Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 78
 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR42 Stóra svið SALKA VALKA Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 WOYZECK Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21 KALLI Á ÞAKINU Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Nýja svið/Litla svið ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV Nemendaleikhúsið Aðeins sýnt í desember Fö 16/12 kl. 20 Lau 17/12 kl. 20 Su 18/12 kl. 20 Þr 27/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 MANNTAFL Mi 28/12 kl. 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 29/12 kl. 20 AUKAS. UPPSELT Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar! GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST Miðasala á netinu Borgarleikhúsið hefur opnað miðasölu á netinu Einfalt og þægilegt á vefsíðunni www.borgarleikhus.is S Ö N G B Ó K B J Ö R G V I N S H A L L D Ó R S S O N A R 1 9 7 0 - 2 0 0 5 Stórkostleg safnplata í næstu verslun 3CD laus sæti laus sæti laus sæti örfá sæti laus laus sæti uppselt 15.12 16.12 17.12 27.12 28.12 29.12 fim. fös. lau. þri. mið. fim. Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. GJAFAKORT - TILVALIN JÓLAGJÖF MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700 Leikhópurinn Á senunni kynnir: mi›. 14. des. kl. 10.00 fim. 15. des. kl. 10.00 lau. 17. des. kl. 17.00 sun. 18. des. kl. 14.00 sun. 18. des. kl. 16.00 ATH - A‹EINS fiESSAR S†NINGAR! S‡nt í Tjarnarbíói Tjarnargötu 12. Mi›asala er hafin í síma 861 9535 og á senan@senan.is www.senan.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? DESEMBER 11 12 13 14 15 16 17 Miðvikudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Aðventutónleikar verða haldnir í Hallgrímskirkju undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur þar sem fram koma fjórir kórar, Gospelsystur Reykjavíkur, Stúlknakór Reykjavíkur, Vox Feminae og Vox Junior. Á tónleikunum leikur Ástríður Haraldsdóttir á orgel, Eiríkur Örn Pálsson á trompet, Hjörleifur Valsson á fiðlu og Kristján Þ. Stephensen á óbó.  20.00 Norska djassbandið Roundtrip heldur tónleika í Norræna húsinu. Íslenski píanóleikar- inn Davíð Þór Jónsson mun koma fram sem gestur á tónleikunum.  20.00 Í Seltjarnarneskirkju verð- ur jólaskemmtun með sópr- antríóinu Sopranos, þeim Svönu Berglindi Karlsdóttur, Margréti Grétarsdóttur og Hörn Hrafnsdóttur. Gestur verð- ur hinn vinsæli bariton Hrólfur Sæmundsson en um undirleik sjá Hólmfríður Sigurðardóttir píanó- leikari, Guðmundur Hafsteinsson trompetleikari og Örnólfur Kristjánsson sellóleikari.  20.00 Fjöldi tónlistarmanna spila á tónleikunum. Megas og Súkkat, Lokbrá, Noise, Touch, Palinbrome , Brylli, Bob, We painted the walls og margir fleiri tónlistarmenn koma fram á tónleikum á Gauki á Stöng undir yfirskriftinni “Hvar eru sannanirnar?”  20.30 Sigrún Hjálmtýsdóttir kemur fram á aðventutónleikum í Mosfellskirkju ásamt blásarasextett sem skipaður er klarínettuleikur- unum Sigurði I. Snorrasyni og Kjartani Óskarssyni, hornleikurun- um Emil Friðfinnssyni og Þorkeli Jóelssyni og fagottleikurunum Brjáni Ingasyni og Birni Árnasyni.  21.00 Í tilefni af útgáfu breiðskífunn- ar Swallowed a Star heldur Daníel Ágúst útgáfutónleika í Íslensku óper- unni ásamt fimm manna strengja- sveit skipaðri Grétu Guðnadóttur, Roland Hartwell, Guðmundi Kristmundssyni, Sigurði Bjarka Gunnarssyni og Hávarði Tryggvasyni. Sérstakir gestir verða Mr. Silla og hljómsveitin Rass.  22.00 Hljómsveitirnar Noise og Dimma spila á Dillon. ■ ■ FYRIRLESTRAR  16.15 Nýr lektor við Kennaraháskóla Íslands, Steinunn Gestsdóttir, flytur fyrirlestur um mikilvægi sjálf- stjórnar hjá börnum og unglingum. Fyrirlesturinn er í Bratta, fyrirlestra- sal Kennararháskóla Íslands við Stakkahlíð. Rúna K. Tezschner gefur út sína fyrstu barnabók um jólin og fjallar hún um lítil krakkaóféti sem rífast stöðugt. Ófétabörnin er bók sem leynist í jólabókaflóði þessa árs og er skrif- uð af Rúnu K. Tetzschner. Um er að ræða fallega barnabók sem flytur lesendum góðan boðskap. „Bókin fjallar um ófétin litlu sem eru skrítnar verur sem búa í blómum í Rifrildisskógi og fljúga um á fiðrildum,“ segir Rúna. „Ófétin minna að vissu leyti á blómálfa en í stað vængja hafa þau krækiklær. Þau eru ekki vond heldur aðeins svolítið ófullkom- in. Þau skiptast í tvo hópa; gull- inhærð óféti og svarthærð óféti og öll eru þau sífellt að rífast og slást. Þegar líður á bókina komast þau svo að því að það er enginn munur á þeim fyrir utan háralit- inn. Það kemur svo seinna í ljós í sögunni að þau hafa ekkert alltaf verið óféti heldur voru þau eitt sinn blómálfar en rifust svo mikið að vængirnir duttu af þeim.“ Bókina prýða fallegar myndir sem einnig eru teiknaðar af Rúnu en hún hefur áður gefið út ljóða- bækur. „Þetta á að vera fyrsta bókin af seríu en það fer eftir því hve vel gengur að selja og skrifa sög- urnar, einnig er mjög tímafrekt að teikna mynd- irnar,“ segir hún. „Ég hef líka verið að skrautskrifa og mynd- skreyta ljóð og hef gefið þau út á plakötum. Ég tók eftir því að fólk var stundum að kaupa þetta handa börnum og fór í framhaldi af því að hugsa um að gera eitthvað sér- staklega handa þeim. Bókin er fyrir börn á aldrinum 4-9 ára og ég hef verið mikið að lesa hana í skólum og leikskólum og börnin eru mjög hrifin,“ segir Rúna og bætir því við að börnin hafi jafn- vel elt hana út á götu. „Þau eru óskaplega hrifin af sögunni og ég hef heyrt að mörg börnin hafi verið að teikna lítil óféti í leikskól- anum,“ segir hún og hlær. Bókin er gefin út af forlaginu Lítið ljós á jörð sem er í eigu Rúnu. „Ég hef einnig skrifað ljóð um litlu ófétin og Ósk Óskarsdóttir tónlistarkona hefur samið tónlist við þau. Það er því aldrei að vita nema lítill óféta- geisladiskur líti dagsins ljós ein- hvern tíma í nánustu framtíð.“ Litlu ófétin í Rifrildisskógi RÚNA K. TEZSCHNER Hún hefur áður gefið út ljóðabækur en hefur nú skrifað barnabók með fallegum boðskap. ÓFÉTABÖRNIN Bókin fjallar um litlu ófétin í Rifrildisskógi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.