Fréttablaðið - 14.12.2005, Blaðsíða 28
14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR28
UPPÁHALDSBJÓR MARGRA KYNSLÓÐA
Tékkneskur
gullmoli
Tékkneska byggið
er einstakt í Evrópu
og oft nefnt tékkneska
gullið. Það leggur
grunninn að hinu
kjarnmikla bragði
og gullna lit sem hefur
gert Budweiser Budvar
að heimsfrægri
gæðavöru.
Kornið sem fyllir mælinn!
LÉ
TT
Ö
L
Þúsund og einni nótt frá innrásinni
Kosningarnar sem haldnar verða í Írak á morgun munu vafalaust ráða miklu um friðarhorfurnar í þessu stríðshrjáða landi. Kjörsókn
súnnía og uppgangur heittrúaðra sjía eru á meðal þeirra þátta sem mest áhrif eiga eftir að hafa í því sambandi.
FRÉTTASKÝRING
SVEINN GUÐMARSSON
sveinng@frettabladid.is
Í dag er þúsund og ein nótt liðin
síðan herir bandamanna réðust
inn í Írak og steyptu Saddam Huss-
ein af stóli. Sjálfsagt er það tilvilj-
un að rétt eins og ævintýrin sem
sögð voru í Bagdad á sínum tíma
tóku enda að þeim tíma liðnum,
ljúki formlegri stjórnmálaupp-
byggingu landsins eftir sama
tíma. Írakar ganga nefnilega að
kjörborðinu á morgun í þriðja og
síðasta sinn á þessu ári og velja
sér nýtt löggjafarþing sem starfa
mun á grundvelli stjórnarskrár-
innar sem samþykkt var í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni í október.
Hvað gera súnníar?
Í kosningunum í janúar, þegar
stjórnlagaþingið var valið, ákváðu
súnníar að sitja heima á kjördag.
Afleiðingin varð sú að þeir voru
að mestu settir til hliðar í stjórn-
arskrárvinnunni og einangrun
þeirra þýddi að uppreisnaröflun-
um óx fiskur um hrygg. Í október-
kosningunum höfðu súnníar áttað
sig á að þeir höfðu gert mistök og
því létu þeir sig ekki vanta á kjör-
stað í það skiptið.
Góð kjörsókn súnnía í kosning-
um á morgun mun hafa afgerandi
áhrif á friðarþróunina í landinu á
komandi mánuðum. Eins og Philip
Kosnett, staðgengill sendiherra
Bandaríkjanna, benti á í viðtali
hér í blaðinu um helgina er stór
hluti uppreisnarinnar knúinn
áfram af óánægðum súnníum sem
sakna þeirra tíma þegar þeir réðu
lögum og lofum í landinu. Þótt
þeir skilji flestir að þeir tímar
séu liðnir er mikilvægt að þeim
finnist þeir hafa völd sem eru að
minnsta kosti í einhverju sam-
ræmi við fjölda þeirra í landinu.
Í janúarkosningunum var Írak
eitt kjördæmi og þar sem súnníar
hundsuðu þær var uppskeran rýr.
Nú fær hvert hérað hins vegar
þingmenn í samræmi við fólks-
fjölda og það mun vafalaust koma
þeim vel því í fjórum héruðum
eru þeir meirihluti íbúa. Súnníar
ganga hins vegar nokkuð sundr-
aðir til kosninga, margir smá-
flokkar berjast um hylli þeirra og
ólíkt sjíum og Kúrdum hafa þeir
enga afgerandi leiðtoga innan
sinna raða.
Spennandi verður að sjá hvern-
ig þessi þjóðfélagshópur skilar sér
í kjörklefana á morgun. Skráning
súnnía á kjörskrá hefur raunar
gengið prýðilega og af því má draga
þá ályktun að þeir hyggist upp til
hópa nýta kosningarétt sinn. Verði
sú raunin eru það góðar fréttir.
Flokkadrættir hjá sjíum
Sjíar eru langstærsta þjóðarbrot
landsins en ríflega sextíu prósent
þjóðarinnar tilheyra þeim hópi. Í
janúarkosningunum vegnaði þeim
afar vel, bæði sökum hve marg-
ir þeir eru en líka vegna þess að
súnníar sniðgengu kosningarnar.
Þrátt fyrir að sjíar skilgreini
sig út frá trúarlegum forsendum
skiptast þeir mjög í tvö horn eftir
því að hversu miklu leyti þeir telja
að íslam eigi að móta samfélags-
skipanina.
