Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 34
14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR
Á hverju ári slasast um 40
börn, 6 ára og yngri, í um-
ferðinni sem farþegar í bíl.
Þetta er óásættanlegt að mati
Slysavarnarfélagsins Lands-
bjargar, Lýðheilsustöðvar og
Umferðarstofu. Þess vegna
hófu þessar stofnanir að gera
árlegar kannanir á öryggisbún-
aði barna í bílum við leikskóla
fyrir 10 árum í von um að bæta
ástandið.
Þegar litið er á þróunina í öryggis-
málum barna í bílum sjást greini-
leg batamerki á öryggisvitund
ökumanna. Tilfellum þar sem
enginn öryggisbúnaður
var notaður hefur fækk-
að en fyrir 10 árum var
eitt barn af hverjum
þremur ekki einu
sinni í öryggisbelti.
Nú er þetta hlutfall
5%. 84% ökumanna
hafa sín mál á hreinu
og eru með réttan
öryggisbúnað. Þetta
hlutfall er mismun-
andi eftir landshlutum
og eru Austfirðingar
manna samviskusamastir í þess-
um efnum. 87% ökumanna þar
höfðu viðeigandi öryggisbúnað
og aðeins 1% engan. Sunnlending-
ar komu verst út en 80% þeirra
uppfylltu kröfur könnunarinnar
en 12% ökumanna sýndu enga
tilburði í þá átt að tryggja öryggi
barna í bílnum.
Alls tóku 2.938 ökumenn þátt
í könnuninni og voru tæp 80%
þeirra í beltum. Það sýndi sig að
þeir ökumenn sem ekki voru í
beltum voru mun líklegri til að
uppfylla ekki öryggiskröfur fyrir
hönd barnanna í bílnum. Konur
voru einnig líklegri til að standa
betur að öryggismálum en karlar.
Það segir skýrt í umferðar-
lögum að ökumönnum sé skylt að
sjá til þess að allir farðegar í bíl,
yngri en 15 ára, noti viðeig-
andi öryggisbúnað. Brot á
lögunum varðar 10.000 kr.
sekt. Þeir sem vilja kynna
sér réttan aðbúnað barna í
bílum er bent á Landsbjörg
og Lýðheilsustöð.
tryggvi@frettabladid.is
NOTAÐAR
VÉLAR
O&K L45,5
árg. ‘01
notkun 6.000 vst.
Hyundai W95
árg. ‘03
notkun 2.372 vst.
O&K RH 12,5
árg. ‘03
notkun 3.900 vst.
Komatsu PC 210
árg. ‘03
notkun 3.300 vst.
Hyundai 290LC
árg. ‘02
notkun 3.900 vst.
O&K MH Plus
árg. ‘90
notkun ca. 11.000 vst.
Lágmúla 9, 108 Reykjavík
S: 899 5549 / 892 3996.
Það er mikilvægt að öryggis-
búnaður henti aldri og stærð
barnsins og að hann sé rétt
upp settur.
Ástand í öryggismálum batnar
Það er skylda hvers ökumanns samkvæmt lögum að barn í bíl sé eins öruggt og kostur er á.
NORDIC PHOTO/GETTY IMAGES