Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2005 Höfuðstöðvar Mercedes Benz hafa gefið það út að Benz GL jeppalínan sé væntanleg frá fyrirtækinu í lok næsta árs. Það eru margir sem fagna komu nýju GL-linunnar frá Mercedes Benz. Það sem vekur helst áhuga á bílnum, umfram aðra Benz-jeppa, er að hann er sjö sæta og mun verða búinn geysilega öflugum öryggisbúnaði. Sérstakt tæki er í bílnum sem sér fyrir yfirvofandi árekstur og stillir allan búnað bílsins í samræmi við það. Megin- loftpúðarnir verða höggstýðir og einnig hnakkapúðar. Bíllinn verður fáanlegur með tveim mismunandi dísilvélum og öðrum tveim mismunandi bens- ínvélum. Bíllinn kemur á Evrópu- markað eins og fyrr segir í lok árs 2006. Allt um mat á föstudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N / S I A . I S Seðlabankinn hefur lagst gegn frumvarpi Alþingis um lækkun bensíngjalds. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskaði þann 10. maí síð- astliðinn eftir umsögn Seðlabanka Íslands um um frumvarp til laga um bensíngjald og olíugjald. Í frumvarpinu er lagt til að vöru- gjald af bensíni og olíugjald af dís- ilolíu í almennri sölu verði lækk- að um 4 krónur á lítra frá byrjun nóvember til loka mars. Lækkun útsöluverðs og tekjutap ríkissjóðs verða öllu meiri en þessu nemur, því virðisaukaskattur leggst ofan á eldsneytisgjöld og eldsneytis- notendur greiða að meðaltali lægri virðisaukaskatt af því sem þeir kaupa fyrir bensínsparnaðinn. Í svari frá Seðlabankanum sagi meðal annars: ,,Frumvarpið kallar á sértæka skattalækkun á þenslu- skeiði sem færi í bága við viðleitni Seðlabankans til að halda aftur af verðbólgu. Þótt ráðstafanir samkvæmt frumvarpinu myndu lækka verð tímabundið, gengur lækkunin til baka þegar lögin falla úr gildi. Horft til lengri tíma en skattalækkunin varir yki gjalda- lækkunin lítillega eftirspurn og e.t.v. verðbólgu. Loks draga ráð- stafanir frumvarpsins úr eðli- legum viðbrögðum við hækkandi eldsneytisverði, t.d. með vali á sparneytnari bílum og minni akstri. Af framangreindum ástæð- um leggst Seðlabankinn gegn því að frumvarpið verði samþykkt.“ (Tekið af billinn.is) Seðlabankinn á móti lækkun bensíngjalds Seðlabanki Íslands telur að lækkun bensín- gjalds geti aukið þenslu í þjóðfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Áður en langt um líður mun bíll- inn þinn vera með á hreinu hvað er að finna í iTunes tónlistarsafninu í tölvunni þinni. Þetta kemur fram á vefsíðu tímaritsins Wired, og segir þar jafnframt að fyrirtæk- ið SimpleDevices í samstarfi við Delphi vinni nú hörðum höndum að því að búa til hljómflutnings- tæki í bílinn sem nær gögnum úr tölvunni með þráðlausri tengingu. Einfalt er fjarlægja harða disk- inn úr hljómflutningstækinu sem hægt er að tengja við heimilistölv- una með USB tengi. Spekúlantar spá þessu tæki vinsældum og sjá það jafnvel fyrir sér að um 2007 verði það hluti af staðalbúnaði í dýrari bílum eins og Cadillac, Lexus og Audi. Tónlistin úr tölvunni í bílinn Hljómflutningstæki með þráð- lausri tengingu. Nýr Benz jeppi á næsta ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.