Það gerðist ekki, samningamenn BNA héldu enn fram stefnu sinni um fyrirtæki sem drægju sjálfviljug úr mengun og sífellt betri tækni til að minnka mengun. Að trúa því að fyrirtæki muni fara sjálfviljug í dýrar fjárfest- ingar til að draga úr útblæstri gróðurhúsaloftteg- unda er álíka gáfulegt og að trúa á jólasveininn. Japanska hagkerfið braggast Financial Times | Það er ekki oft sem 0 til 0,1 breyting á neysluverðsvísitölu veldur titringi. En þegar jap- anska hagkerfið er annars vegar er það á við lítið kraftaverk þegar ekki er mín- us formerki fyrir framan töluna, segir í leiðara Financial Times. Í næstum áratug hefur japanska hag- kerfið glímt við verðhjöðnun sem er að stórum hluta ástæðan fyrir þeirri lægð sem þetta næststærsta hagkerfi heims hefur verið í. En þegar vísitalan kemur út fyrir nóvember nú seinna í mánuðinum eru sterkar vísbendingar fyrir því að einhver verðbólga muni mælast. Það eru því bjartar horfur á því að verðhjöðnun síðasta áratugs hafi kvatt, í bili að minnsta kosti. Þessar fréttir ættu að verða til þess að bankastjórar Seðlabankans jap- anska skáluðu í hrísgrjónavíni en í stað þess eru þeir í skotgröfunum. Hinn ofuríhaldssami Seðlabanki gæti jafnvel verið vís til að grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar, ef verðbólgu skyldi kalla. U M V Í Ð A V E R Ö L D Hins vegar geta menn enn beitt sér til að skila betri afkomu sjóðanna. Umtalsverðir hagræðingarmögu- leikar eru enn í líf- eyriskerfi lands- manna. Þeir liggja í færri og stærri sjóðum. Smáir sjóðir bera of mikinn rekstrar- kostnað og geta ekki beitt sér á sama hátt í fjárfestingum og stórir sjóðir. bjorgvin@markadurinn.is l agust@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markaðurinn.is A. Kristín Jóhannsdóttir Markaðs- og kynningarstjóri Kauphallar Íslands O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... isec – nýr hlutabréfamarkaður Á síðasta ári sóttu skráð fyrirtæki um 170 milljarða króna á markað eða um 16 prósent af markaðsvirði fyrirtækjanna í árslok. Hlutfallið var hvergi hærra í Evrópu og fjárhæðin í krónum var raunar hærri en í nokkurri annarri kauphöll á Norðurlöndum. Eignir (199-2005) Starfsfólk (199-2005) Tekjur (1999-2004) Hagnaður (1999-2004) 16 14 12 10 8 6 4 2 0 x 19 99 V Ö X T U R T Í U S T Æ R S T U F É L A G A N N A Í K A U P H Ö L L I N N I M A R G F E L D I A F G I L D U M Á R S I N S 1 9 9 9 14_15_Markadur lesið 13.12.2005 15:14 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.