Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 33

Fréttablaðið - 14.12.2005, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 14. desember 2005 Höfuðstöðvar Mercedes Benz hafa gefið það út að Benz GL jeppalínan sé væntanleg frá fyrirtækinu í lok næsta árs. Það eru margir sem fagna komu nýju GL-linunnar frá Mercedes Benz. Það sem vekur helst áhuga á bílnum, umfram aðra Benz-jeppa, er að hann er sjö sæta og mun verða búinn geysilega öflugum öryggisbúnaði. Sérstakt tæki er í bílnum sem sér fyrir yfirvofandi árekstur og stillir allan búnað bílsins í samræmi við það. Megin- loftpúðarnir verða höggstýðir og einnig hnakkapúðar. Bíllinn verður fáanlegur með tveim mismunandi dísilvélum og öðrum tveim mismunandi bens- ínvélum. Bíllinn kemur á Evrópu- markað eins og fyrr segir í lok árs 2006. Allt um mat á föstudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N / S I A . I S Seðlabankinn hefur lagst gegn frumvarpi Alþingis um lækkun bensíngjalds. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskaði þann 10. maí síð- astliðinn eftir umsögn Seðlabanka Íslands um um frumvarp til laga um bensíngjald og olíugjald. Í frumvarpinu er lagt til að vöru- gjald af bensíni og olíugjald af dís- ilolíu í almennri sölu verði lækk- að um 4 krónur á lítra frá byrjun nóvember til loka mars. Lækkun útsöluverðs og tekjutap ríkissjóðs verða öllu meiri en þessu nemur, því virðisaukaskattur leggst ofan á eldsneytisgjöld og eldsneytis- notendur greiða að meðaltali lægri virðisaukaskatt af því sem þeir kaupa fyrir bensínsparnaðinn. Í svari frá Seðlabankanum sagi meðal annars: ,,Frumvarpið kallar á sértæka skattalækkun á þenslu- skeiði sem færi í bága við viðleitni Seðlabankans til að halda aftur af verðbólgu. Þótt ráðstafanir samkvæmt frumvarpinu myndu lækka verð tímabundið, gengur lækkunin til baka þegar lögin falla úr gildi. Horft til lengri tíma en skattalækkunin varir yki gjalda- lækkunin lítillega eftirspurn og e.t.v. verðbólgu. Loks draga ráð- stafanir frumvarpsins úr eðli- legum viðbrögðum við hækkandi eldsneytisverði, t.d. með vali á sparneytnari bílum og minni akstri. Af framangreindum ástæð- um leggst Seðlabankinn gegn því að frumvarpið verði samþykkt.“ (Tekið af billinn.is) Seðlabankinn á móti lækkun bensíngjalds Seðlabanki Íslands telur að lækkun bensín- gjalds geti aukið þenslu í þjóðfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Áður en langt um líður mun bíll- inn þinn vera með á hreinu hvað er að finna í iTunes tónlistarsafninu í tölvunni þinni. Þetta kemur fram á vefsíðu tímaritsins Wired, og segir þar jafnframt að fyrirtæk- ið SimpleDevices í samstarfi við Delphi vinni nú hörðum höndum að því að búa til hljómflutnings- tæki í bílinn sem nær gögnum úr tölvunni með þráðlausri tengingu. Einfalt er fjarlægja harða disk- inn úr hljómflutningstækinu sem hægt er að tengja við heimilistölv- una með USB tengi. Spekúlantar spá þessu tæki vinsældum og sjá það jafnvel fyrir sér að um 2007 verði það hluti af staðalbúnaði í dýrari bílum eins og Cadillac, Lexus og Audi. Tónlistin úr tölvunni í bílinn Hljómflutningstæki með þráð- lausri tengingu. Nýr Benz jeppi á næsta ári

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.