Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 49
segist muna eftir því fyrir tíu árum að sumir höfðu áhyggjur af því að lífeyrissjóðirnir myndu eignast landið og miðin. Sá ótti var ástæðulaus og bendir Hrafn á skýrsluna máli sínu til stuðnings þar sem kemur fram að líf- eyrissjóðirnir eigi um tólf prósent af skráð- um innlendum hlutabréfum þótt hlutdeild þeirra sé nokkru hærri í útgefnum skulda- bréfum. Tryggvi Tryggvason, forstöðumaður eignastýringar Gildis-lífeyrissjóðs, er spurð- ur að því hvort afskráningar félaga af hluta- bréfamarkaði séu áhyggjuefni. Hann telur svo vera og það væri gott að fá fleiri félög á markaðinn. „Kostirnir eru fullfáir og væri æskilegt að fá fleiri inn. Eignarhlutir í ein- stökum félögum eru stórir vegna mikils vaxt- ar stærstu félaganna. Á móti hafa verðmynd- un á markaði og dýpt aukist.“ Hámarkseign- arhlutur lífeyrissjóðs í hlutabréfum og skuldabréfum einstakra útgefenda er tíu pró- sent og er ljóst að lífeyrissjóðir nálgast mörk- in í sumum félögum. STÓR VERKEFNI INNANLANDS Í skýrslunni er þeirri spurningu velt upp hvort sjóðirnir ættu að líta til stórverkefna innanlands á borð við virkjunarframkvæmd- ir. Benda greinarhöfundar á að virkjanir Landsvirkjunar virðist vera vanmetar sam- kvæmt þeim bókhaldsreglum fyrirtækisins. Kostnaður af Kára- hnjúkavirkjun er áætlaður um 90 milljarðar króna og hefur virkjun- in afl upp á 690 MW en samanlagt afl annarra virkjana fyrirtækins er 1.215 MW. Eigið fé Landsvirkj- unar er 50 milljarðar króna og eiginfjárhluthall hennar um 33 prósent. „Það kann að vera að það séu ýmis tækifæri hér innanlands í slíkum málum. Hins vegar þarf að gæta að sér hvað varðar einstakar fjárfestingar í verkefnum innan- lands, til dæmis í álbræðslum og slíku. Það þarf að vera ásættanleg áhættudreifing á fjármagni,“ segir Hrafn. Hann bendir á að Hval- fjarðargöng hafi orðið að veru- leika vegna tilurðar lífeyrissjóð- anna en erlendir lánveitendur gerðu það að kröfu að íslenskir fjárfestar kæmu að framkvæmd- inni. Það sé gott dæmi um vel heppnaða einkaframkvæmd. Árni Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir að það megi alls ekki útiloka þátttöku lífeyrissjóða að stórverk- efnum og bendir á einkavæðingu Símans sem nýlega stórfjárfest- ingu lífeyrissjóða. „Við horfum já- kvætt á öll verkefni sem koma upp hér. Ég tel nauðsynlegt að sjóðirn- ir séu opnir fyrir öllum möguleik- um sem bjóðast.“ Kæmi það til greina að taka þátt í fjármögnun umferðarmannvirkja? „Það hefur í sjálfu sér ekki komið inn á borð til okkar. En ég segi bara aftur: Við skoðum allt þar sem kostirnir eru ekki margir.“ Höfundarnir nefna einnig þann möguleika að lífeyrissjóðirnir taki meiri þátt í fjármögn- um innlendra innlánsstofna með því að kaupa útgefin verðbréf þeirra en yfir níutíu prósent af skuldabréfaútgáfu þeirra hafa verið er- lendis. ÚTRÁS LÍFEYRISSJÓÐA Frá árinu 1994 hafa íslenskir fjárfestar átt þess kost að kaupa erlend verðbréf og hefur vægi erlendra fjárfestinga stóraukist á seinni árum. Tilgangur með þessum fjárfestingum hefur annars vegar verið að hækka ávöxun og hins vegar að draga úr áhættu. Allt bendir því til þess að ávöxtun lífeyris- sjóða framtíðarinnar muni að stórum hluta velta á árangri þeirra fyrir utan landsteinana vegna takmarkaðra möguleika heima fyrir. Erlendar eignir lífeyrissjóðanna nema nú um 22 prósentum af hreinum eignum og jukust um áttatíu milljarða frá janúar til ágúst á þessu ári. „Lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest mikið er- lendis á þessu ári og þá aðallega í hlutabréf- um. Það byggist meðal annars á því að þeir eiga mikið af hlutabréfum á Íslandi en einnig sjá menn mikil tækfæri erlendis vegna þess hve krónan hefur verið sterk,“ segir Hrafn og bætir við að þar með muni lífeyrissjóðirnir sjá meiri sveiflur í ávöxtun en verið hefur. Ávöxtun af innlendum hlutabréfum hefur verið ævintýraleg á undanförnum tveimur árum. Erlend hlutabréf hafa ekki sýnt sömu ávöxtun en hafa þó hækkað ágætlega bæði í fyrra og nú í ár. