Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 82
NIKKAN ÞANIN Hekla Einarsdóttir hafði
ofan af fyrir gestum enda unna allir sannir
nýhilistar harmóníkutónlist öðru fremur.
Nýhil gerði sér glaðan dag á skemmtistaðnum Dillon á laugardagskvöld í tilefni
þess að fyrstu bækurnar í ritröð-
inni Norrænar bókmenntir hafa
litið dagsins ljós. Vinir og velunn-
arar Nýhil og ljóðsins létu sig ekki
vanta og skáldleg spekin sveif yfir
vötnum langt fram á nótt.
Alls koma út níu bækur í rit-
röðinni og á dögunum komu þær
fyrstu fjórar út; Gamall þrjótur,
nýir tímar eftir Örvar Þóreyjar-
son Smárason, Rispa jeppa eftir
Hauk Má Helgason, Blandara-
brandarar eftir Eirík Örn Norð-
dahl og Gleði og glötun eftir Óttar
Martin Norðfjörð. Í vor koma út
bækur eftir Kristínu Eiríksdóttur,
Steinar Braga, Ófeig Sigurðsson,
Val Brynjar Antonsson og Þórdísi
Björnsdóttur.
KAMPAKÁTUR Örvar Þóreyjarson Smárason spjallaði við vinkonu sína og var hæstánægður
með útgáfu bókar sinnar, Gamall þrjótur, nýir tímar.
MÁLIN RÆDD Hvort nýhilistarnir Haukur
Már Helgason, Hildur Lilliendahl og Eiríkur
Örn Norðdahl hafa verið að ræða stöðu
ljóðsins skal ósagt látið, en Haukur og
Eiríkur eiga báðir bækur í ritröðinni.FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ÓMAR
LJÓÐ DREKKA BJÓR
VINIR LJÓÐSINS Þessi tvö litu við á efri
hæð Dillon og nutu afurða og samskipta
við Nýhilhópinn.
Jólapakki
www.btnet.is.
M.v. 12 mánaða samning
extra light
V16
Kíktu í næstu BT verslun
og fáðu þér áskrift!
Allir sem fá sér áskrift
í desember fá jólapakka
• • Einn mánuður frítt hjá Stöð2
• • Fyrsti áskriftar mánuður frítt hjá BTnet
• • 12.000 kr. afsláttur af öllum tölvum í BT
DRIFKRAFTARNIR Þór Steinarsson, markaðsstjóri
Nýhil, og Viðar Þorsteinsson hafa staðið í ströngu
við útgáfuna og voru að vonum ánægðir.
Brokeback Mountain, kvikmynd
um hommakúreka eftir Ang Lee,
er tilnefnd til sjö Golden Globen-
verðlauna en tilnefningarnar voru
tilkynntar í gær. Verðlaunin þykja
gefa sterka vísbendingu um það
sem koma skal á óskarnum.
Brokeback Mountain hefur
fengið frábæra dóma gagnrýn-
enda en hún snertir á viðkvæmu
máli í þeim karlmennskuheimi
sem veröld kúreka óneitanlega er.
Myndin fær þó harða samkeppni í
flokknum Besta dramatíska mynd-
in. Þar mun hún etja kappi við The
Constant Gardener í leikstjórn
Fernandos Meirelles sem síðast
gerði City of God, Good Night and
Good Luck eftir George Clooney,
David Cronenberg myndina A His-
tory of Violence auk Match Point
sem Woddy Allen gerði með Scarl-
ett Johansson en hún er einnig
tilnefnd fyrir leik í aðalhlutverki.
Leikstjórarnir eru og allir tilefndir.
Önnur mynd sem stimplar sig
rækilega inn fyrir kapphlaupið um
Óskar frænda er Walk the Line sem
gerir upphaf ástarsambands John-
nys Cash og June Carter góð skil.
Myndin Munich er tilnefnd fyrir
bestu leikstjórn og besta handritið
en ekki sem besta myndin. Steven
Spielberg er sagður vera þar með
eldfimt efni í höndunum en hún
fjallar um eftirmála hryðjuverk-
anna í Munchen árið 1972 og tekur
á stirðri sambúð gyðinga og araba
í Ísrael.
Nánast allar leikkonurnar í
Aðþrengdum eiginkonum eru til-
nefndar fyrir leik sinn í sjónvarps-
flokknum og sem besta dramatíska
þáttaröðin en þessar þáttaraðir
nutu mikilla vinsælda hér á landi.
Brokeback Mountain
með flestar tilnefningar
TILNEFNINGARNAR TILKYNNTAR Það voru
þau Steve Carell og Kate Beckinsale sem
tilkynntu hverjir hefðu verið tilnefndir til
Golden Globe-verðlaunanna.
FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES
14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR