Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 76
Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA 14.900 kr. NOKIA 6020 SÍMI Kl. 12.15 Yrsa Sigurðardóttir les úr spennu- sögu sinni, Þriðja táknið, í bókasal Þjóðmenningarhússins í hádeginu. Á veitingastofunni verður einnig í boði blóðrauð rauðrófusúpa eða súpa dagsins. Undanfarin níu ár hefur Sigrún Hjálmtýsdóttir komið fram á tón- leikum í Mosfellskirkju skömmu fyrir jól með Blásarasextett Mos- fellsbæjar. Þau eru farin að nefna sig „Diddú og drengina“ og bjóða upp á fjölbreytta tónlist á sínum árvissu tónleikum í kvöld. Blásarasextettinn er skipað- ur tveimur klarínettuleikurum, þeim Sigurði I. Snorrasyni og Kjartani Óskarssyni, tveimur hornleikurum, Emil Friðfinns- syni og Þorkeli Jóelssyni, og tveimur fagottleikurum, þeim Brjáni Ingasyni og Birni Árna- syni. „Við erum bara með eitt stutt verk eftir Mozart í ár,“ segir Sig- urður I. Snorrason, annar klarin- ettuleikaranna, en bætir því við að þau séu strax farin að hugsa til næsta árs, sem verður sannkall- að Mozart-ár því þá verður þess minnst út um allan heim að 250 ár eru liðin frá fæðingu hans. „Það verður mikill Mozart hjá okkur á næsta ári. Ég hugsa að hópurinn komi líka saman utan þessa jólatíma og haldi þá Moz- art-tónleika.“ Auk þessa verks eftir Mozart flytja þau í kvöld atriði úr óperu eftir Handel, tvær aríur og milli- þáttamúsík, þar á meðal einn þátt sem heitir Vopnadans. Á efn- isskránni eru einnig verk eftir Bach, Mascagni og Atla Heimi Sveinsson. Söngrödd og sex blásturshljóð- færi er frekar óvenjuleg samsetn- ing, en Sigurður segir þetta bjóða upp á mikinn fjölbreytileika í tónlistarvali. „Þegar maður er með þó þetta mörg hljóðfæri þá er hægt að útsetja fyrir okkur nánast hvað sem er, hvort sem það eru sálm- ar eða óperuaríur eða annað. Það heillaði okkur líka dálítið að bæta söngröddinni við, en það kallaði reyndar á vinnu því ekkert er til fyrir söngrödd og þennan hljóð- færahóp, þannig að það hefur þurft að útsetja sérstaklega fyrir okkur allt sem við höfum flutt.“ Það er Kjartan Óskarsson, annar klarinettuleikaranna, sem hefur haft veg og vanda af öllum útsetningunum. Sum verk- in flytja blásararnir síðan einir og óstuddir án söngraddarinnar, þannig að Diddú fær að hvíla sig inn á milli. „Við blöndum þessu nokkuð jafnt þótt hún sé auðvitað í aðal- hlutverki.“ Ávöxtur þessa samstarfs blás- aranna sex og Diddúar kom út á geisladiski í fyrra, þar sem hún söng nítján uppáhalds Ave Marí- urnar sínar og hlaut diskurinn afar góðar móttökur. Nokkrar af þess- um Ave Maríum, sem eru á disk- num, verða fluttar á tónleikunum í kvöld, en að auki flytja þau Diddú og drengirnir eina Ave Maríu sem ekki er að finna á plötunni. „Við erum reyndar að frum- flytja hana, en hún er eftir Loft Guðmundsson, þann merka ljós- myndara og kvikmyndagerðar- mann. Hann samdi þetta þegar sonur hans gerðist kaþólskur prestur árið 1947.“ Að sögn Sigurðar samdi Loft- ur ekki mikið af tónlist, „en það sem er þekkt eftir hann er gott“. Tónleikarnir í Mosfellskirkju hefjast klukkan 20.30 í kvöld. ■ Í MOSFELLSKIRKJU Árvissir tónleikar Diddúar og blásaranna sex verða í Mosfellskirkju í kvöld. Sex lúðrar blása með Diddú „Ólíkt öðrum djassböndum færir Roundtrip okkur tónlistina án þess að kaffæra hana í rokk-popp rusli,“ segir Germein Linares á vefsíðunni All About Jazz í dómi sínum um fyrsta disk norsku hljómsveit- arinnar Roundtrip. Diskurinn kom út í mars á þessu ári, heitir Two Way Street og hefur hlotið góða dóma og frábærar viðtökur. Þessi norska djasshljómsveit er komin til Íslands og verður með tónleika í Norræna húsinu í kvöld. Þeir hefjast klukkan 20. Roundtrip var stofnuð árið 2002 af þeim Klaus Ellerhusen Holm á alt- og baritónsaxófón, Ole Morten Vågan á kontrabassa og Ole Thomas Kolberg á trommur. Þeir stunduðu allir nám við tónlistarhá- skólann í Þrándheimi. Upphaflega komu þeir fram undir nafninu Megatsunami, eða Risaflóðbylgjan, en eftir hörmungarnar í Asíu og þegar sænski víbrafón- leikarinn Mathias Ståhl bættist í hópinn breyttu þeir nafninu í Roundtrip. Í ágúst 2003 hlaut Roundtrip fyrstu verðlaun í norrænu djasskeppninni Young Nordic Jazz Comets. Þeir hafa síðan ferðast vítt og breitt um Norðurlönd- in og nú er röðin komin að Íslandi. Á tónleikunum í Norræna húsinu mun Davíð Þór Jónsson píanóleikari koma fram sem sérstakur gest- ur Roundtrip. Ómengaður djass Óðum styttist í að sex þúsundasti áhorfandinn bregði sér í Iðnó á sýninguna Ég er mín eigin kona, þar sem Hilmir Snær Guðnason fer á kostum. Síðustu sýningar fyrir jól verða nú um helgina, en haldið verður áfram eftir áramót. Leikritið var frumsýnt í haust og hefur síðan notið gífurlegra vinsælda. Sýningar eru orðnar yfir fjörutíu talsins og hefur verið uppselt á þær flestar. Leikritið er byggt á sannsögu- legum atburðum. Aðalpersónan er Charlotte von Mahlsdorf, sem fæddist sem drengur en ákvað að lifa lífi sínu sem kona. Hilmir Snær Guðnason leik- ur öll hlutverk sýningarinnar, sem eru 35 talsins og hefur hlot- ið frábæra dóma fyrir leik sinn. Leikstjóri er Stefán Baldursson og er sýningin fyrsta verkefni nýstofnaðs leikhúss þeirra Hilmis, Skámána og er unnin í samvinnu við Menningar-og listastofnun Kormáks og Skjaldar. Leikritið hlaut fjölda verðlauna þegar það var frumsýnt í New York fyrir einu og hálfu ári. ■ Nálgast sex þúsund ÉG ER MÍN EIGIN KONA Hilmir Snær í hlutverki Charlotte von Mahlsdorf. Hausthefti Sögu, Tímarits Sögu- félags er komið út. Að vanda inniheldur það fjölbreytt efni, til dæmis fjallar Unnur Birna Karls- dóttir ítarlega um vananir eða ófrjósemisaðgerðir hér á landi frá 1938 til 1975 og Sveinbjörn Rafns- son ræðir um Vatnsdælasögur og Kristnisögur. Þá greinir Guðmundur Hálf- danarson frá sölu Skálholtsjarða undir lok 18. aldar, sem hann nefn- ir fyrsta uppboð á ríkiseignum hérlendis og Sverrir Jakobsson ræðir um endalok þrælahalds og vaxandi leiguliðabúskap á tíma- bilinu 1100-1400. Viðhorfsgreinar eru þrjár eftir þá Árna Daníel Júlíusson, Matthías Á. Mathiesen og Gunnar Karlsson, og fjalla þeir m.a. um þjóð- erni, ritstuld og fræðileg v i n nubrögð. Þá skrifar Eggert Þór B e r n h a r ð s - son um end- u r h ö n n u n þriggja aust- firskra sýn- inga, þ.e. á S eyði sf i rð i , Reyð a r f i rð i og Hornafirði. Síðast en ekki síst er lífleg umfjöll- un um fjölmargar nýlegar bækur í heftinu. Ritstjórar eru Guðmundur J. Guðmundsson og Páll Björnsson. FORSÍÐA SÖGU Að venju inniheldur ritið fjölbreytt efni. Saga komin út Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst Haraldsson heldur útgáfutónleika í Íslensku óperunni í kvöld í tilefni af útgáfu fyrstu sólóplötu hans, Swallowed a Star. Platan, sem er gefin út af Smekkleysu og One Little Indi- an í Bretlandi, var í tæp fimm ár í vinnslu. Um er að ræða heil- steypta, epíska og magnþrungna poppplötu þar sem notast er við strengi, rafhljóð og slagverk. Seiðandi rödd Daníels Ágústs er þó ávallt í fyrirrúmi. Daníel mun koma fram ásamt fimm manna strengjasveit sem í eru Gréta Guðnadóttir, Roland Hartwell, Guðmundur Krist- mundsson, Sigurður Bjarki Gunn- arsson og Hávarður Tryggvason. Sérstakir gestir verða Mr. Silla og hljómsveitin Rass. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og er miðaverð 2.000 krón- ur. Forsala fer fram í plötubúð Smekkleysu við Laugaveg. ■ DANÍEL ÁGÚST Útgáfutónleikarnir í kvöld eru í tilefni af fyrstu sóló- plötu hans, Swallowed a Star. Útgáfutónleikar Daníels Ágústs > Ekki missa af ... ... útgáfutónleikum tangósveitar- innar L‘amour fou, sem haldnir verða í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld. ... hinum árlegu jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói á laugardaginn. ... litlu jólum Rafrænnar Reykjavíkur á Gauki á Stöng í kvöld. Þar verða öll helstu jóla- börnin úr elektrógeiranum. 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR40 menning@frettabladid.is !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.