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa haft lítinn áhuga á að kaupa erlend skuldabréf þar sem þau hafa verið slakur fjárfestingar- kostur í samanburði við þau íslensku og er ekkert sem bendir til annars en að svo verði áfram. Á undanförnum árum hef- ur meðalraunávöxtun erlendra skuldabréfa haldist undir 3,5 pró- sentum, sem er langtímamark- mið lífeyrissjóðanna. Tryggvi Tryggvason, hjá Gildi, tekur undir það með Hrafni að fjárfestingar lífeyris- sjóðanna erlendis fari vaxandi. Þeir eigi langt í land að fara upp í þakið. „Þetta hámark er því ekki íþyngjandi varðandi erlendar eignir þótt það geti hugsanlega truflað okkur í framtíðinni. Það er heldur að sjóðirnir hafi verið að færast nær markinu í innlend- um bréfum.“ Hrafn telur að reynsla ís- lenskra lífeyrissjóða af erlendri starfsemi sé góð þrátt fyrir áföll áranna 2000 til 2002. Lífeyris- sjóðir fjárfesta einungis í gegn- um viðurkennd erlend verð- bréfafyrirtæki og það er ekki sjálfsagt að líf- eyrissjóðir fjárfesti hjá sömu aðilum. Lífeyrissjóðirnir hafa stækkað og hér hefur safnast saman gífurleg sérfræðiþekking sem mun nýtast annars staðar. Árni er ekki alveg á sama máli og Hrafn þegar litið er á reynslu lífeyrissjóðanna af er- lendum verkefnum. „Þegar litið er yfir tíu ára tímabil er ljóst að erlendar fjárfestingar hafa ekki verið að skila því sem menn vonuð- ust til. Við hjá Gildi höfum kannski að hluta til betri reynslu vegna þeirrar gjaldmiðla- stýringar sem hefur hjálpað okkar. En al- mennt séð er þetta tímabil sem hefur ekki verið að skila nægjanlega góðum árangri,“ segir Árni. FLÓKIÐ UMHVERFI – STÆRRI SJÓÐIR Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða hefur kynnt stefnumótunarvinnu þar sem framtíð- arsýn samtakanna er meðal annars lýst. Þar kemur fram að fjárfestingarumhverfi sjóð- anna verður sífellt flóknara sem kallar á góða áhættudreifingu eignasafnsins vegna auk- inna sveiflna á ávöxtun. Hrafn bendir á að fram til ársins 1998 hafi íslenskir lífeyris- sjóðir sýnt stöðuga ávöxtun samkvæmt sögu- legum gögnum sem til eru. Árið 1999 var metár en eftir það hafa orðið miklar sveiflur á raunávöxtun sjóðanna. Framtíðarsýn lands- samtakanna er sú að lífeyrissjóðum verði færri og stærri. Árni Guðmundsson telur að það sé alveg ljóst að lífeyrissjóðir verði að stækka. „Fram- sýn og sjómenn voru ekki endilega þeir sem þurftu mest á því að halda að sameinast. Ég held að það sé ekki heppilegt að reka þessar litlu einingar. Þær eru dýrari til að standa í eignastýringu sjálfar og áhættudreifing er ekki nægjanlega mikil í litlum sjóðum.“ MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 11 Ú T T E K T framtíðina auki eignir sínar erlendis jafnt og ar enn frekar. Eggert Þór Aðal- tjórnendur hjá lífeyrissjóðum. HRAFN MAGNÚSSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI LANDSSAMBANDS LÍFEYRISSJÓÐA „Lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest mikið erlendis á þessu ári og þá aðallega í hlutabréfum. Það byggist meðal annars á því að þeir eiga mikið af hluta- bréfum á Íslandi en einnig sjá menn mikil tækifæri erlendis vegna þess hve krónan hefur verið sterk.“ ÁRNI GUÐMUNDSSON, FRAM- KVÆMDASTJÓRI GILDIS LÍFEYRIS- SJÓÐS „Þegar litið er yfir tíu ára tímabil er ljóst að erlendar fjárfestingar hafa ekki ver- ið að skila því sem menn vonuðust til. Við hjá Gildi höfum kannski að hluta til betri reynslu vegna þeirrar gjaldmiðlastýringar sem hefur hjálpað okkar. En almennt séð er þetta tímabil sem hefur ekki verið að skila nægjanlega góðum árangri.“ 10_11_Markadur lesið 13.12.2005 15:10 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.