Stærri fylkingin, sú sem bauð
sig fram í janúar undir merkjum
Sameinaða sjíabandalagsins, er
samansafn einstaklinga og hreyf-
inga, til dæmis Muqtada al-Sadr
og Íslamska byltingarráðsins í
Írak (SCIRI), sem telja að þjóðfé-
lagið eigi fyrst og fremst að mót-
ast af íslam. Á hinum vængnum
eru síðan veraldlega þenkjandi
sjíar sem Iyad Allawi, fyrrver-
andi forsætisráðherra, fer fyrir.
Þeir eru í samfloti við Kúrda og
súnnía sem eru sama sinnis.
Grunnt er á því góða á milli
þessara hópa. Á dögunum var
gerður aðsúgur að Allawi á ferð í
Najaf og er talið að menn al-Sadr
hafi þar verið að verki. Heittrúaðir
sjíar telja að Allawi, sem eitt sinn
var á mála hjá bandarísku leyni-
þjónustunni CIA, sé annað hvort
leppur Bandaríkjamanna eða
„Saddam án yfirvaraskeggs“. All-
awi og menn hans hafa hins vegar
haldið uppi kröftugri gagnrýni á
móti og sakað, með nokkrum rétti,
leiðtoga Sameinaða sjíabandalags-
ins um að berjast eingöngu fyrir
hagsmunum sinna umbjóðenda.
Náin tengsl SCIRI við stjórnvöld
í Teheran hafa jafnframt vakið
nokkurn ugg þeirra sem vilja
að Írak fái að þróast í friði fyrir
erlendum áhrifum.
Þrátt fyrir þessa gagnrýni á
þorri sjía að líkindum eftir að
fylkja sér á bak við Sameinaða
sjíabandalagið. Mestu munar þar
um óbeinan stuðning Ali al-Sis-
tani erkiklerks við hreyfinguna
en segja má að hans orð séu bind-
andi fyrir heittrúaða sjía í land-
inu. Allawi þótti ekki standa sig
vel í starfi forsætisráðherra og
hefur aldrei notið sérstakrar lýð-
hylli í landinu.
Flókin stjórnarmyndun framundan
Ekki þarf að eyða mörgum orðum
á Kúrda. Í janúar greiddi lang-
stærstur hluti þeirra sameinuðum
kúrdískum lista atkvæði sitt sem
skilaði þeim umtalsverðum völd-
um í landinu. Sá listi verður í fram-
boði á morgun og eru allar líkur að
honum muni ganga aftur vel þá.
Erfitt er að spá fyrir um hverj-
ir munu taka við stjórnartaumun-
um að loknum kosningunum, það
eina sem er víst er að rétt eins og
í janúar mun stjórnarmyndunin
taka langan tíma og mikið bak-
tjaldamakk mun fara fram.
Líklegt verður að teljast að staða
súnnía batni talsvert en á hinn bóg-
inn er ósennilegt að þeir fái nógu
mikið fylgi til að geta myndað rík-
isstjórn með flokki Allawi. Kúrdar
eru ennþá mjög tortryggnir í garð
súnnía og þeir eru auk þess ósam-
mála um grundvallaratriði stjórn-
skipunarinnar, eins og hversu mið-
stýrt ríkið eigi að vera, þannig að
sennilega líta þeir frekar til áfram-
haldandi samstarfs við Sameinaða
sjíabandalagið.
Þótt slík ríkisstjórn hefði drjúg-
an meirihluta á bak við sig er ekki
víst að stöðugleiki komist þar með á
í landinu. Frammistaða núverandi
ríkisstjórnar í þeim efnum gefur í
það minnsta ekki tilefni til mikill-
ar bjartsýni því enn eru rósturnar
miklar og hermdarverk nánast
daglegt brauð. Ef raunverulegur
vilji er hjá stjórninni til að sætta
þjóðarbrotin í landinu verða þeir að
byrja á að draga úr óánægju súnn-
ía með einhverjum hætti, fyrst og
fremst með að gera nauðsynlegar
breytingar á nýju stjórnarskránni
eins og þeir lofuðu raunar í haust en
líka með að skipa þá í áhrifastöður.
Þá og ekki fyrr er hægt að gera sér
raunverulegar vonir um að friður
fari að komast á í landinu þótt það
sé langt í frá öruggt.
BÚINN AÐ KJÓSA Kjörfundur
í Írak hófst raunar í vikubyrj-
un en þá fengu sjúklingar á
spítölum og hermenn að greiða
atkvæði. Þessi hermaður í Basra
var greinilega búinn að neyta
atkvæðisréttar síns.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP